Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HRAFNHILDUR ÁSKELSDÓTTIR Hrafnhildur Áskelsdóttir var fædd á Grenivík 10. maí 1958. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 26. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Áskeli Bjarnason og Þór- hildur Ingólfsdóttir bæði frá Grenivík. Hrafnhildur eignað- ist einn son, Guð- mund Þór, með sambýlismanni sín- um Sæmundi Guð- mundssyni og var heimili þeirra á Túngötu 17 á Grenivík. Hrafn- hildur var elst fjög- urra systkina. Onn- ur í röðinni er Jak- obína Elín, leik- skólakennari, þá kemur Bjarni, við- skiptafræðingur, og yngstur er Ingólfur, sem er við nám í Háskólanum á Akureyri. títför Hrafnhild- ar verður gerð frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Þó er mér það fullljóst að baráttan var hörð og erfið. Von og gleði þeg- ar betur gekk, vonleysi og hryggð þegar verr gekk. Þótt kaldir vindar blási þessa dagana veit ég að allir íbúar Grýtu- bakkahrepps hugsa til fjölskyldu Hrafnhildar með hlýju og virðingu fyrir konu sem barðist hetjubar- áttu til síðustu stundar. Ég og fjölskylda mín vottum Sæ- mundi, Guðmundi, Dódu, Kela og systkinum Hrafnhildar innilega samúð. Guð gefi ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Og því er allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi Iostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðm.) Guðný Sverrisdóttir. Þegar ung kona deyr í litlu byggðarlagi er stórt skarð höggvið. Bönd skyldleika og vináttu tengja og missirinn er allra. I þetta sinn steypist napur vetur yfir byggðarlagið okkar allt of snemma. Ymsum haustverkum var ólokið áður en vetur konungur settist að. Líkt og veturinn, kom andlát Hrafnhildar alltof snemma og mörgum verkum var ólokið. Hvers vegna er kona á besta aldri hrifin frá okkur? Hver er tilgang- urinn? Fyrir okkur sem eftir lifum er erfitt að finna svör við þessum spumingum og við stöndum eftir berskjölduð fyrir duttlungum æðri máttarvalda. Hrafnhildur fæddist á Grenivík en á fyrsta ári fluttist hún með for- eldrum sínum til Akureyrar og bjuggu þau fyrst í Ránargötu 22, en síðar í Ránargötu 18, og bjó hún þar, þar til til hún kynntist sambýl- ismanni sínum Sæmundi Guð- * mundssyni frá Akurbakka á Greni- vík. Byggðu þau sér hús að Tún- götu 17 á Grenivík þar sem heimili Hrafnhildar var til dauðadags. Hefur heimilið ætíð einkennst af snyrtimennsku í hvívetna. Árið 1980 fæddist þeim sonur, Guð- mundur Þór. Á erfiðri stundu er gott fyrir þá fegða að eiga hvor annan að og sameiginleg áhuga- mál, sem Hrafnhildur tók reyndar einnig virkan þátt í. Hrafnhildur vann lengst af hér í frystihúsinu á Grenivík og um tíma var hún starfandi verkstjóri. Störf Hrafnhildar einkenndust af dugn- aði og trúmennsku. Það var svo íyrir fimm árum að höggið kom. Hrafnhildur greindist með krabbamein í brjósti. Lengi vel trúðum við að læknavísindin væru komin svo langt að þau gætu hjálp- að Hrafnhildi við að ná yfirráðum yfir þessum illviga sjúkdómi. Hefúr hún barist hetjubaráttu þessi fimm ár. Aldrei var kvartað og sá dugnað- ur sem hún sýndi og æðruleysi mætti vera mörgum til eftirbreytni. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grand fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Við höfum misst góða vinkonu, hennar verður sárt saknað en minn- ingin lifir. Elsku Sæmi og Gummi, foreldrar og systkini, ykkar missir er mikill. Hugur okkar er hjá ykkur. Vilhjálmur, Guðríður, Margrét, Elin, Berglind og Heiða Björk. ÞORVALDUR SVEINSSON + Þorvaldur Sveinsson fædd- ist á Skjöldólfsstöð- um í Breiðdal 19. desember 1898. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafells- kirkju 30. október. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Elsku afi okkar er látinn. Mig langar íyrir mína hönd og systkina minna til að minnast hans í örfáum orðum. Hann var teinréttur í baki alla tíð og bar höfuðið hátt. Afi var einn sá fal- legasti gamli maður sem ég hef séð - ennþá beinn í baki, virðulegur með silfurhvítt hár. Það var alltaf notalegt að vera í návist hans. Margar stundir sátum við í eldhúsinu hjá honum og fylgdist með honum þar sem hann lagði kapal við eldhúsborðið, eða skottuðumst í kringum hann þegar hann var að vinna. Hann var ekki t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og frænku, NÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hruna, Ólafsvík, Austurbergi 38, Reykjavík. María H. Guðmundsdóttir, Guðrún A. Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson og systkinabörn. t Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR. Sveinn Árni Guðbjartsson, Benedikt Einar Guðbjartsson, Jón Kristinn Guðbjartsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. margorður, krafðist ekki langra samræðna um lífið og tilveruna en það var gott að þegja með honum. Einhvem veginn kynntist maður honum ekki mikið sem persónu - hann var bara afi. Stundum leiddi hann litla afastúlku eða lítinn afadreng við kreppta hönd. Lífið lék ekki alltaf við hann því þegar hann var í blóma lífsins og stundaði sjó- mennsku tyrir austan fékk hann blóðeitmn og önnur hönd hans krepptist svo hann gat ekki lengur stundað sjóinn. En hann gafst ekki upp - það var honum ekki í blóð borið - heldur reyndi fyrir sér á nýjum vettvangi. Eg sé hann stundum fyrir mér úti í garði við stóran stein sem hann æfði sig á við að múra. Sé hann blanda saman sem- enti og sandi, rappa steininn og pússa þar til hann var ánægður með handverkið. Þegar hann hafði náð tökum á múrverkinu varð það ævi- starf hans. Hann var eftirsóttur til vinnu, sérstaklega til flísalagna, vegna þess hve vandvirkur hann var. Þegar ég eltist og fór að hafa áhuga á pólitík var gaman að tala við afa. Hann var jafnaðarmaður í húð og hár og sat á tímabili fyrir Alþýðuflokkinn í sveitarstjóm á Fáskrúðsfirði. Hann sáði í brjóst mér grundvallarhugsjón- um jafnaðarmennskunnar og hafði fastmótaðar skoðanir á stjóm lands- mála þó að ekki væru þær bomar fram með háreisti. Milli afa og ömmu ríkti hlýja og gagnkvæm virðing og alltaf var gott að koma til þeirra. Þau héldu heimili með bömum sínum, Guðrúnu og Magnúsi, og var stund- um þröng á þingi. Þegar ég var í skóla bjó ég hjá þeim um skeið og ég minnist þess tíma með gleði. Þegar móðir okkar veiktist fluttu afi og amma tU okkar til að hjálpa til á heimilinu. Sá stuðningur verður seint fullþakkaður. Varð það reyndar til þess að þau fluttu í Mosfellsbæinn og bjuggu þar þangað til þau fóra á Hrafnistu. Þar hefur afi dvalið und- anfarin ár og vU ég færa starfsfólkinu þakkir fyrir að annast hann. Afi hefði orðið tíræður nú í desember hefði honum enst aldur. Hvfl þú í friði, elsku afi, og berðu kveðju okkar systkinanna tfl ömmu. Hrafiihildur. HANNA GUÐFINNSDÓTTIR + Hanna var fædd á Eyrar- bakka 15. nóvem- ber 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. október sfðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Rann- veig Jónsdóttir frá Litlu Háeyri, Eyr- arbakka, f. 10.7. 1882, d. 8.9. 1965 og Guðfinnur Þór- arinsson frá Nýja- bæ, Eyrarbakka, f. 11.12. 1881, d. 5.4. 1927. Rann- veig og Guðfinnur bjuggu á Eyri á Eyrarbakka, þau eign- uðust tvö börn, Hönnu og Osk- ar, f. 16.1. 1918, d. 19.5. 1984, eftirlifandi eiginkona Óskars er Hallveig Ólafsdóttir, f. 27.10. 1925. 2. apríl 1935 gengu þau í hjónaband, Hanna og Júlíus Bernburg, f. 14.5. 1908, sonur Önnu Biering og Pouls Ottos Bemburg, fiðluleikara. Hanna og Júlíus eignuðust tvo syni: 1) Ragnar, f. 24.6. 1937, versl- unarmann, kvænt- an Bertu Kristins- dóttur, f. 3.6. 1935. Þeirra synir era Kristinn, f. 30.4. 1956, Júlíus, f. 13.6. 1957, og Bergur Már, f. 17.10. 1969. 2) Hilmar, f. 22.4. 1943, prent- ari, var kvæntur Jarþrúði Williams, f. 29.5.1943, þau slitu samvistir, þeirra börn eru: Rúnar, f. 11.7. 1962, og Guðrún Hanna, f. 2.6. 1967. Bama- barnabömin em átta. títför Hönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, Það er mikið skarð sem þú skilur eftir þig. Þú sem ekkert aumt máttir sjá og vild- ir leysa hvers manns vanda. Ævi- starf þitt var móður- og húsmóður- hlutverkið sem þú hlúðir að og ræktaðir. Fjölskyldan, og það sem að henni stóð, var þér ávallt efst í huga og vfldir þú veg og vanda hennar sem farsælastan. Þegar að þú varst á þínu æsku- heimili, Eyri á Eyrarbakka, blómstraðir þú. Eg þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Nú veit ég að þér líður vel eftir löng og erfið veikindi. Megi almáttugur Guð styðja og styrkja pabba í hans miklu sorg og söknuði. Hvfl þú í friði. Hilmar. Elsku amma mín. Hetjulegri baráttu þinni er lokið og við tekur hvfldin góða. Eg veit að þú hefðir helst kosið að dvelja lengur og hlúa að okkur öllum en þinn tími var kominn til að takast á við annað verkefni. Þú kunnir ekki við langar lofræð- ur, vildir að verkin töluðu sínu máli. Öll þín verk í minn garð voru á einn veg, fyllt gjalfmildi, kærleika og al- úð. Það voru forréttindi að eiga þig að og ég mun sakna þín mikið, en allar góðu minningarnar gleðja mig á móti og verða aldrei frá mér tekn- ar. Öðram til líknsemdar eyddist þitt líf og þrek þín ósk var hin þögula fórn, - og þú duldir meinin, varst flísin, sem undan meistarans meitli vék, svo mótaðist guðsins eilífa bros í steininn. Ó, hfjóðláti þegn, það voru svo fáir, sem fundu, hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi dropi hneig, Hann hvarf og blandaðist mannkynsins miklu veig. Hin mikla veig, hún var önnur frá þeirri stundu. (Helgi Sveinsson) Elsku afi. Missir þinn er mikill og ég bið Guð að styrkja þig og hugga í gegnum þessa erfiðu tíma. Eg vil þakka þér fyrir allt amma mín og óska þér hamingju, friðar og Guðs blessunar í þínum nýju heimkynnum. Blessuð sé minning þín, Hanna. Það eru forréttindi fyrir böm í dag að eiga alvöru ömmu. Ömmu sem er mjúk og hjartahlý og alltaf tíl taks þegar á þarf að halda. Og ömmu sem bakar bestu kleinur í heimi. Þannig amma var Hanna amma. Hanna var ákaflega róleg og yfir- veguð kona að eðlisfari en hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast við þær. Fjölskyldan og heimilið var henni allt og hún naut þess að hafa synina og fjölskyldur þeirra í kringum sig. Notaleg fjölskylduboð í Hlíðunum voru fastur punktur í tilverunni og notaði Hanna öll tæki- færi til að safna fjölskyldunni sam- an og biðu þá ávallt veisluborð hlaðin kræsingum. Þrátt fyrir erfið veikindi breytti Hanna ekki út af vananum, jólaboð- in voru haldin eins og venjulega og á níutíu ára afmæli Júlíusar í maí síðastliðnum var allri fjölskyldunni boðið í notalegt afmælisboð í Hlíð- unum. Það var þeim hjónum mikils virði að hafa fjölskylduna í kríngum sig á heimili sínu á þessum merkis- degi, gleðin skein úr andlitum þeirra og fáa grunaði sjálfsagt hversu veik Hanna var orðin því hún bar sig svo ótrúlega vel, enda ekki henni líkt að kvarta. Það var notalegt að byrja sín fyrstu búskaparár í kjallaranum hjá Hönnu og Júlla. Hanna var alltaf tU taks og gaf góð ráð ef á þurfti að halda án þess þó að vera að skipta sér af að óþörfu. Hún hafði gaman af að fylgjast með eldamennskunni hjá ungu hjónunum í kjallaranum þótt henni þætti eflaust margt skrýtið í pottunum þar. Ég gleymi því heldur ekki hvað það var oft gott að koma þreyttur heim og finna fullan poka af nýbökuðum kleinum eða volgum pönnukökum á hurðarhúninum og þegar maður fór upp tU að þakka fyrir sagði hún oft- ast: „Æ, minnstu ekki á það væna mín, það varð eitthvað svo mikið úr uppskriftinni hjá mér.“ Gamla húsið á Eyrarbakka, Eyri, æskuheimili Hönnu, var henni alltaf mjög kært. Þar er eins og tíminn hafi numið staðar, allt er ennþá eins og það var. Þar dvaldi hún eins oft og við varð komið og það var notalegt að heimsækja þau á Eyrarbakka, fá sér kaffi og hlusta á snarkið í eldavélinni. Það verður erfitt að hugsa sér að- ventuna og jólin án Hönnu, því hún var svo mikið jólabam. Hún naut þess að setja upp jólaskrautið, baka smákökurnar, velja jólagjafirnar og hafa fjölskylduna í kringum sig um jólin. Þótt Hanna verði nú ekki með okkur um jólin verður hún í hugum okkar og við munum kveikja á kert- um í minningu hennar og biðja al- góðan Guð að blessa hana. Það eru fallegar minningar um góða konu sem streyma fram í hug- ann nú á kveðjustundu. Jóhanna Berta og Karl sakna nú góðrar langömmu sem var þeim alltaf svo góð. Elsku Júlli afi, þótt söknuðurinn sé sár nú á sorgarstundu verða fal- legar minningar um góðan lífsföru- naut þér ljós í myrkrinu. Blessuð sé minning Hönnu Guð- finnsdóttur. Aðalheiður Karlsdóttir, Kristinn Bernburg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.