Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 64
>64 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Hafnarfjarðar- kirkja - Biblíulestur PALL postuli sendi þekktasta bréf sitt til safnaðarins í heimsborginni Róm þar sem helstu átaksstraum- ar léku um mannlíf og margs konar hræringar gerðu vart við sig. Um- fjöllunarefni hans eru sígild og koma enn við kviku mannlífs og samfélags nú við lok aldar og ár- þúsunds. Séra Þórhildur Ólafs mun fjalla um meginstef í Rómverja- bréfí Páls og leiða samræður um þau á þriðjudögum í nóvember 1998 og janúar og febrúar 1999 á kvöidverðartíma kl. 18.30-20. Boð- ið verður upp á te og kaffí en þátt- takendur eru beðnir um að taka með sér nesti. Fyrsti lestur hefst þriðjudaginn 3. nóvember í Vonar- höfn Strandbergs, gengið inn frá Suðurgötu. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreidra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. ■“'12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. For- — eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar hefjast í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æskulýðsfundur 10. bekkj- ar og eldri kl. 20-22. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfími, léttur málsverður, helgistund og fleira. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju.. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bænar- og kyrrðar- stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og handavinna. Veitingar í lok samverustundarinnar. „Kirkju- krakkar" í Rimaskóla. Böm 7-9 ára kl. 17.30-18.30. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur- jóns Arna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13- 16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Von- arhöfn Strandbergs. Kristin íhug- un í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm- verjabréfið. 1. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14- 16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarand- irbúningur kl. 14.30-15.55 í Kirkju- lundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Ratleikur um kirkjuna. Kl. 17 æfing hjá „Litlum lærisveinum". Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Samvera eldri borgara í dag kl. 15. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Á morgun, miðvikudag 4. nóvember, verður hádegisverðarfundur hjá KFUM og KFUK í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg. Fundurinn hefst kl. 12.10 með ritningarlestri og bæn. Síðan mun Kristjana Thorarensen leikskólastjóri leik- skóla KFUM og KFUK flytja stutta kynningu um starfsemi leik- skólans. Máltíð sem enginn verður svikinn af verður borin fram kl. 12.30. Allir velkomnir. VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Staða gagn- rýnenda ÁGÆTI Velvakandi. I Morgunblaðinu 28.10., spyr Haraldur Blöndal, hrl., hvers vegna ég hafi tekið svo til orða að staða gagn- rýnenda í heimi lista væri áþekk stöðu gyð- inga í samfélagi bænda. Því er til að svara að eftir eyðingu Jerúsalem, árið 70 e.Ki’., og tvístran gyðinga var þeim fljót- lega gert ókleift að ger- ast bændur í Rómaveldi; yrkja jörðina eða halda búsmala. Til að komast af voru þeir dæmdir til að hreiðra um sig í bæj- um og borgum og ávaxta það sem kallað var á kristilegu máli „dautt fé“ - þ.e. taka vexti af láns- fé. __ Ólíkt því að ávaxta „lifandi fé“ eins og bændur gerðu var ávöxt- un dauðs fjár erkisynd sprottin af hinu illa. Kristnir menn á miðöld- um voru að vísu ekki svo Morgunblaðið/RAX I Nauthólsvík vitlausir að þeim kæmi til hugar að lána fé án þess að krefjast vaxta. Því slógu þeir tvær flug- ur í einu höggi; þeir not- uðu gyðinga sem milliliði við lánastarfsemi og út- húðuðu þeim síðan fyrir sataníska starfsemi. Með tímanum varð þessi tvö- feldni einn af hornstein- um gyðingahaturs í gjör- vallri Evrópu. Halldór Björn Runólfsson, gagnrýnandi. Þakkir fyrir góða þjónustu ÉG KEYPTI skíðagalla hjá HM í Kringlunni í vetur á strákinn minn en notaði hann ekki fyrr en í haust. Rennilásinn bil- aði eftir mánuð. Fékk ég þar mjög góða þjónustu, þeir tóku gallann og buð- ust til að skipta um lás fyrir mig. Síðan var hringt heim til mín og sagt að gallinn væri til- búinn. Þetta kalla ég mjög góða þjónusta. Ánægður viðskiptavinur. Dýrahald Hvít kanina týndist í Kópavogi LÍTIL hvít kanína týnd- ist við Hátröð í Kópa- vogi. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi sam- band í síma 564 3273. Hvít og grábröndótt læða týndist HVÍT og grábröndótt læða týndist frá heimili sínu að Holtsgötu þriðju- daginn 27. október. Hún er ómerkt. Þeir sem vita um afdrif hennar hafi samband í síma 561 2107. SKÁK llin.vjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á Ólympíumóti kvenna sem fram fór í Elista samhliða Ólympíumótinu í opnum flokki. A. Belakovskaia (2.380), Bandaríkjunum, var með hvítt, en M. Kl- inova (2395), Israel, var með svart og átti leik. 19. - Rh3+!! 20. Khl (Hvít- ur er varnarlaus eftir 20. gxh3 - Rf3+ 21. Khl - Bxh3 o.s.frv.) 20. - Rf3! 21. gxf3 - Bxf3+ 22. Bg2 - Bxg2+ 23. Kxg2 - Hxf2+! og hvítur gaf, því 24. Rxf2 - Dxí2+! 25. Kxh3 - Df3+ 26. Kh4 Bf6 er mát. Röð efstu sveita á kvennamótinu varð: 1. Kína 29 v., 2. Rússland I 27 v., 3. Georgía 27 v., 4.-5. Hol- land og Búlgaría 2.3% v„ 6.-10. Rúmenía, Júgóslavía, Ung- verjaland, Bandaríkin og Slóvenía 23 v. Skákþing Islands: 7. um- ferð hefst kl. 17 í dag á Hótel Selfossi. SVARTUR Ieikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Herramokkasínur Teg. 5101 Litur: Svartir Stærðir: 40-46 Verð kr. 2.295 Ath. Einnig til reimaðir Póstsendum samdægurs oppskórinn v/lngólfstorg, sími 5521212 Víkverji skrifar... AÐ hefur óneitanlega verið fróð- legt að fylgjast með framvindu mála á vettvangi samfylkingar vinstri flokkanna á undanförnum mánuðum og misserum. Framan af var rætt um, að möguleikar samfylk- ingarinnar byggðust á því, að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, gæfi kost á sér til að leiða vinstra bandalagið í kosningunum. Þegar sýnt þótti, að þess væri ekki kostur var orð á því haft að helzti veikieiki samfylkingarinnar væri sá, að þetta yrði höfuðlaus her. Þess vegna ekki sízt hefur verið eftirtektarvert að sjá hvað Margi’ét Frímannsdóttir, foi-maður Alþýðu- bandalagsins, hefui’ smátt og smátt vaxið og eflst í því forystuhlutverki, sem hún gegnir. Niðurstaða skoðana- könnunar, sem DV efndi til fyrir nokkru um hver væri hæfastur tH að taka að sér forystu fyrir samfylking- unni staðfesti þá mynd, sem hefur verið að birtast almenningi á undan- fömum mánuðum. Margrét Frímannsdótth’ hefur komið fram á sjónai'sviðið, sem viðfelldinn og sterk- ur talsmaður vinstra bandalagsins. Þetta hefur vissulega komið mörg- um á óvart, sem áttu ekki von á því að formaður Alþýðubandalagsins mundi ná þessari stöðu, en er eigi að síður staðreynd, eins og mál standa nú. ANNAÐ vekur líka athygli á vett- vangi samfylkingarinnar; ílest bendir til þess að konur verði kjai-n- inn í forystusveit hennar. Þegar saman koma þær konur, sem verið hafa áberandi á vettvangi þeirra fjöguiTa flokka eða samtaka, sem munu eiga aðild að samfylkingunni verði hún að veruleika fer ekki á milli mála, að þar er á ferðinni tölu- vert öflug sveit. Margrét Frímanns- dóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, allt eru þetta konur, sem hafa látið töluvert að sér kveða og eru líklegar til að setja svip á vinstra bandalagið. Þegar við bætast konur frá Kvennalistanum á borð við Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Þórunni Svein- bjarnardóttur, fer tæpast á milli mála, að það verður ekki auðvelt fyr- ir karlana, sem verið hafa í farar- broddi, ekki sízt í Alþýðuflokknum en að nokkru leyti í Alþýðubandalag- inu að halda sínum hlut. xxx KONUR í Sjálfstæðisflokknum gera sér bersýnilega grein fyr- ir þessu enda sækja þær nú stíft fram. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sækist ákveðið eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi og á þar í harðri baráttu við Árna Mathiesen og Gunnar Birgisson. En jafnframt fer ekki á milli mála, að yngri konur ætla að láta mjög að sér kveða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi og á það ekki sízt við um þær Helgu Guðrúnu Jónasdóttur og Þorgerði Gunnars- dóttur, sem báðar eru líklegar til að láta að sér kveða í stjórnmálum á næstu árum. Snemma sumars tók Inga Jóna Þórðardóttir við sem oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðismanna og hefur markað mjög ákveðna stefnu fyrir minnihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Áskoranir á Sólveigu Pétursdótt- ur, alþingismann, nú um helgina um að gefa kost á sér við varaformanns- kjör á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í marz nk. benda og til þess, að konur hyggist leita eftir enn frekari áhrifum innan Sjálfstæðisflokksins m.a. til þess að mynda öflugt mót- vægi við þá kvennasveit, sem er að verða til á vinstri vængnum. Kannski er tími kvenna að koma fyrir alvöru í íslenzkum stjórnmál- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.