Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 64

Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 64
>64 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Hafnarfjarðar- kirkja - Biblíulestur PALL postuli sendi þekktasta bréf sitt til safnaðarins í heimsborginni Róm þar sem helstu átaksstraum- ar léku um mannlíf og margs konar hræringar gerðu vart við sig. Um- fjöllunarefni hans eru sígild og koma enn við kviku mannlífs og samfélags nú við lok aldar og ár- þúsunds. Séra Þórhildur Ólafs mun fjalla um meginstef í Rómverja- bréfí Páls og leiða samræður um þau á þriðjudögum í nóvember 1998 og janúar og febrúar 1999 á kvöidverðartíma kl. 18.30-20. Boð- ið verður upp á te og kaffí en þátt- takendur eru beðnir um að taka með sér nesti. Fyrsti lestur hefst þriðjudaginn 3. nóvember í Vonar- höfn Strandbergs, gengið inn frá Suðurgötu. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreidra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. ■“'12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17. Laugarneskirkja. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. For- — eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar hefjast í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æskulýðsfundur 10. bekkj- ar og eldri kl. 20-22. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfími, léttur málsverður, helgistund og fleira. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju.. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bænar- og kyrrðar- stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og handavinna. Veitingar í lok samverustundarinnar. „Kirkju- krakkar" í Rimaskóla. Böm 7-9 ára kl. 17.30-18.30. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigur- jóns Arna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13- 16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Von- arhöfn Strandbergs. Kristin íhug- un í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30-22. Heimsborgin - Róm- verjabréfið. 1. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30-20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14- 16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarand- irbúningur kl. 14.30-15.55 í Kirkju- lundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Ratleikur um kirkjuna. Kl. 17 æfing hjá „Litlum lærisveinum". Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Samvera eldri borgara í dag kl. 15. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Á morgun, miðvikudag 4. nóvember, verður hádegisverðarfundur hjá KFUM og KFUK í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg. Fundurinn hefst kl. 12.10 með ritningarlestri og bæn. Síðan mun Kristjana Thorarensen leikskólastjóri leik- skóla KFUM og KFUK flytja stutta kynningu um starfsemi leik- skólans. Máltíð sem enginn verður svikinn af verður borin fram kl. 12.30. Allir velkomnir. VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Staða gagn- rýnenda ÁGÆTI Velvakandi. I Morgunblaðinu 28.10., spyr Haraldur Blöndal, hrl., hvers vegna ég hafi tekið svo til orða að staða gagn- rýnenda í heimi lista væri áþekk stöðu gyð- inga í samfélagi bænda. Því er til að svara að eftir eyðingu Jerúsalem, árið 70 e.Ki’., og tvístran gyðinga var þeim fljót- lega gert ókleift að ger- ast bændur í Rómaveldi; yrkja jörðina eða halda búsmala. Til að komast af voru þeir dæmdir til að hreiðra um sig í bæj- um og borgum og ávaxta það sem kallað var á kristilegu máli „dautt fé“ - þ.e. taka vexti af láns- fé. __ Ólíkt því að ávaxta „lifandi fé“ eins og bændur gerðu var ávöxt- un dauðs fjár erkisynd sprottin af hinu illa. Kristnir menn á miðöld- um voru að vísu ekki svo Morgunblaðið/RAX I Nauthólsvík vitlausir að þeim kæmi til hugar að lána fé án þess að krefjast vaxta. Því slógu þeir tvær flug- ur í einu höggi; þeir not- uðu gyðinga sem milliliði við lánastarfsemi og út- húðuðu þeim síðan fyrir sataníska starfsemi. Með tímanum varð þessi tvö- feldni einn af hornstein- um gyðingahaturs í gjör- vallri Evrópu. Halldór Björn Runólfsson, gagnrýnandi. Þakkir fyrir góða þjónustu ÉG KEYPTI skíðagalla hjá HM í Kringlunni í vetur á strákinn minn en notaði hann ekki fyrr en í haust. Rennilásinn bil- aði eftir mánuð. Fékk ég þar mjög góða þjónustu, þeir tóku gallann og buð- ust til að skipta um lás fyrir mig. Síðan var hringt heim til mín og sagt að gallinn væri til- búinn. Þetta kalla ég mjög góða þjónusta. Ánægður viðskiptavinur. Dýrahald Hvít kanina týndist í Kópavogi LÍTIL hvít kanína týnd- ist við Hátröð í Kópa- vogi. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi sam- band í síma 564 3273. Hvít og grábröndótt læða týndist HVÍT og grábröndótt læða týndist frá heimili sínu að Holtsgötu þriðju- daginn 27. október. Hún er ómerkt. Þeir sem vita um afdrif hennar hafi samband í síma 561 2107. SKÁK llin.vjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á Ólympíumóti kvenna sem fram fór í Elista samhliða Ólympíumótinu í opnum flokki. A. Belakovskaia (2.380), Bandaríkjunum, var með hvítt, en M. Kl- inova (2395), Israel, var með svart og átti leik. 19. - Rh3+!! 20. Khl (Hvít- ur er varnarlaus eftir 20. gxh3 - Rf3+ 21. Khl - Bxh3 o.s.frv.) 20. - Rf3! 21. gxf3 - Bxf3+ 22. Bg2 - Bxg2+ 23. Kxg2 - Hxf2+! og hvítur gaf, því 24. Rxf2 - Dxí2+! 25. Kxh3 - Df3+ 26. Kh4 Bf6 er mát. Röð efstu sveita á kvennamótinu varð: 1. Kína 29 v., 2. Rússland I 27 v., 3. Georgía 27 v., 4.-5. Hol- land og Búlgaría 2.3% v„ 6.-10. Rúmenía, Júgóslavía, Ung- verjaland, Bandaríkin og Slóvenía 23 v. Skákþing Islands: 7. um- ferð hefst kl. 17 í dag á Hótel Selfossi. SVARTUR Ieikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Herramokkasínur Teg. 5101 Litur: Svartir Stærðir: 40-46 Verð kr. 2.295 Ath. Einnig til reimaðir Póstsendum samdægurs oppskórinn v/lngólfstorg, sími 5521212 Víkverji skrifar... AÐ hefur óneitanlega verið fróð- legt að fylgjast með framvindu mála á vettvangi samfylkingar vinstri flokkanna á undanförnum mánuðum og misserum. Framan af var rætt um, að möguleikar samfylk- ingarinnar byggðust á því, að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, gæfi kost á sér til að leiða vinstra bandalagið í kosningunum. Þegar sýnt þótti, að þess væri ekki kostur var orð á því haft að helzti veikieiki samfylkingarinnar væri sá, að þetta yrði höfuðlaus her. Þess vegna ekki sízt hefur verið eftirtektarvert að sjá hvað Margi’ét Frímannsdóttir, foi-maður Alþýðu- bandalagsins, hefui’ smátt og smátt vaxið og eflst í því forystuhlutverki, sem hún gegnir. Niðurstaða skoðana- könnunar, sem DV efndi til fyrir nokkru um hver væri hæfastur tH að taka að sér forystu fyrir samfylking- unni staðfesti þá mynd, sem hefur verið að birtast almenningi á undan- fömum mánuðum. Margrét Frímannsdótth’ hefur komið fram á sjónai'sviðið, sem viðfelldinn og sterk- ur talsmaður vinstra bandalagsins. Þetta hefur vissulega komið mörg- um á óvart, sem áttu ekki von á því að formaður Alþýðubandalagsins mundi ná þessari stöðu, en er eigi að síður staðreynd, eins og mál standa nú. ANNAÐ vekur líka athygli á vett- vangi samfylkingarinnar; ílest bendir til þess að konur verði kjai-n- inn í forystusveit hennar. Þegar saman koma þær konur, sem verið hafa áberandi á vettvangi þeirra fjöguiTa flokka eða samtaka, sem munu eiga aðild að samfylkingunni verði hún að veruleika fer ekki á milli mála, að þar er á ferðinni tölu- vert öflug sveit. Margrét Frímanns- dóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, allt eru þetta konur, sem hafa látið töluvert að sér kveða og eru líklegar til að setja svip á vinstra bandalagið. Þegar við bætast konur frá Kvennalistanum á borð við Guðnýju Guðbjörnsdóttur og Þórunni Svein- bjarnardóttur, fer tæpast á milli mála, að það verður ekki auðvelt fyr- ir karlana, sem verið hafa í farar- broddi, ekki sízt í Alþýðuflokknum en að nokkru leyti í Alþýðubandalag- inu að halda sínum hlut. xxx KONUR í Sjálfstæðisflokknum gera sér bersýnilega grein fyr- ir þessu enda sækja þær nú stíft fram. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sækist ákveðið eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Reykjaneskjördæmi og á þar í harðri baráttu við Árna Mathiesen og Gunnar Birgisson. En jafnframt fer ekki á milli mála, að yngri konur ætla að láta mjög að sér kveða í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi og á það ekki sízt við um þær Helgu Guðrúnu Jónasdóttur og Þorgerði Gunnars- dóttur, sem báðar eru líklegar til að láta að sér kveða í stjórnmálum á næstu árum. Snemma sumars tók Inga Jóna Þórðardóttir við sem oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðismanna og hefur markað mjög ákveðna stefnu fyrir minnihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Áskoranir á Sólveigu Pétursdótt- ur, alþingismann, nú um helgina um að gefa kost á sér við varaformanns- kjör á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í marz nk. benda og til þess, að konur hyggist leita eftir enn frekari áhrifum innan Sjálfstæðisflokksins m.a. til þess að mynda öflugt mót- vægi við þá kvennasveit, sem er að verða til á vinstri vængnum. Kannski er tími kvenna að koma fyrir alvöru í íslenzkum stjórnmál- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.