Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Dal, Sigurður K. Árnason og Baldur Óskarsson með bókina fslenskir myndlistarmenn. Nýjar bækur Lifa þar fáir en hugsa stórt • ÍSLENSKIR myndlistarmenn - stofnfélagar myndlistarfélagsins er í samantekt Gunnars Dal, rithöf- undar og Sigurðar K. Árnasonar, myndlistarmanns. I kynningu segir: „Þessi bók fjallar eingöngu um Myndlistarfé- lagið og þá listamenn sem þar störfuðu. Laugardaginn 16. september 1961 komu saman í Tjarnarkaffi nokkrir myndlistarmenn til að stofna með sér félag sem þeir nefndu einfaldlega Myndlistarfélag- ið. Þessir menn voru: Finnur Jóns- son, Gunnlaugur Blöndal, Eyjólfur J. Eyfells, Sigurður Kristján Árna- son, Sveinn Björnsson, Þorlákur R. Halldorsen, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Gunnfríður Jónsdóttir, Freymóður Jóhannsson, Nína Sæ- mundsdóttir, Aage Nielsen-Edwin, Asgeir Bjarnþórsson, Ríkarður Jónsson, Höskuldur Björnsson, Jón E. Guðmundsson, Þórdís Tryggva- dóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Eg- gert Guðmundsson, Gréta Björns- son, Ólafur Túbals; Baldur Edwins, Guðmundur Karl Ásbjörnsson og Pétur Friðrik Sigurðsson. Nokkrir listamenn bættust síðan í hópinn. Tilgangur félagsins var að efla vöxt og viðgang íslenskra lista innan lands og utan. Að halda sameigin- legar listsýningar og taka þátt í sýningum erlendis. Að veita lista- mönnum stuðning til éinkasýninga. Félagar gátu þeir einir orðið sem gerðu myndlist að aðalstarfí. For- maður félagsins var kosinn Finnur Jónsson með öllum greiddum at- kvæðum. Aðrir í stjóminni voru Pétur Friðrik Sigurðsson, Eggert Guðmundsson, Sveinn Björnsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Félagið hélt vorsýningar árlega um áratuga skeið. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn í mars 1970 og þá er Finnur Jónsson enn formaður og aðrir I stjórn voru Pétur Friðrik Sigurðsson, Sigurður Kristján Árnason, Helgi Guðmundsson og Jón Gunnarsson. Helga Weisshapp- el Foster var einnig um skeið ritari félagsins." Gunnar Dal varð stúdent frá MR 1946. Stundaði heimspekinám við Edinborgarháskóla, Háskólann í Kalkútta, Indlandi og Háskólann í Wisconsin, Bandaríkjunum. Hann var m.a. kennari í heimspeki og ís- lensku í FB til 1991. Hann var í stjórn félags íslenskra rithöfunda og formaður þess árin 1985-86. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Ríkisútvarpsins árið 1976. Sigurður K. Ámason, f. 1925, Iauk sveinsprófi í húsasmíði 1949. Hann stundaði myndlistarnám í Mynd- listaskóla Reykjavíkur og síðar í Myndlista- og handíðaskóla Islands. Byggingarverktaki árin 1963-82 og hafði umsjón rneð listaverkum Landsbanka íslands árin 1982-95. Gunnar Dal og Sigurður K. Arna- son gefa bókina út ognýtur útgáfan styrktar Menningarsjóðs. Hún er 320 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókina prýðir fjöldi lista- verkamynda. Kápumynd var eitt verkanna á sýningu Evrópuráðsins sem nefnd var Brautryðjendur Evrópulistar á 20. öld og er eftir Finn Jónsson. Verð: 5.980 kr. TONLIST Langli oltskirkja KÓRTÓNLEIKAR Selkórinn, einsöngvarar og Sinfóníu- hijómsveit Islands fluttu Messu í C- dúr eftir Mozart og Sálumessu eftir Fauré. Laugardag kl. 17. SELKÓRINN á Seltjamamesi hefur starfað í þrjátíu ár, og á af- mælistónleikum kórsins á laugar- daginn, var mikið lagt í, - og ein- söngvarar og Sinfóníuhljómsveit Is- lands undir stjórn Bernarðs Wilk- inssonar fengin kórnum til fulltingis. Á efnisskránni vora tvö verk, Messa í C-dúr KV220 eftir Mozart og Sálu- messa eftir Gabriel Fauré. Tónleik- ana bar upp á AUraheilagramessu, þegar látinna er minnst; og vora þeir helgaðir minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Messa Mozarts er stutt og yfír- bragðið allt létt og glaðlegt. Mozart samdi hana á þeim árum er hann vann sem organisti og konsert- meistari erkibiskupsins í Salzburg. Fjórir einsöngvarar sungu með kórnum í messunni; Þuríður G. Sig- urðardóttir sópran, Alina Dubik alt, Snorri Wium tenor og Aðalsteinn Einarsson bassi. Heildarsvipurinn á flutningi þessa verks var glæsileg- ur. Einsöngvararnir voru allir góð- ir, og var einstaklega gaman að Gunnar Gránz sýnir myndir á Kaffi Krús Selfoss. Morgunblaðið. GUNNAR Gránz alþýðulistmálari opnaði nýverið sýningu í Kaffi Krús á Selfossi. Á sýningunni eru 10 vatnslita- myndir og ein olíumynd. Flestar myndirnar eru málaðar á þessu ári á ferð listmannsins um landið. Myndirnar eru í frjálslegum, ein- földum og kraftmiklum stíl í litum og formi. Gunnar hefur áður haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- heyra þarna í röddum sem allt of sjaldan heyrist í. Selkórinn stóð sig með mikilli prýði, - söng hreint og og af öryggi, - þó heldur hafí vantað mátt og meiri styrk í karlaraddirn- ar. Benedictuskaflinn var sérstak- lega fallega fluttur, með fallegum einsöngskafla sópransins áður en hinir einsöngvararnir og kórinn tóku undir. Leikur hljómsveitarinn- ar var fínn og í góðu jafnvægi við sönginn. I lokaþættinum, Agnus dei, - var sungið af tilfinningalegi'i dýpt, rödd Þuríðar Sigurðardóttur naut sín vel hátt yfir söng dýpri raddanna. Verkinu lauk á glaðlegri friðarbæn, Dona nobis pacem. Gabriel Fauré lauk við smíði Sálumessunnar í árslok 1887. Örfá- um dögum seinna, á gamlárskvöld, andaðist móðir hans. Hann ákvað að bæta í snatri fleiri þáttum við verk- ið, - en þó varð ekki af frumflutn- ingi við útför móður hans, - heldur var verkið frumflutt 16. janúar 1888, við útför óþekkts sóknarbarns Magðalenukirkjunnar þar sem Fauré starfaði. Hann átti tvívegis eftir að breyta verkinu talsvert, og lauk því ekki endanlega fyrr en árið 1900. Þetta er eitt af fegurstu verk- um sinnar tegundar, heiðríkt og bjart í tignarlegum tærleika sínum. Það vantaði þó herslumun á að flutningur Sálumessunnar væri eins og best verður á kosið, - og þar var helst því um að kenna hversu mátt- Morgunblaðið/Sig. Fannar „SÉÐ til Herðubreiðar". Ein mynda alþýðulistmálarans Gunnars Granz. sýninga á undanförnum árum. Sýning Gunnars í Kaffí Krús stendur fram í nóvember. arvana karlaraddir kórsins vora. Það vantaði áræði í innkomum þeirra, en það sem einkum mátti að finna var að karlarnir sungu ekki nægilega út, - og raddirnar bárust ekki nógu vel um salinn. Þó er ekki hægt að segja annað en að kórinn megi vel við una, því margt var afar fallega gert og af miklu músíkölsku næmi. Það má tína margt til því til staðfestingar eins og falleg blæ- brigði sópransins í styrk í Exaudi kafla Introitusþáttarins, þokkafull- an söng altsins í Offertoriumþættin- um, og sérstaklega fágaðan og mús- íkalskan söng kórsins alls í Agnus dei þættinum. Einsöngvararnir, Þuríðui' G. Sigurðardóttir og Aðal- steinn Einarsson, stóðu sig með mestu prýði, - og Sinfóníuhljóm- sveitin lék af mikilli snilli undir stjórn Bernarðs Wilkinssonar. Það má kalla mikið þrekvirki að lítið sveitarfélag á annesi höfuð- borgarinnar skuli búa yfír þeim kröftum sem sýndir voru í Lang- holtskirkju á laugardaginn. Hvernig er þetta hægt? Hvernig má það vera að fámennt bæjarfélag skuli geta sýnt það þrek að bjóða gestum að hlýða á svo fína tónleika sem raun bar vitni? Það er ljóst að hér hefur gríðarleg vinna og metnaður verið lögð í að gera vel, og árangur- inn er sannarlega fínn. Kórstjóri Selkórsins, Jón Karl Einarsson, á lof skilið fyi'ir þennan góða árangur kórsins, - en ekki síður kórfélagar sem hafa auðheyrilega lagt á sig ómælda vinnu til að gera þessa tón- leika að veruleika. Hér hefur fjöldi manns lagt mikið af mörkum til að kynnast og kynna stórvirki tónbók- menntanna. Starf af þessu tagi er íslensku tónlistarlífí ómetanlegt. Bergþóra Jónsdóttir Nýjar bækur Framhald sjálfsævisög’u Guðbegs • EINS og steinn sem hafið fágar er eftir Guðberg Bergsson og er sjálfstætt framhald skáldævisögu Guðbergs, Faðir og móðir og dul- magn bernskunnar, sem kom út í fyrra og hlaut Is- lensku bók- menntaverðlaun- in. I kynningu segir: „I þessari bók heldur Guð- bergur Bergsson áfram sögunni sem hófst í verð- launabókinni Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar, og leitar uppi líf sem hvergi er lengur að finna nema í hugskotinu. Sagan um steininn sem hafíð fágar er óður um lítið timbur- hús við sjó, óður um fátækt og óupplýst fólk sem býr yfir miklu viti og djúpum tilfinningum. Sagan lofsyngur engan né vorkennir nein- um. Hún fylgir ekki framvindu þess tíma sem menn trúa að sé hinn eini rétti, heldur hrærist í sín- um eigin tíma og lýtur einungis lögmálum hugans og skáldskapar- ins. Verkið ber undirheitið „skáldævisaga“.“ Guðbergur Bergsson er fæddur árið 1932. Fyrsta skáldsaga hans, Músin sem læðist, kom út árið 1961, en meðal þekktustu verka hans eru Tómas Jónsson metsölu- bók, Ástir samlyndra hjóna, Hjart- að býr enn í helli sínum og Svanur- inn. Alls hefur Guðbergur sent frá sér nær tvo tugi skáldsagna, smá- sagnasöfn og ljóðabækur. Nokkrar af skáldsögum hans hafa verið þýddar á helstu bókmenntatungur Evrópumanna og hlotið góða dóma. Þá hefur Guðbergur sent frá sér fjölmargar þýðingar sígildra skáld- verka, einkum úr spænsku. Utgefandi er Forlagið. Bókin er 411 bis., prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Guðrún Ragnarsdóttir. Verð: 3.980 kr. Guðbergur Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.