Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 57

Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 57 iðulega tilveruna bjartari litum en ella sem oft er nauðsyn í stai'fí lög- reglumanna. Auk þessa gustaði oft um Þorstein og hann lá aldrei á liði sínu þegar það kom að því að láta í ljós álit sitt. Þegar Þorsteinn veiktist kynnt- umst við enn einni hlið á honum, baráttumanninum. Á þeim stutta tíma, frá því sjúkdómurinn gi-eind- ist, og þangað til Þorsteinn lést komu nokkrir afturldppir sem hefðu sett flesta út af laginu. Hins vegar tvíefldist hann við hverja raun enda studdur af samheldinni fjölskyldu og sterkum maka. Minningin um Þorstein mun lifa meðal okkar allra sem nutum þess að kynnast honum. Stjóm félagsins vill þakka honum góða samfylgd og vottar eiginkonu hans, Ásthildi Jónsdóttur, börnum og öðrum ætt- ingjum dýpstu samúð. Baldvin Einarsson, formaður FÍR. Það er með trega sem við kveðj- um okkar góða félaga, Þorstein G.Þ. Ragnarsson, í dag. Haustið leggst nú yfn- land og lýð. Laufin falla, gi-asið sölnar og mannlíf breytir um ásýnd. Lífsþróttur Þoi'- steins fjaraði út vegna vægðarleys- is illvígs sjúkdóms sem hann hefur barist hetjulega við. Baráttunni er nú lokið og friðurinn hefur færst yfir. En haustinu fylgja ekki aðeins kuldi og myrkur heldur einnig fal- legir, sólríkir og stilltir dagar. Að sama skapi mun minningin um ást- ríkan eiginmann, föður og félaga bægja burt sorginni. Eg kynntist Þorsteini iyrir átta árum er ég hóf störf hjá RLR. Það er nú svo í okkar starfi að menn eru að læra eitthvað nýtt alla starfsævina. Vissulega gefur nám í Lögregluskólanum góðan og ómet- anlegan grunn en máltækið „hvað ungur nemur, gamall ternur" á vel við hér. Við áttum gott samstarf hjá RLR og margt sem Þorsteinn sagði og gerði er minnisstætt. Hann lá aldrei á liði sínu öðram til hjálpar og því síður lá hann á skoð- unum sínum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og kom þeim frá sér með skemmtilegu orð- færi. En Þorsteinn var ekki aðeins góður liðsmaður á vinnustaðnum. Hann hefur verið með okkui- í stjórn Félags íslenskra rannsókn- arlögreglumanna um fimm ára skeið og gegnt starfi gjaldkera. Fé- lagsstörfunum sinnti hann af stakri prýði og vandvirkni. Skarðið í okk- ar röðum er vandfyllt. Það duldist engum sem þekkti Þorstein að fjöl- skyldan skipaði stóran sess í lífi hans. Oft ræddum við um fyrirætl- anir og langanir fjölskyldna okkar og áhugi hans á velferð annarra var einlægur. Samheldni fjölskyldu Þorsteins á erfiðum tímum er mikil og styrkti hann í veikindunum. Nú þegar Þorsteinn er allur mun samheldnin hjálpa ástvinum hans að sigrast á sorginni. Við Ingunn Mai vottum eigin- konu Þorsteins, Ásthildi Jónsdótt- ur, börnum og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu góðs drengs. Sigurgeir Ó. Sigmundsson. en þegar hún var lögð niður 1. júlí 1997 fluttist hann til starfa í rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík og starfaði þar til dauðadags. Það var sjaldan logn í kringum Steina, hann var einstaklega orð- heppinn maðm- og hafði mjög ákveðnar skoðanh’ á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Menn sóttu mjög í félagsskap hans og voru að jafnaði léttari í spori þegar þeir gengu af hans fundi. Margar sögur af orðheppni og tilsvörum Steina lifa enn góðu lífi meðal okk- ar samstarfsmanna hans þó sumar þeirra séu jafnvel orðnar yfir 30 ára gamlar. Fyrir um það bil tveimur árum greindist Steini með krabbamein, fórum við þá nokkrir vinnufélagar til hans til að ræða við hann og segja honum frá k-hópnum. Starf- semi hópsins fer ekki hátt, enginn er formaðurinn, engin er stjórnin og enginn okkar óskaði eftir því að uppfylla eina inntökuskilyrðið í hópinn en það er að allir sem í hon- um eru hafa greinst með krabba- mein. Steini var strax mjög virkur í hópnum, ólatur og ötull við eina markmið hópsins, sem er það að vera hver öðrum til hjálpar og veita hver öðrum allan þann styrk sem við getum, vitandi það að það getur verið ómetanlegt að hafa ein- hvern til að ræða við sem líka hefur gengið í gegnum þá bitru reynslu að hafa greinst með krabbamein. Það var ómetanlegt að hafa Steina í þessum hópi með alla sína bjart- sýni og óþreytandi var hann í því að stappa í okkur hina stálinu og allt fram á síðasta dag vildi hann fremur ræða um það sem að okkur sneri en sína eigin baráttu. Steini var mjög meðvitaður um það undir lokin hvert stefndi og það að fá að vera samvistum við hann, sérstak- lega þessa síðustu daga hans, gaf okkur mikið, vegna þess að það gefur okkur von um að við getum tekið örlögum okkar þegar þar að kemur með meira æðnileysi en ella. Þessar síðustu vikur kenndi hann okkur meira um æðruleysi, karlmennsku og sálarstyrk en flestir okkar höfðu lært allt sitt líf. Við hinir í hópnum trúum því eins og Steini sjálfur að hann sé nú kominn til starfa á æðra sviði og farinn að sinna hugðarefnum sín- um þar. Að hann sé búinn að stilla upp á teig og farinn að spila golf með þeim sem áður eru gengnir eins og hann hafði svo oft orð á sjálfur. Og það verður gott að eiga góðan að sem tekur á móti okkur hinum úr hópnum, þegar að því kemur að við hverfum einn og einn yfir móðuna miklu. Steini, hafðu þökk fyrir samfylgdina og það sem þú gerðir fyrir okkur. Aðstandend- um þínum biðjum við Guðs bless- unar og megi minningin um góðan dreng vera þeim styrkur í sorg þeirra. k-hópurinn. Móðir mín og fósturmóðir, ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 30. október sl. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Magnússon, Soffía Jóhannsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ÞORSTEINSSON yfirlögregluþjónn, Skólastíg 8, Bolungarvík, lést föstudaginn 30. október. Ingibjörg Guðfinnsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA JÓHANNSDÓTTIR frá Oddgeirshólum, Flóa, síðar til heimilis í Suðurengi 14, Selfossi, er látin. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hörður Ragnarsson, Guðrún M. Jónsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristján Einar Jónsson og barnabörn. + Móðir okkar, JÚNÍA SUMARRÓS STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kirkjuteigi 33, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 31. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þorkell Kristinsson, Stefán Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ENGILBERT ÞORBJÖRNSSON frá Stapa, Vestmannaeyjum, Klébergi 9, Þorlákshöfn, sem lést 31. október, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 13.30. Nancy Magnúsdóttir, Helga Engilbertsdóttir, Valtýr Einarsson, Magnús Lárusson, Sigríður Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN KRISTJÁN GUÐMUNDSSON frá Háhóli, Bólstaðarhlíð 45, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 5. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðnir. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Unnur Hjartardóttir, Guðmundína Jóhannsdóttir, Davíð Árnason, Ólöf Jóhannsdóttir, Hjörtur Jóhannsson, Matthildur Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN R. ÞORVARÐARSON fyrrv. brunavörður, áður til heimilis í Hólmgarði 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 5. nóvember kl. 13.30. Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigríður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, barnabörn og langafabörn. í dag verður til moldar borinn vinur okkar og samstarfsmaður Þorsteinn Guðni Þór Ragnarsson, eða Steini Ragnars eins og hann var að jafnaði kallaður í okkar hópi. Fráfall Steina kom okkur, fé- lögum hans sem fylgdumst með baráttu hans við þann illvíga sjúk- dóm krabbameinið, ekki mjög á óvart. Við sáum eins og hann að hverju stefndi undir það síðasta. Hetjulegri baráttu hans við þennan vágest var að ljúka. Steini hóf störf í lögreglunni í Reykjavík árið 1967, fyrstu árin starfaði hann aðallega í umferðar- deild, fór síðan til starfa hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins árið 1977 + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU JÓHANNESDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíð. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Brynjar Jóhannsson, Fríður Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Helgi Sigurðsson, María Jóhannsdóttir, Einar Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, EYÞÓRS ÞÓRÐARSONAR, Álftamýri 17, Reykjavík. Svanlaug Jóhannsdóttir, Elfa Eyþórsdóttir, Jóhann Loftsson, Þórey Eyþórsdóttir, GunnarV. Jónsson, Svanlaug, Birkir, Harpa, Bryndís Elfa, Eva Björg og Hildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.