Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 33
LISTIR
Hrakningsmenn
BÆKUR
Ljoð
MARLÍÐENDUR
eftir Jóhann Hjálmarsson. Prent-
vinnsla og bókband: Oddi hf.
Hörpuútgáfan, Akranesi 1998. 58 bls.
ÞAÐ hefur liðið lengra á milli síð-
ustu ljóðabóka Jóhanns Hjálmars-
sonar en oft áður. Fyrsta bókin,
Aungull í tímann, kom út árið 1956
en þá var skáldið aðeins 17 ára.
Önnur bók kom strax tveimur árum
síðar og svo tvær bækur árið 1961
og að auki ljóðaþýðingar ári áður.
Óhætt er að kalla þetta
fljúgandi start. Um leið
má segja að Jóhann
hafi flogið víða í skáld-
skap sínum þessi fyrstu
ár. Hann staldrar stutt
við hjá íslenskri hefð í
fyrstu bókinni, svona
eins og til þess að
kveðja, en er svo áður
en langt um líður kom-
inn með höfuðið fullt af
suðrænum súrrealísk-
um draumum. Þessir
undarlegu draumar
sækja á frameftir
sjöunda áratugnum en
síðan verður rof og hlé.
Attundi áratugurinn er
frjór með fimm bókum
með stuttu millibili, allólíkum því
sem áður hafði komið frá Jóhanni.
Þetta er tími afhelgunar, - á ljóðinu,
á skáldinu, ímyndir hvorstveggja
eru rifnar niður í verkum eins og
Dagbók borgaralegs skálds (1976)
og Lífið er skáldlegt (1978). Hvers-
dagsleikinn ryður sér með auknum
þunga inn í ljóðið og gerir ljóðstíl-
inn óbeislaðri og opnari, orðin mæta
veruleikanum á sjálfsagðan hátt.
Aftur verður langt hlé og annað rof.
Tónninn er þyngiú og dimmri en áð-
ur í bókinni Akvörðunarstaður
myrkrið (1985). Róðurinn er líka
lengri á milli næstu bóka: Gluggar
hafsins 1989, Rödd í speglunum
1994 og nú fimmtánda frumsamda
bókin, Marlíðendur. Um leið hefur
teygst á sambandinu milli orðs og
veruleika, miðlunin orðið torræðari,
innhverfari.
Ljóðin í þessari nýju bók Jóhanns
lýsa leit, tilvistarlegri en þó fyrst og
fremst merkingarlegri leit; leit að
staðfestu í merkingunni, tungumál-
inu. Hér er ekki lengur að finna þá
vissu sem einkenndi flestar fyrri
bóka Jóhanns, til dæmis frá áttunda
áratugnum, vissu skáldsins um
stöðu sína gagnvart orðunum og
hlutunum. Iverustaðurinn er ekki
lengur hinn kunnuglegi heimur
hvunndagsins þar sem ákveðinn
samhljómur var ávallt á milli stund-
ar og staðar og skáldskapurinn var
einstakt uppbrot þess samhljóms.
Hér er íverustaðurinn framandlegi’i
og óþekkilegri. Og tilveran er „óró-
legt, staðfestulaust, óendanlegt og
úfið haf‘, eins og segir í titilljóðinu.
Bókin lýsir með öðrum orðum leit
að stað, stað í tilverunni en um leið
stað í tungumálinu, eirð í orðunum.
Þessi ólga hefur legið undir niðri í
síðustu bókum Jóhanns en hér er
hún áþreifanlegri. Titilljóðið gefur
tóninn í upphafi bókar. Orðið mar-
líðendur er fengið úr Eyrbyggja
sögu og merkir þeir sem líða yfir
mar, sjóinn. Er þar átt við kynja-
verur af einhverju tagi. í orðinu
sjálfu felst ákveðin kynngi og dul
sem skáldið íar að í byi-jun ljóðsins:
„Ég átta mig á merkingunni, / en
óttast að ég gerist / of fornlegur og
orðin / taki af mér ráðin.“ Forn orð
og fomar sögur sækja á skáldið og
opna nýja sýn á tímann sem hann
lifir sjálfur, á hlutskipti mannsins.
Síðustu línur Ijóðsins hljóma
þannig:
Við marlíðendur sjáum þetta allt,
hugum að ástinni, finnum girndina vaxa.
Hún vekur okkur svo að við líðum
um veröld hinna þróttlausu, heim þeirn
daga
Jóhann
Hjálmarsson
sem ekki er okkar heimur, sem er
athvarf þar sem við morknum að lokum sælir
undii' mold að kirkju sem við höfum sjálfir
látið gera.
Horfin ástríða okkar og blóð,
órólegt, staðfestulaust, óendanlegt og
úfið haf.
Það ríkir dauðans óvissa í þessu
ljóði, eins og forneskjan hafi náð
tökum á skáldinu. Mörk aldanna
tveggja mást út. Sömuleiðis mörk
lífs og dauða, eða lifenda og dauðra
öllu heldur. Marlíðendur eru ein-
hvers konar kynjaverur sem ráfa á
milli þessara heima. Marlíðendur
gætu verið Ódysseifar
nútímanns, hraknings-
menn, - þeir sem ekki
hafa fundið sinn stað,
sinn frið.
Þessi dul hvflir yfir
öllum Ijóðunum í
fyrsta hluta bókarinn-
ar en hvert og eitt
þeirra sækir efni til
fornritanna, einkum
sagna sem gerast á
æskuslóðum skáldsins
á Snæfellsnesi. Jóhann
byggir undir goðsögn-
ina um kraft Nessins,
það togar í hann:
„Helgi steins og grass
verður ekki flúin,“
segir í ljóðinu I
Kolkistustraumi; maðurinn er við-
fang afla sem hann ræður ekki við.
Þessi staða mannsins sem viðfangs
er eins konar leiðarstef í bókinni.
Hún birtist með ýmsum hætti. Hér
er höfundurinn sjálfur til dæmis
orðinn viðfang tímans:
Það er ekki ég sem yrki þetta Ijóð.
Það er morgunninn og ókyrrð spörvanna.
Tíminn sem ég held að sé hér,
en er líklega annars staðar.
Tíminn sem er minn og ég held að ég eigi
hefur fengið mig til að skrifa þessar línur
svo að ég geti reynt aðlesa úr þeim
jafn óvitandi og þú LJÓÐIÐ.
Fleiri ljóð mætti nefna sem fjalla
um þessa andlagsstöðu mannsins,
svo sem Eina öld þar sem maðurinn
er undirsettur draumum sínum:
„Við sofum, við sofum. / Við erum
þelið sem draumar eru spunnir úr. /
Við erum draumar, / erum draumar,
/ vökum ekki, sofum.“ I vissum
skilningi mætti líka heimfæra þessa
hugsun upp á ljóðið Andstætt sem
stendur í lok þriðja og síðasta kafla
bókarinnar. Þar glímir skáldið við
hið merkingarlega eirðarleysi,
hvernig orð og hlutir fara á mis,
hvernig hugsanir hitta sjálfar sig
fyrir og leysast upp í andstæður;
skáld eru hrakningsmenn tung-
umálsins, ekki síst skáld
upplausnarkennds samtímans, þau
vita ekki sinn stað, eiga hvergi
heima. Hluti af ljóðinu hljómar
þannig:
Aðeins svefninum tekst
að sigrast á mér um stund
áður en ég vakna og held áfram
að helga mig andstæðum,
reyni að finna mér næði
í stofunni, úti í náttúrunni
eða í loftinu
sem speglar allt hið jarðbundna
og gerir það eftirsóknarvert
vegna tilbúinnar fegurðar sinnar
og í stöðugri leit sinni
að örstuttri eilífð
mitt í hinni stærri
sem umlykur
allt sem virðist óhagganlegt,
en er jafn breytilegt og þankarnir.
Andstæða sem er andstæða
og sem er andstæð.
Þessi hrakningur um lendur
tungumálsins birtist einnig með
skemmtilegum hætti í upphafslín-
um ljóðsins Það er rétt: „Það er rétt
/ að ég hef margoft ort þetta ljóð.“
Hér fer fram leikur að tímanum
eins og í sumum fyrrnefndum ljóð-
um. Það verður einhvers konar
færsla í tíma; tíminn er afstæður.
Afstæðið er samt ákveðin blekking,
það hefur að minnsta kosti tvöfalt
siðgæði, eins og skáldið sýnir fram
á í ljóðinu Afstætt: „Afstæðið sem
afstæðufullt /storkar lífi þínu. //
Ævinni sem þú heldur að líði tak-
markalaust hjá.“
Tíminn er líka í samspili við
dauðann í bókinni. Þetta samspil má
heyra í upphafsljóði annars hluta
bókarinnar sem hefur Spán að
sögusviði (en vel að merkja, þangað
er skáldið komið „úr björgum
orðanna" (Við Miðjarðarhaf)).
Ljóðið heitir Verönd og hefst á
þessum orðum: „Þetta ljóð sem er
hluti af ævi minni / mun líða eins og
hún. [...]“ í Ijóðinu birtist fiðrildi í
þyrlulíki sem hættir við að setjast á
bókina sem er opin en óskiifuð í
hendi skáldsins; fiðrildi er feigð-
artákn og hefði aldrei orðið nein
bók ef það hefði sest á hana.
Dauðinn er raunar sínálægur í allri
bókinni, á einn eða annan hátt; í
forneskju fyrsta kaflans, í borg-
arastríðinu sem fjallað er um í
Spánarljóðunum, í leitinni að ástinni
(Leit), í ópum skugganna í
Buchenwald (Síðdegi í Buchenvald)
og í öllum fiðrildunum. Lokaerindi
ljóðsins Avarp til haustfiðrildis
hljóma þannig:
Ósýnilegt vitrast það mér
eins og dauf minning um sumar
sem aldrei varð neitt sumar
Þögular samræður okkar
fara fram í húsinu
Við sjáum ekki hvort annað
en finnum andblæ haustsins
Hér hefur skáldið ef til vill fundið
sinn stað: Þögular samræður í and-
blæ haustsins.
Þröstur Helgason
Helgarferð til
London
12. nðv
frá kr. 29.900
Við höfum nú tryggt okkur Síðustu sætin
viðbótargistingu á sértilboði
hinn 12. nóvember. Flora-hótelið er staðsett rétt
hjá hinni þekktu ráðstefnumiðstöð Earls Court, rétt við lestar-
stöðina sem gengur innf hjarta London. Öll herbergi með sjón-
varpi og síma, baði. Móttaka opin allan sólarhringinn.
Bókaðu meðan enn er laust.
Flugsæti 2 fyrir 1 til London
Verð kr.
14.550
Fiugsæti til London með flugvallar-
sköttum. Ferð frá mánudegi til
fimmtudags, 9. og 16. nóv.
Flugsæti kr. 21.900. Skattur kr. 3.600x2= 7.200.
Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550.
íslenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja Þér
örugga þjonustu i
heimsborginni
Flug og hótel í 4 nætur,
helgarferð 12. nóv.
Verð kr.
29.990
HEIMSFERÐIR
Sértilboð 12. nóv., Flora-hótelið,
4 nætur í 2ja manna herbergi.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
ÞAIIVIRKA!
ARANGURIIMN SÉST Á ÖRFÁUM DÖGUM!
Amerísku undrakremin frá INSTITUTE-FOR-SKIN-THERAPY
græða, jafna, slétta, mýkja, næra, stinna, hindra hrukkumyndun,
minnka svitaholur, deyfa brúna aldursbletti, varðveita raka, verja
fyrir utanaðkomandi áhrifum og veita húðinni heilbrigðan og
ferskan blæ.
Ótrúlegt en satt - árangur af notkun snyrtivara frá INSTITUTE-
FOR-SKIN-THERAPYer sýnilegur á örfáum dögum, enda kremin
framleidd í Hollywood, Kaliforníu þar sem fólk hefur hvorki tíma til
né áhuga á að bíða eftir árangri, vill og verður að sjá hann
STRAX!
Snyrtivörur fyrir allar húðgerðir, ilmefnalausar, náttúrulegar,
ofnæmisprófaðar, með og án ávaxtasýru.
Dagkrem, næturkrem, augnkrem, olíulaust rakakrem, C-vítamínkrem, hreinsigel, bólumeðferð fyrir unglinga, magnaðir andlitsmaskar sem VIRKA o. fl. o. fl.
20% KYNNINGARAFSLÁTTUR Gildir til 27. nóv. 1998
Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og á íslandi hjá: Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, R, s. 551 7762 Snyrtistofunni Evu, Ráðhústorgi 1, Akureyri, s. 462 5544 Snyrtistofunni Dönu, Hafnargötu 41, Keflavík, s. 421 3617 og hjá KOSMETU ehf, Síðumúia 17,108 R, s. 588 3630 Sendum vandaðan, litprentaðan, íslenskan upplýsingabækling ásamt verðiista ef óskað er!
ICc/pm+cXa Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 17:00-19:00 daglega. Netfang: kosmeta@islandia.is