Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
jf48 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998
•bis -systeme Laufenberg
• Gott úrval skurðarhnífa
• l’ýsk gæðavara
urðarhnífar|
Ástvaldsson hf.
^^5=^ Skipholti 33, sírai 533 3535
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl.is
________AÐSENDAR GREINAR / PRÓFKJÖR_
Menntastefna Erlings á Sóla
ENGINN fær betri
umsögn í Heims-
kringlu Snorra en Erl-
ingur Skjálgsson á
Sóla: Öllum mönnum
kom hann til nokkurs
þroska. Við erum fáir,
Islendingar, og því er
nauðsynlegt að hver
einasti maður og kona
nýtist sjálfum sér og
samborgurunum sem
best.
Það er ekki einungis
lykillinn að lífsham-
ingju hverrar mann-
eskju að hún fái að
þroska þá hæfileika
sem í henni búa. Það er
líka ómetanlegt fyrir aðra að eiga
góða granna sem leggja lið og leita
samstarfs, hvort heldur er í dag-
legri umgengni, fé-
lagsstarfi eða við-
skiptum.
Því er það einn af
hornsteinum samfé-
lags og mannlífs á Is-
landi að við rekum hér
öflugt grunnmennta-
kerfi sem nái frá
bernsku og fram eftir
unglingsárunum og
kostum það af al-
mannafé. Sennilega
væri hentugast að
þessi skólun næði svo
sem tveimur árum
lengra en grunnskól-
inn gerir nú. Megin-
hlutverk þessa kerfis,
- eins og grunnskólans nú, - þarf
að vera að tryggja öllum undir-
stöðumenntun og gefa öllum kost á
að þroska hæfileika sína og getu.
Suma þarf að búa undir lengra
framhaldsnám, öðrum hentar að
búast til styttri starfsmenntunar.
Á vit nýrra tækifæra
Börn og unglingar, sem nú eru
að spretta úr grasi, njóta þeirra
ótrúlegu forréttinda að alast upp
MAMMA
Allt sem þig vantar
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13, sími 351 2136.
Til að verða í farar-
broddi, segir Markús
Möller, þurfum við
verknámsskóla og
menntastofnanir á há-
skólastigi sem gefa
æsku landsins kost á að
búa sig undir ævintýri
nýrrar aldar.
þegar sú þekkingarbylting blómg-
ast sem óx upp af framförum í raf-
eindafræði og erfðavísindum. Til
að verða í fararbroddi þurfum við
verknámsskóla og menntastofnanir
á háskólastigi sem gefa æsku
landsins kost á að búa sig undir
ævintýri nýrrar aldar þar sem
samskiptahraðinn leggur heiminn
að fótum sérhvers manns og fram-
farir í náttúruvísindum sigrast á
vandamálum sem nú virðast óleys-
anleg.
Til að þessi tækifæri verði al-
menningseign þurfum við að bjóða
upp á námslán og námsaðstoð sem
gefa æskunni kost á að nýta þau
þroskafæri sem menntakerfið býð-
ur upp á. Við eigum ekki að halda
úti styrkjakerfi með sjálfsaf-
greiðslu, heldur eigum við að
skipuleggja markvissa fyrir-
greiðslu sem kallar fólk til ábyrgð-
ar á eigin framtíð og gefur því
tækifæri til að nýta hæfileika sína
sem best, sjálfu sér til þroska og
tekna, og samborgurunum til
heilla.
Islensk framtíð
að fijálsu vali
Það er vilji allra foreldra að
börnin þeirra fái tækifæri til að
öðlast þroska og leikni og verði fær
um að spjara sig hvar sem er. Þá
stendur hins vegar upp á þá sem
eldri eru og sérstaklega þá sem
stýra landi og fyrirtækjum, að at-
vinnulíf og samfélag á Islandi verði
svo blómleg, að íslenskir heims-
borgarar kjósi að snúa heim.
Fyrstu skrefin hafa þegar verið
stigin og með þekkingu, víðsýni og
hugmyndaflugi getum við fært ís-
lenskt samfélag framar í þá fylk-
ingu sem sækir fram til nýrrar ald-
ar og bættra lífskjara á öllum svið-
um.
Veiti Reyknesingar mér braut-
argengi í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins, þá skal ég vinna ötullega
að því að íslensk þjóð ávinni sér
sama hróður og Erlingur á Sóla og
komi öllu sínu fólki til nokkurs
þroska.
Höfundur er hagfræðingur og tekur
þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Reykjanesi.
Markús
Möller
Volvo S40/V40 náði fjórum stjörnum, eða fullu húsi
stiga, í hinu viðamikla árekstrarprófi European New Car
Assessment. Af fullkomnum öryggisbúnaði í bílnum má
nefna ABS hemlakerfi, SIPS hliðarárekstravörn og
hliðarloftpúða á framsætum. Volvo hefur jafnframt
hannað sérstakan öryggisbúnað fyrir börn í bílnum.
Volvo S40/V40 mætir ýtrustu kröfum ökumanna
með frábærum aksturseiginleikum. Hægt er að fá bílinn
með fimm mismunandi vélum.
Lágþrýst 2,0 lítra vél með forþjöppu skilar 160 hestöflum
og nær hámarksupptaki við 1.800 snúninga á mínútu.
Við hærri snúning er hröðunin jafiiari og vinnslan líkari því
sem gerist í vélum án forþjöppu, nema nvað aflið er meira.
Vélin ÍT4 útgáfunni er með forþjöppu og skilar 200
hetsöflum. Upptakið er mikið á öllu snúningssviði
vélarinnar og heinskiptur T4 er aðeins 7,3 sekúndur
að ná 100 km/klst hraða úr kyrrstöðu. Sportfjöðrun og
DSA spólvöm eru staðalbúnaður í T4.
BRIMB0RG
VOLVO S40/V40
Upplifðu hann í reynsluakstri
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabraut 5 • Akureyri
Sími 462 2700
Bílasala Keflavlkur
Hafnargötu 90 • Reykianesbæ
Sími 421 4444
Bíley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 474 1453
Betri bllasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Tvisturinn
Faxastfg 36 • Vestmannaeyium
Sími 481 3141
VOLVO
ÖRUGG SPENNA...