Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 5‘jW
I
I
i
':'i
;
1
»
1
4
eða þar til hún var nær áttræð.
Hún gat sér góðan orðstír, enda
naut hún fyrri reynslu sinnar við
ritarastörf.
I frændgarði okkar skipaði Þór-
dís - eða Dídí eins og hún var
gjarnan kölluð - sérstakan sess.
Hún var glæsikona, fríð sýnum og
hélt sér vel þótt árin færðust yfír,
þannig að ókunnugir gátu álitið að
hún væri að minnsta kosti tíu árum
yngri en raun var. Okkur fannst
hún ávallt vera sparibúin og henni
fylgdi einhver andblær tyllidagsins.
Yfir heimili hennar var sérstakur
menningarlegur þokki með yfir-
bragði aldamótanna, en þó nútíma-
legu ívafi, þar sem bækur og lista-
verk voni áberandi. Menningar-
viðburði lét hún ekki fram hjá sér
fara og ásamt Fríðu systur sinni
var hún tíður gestur á tónleikum,
myndlistar- og leiksýningum. Hún
var viðræðugóð, var hreinskilin,
blátt áfram og duldi ekki skoðanir
sínar á mönnum og málefnum. Um
einkahagi sína og tilfinningar talaði
hún hins vegar aldrei svo að ég
heyrði.
Þegar nú Þórdís hverfur héðan
af heimi, síðust barna Álfheiðar og
Páls amtmanns Briems, er sem öld
kveðji, þegar síðustu persónulegu
tengslin við 19. öldina rofna. Hún
hvíli í friði.
Sigurður Líndal.
Það haustar að. Elskuleg vinkona
mín, Þórdís Briem, er látin í háixi
elli. Fundum okkar bar fyrst saman
í ársbyrjun 1968, er við urðum
starfsfélagar í Borgarbókasafni
Reykjavíkur. Þórdís var þá búin að
starfa þar um nokkurra ára skeið.
Varð strax með okkur góð vinátta
þótt nær 30 ár skildu okkur að. Sú
vinátta óx og dafnaði með árunum.
Er Þórdís lét af störfum í Borg-
arbókasafni, þá sjötug að aldri, hóf
hún störf sem ritari á Sólvangi í
Hafnarfirði og vann þar fram undir
áttrætt. Sýnir þetta best kraft
hennar og kjark. Þórdís gat verið
með afbrigðum lífleg og skemmti-
leg, hún hafði góða frásagnargáfu
og var einstaklega góð heim að
sækja. Það var sama hver dagurinn
var eða hvort veitingar voru miklar
eða litlar, henni tókst alltaf að setja
einhvern glæsibrag á hlutina. Hún
hefði sómt sér vel sem húsfreyja á
stóru og glæsilegu heimili, takandi
á móti tignum gestum.
Ég á mér svo margar minningar
um Þórdísi. í ferð um Sprengisand
er við áðum við lítinn læk og hún
tók upp úr pússi sínu silfur-
borðbúnað með viðeigandi glösum
og damaskmunnþurrkum, öllum til
mikillar furðu. Ferð inn á
Lónsöræfi þegar hún gekk inn Illa-
kamb án þess að kvarta eða þiggja
aðstoð. Er við hittumst á Spáni og
áttum skemmtilega stund saman.
Best undi hún sér við lestur
góðra bóka, en hún var lesandi nán-
ast fram á síðasta dag. Við gátum
rætt endalaust um bækur, leikhús
og myndlist, en margar góðar
myndir prýddu hennar fallega og
notalega heimili. Gaman var að
hlusta á hana segja frá gamla tím-
anum, fólki sem hún hafði kynnst
og ferðum sem hún hafði farið. Hún
hafði skemmtilegt viðhorf til manna
og málefna, hefði sennilega orðið
nokkuð róttæk hefði hún verið
fædd á öðrum stað og tíma.
Þórdís giftist ekki, en átti því láni
að fagna að hafa náin og góð sam-
skipti við systkinabörn sín og
þeirra fjölskyldur. Vil ég þar sér-
staklega nefna Eggert og Pál As-
geirssyni og þeirra konur, en einnig
Sigurð Líndal. Þótti henni mjög
vænt um sína nánustu og var þeim
öllum innilega þakklát.
Að leiðarlokum vil ég þakka þér
allt elsku Dídí.
Þá varst það þú
erégþegjandi
aðgætnu auga
einatt leiddí;
Þaðsagðimérhugur,
að þar myndi
viður vaxa,
er ég vænti af skjóls.
(Jónas Hailgrimsson)
Sif Aðils.
REGINN
JÓHANNESSON
+ Reginn Jóhann-
esson, fæddist
22. desember 1932.
Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar, 21.
október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru lijónin
Sigríður Ágústs-
dóttir, f. 18.6. 1908,
d. 30.9. 1988, og
Jóhannes Orn Jóns-
son, f. 1.10 1892, d.
15.10. 1960. Systk-
ini hans eru: Ævar,
f. 3.3. 1931, Æsa, f.
13.1. 1934 og Ilaki, f. 30.9. 1947.
Reginn fæddist að Fagranesi
fram frá
nóvember.
í Öxnadal, Eyj., en
flutti með foreldr-
um sinum og systk-
inum að Steðja á
Þelamörk sem barn
og ólst þar upp.
Hann vann ýmis
störf á sínum full-
orðinsárum, í fyrstu
sveitastörf og eftir
að flutt var til Ak-
ureyrar 1960 vann
hann lengst sem
iðnverkamaður á
Gefjunni. Reginn
var ógiftur.
Útför Regins fór
Akureyrarkirkju 2.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinboma dís
og hlustið, englar Guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Kæri bróðir minn, Reginn.
Örfá kveðjuorð til þín því nú ert
þú farinn í ljósið í æðri heimi og
horfinn sjónum okkar. Þú fórst
íyrstur okkar systkinanna og stóðst
þig eins og hetja í þessari illvígu og
ójöfnu baráttu.
Ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti þér og mamma hefur
áreiðanlega beðið eftir þér og
hjálpað þér eftir aðskilnaðinn. Ég
minnist margi-a stunda þegar við
vorum böm og unglingar, því svo
stutt er á milli okkar. Aðeins rúmt
ár.
Við lékum okkur í snjónum á
vetrum og létum okkur renna niður
lækjargilið og brekkuna heima þeg-
ar tunglið lýsti upp dalinn okkar.
Það eru margar myndir sem
koma upp í hugann frá fögrum vor-
dögum og sólbjörtum sumardögum.
Við fórum svo margt saman og
gerðum svo margt saman sem
geymist í minningunni, elsku bróðir
minn. Þú varst góður drengur, dug-
legur og ósérhlífinn og hjálplegur
öllum sem til þín leituðu og sérlega
gestrisinn. Ég gæti talið upp ótal
minningar en þetta eru bara örstutt
kveðjuorð til þín, kæri bróðir.
Við sjáumst síðar. Ástarþökk fyr-
ir allt og allt.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dis.
Nú fagna englar Guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Þín elskandi systir,
Æsa.
Mánudaginn 2. nóvember verður
til grafar borinn elskulegur frændi
okkar, Reginn Jóhannesson, iðn-
verkamaður á Akureyri. Eftir
langvarandi veikindi sem hann hef-
ur átt við að stríða, verðum við að
játa að við gleðjumst yfir því að
hann skuli hafa verið leystur undan
þrautum síðustu missera og sé nú
loksins kominn „heim“.
Reginn var fæddur að Fagranesi í
Öxnadal, sonur hjónanna Jóhannes-
ar Arnar Jónssonar og Sigríðar
Ágústsdóttur. Hann var næstelstur
fjögurra systkina; elstur þeiiTa er
Ævar, tækjafræðingur búsettur í
Kópavogi, þá Æsa, húsmóðir í
Reykjavík, og yngstur Haki,
verkamaður á Akureyri.
Reginn dvaldi hjá foreldrum sín-
um og systkinum fyrst að Fagranesi
í Öxnadal, flutti þaðan að Neðsta-
landi í sömu sveit í eitt ár en síðan að
Steðja á Þelamörk. Vorið 1960 flutti
Sigríður amma, Jóhannes afi, Reg-
inn og Haki til Akureyrar og héldu
þar heimili æ síðan. Jóhannes afi lést
um haustið 1960. Reginn vann lengi í
ullarverksmiðjunni Gefjunni, síðan í
skinnaverksmiðjunni Iðunni og nú
síðast hjá Islenskum skinnaiðnaði,
eða þar til hann varð að hætta störf-
um vegna heilsubrests.
Við systkinin vorum ekki daglegir
gestir á heimili þeirra bræðra og
ömmu okkar þar sem við bjuggum
hinum megin á landinu - en það var
fastur punktur í tilverunni að við
færum þangað í heimsókn á hverju
sumri í nokkra daga ásamt foreldr-
um okkar. Það var alltaf mikið til-
hlökkunarefni, enda vel tekið á móti
okkur af þeim mæðginum. Akureyri
skipar í hugum okkar systkinanna
ávallt sérstakan sess og er það fyrst
og fremst að þakka því góða fólki
sem þar bjó og gerði allt til að
heimsóknir okkar þangað mættu
verða sem ánægjulegastar. Við
ki-akkarnir fengum lánaðar
veiðistangir og ekið var með okkur
niður á bryggju, þai’ sem við stóðum
klukkustundum saman og veiddum
mai’hnúta og annað kvikt sem
slysaðist til að bíta á hjá okkur.
Ekki höfum við langt að sækja veiði-
bakteríuna, hún var í blóðinu því
þeir bræðurnir Reginn og Haki voru
báðir miklir sportveiðimenn og
stunduðu stangveiði og skotveiði eft-
ir því sem færi gafst. Reginn hafði
einnig gaman af hestum, átti sjálfur
hesta hér áður, en ekki eftir að
hann flutti til Akureyrar. Hann var
áhugamaður um brids og hafði
gaman af íþróttum yfirleitt. Okkur
er minnisstætt að hann tók sig til og
fór á Ólympíuleikana í Sovétríkjun-
um þegar þeir voru haldnir þar.
Eftir að við systkinin eltumst og
fórum sjálf að búa fækkaði ferðun-
um norður, því að einhvemveginn
höfðu allir svo mikið að gera við að
sinna „skyldustörfum" að tími til
heimsókna sat á hakanum. Þó viss-
um við alltaf að heimili þeirra
bræðra stóð okkur opið og ætíð var
tekið á móti okkur af sama hlýleik
og áður þegar við komum. Börn
okkar systkinanna hafa ekki hafi^-
tækifæri að lqmnast frændum sín-
um í sama mæli og við systkinin
gerðum á þeirra aldri. Þó þekkja
elstu börnin til hjá þeim bræðrum á
Akureyri og er það yndislegt að
finna þau upplifa það sama og við
sjálf gerðum - enda viðmót þeirra
frænda beggja sem fyrr. Það kom
því af sjálfu sér að þau voru ákaf-
lega leið yfir því að Reginn skyldi
vera svo mikið veikur sem raun bar
vitni og að þau fengju ekki að hitta
hann oftar á Akureyri þegar þau
kæmu í heimsókn. Það er alltaf
erfitt að útskýra „tilgang" eða'*
„réttlæti“ slíks fyrir börnum.
Stundum efumst við jafnvel sjálf þó
að við trúum því að ekki sé öllu
lokið með dauðanum og að við eig-
um eftir að hittast aftm- síðar.
Við teljum það hafa verið mikla
gæfu að fá að kynnast Regin frænda
og ber að þakka það og þó ekki hafi
verið talað um það vonumst við til að
hann hafi vitað hversu mikils virði
kynnin af honum hafa verið okkur
systkinunum alla tíð.
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu þessa góða manns. Megi hann
hvfla í friði.
Frændi þegar fiðlan þegir
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöilum
ilmanskógum betri landa,
ljúflíng minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylga frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þom í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju;
óskum mínum hvar hann geingur.
(HalldórLaxness)
Sigríður, Ólöf, Jóhannes og
Þórarinn Ævarsbörn.
DAVÍÐ S.
KRISTJÁNSSON
tDavíð S. Krist-
jánsson fæddist
á Gásum við Eyja-
fjörð 10. nóvember
1922. Hann lést á
Fjórðungssj úkrahús-
inu á Akureyri 26.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kristján Kristjáns-
son, f. 1.10. 1881, d.
4.3. 1964, bóndi á
Gásum, og Friðrika
Jakobína Svein-
bjarnardóttir, f. 4.1.
1884, d. 2.6. 1966.
Fósturforeldrar
Davíð Eggertsson, f. 17.11. 1882,
d. 14.4. 1953, og Sigríöur Val-
gerður Sigurðardóttir, f. 2.10.
1887, d. 13.8. 1945, sem bjuggu á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Systk-
ini Davíðs eru Indíana Sigríður,
f. 20.8. 1909, d. 25.6. 1998, Karl
Hákon, f. 1.11. 1911, Sveinbjörn,
f. 17.12. 1913, d. 8.5. 1991, Aðal-
steinn Kristján, f. 12.11. 1915,
Gunnþór Ragnar, f. 20.7. 1918,
Sigurbjörg Hallfríður, f. 12.11.
1920, Þorsteinn Marinó, f. 10.11.
1922 (tvíburabróðir Davíðs),
María, f. 12.8. 1924, Sveinfríður,
f. 3.11. 1926, og Sigurlína, f. 5.1.
1930. Fóstursystkini Davíðs eru
Eggert, f. 6.6. 1909, d. 19.2. 1979,
Ragnheiður, f. 13.10. 1920, d.
14.9. 1982, Gunnhildur, f. 6.6.
1922, d. 9.9. 1995, Jónína, f. 5.3.
1931, og Valgerður, f. 8.6. 1935.
Haustið 1946 kvæntist Davíð
Rögnu Gestsdóttur,
f. 7.4. 1928. Hún er
dóttir hjónanna
Gests Jóhannessonar
frá Ytra-Hóli í
Fnjóskadal, f. 6.9.
1897, d. 13.2. 1992,
og Lísbetar
Tryggvadóttur, f.
3.9. 1904, d. 28.9.
1989. Davíð og
Ragna eignuðust
fimm börn, þau eru:
1) Sigurður Eggert,
f. 12.7. 1946, maki
Ólöf Regína Torfa-
dóttir, þau eiga tvö
börn. 2) Hólmfríður, f. 29.9.1950,
maki Stefán Árnason, þau eiga
tvo syni. 3) Kristján, f. 29.12.
1951, maki Valgerður K.
Guðlaugsdóttir, þau eiga tvö
börn. 4) Lísbet, f. 4.8. 1956, maki
Snorri Kristinsson, þau eiga þrjú
börn. 5) Gestur Ragnar, f. 22.8.
1964, maki Svava Guðrún Daða-
dóttir, þau eiga tvö börn.
Davíð gekk í barnaskólann á
Reistará. Að því loknu nam hann
á Laugum í Reykjadal í tvo vetur,
1941-1943. Davíð starfaði sem
bifreiðastjóri, meðal annars ók
hann í mörg ár brauðbíl KEA um
nágrannasveitir Akureyrar.
Einnig var hann við verslunar-
og skrifstofustörf, lengst af hjá
áfengisversluninni á Akureyri.
Útför Davíðs fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú er komið að því að efna loforð
mitt, sem ég gaf þér, afi minn, fyrir
ellefu áram þegar ég nýkomin með
bílpróf bakkaði full harkalega á kant-
stein. Þú þurftir náttúrlega að standa
í glugganum og horfa á mig. Þar sem
ég er nú frekar orðhvöt að eðlisfari
þá bölvaði ég eins og mér einni er
lagið: „Helvítið hann afi, þurfti hann
endilega að sjá þetta.“ Oft vorum við
búin að hlæja að þessu atviki og
þessu hafðir þú gaman af. Afi minn,
mér var alveg sama þótt allir í göt>
unni hefðu séð hversu mikill klaufi ég
var að bakka, en bara ekki þú. Þú
sem ætíð hafðir svo mikla trú á mér
og því sem ég tók mér íýrir hendur.
Eg lofaði þér að ég myndi skrifa um
þetta atvik í minningargreininni um
þig, og þá ætti ég að nefna „helvítið
hann afi“, af því að þú hafðir svo
gaman af þessu orðatiltæki hjá mér.
Oft höfðum við það gott saman.
Það vora ófáir sunnudagsmorgnarnir
sem við pabbi komum til ykkar
ömmu niður á Reynivelli, drukkum
kafií og svo var farið í sunnudags-
bíltúrinn. Ég hlakkaði alltaf til þó ég
vissi nákvæmlega hvemig þessi
bfltúr yrði. Kaupa ís og kúlur í
Brynju, fara fram á flugvöll og borða
ísinn, smáspöl fram í fjörð, aftur í
bæinn, þræða síðan allar bryggjurn-
ar og enda svo út á Moldhaugnahálsi,
þaðan sem þú sást bæði heim að
Möðravöllum og Gásum. Síðan var
farið heim.
Ailtaf átti ég hjálp þína vísa. Oftar
en einu sinni aðstoðaðir þú mig þegar
„Pandan" var mér erfið. Þú bentir
mér á að vera róleg yfir þessu, það
gengi ekkert betur þótt ég bölvaði
bílnum ef hann vildi ekki í gang. Þeg-
ar eitthvað bjátaði á sýndir þú styrk
þinn, eins og þegar í ljós kom hvex-su
alvarleg veikindi þín vora. Ég held að
þú hafir ekki gert þér grein fyi-ir
hversu mikinn styrk þú veittir okkur
hinum með yftrvegun þinni og ró-
semi.
Við vissum öll hve sáttur þú varst
við lífið og tilveruna. Þess vegna
varstu viss um að eitthvað gott biði
þín þegar þú yfirgæfir okkur.
Það var ósjaldan sem við sátum og
ræddum um lífið og dauðann og um
það hvað biði okkar. Síðastliðinn vetr
ur lánaðir þú mér bókina „Lífið eftir
lífið“ eftir Gunnar Dal. Þess vegna
langar mig að kveðja þig með lióðinu^
„Órð milli vina“:
Orð
milli vina
gerir daginn góðan
það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
Þín
(Gunnar Dal.)
Ragna.
Vönduð
dagatöl og jóla
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snarrabraut 54 ©561 4300 [p
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
Simi 562 0200
IIIIIXXIX