Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.1998, Blaðsíða 50
^50 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Helgi Áss með nauma forystu SK/ÍK 11x64 - Rd7 5- Rf3 - Be7 6- Bd3 - -- ----- Rgf6 7. Rxf6+ - Bxf6 8. De2 - c5 9. Arborg, Be3 - Dc7 10. c3 - 0-0 11. h4!? - cxd4! 27. okt.-7. nóv. SKÁKÞING ÍSLANDS HELGI Ass Grétarsson er efstur á Skákþingi Islands þegar mótið er hálfnað. Tefldar hafa verið sex umferðir af ellefu á mótinu sem fram fer í Árborg. Teflt er til skiptis á Selfossi, Stokks- eyri og Eyrarbakka. Helgi Ass Grét- arsson er efstur með fjóra og hálfan ^vinning af sex mögulegum, en fjórn- skákmenn koma næstir með hálfum vinningi minna. Það eru félagar Helga Áss úr íslensku Ólympíusveitinni í Elista, þeir Hannes Hlífai- Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Jón Garðar Við- arsson og Jón Viktor Gunnarsson. Þess er að vænta að baráttan um efsta sætið verði gífurlega spennandi. Eng- inn þátttakenda hefur áður orðið Is- landsmeistari og hafa þó sumir þeirra reynt býsna oft við titilinn. Núverandi skákmeistari íslands er Jóhann Hjartarson sem ver ekki titilinn. Frí var á Islandsmótinu í gær og heildarstaðan eftir sex umferðir sést á meðfylgjandi töflu. Sjöunda umferðin verð- —yir tefld á Hótel Selfossi í dag og hefst taflið kl. 17. Þá hefur Hannes Hlífar hvítt gegn Helga Áss og gæti sú skák hæglega ráðið úrslitum á mótinu. Sævar sýnd veiði - ekki gefin Aldursforseti mótsins er Sævar Bjamason, al- þjóðlegur skákmeistari, -sem sigraði á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur um daginn. Sævar setti strik í reikninginn í toppbaráttunni á laugardaginn þegar hann lagði stiga- hæsta keppandann, Hannes Hlífar Stefánsson, að velli. Sævar hefur löngum verið bestur í stöðubaráttu, en átt það til að falla í gildrur. Hannes hefur líklega talið gildruna verið að smella aftur þegar hann átti biskupsfórn á h7 með skák sem Sævar mátti ekki þiggja. En það leyndist óvænt vöm í stöðunni: Hvítt: Hannes H. Stefánsson Svart: Sævar Bjarnason Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. 12. Bxh7+? - Kh8! En alls ekki 12. - Kxh7?? 13. Rg5H— Kg8 14. Dh5 og svartur er varnarlaus. 13. Rg5 Eftir 13. cxd4 - Kxh7! 14. Rg5+ - Kg8 15. Dh5 á svartur varnarleikinn 15. - Dc2 sem valdar mátið á h7. 13. - dxe3 14. 0-0-0!? (Ekki þýddi 14. Dh5 - Bxc3+ 15. Kfl - Rf6 og sóknin er búin) 14. - Bxc3 15. Hxd7?! Hannes leggur allt í sóknina enda var 15. bxc3 - Dxc3+ 16. Bc2 - Rf6 ekki gæfulegt, 17. Rxf7+ - Kg8! er t.d. ekki hættulegt. 15. - Dxd7 16. Bd3 - Bd2+ 17. Kbl-g6? Nákvæmara var 17. - Hd8! 18. Bb5 - Dc7 og svarti kóngurinn á út- gönguleið á e7 og hvítur hefur ekki færi fyrir manninn. 18.fxe3? Hannes varð að reyna 18. h5! og úrslitin eru eng- an veginn ráðin. Nú gefur Sævar ekki frekari höggstað á sér. 18. - Hd8 19. Bc2 - Kg7 20. h5 - Hh8 21. Hfl Eða 21. Hdl - De7 og vinnur 21. - f5 22. hxg6 - Bb4 23. Rf7 - Hh2 24. Dc4 - Be7 25. Df4 - Hh4 26. Dg3 - Db5 27. Hdl - Bf6 28. Bb3 - a5 29. Rd6 - De5 30. Re8+ - Kf8 og hvítur gafst upp. Svo skemmtilega vildi til að þetta var þúsundasta innlenda kappskákin sem Sævar teflir sem reiknuð er til stiga. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson ** Skákþing íslands 1998 - 27. október - 7. nóvember Nr. Nafn: Tftil Stig: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 vinn. röö 1 Helgi Áss Grétarsson SM 2480 1A\ 1A 1 1 % 1 AVa 1. 2 Þröstur Þórhallsson SM 2495 % 1 1 1/2 0 1 4 2.-5. 3 Þorsteinn Þorsteinsson FM 2310 1/2 0 % y2 1/2 1 3 7. 4 Bragi Þorfinnsson 2235 0 0 1/2 1 y2 0 2 9.-10 5 Jón Viktor Gunnarsson AM 2445 0 1/2 1 1 1 4 2.-5. 6 Jón Garöar Viöarsson FM 2375 y. y2 1 1 0 1 4 2.-5. 7 Hannes H. Stefánsson SM 2535 y. 1 y2 0 1 1 4 2.-5. 8 Davlð Kíartansson 2130 0 0 0 1 ’A 1/2 2 9.-10 9 Bergsteinn Einarsson 2210 0 1/2 0 1/2 0 0 1 12. 10 Sævar Bjamason AM 2295 % ya 0 1 1 1/2 31A 6. 11 Róbert Harðarson FM 2325 1 y2 1 0 0 0 21A 8. 12 Amar E. Gunnarsson 2180 0 0 0 0 y2 1 ■ VA 11. Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson SIGURVEGARARNIR á Islandsmótinu í tvímenningi 1998. Talið frá vinstri: Ragnar Magnússon, fs- landsmeistararnir Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson, þá Kristján Blöndal og lengst til hægri Jakob Kristinsson og Ásmundur Pálsson. Aðalsteinn og Sigurð- ur Islandsmeistarar BRIÐS Bridshöllin, Þönglabakka ÍSLANDSMÓTIÐ í TVÍMENNINGI 1998 31.október og 1. nóvember - Aðgangur ókeypis SIGURÐUR Sverrisson og Að- alsteinn Jörgensen sigruðu með nokkrum yíirburðum í Islands- mótinu í tvímenningi, sem fram fór um helgina. Þeir tóku foryst- una í mótinu í 15. umferð og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. 117. umferð höfðu þeir náð 70 stiga forystu sem þeir héldu nánast allan tímann. Á sunnudag fór forskotið einu sinni í um 50 stig en þá slógu þeir félagarnir í. Hér er eitt dæmi um hvernig allt lék þá í höndunum á þeim félög- um: Suður gefur, allir á hættu Norður A Á9863 V D109 ♦ - * G10652 Austur A K V K743 ♦ KD8532 * 43 Suður AG1054 VG6 ♦ Á74 *ÁK97 Aðalsteinn opnaði á 13-15 punkta grandi í suður og Sigurður sagði 2 hjörtu: yfirfærsla í spaða. Þótt Aðalsteinn ætti lágmark í punktum talið Ieist honum vel á háspilin sín og 4-litinn í spaða, og sýndi það með því að stökkva í 3 spaða sem Sigurður lyfti auðvitað í fjóra. Vestur spilaði út tígulgosa og Aðalsteinn þurfti að velja leið. Einn möguleikinn var að drepa heima á ás og svína spaðagosa, með það fyrir augum að svína spaðanum aftur. Það er líklega besta íferðin í spaðann en Aðal- steinn sá aukamöguleika í spilinu ef austur átti spaðaháspil stakt eða vestur kónginn annan. Hann trompaði því útspilið í borði og lagði niður spaðaás. Þegar kóng- urinn kom frá austri spilaði Aðal- steinn litlum spaða á gosann og vestur var inni á drottningu. Og nú fór eins og Aðalsteinn hafði vonað. Vestur taldi ekki ráð- legt að opna hjartað strax; hefur raunar væntanlega gert sér vonir um að fá á laufdrottningu. Hann spilaði því tígli, en nú drap Aðal- steinn með ás, tók síðasta trompið og ÁK í laufi, og þegar drottningin féll átti hann 11 slagi. Fyrir 650 fengu Aðalsteinn og Sigurður 36 stig af 38 mögulegum. Hart barist um næstu sæti Undir lokin var keppnin einung- is um næstu sæti og þar var hart barist. Fyrir síðustu umferðina höfðu ungir spilarar, Aron Þorfinnsson og Snorri Karlsson, skotist upp í annað sætið en þar höfðu Jakob Kristinsson og Ás- mundur Pálsson setið alllengi. Þá höfðu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson skorað grimmt í síðustu umferðunum og vildu vera með í toppslagnum. Þá voru Kristján Blöndal og Ragnar Magnússon á mikilli siglingu sem og tvö pör utan af landi, Selfyss- ingarnir Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason og Dal- víkingarnir Hákon Sigmundsson og Kristján Þorsteinsson, sem komið höfðu verulega á óvart. Síðasta umferðin var fjörug. Þar kom m.a. fyrir spil þar sem austur fékk 10 spil í hjarta með fjórum efstu. Vestur átti tígulás þannig að það mátti fá 11 slagi á spil A/V. En það mátti líka fá 11 slagi á hendur N/S í spaðasamn- ingi. Flestir fengu að spila hjarta- samning doblaðan með hræðileg- um afleiðingum fyrir N/S. Þegar svona spil koma upp má búast við sveiflum eins og reyndar varð en lokastaðan varð þessi: Sigurður Sverriss. - Aðalsteinn Jörgensen 384 Ásmundur Páls. - Jakob Kristins. 288 Kristján Blöndal - Ragnar Magnússon 279 Hákon Sigmunds. - Kristján Þorsteins. 265 Kristján M. Gunnarss. - Helgi G. Hels. 264 Aron Þorfinnsson - Snorri Karlsson 234 Jón Baldursson - Mapús E. Magnússon 215 Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 211 Isak Öm Sigurðsson - Helgi Sigurðsson 201 Hróðmar Sigurbjörnss. - Stefán Stefánss. 179 Síðasta umferðin var hrein martröð fyrir ungu mennina, Aron og Snorraj sem fengu 37 í mínus. Jakob og Ásmundur áttu hins veg- ar ágæta lokasetu og skoruðu 23 í plús og annað sætið var örugglega þeirra. Sveinn R. Eiríksson var keppn- isstjóri en Stefanía Skarphéðins- dóttir afhenti verðlaun í mótslok ásamt Isak Emi Sigurðssyni. Arnór G. Ragnarsson Guðmundur Sv. Hermannsson Vestur AD72 VÁ853 ♦ G1096 *D8 Yfírlýsing frá Skáksambandi Islands VEGNA þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undan- fórnu um þátttöku pilta og stúlkna á heimsmeistaramótinu í skák, vill ->_ptjóm Skáksambands íslands taka eftirfarandi fram: Akveðnar vinnureglur gilda hjá sambandinu þegar þátttaka á heims- meistaramótum í bama- og ung- lingaflokki er ákveðin. Þá er tekið tillit til kostnaðar og möguleika á fjáröflun, og þess hvort við eigum keppanda í okkar röðum sem á grundvelli skákstyrks er talinn eiga erindi á slíkt mót. Stundum hefur þátttaka fallið niður, ef mótin eru haldin í fjarlægu landi, og/eða ef unglingar í tilteknum flokki hafa ekki sýnt fullnægjandi styrk skv. - >elo:stigum. Á stjórnarfundi hinn 8. október sl. var ákveðið að senda fimm pilta til keppni og og framkvæmdastjóra og fararstjóra falið að kanna möguleika á að senda keppendur í telpnaflokka. Hinn 12. okt. var síðan ákveðið að senda þrjár stúlkur til keppni. Þátt- taka stúlknanna er tilkynnt móts- "3fhöldurum hinn 15. okt. og farseðlar þeirra til Spánar bókaðir sama dag, tveimur dögum áður en málinu er slegið upp í fjölmiðlum. Ávallt er safnað fyrir ferðum ung- linga á skákmót erlendis í sérstakri fjáröflun. Það starf hefur verið á hendi stjórnarmanna í Skáksam- bandinu, forráðamanna barnanna og annarra áhugamanna. Einstök aðild- arfélög hafa einnig styrkt unglinga til fararinnar. Að þessu sinni, eins og áður, var leitað til styrktaraðila um fjárstuðning, án tillits til kynferðis unglinganna. Skáksamband íslands ber engu að síður ábyrgð á þátttök- unni, þ.m.t. á því að greiða nauðsyn- legan kostnað. Sambandið vill í þessu sambandi færa þakkfr öllum þeim er styrkt hafa fór unglinganna - stúlkna sem og pilta til þessa móts, svo og öllum þeim er lögðu hönd á plóginn við fjáröflunina. Að gefnu til- efni skal tekið fram, að styrkir þeir sem Skáksambandið fær frá Reykja- víkurborg vegna þátttöku í skákmót- um barna og unglinga, hrökkva að- eins fyrir broti af kostnaði við þenn- an málaflokk. Skv. hefð hefur fjár- framlag borgarinnar verið veitt til að standa straum af þátttöku reyk- vískra barna í norrænni skólaskák - einstaklingskeppni, sem er veiga- mesta verkefni skákhreyfingarinnar á þessum vettvangi. Það er þekkt staðreynd, að skák- iðkun kvenna er með minnsta móti hér á landi. Á unglingamótum sl. ár lætur nærri að 15 til 20 sinnum fleiri piltar en stúlkur hafi tekið þátt. Stjórn Skáksambands Islands og Skákskóli Islands hafa á undanförn- um árum gert sérstakar ráðstafanir til þess að efla hlut kvenna í skáklist- inni, ekki síst stúlkna á unglings- aldri. Þannig hefur stúlkum t.d. ver- ið boðið á ókeypis námskeið í Skák- skólanum, meðan piltar hafa þurft að greiða fyrir sitt nám. Þá réð stjórn SÍ á sl. ári sérstakan skákþjálfara til að sjá um þjálfun efnilegra og áhugasamra stúlkna. Skáksamband- ið vill af þessu tilefni bjóða sérstak- lega velkomna til samstarfs alla þá aðila sem vilja hjálpa til þess að auka hlut kvenna í skák. Opinber umfjöllun um þetta mál hefur verið með þeim hætti, að hún hefur skaðað orðstír skákhreyfmgar- innar. í henni hefur verið hallað réttu máli. 1 stuttu máli eru stað- reyndir málsins þessar: 1. Stjórn Skáksambands íslands ákvað að senda bæði stúlkur og pilta til keppni á heimsmeistaramótinu, án sérstakra skilyrða hvað stúlkum- ar varðaði. Þátttaka stúlknanna var tilkynnt mótshöldurum tveimur dög- um áður en málið kom til umfjöllun- ar í fjölmiðlum hinn 19. okt. sl. 2. Af hálfu Skáksambandsins og Skákskólans var peningum safnað til ferðarinnar, fyrir allan hópinn, án tillits til kynferðis. Fjársöfnun TR sem greint var frá í fjölmiðlium virt- ist hins vegar eingöngu hafa verið ætluð stúlkunum. 3. Stjórn Skáksambandsins hefur í samvinnu við Skákskóla Islands, að undanfórnu, gripið til sérstakra ráð- stafana til að efla hlut kvenna í skák. Af þessu má sjá, að upphrópanir um kynjamismunun eiga ekki við rök að styðjast í þessu máli. Þær komu frá aðilum sem ekki höfðu fyrir því að kynna sér málið hjá Skáksam- bandinu, eða kusu að skella skolla- eyrum við skýringum sambandsins. Með vísan til þess sem kemur fram hér að framan, harmar stjóm Skák- sambands Islands óvandaðan frétta- flutning í málinu og ótímabærar yfir- lýsingar ýmissa aðila um það. Sér- staklega vill sambandið lýsa furðu sinni á ályktun Jafnréttisráðs, sem er byggð á slúðurfregn í blaði og samin án þess að tilraun sé gerð til að leita upplýsinga hjá sambandinu sjálfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.