Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913
258. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bandarikjamenn undirbúa hugsanlegar loftárásir á skotmörk í Irak
Senda 129 herflugvélar
og liðsauka til Persaflóa
Marrakech, London, Sanieinuðu þjóðunum, Tel Aviv, Bagdad, Washington, Kaíró, Bonn. Reuters.
Bandarískum sendiráðsmönnum
heimilað að fara frá Kúveit og Israel
Reuters
ÍRAKAR halda á matvælapokum frá Rauða krossinum og Rauða hálf-
mánanum í Bagdad. Irakar eru teknir að birgja sig upp af matvælum
vegna liugsanlegra hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna.
BANDARÍSKA varnarmálaráðu-
neytið ákvað í gær að senda 129 her-
fiugvélar og 3.000 manna liðsauka til
herstöðva við Persaflóa á næstu dög-
um og talið er mjög líklegt að
Bandaríkjamenn grípi til hernaðar-
aðgerða gegn írak vegna þeirrar
ákvörðunar þarlendra stjómvalda að
slíta samstarfí við vopnaeftirlits-
nefnd Sameinuðu þjóðanna,
UNSCOM. Bill Clinton Bandaríkja-
forseti sagði að Bandaríkjamenn
væru „tilbúnir tii aðgerða" ef Irakar
hæfu ekki samstarf við nefndina að
nýju en ráðamenn í arabaiákjunum
og Rússlandi sögðust andvígir því að
hervaldi yrði beitt.
Clinton kvað Saddam Hussein
Iraksforseta stefna stöðugleika á
Persaflóasvæðinu í hættu og sagði
að Irakar myndu geta framleitt gjör-
eyðingarvopn innan nokkurra mán-
aða ef vopnaeftirlitinu yrði hætt.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði að Saddam Hussein
færi villur vegar ef hann héldi að er-
lend ríki myndu heykjast á því að
beita íraka hervaldi, endurskoðuðu
þeir ekki ákvörðun sína um að slíta
samstarfi við eftirlitsnefndina.
AUt starfsfólk SÞ
farið frá írak
Kofí Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, batt í gær enda á heimsókn sína
til Norður-Afríku og hélt aftur til
New York vegna deilunnai'. Fyrr um
daginn hafði Annan ítrekað áskorun
sína til íraksstjórnar um að taka aft-
ur upp samstarf við UNSCOM.
Allir starfsmenn SÞ í írak fóru
fyrirvaralaust frá landinu í gær-
morgun að beiðni Bandaríkjamanna.
Heimiluðu Bandaríkjamenn einnig
hluta starfsliðs sendh'áða sinna í
Kúveit og Israel að fara þaðan í var-
úðarskyni nú þegar auknar líkur eru
á að hafnar verði hernaðaraðgerðir
gegn Irak. Ráðlögðu þeir einnig
bandarískum ríkisborgurum að hafa
sig á brott. Hið sama gerðu Bretar
og ísraelar sögðust vera við öllu
búnir en í Persaflóastríðinu 1991
létu írakar sprengjum rigna yfir
ísrael.
Henry Shelton, yfirmaður banda-
ríska herafians, sagði í samtali við
CNN að írökum hefði verið gefinn
nægur tími til að endurskoða
ákvörðun sína og að héðan í frá væru
allir kostir í stöðunni til athugunar
þótt reyndar hefði ekki enn verið
tekin ákvörðun um hernaðaifhlutun.
Var hins vegar haft eftir Tai-eq Aziz,
aðstoðarforsætisráðheiTa íraks, að
stjórnvöld í Bagdad léðu ekki máls á
því að endurskoða ákvörðun sína
þrátt fyrir hættu á loftárásum
bandamanna.
Loftárásir gætu hafist
innan tveggja vikna
Bandaríkjamenn fyrirskipuðu í
gærkvöldi flutning 129 herflugvéla,
m.a. stórra sprengjuþotna, og meira
en þrjú þúsund hermanna til her-
stöðva við Persaflóa vegna hugsan-
legra hernaðaraðgerða. Khalid
Shahab al-Douri, yfirmaður utanrík-
isnefndar þingsins í Irak, sagðist
vitaskuld vonast til að ekki yrði af
loftárásum Bandaríkjamanna en að
írakar myndu verja hendur sínar og
fósturjörðina ef til þess kæmi.
Hvatti Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, Iraka til að gefa eftir í
deilunni en ítrekaði að hann væri
hlynntur því að hún yrði leyst með
friðsamlegum hætti. „Eg veit ekki til
að nokkur arabaþjóðanna styðji beit-
ingu hervalds í Irak,“ hafði dagblað í
Kaíró eftir Mubarak.
Rússar sögðust einnig vera and-
vígir hernaðaríhlutun en hvöttu
Iraka jafnframt til að hefja aftur
samstarf við UNSCOM. Vakti at-
hygli að Joschka Fischer, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, sem ræddi við
hinn rússneska starfsbróður sinn í
Moskvu í gær, lýsti því yfir að hann
væri andvígur hemaðaríhlutun.
Kvaðst hann efast um að árásir
bæru tilætlaðan árangur.
Vestrænir stjómarerindi'ekar
sögðu að loftárásir kynnu að hefjast
innan tveggja vikna.
Mál Clintons
Ekki svipt-
ur embætti
en saksótt-
ur síðar?
New York. Reuters.
BANDARÍSKI öldungadeild-
arþingmaðurinn Ai'len Specter
lagði til í gær að Bandaríkja-
þing hætti við rannsókn á máli
Bills Clintons forseta, sem leitt
gæti til málshöfðunar til emb-
ættismissis, og greiddi fyrir
því að forsetinn yrði sóttur til
saka eftir að hann lætur af
embætti í janúar árið 2001.
„Málinu væri þá lokið af
hálfu þingsins og dómstólarnir
látnir um að leiða það til lykta,
þannig að almenningsálitið,
kosningar og flokkadrættir
myndu ekki hafa áhrif á með-
ferð þess,“ skrifaði Specter,
repúblikani frá Pennsylvaníu, í
New York Times.
Ráðgert er að dómsmála-
nefnd fulltrúadeildarinnar yf-
irheyri Kenneth Starr, sem
stjórnaði fjögurra ára rann-
sókn á málum Clintons og hef-
ur sakað forsetann um að hafa
framið meinsæri og lagt stein í
götu réttvísinnar til að reyna
að leyna sambandi sínu við
Monicu Lewinsky, fyrrverandi
starfsstúlku í Hvíta húsinu.
Repúblikanar í dómsmála-
nefndinni hafa sagt að þeir
ætli ekki að hætta við rann-
sóknina þrátt fyrir slæmt
gengi repúblikana í kosningun-
um í vikunni er leið og skoð-
anakannanir sem benda til
þess að málshöfðun til emb-
ættismissis njóti lítils stuðn-
ings meðal almennings.
ísraelar staðfesta friðarsamning en
vara PLO við sjálfstæðisyfirlýsingu
Hóta að innlima
hernumin svæði
Jerúsalem. Reuters.
STJÓRN ísraels staðfesti í gær
samninginn við Palestínumenn um að
hún flytti herlið sitt frá 13% Vestur-
bakkans til viðbótar í áfóngum á
næstu þremur mánuðum. Stjórnin
setti þó ýmsa fyrirvara, sem gætu
orðið til þess að samningnum yrði
ekki komið í framkvæmd að fullu, og
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Israels, hótaði að innlima í
reynd hluta Vesturbakkans í ísrael ef
Palestínumenn lýstu yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis án samþykkis Israela.
Samningurinn var samþykktur
með átta atkvæðum gegn fjórum í
atkvæðagreiðslu í stjórn Netan-
yahus. Fimm ráðherrar sátu hjá og
samningurinn fékk því ekki stuðning
meirihluta ráðherranna 17.
Stjórnin staðfesti samninginn með
fyrirvara um að Frelsissamtök Pal-
estínumanna (PLO) samþykktu í at-
kvæðagreiðslu á fundi, sem ráðgerð-
ur er í næsta mánuði, að ógilda gi-ein
í stofnskrá sinni þar sem hvatt er til
tortímingar ísraelsríkis. Palestínu-
menn höfnuðu þessari kröfu og
bentu á að ekki er kveðið á um at-
kvæðagreiðslu í samningnum.
Samkvæmt samningnum á brott-
flutningur ísraelskra hersveita að
hefjast á mánudaginn kemur, en
Arafat hefm- þó fallist á að því verði
frestað um nokkra daga. Netanyahu
sagði að stjórnin myndi koma aftur
saman þegar fyrsta áfanganum lyki
til að meta hvort Palestínumenn
hefðu staðið við skuldbindingar sínar.
Hótun Arafats ítrekuð
Heimildarmenn úr röðum ísra-
elskra stjórnmálamanna sögðu að á
meðal þriggja annai-ra skilyrða, sem
stjórnin hefði sett, væri að Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna, félli
frá þeiiri hótun sinni að lýsa yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis ef samkomu-
lag næðist ekki um framtíðarstöðu
sjálfstjórnarsvæðanna fyrir 5. maí.
Hassan Asfour, samningamaður Pal-
estínumanna, áréttaði þessa hótun
eftir viðvörun Netanyahus í gær.
Reuters
Stríðsloka
minnst í
París
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, og Elísabet Bretadrottning
tóku í gær þátt í hátíðahöldum í
París í tilefni af því að 80 ár eru lið-
in frá lokum fyrri heimsstyrjaldar-
innar. Þjóðhöfðingjarnir lögðu
blómsveiga að gröf óþekkta her-
mannsins, sem var jarðsettur undir
Sigurboganum til minningar um þá
sem féllu í styrjöldinni.
Bretadrottning afhjúpaði einnig
þessa 3,2 m háu bronsstyttu af Win-
ston Churchill, forsætisráðherra
Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni,
við bakka Signu. Drottningin hélt
síðan til Belgíu og tók þátt í minn-
ingarathöfn í flæmska bænuin
Mesen ásamt Mary McAleese, for-
seta Irlands, og er þetta í fyrsta sinn
sem þjóðhöfðingjar Bretlands og Ir-
lands koma fram saman við opin-
bera athöfn. Drottningin skoðaði
einnig belgíska bæinn Ieper, sem
var lagður í rúst í fyrri heimsstyij-
öldinni.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, ákvað að taka ekki þátt
í hátíðahöldunum í París og tals-
maður hans sagði í gær að hann
hefði ekki getað það vegna anna.