Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSIOFri AIVINNULÍF
FRÉTTIR
Stjórnarfrumvarp lagt fram á Alþingi
Allt hlutafé ríkis-
sjóðs í FBA verði
selt á næsta ári
LAGT hefur verið fram á Alþingi
stjómarfrumvarp til laga um að
heimilt verði að selja allt hlutafé
ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins hf. (FBA).
Frumvarpið er lagt fram í kjölfar
þeirrar stefnumótunar ríkisstjórn-
arinnar að hraða beri sölu hlutafjár
í FBA og að stefna beri að því að
allt hlutafé ríkissjóðs í bankanum
verði selt á fyrri hluta ársins 1999 ef
aðstæður leyfa.
í athugasemdum við frumvarpið
kemur m.a. fram að það sé mat
ríkisstjómarinnar að hraða sölu
hlutafjár í FBA einkum vegna þess
að engin rök hnígi lengur að því að
ríkið sé stór eigandi hlutafjár í
bankanum. „Það er sameiginleg af-
staða stjórnvalda og stjórnenda
bankans að staða bankans á sam-
keppnismarkaði verði betur tryggð
með því að ríkið selji allan hlut sinn
og að engin ástæða sé til lengri
aðlögunartíma. Þá er sala hlutafjár í
bankanum liður í aðgerðum til að
sporna við þenslu, auk þess sem
ríkissjóður fær góðar tekjur af söl-
unni.“
Áfram stefnt að
dreifðri eignaraðild
Þá kemur fram að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um hvemig staðið
verði að sölu umrædds hlutafjár í
bankanum. Hins vegar er vísað í yf-
irlýstan vilja stjómvalda um að
áfram verði stefnt að dreifðri eign-
araðild og sjálfstæði FBA sem sam-
keppnisaðila á íslenskum sam-
keppnismarkaði. Miðað sé við að
hlutdeild hvers aðila í fmmsölu
verði ekki hærri en sem nemur
5-10% hlutafjár í bankanum og
hugað verði að skráningu félagsins
á hlutabréfamarkaði erlendis, auk
skráningar á Verðbréfaþingi Is-
lands.
Hagnaður FBA fyrstu sex mán-
uði þessa árs var 349 m.kr. og var
það 11% umfram áætlanir félagsins.
Þá er eigið fé nú 8.474 m.kr.
Morgunblaðið/Kristinn
Snarsnerist í hálkunni
STRÆTISVAGN snarsnerist í
hálkunni, sem myndaðist síðdeg-
is í gær, og lenti á ljósastaur eft-
ir að hafa lent í árekstri við
fólksbíl sunnan í Hraunsholts-
hæð í Garðabæ. Var vagnstjór-
inn að reyna að koma í veg fyrir
aftanákeyrslu með þessum af-
leiðingum. Að sögn lögreglunn-
ar í Hafnarfirði varð hvorki
farþegum né ökumönnum meint
af og skemmdir voru ekki telj-
andi.
Umferð tafðist á tímabili þegar
löng bflalest myndaðist en að
sögn lögreglu voru það mest
forvitnir vegfarendur, sem vildu
fylgjast með framvindu mála.
Nýr búnaður skráir viðskiptavini inn á líkamsræktarstöðvar
Fingraför tekin af
viðskiptavinum
NYR búnaður sem sinnir skráningu
viðskiptavina er þessa dagana að
komast í gagnið hjá líkamsræktar-
stöðinni World Class. Sambærileg-
ur búnaður hefur verið til staðar í
Hreyfingu frá því í byrjun septem-
ber og hefur reynst vel.
Búnaðurinn virkar þannig að
þegar nýr gestur kaupir sér aðgang
að líkamsrækt leggur hann þumal-
fíngur á sérstakan nema sem leggur
fingrafarið „á minnið“ og tengir
nafni viðskiptavinarins og sérstöku
númeri um leið. í hvert sinn sem
gesturinn mætir, leggur hann
þumalfingurinn á skráningarvélina
og slær um leið inn númerið sitt. Ef
númer og far passa ekki saman, eða
ef aðgangur gestsins að stöðinni er
útrunninn, hringja viðvörunarbjöll-
ur og afgreiðslufólk kemur til skjal-
anna enda neitar kerfið að opna
hliðið.
„I framtíðinni mun þumalfingur-
inn duga til þess að opna hliðið,
númerin detta út og afgreiðslan
verður þannig skilvirkari," sagði
Ágústa Johnsen, hjá Hreyfingu, við
Morgunblaðið.
„Við notum þessar upplýsingar
hér eingöngu til þess að fylgjast
með gildistíma líkamsræktarkorta
og mér hefur satt að segja ekki
dottið í hug að hægt væri að gera
eitthvað annað við þetta,“ sagði
hún, aðspurð hvort hún teldi að
búnaðurinn samræmdist lögum um
persónuvernd.
Hún sagði svipaðan búnað vera
notaðan í Bandaríkjunum, Þýska-
landi og víðar, og að hér á landi
væru fordæmi fyrir svokölluðum
handskönnum þar sem öll höndin er
lögð fram í stað fingurs.
Brýtur ekki í bága við reglur
„Ég hef aldrei haft áhyggjur af
því að þetta kerfi bryti í bága við
settar reglur því það geymir engar
upplýsingar sem hægt er að nýta á
annan máta,“ sagði Gunnar Jacob-
sen, kerfisfræðingur og hönnuður
umrædds hugbúnaðar.
„Fingráförin eru skönnuð inn en
geymd á þannig sniði (formati) að
enginn, hvorki ég né annar, getur
nýtt sér til annarra verka. Förin
eru ekki geymd sem myndir líkt og
hjá lögreglunni, og gefa þannig eng-
ar upplýsingar um einstaklinginn,"
sagði hann.
Björn Leifsson, eigandi World
Class, sagðist sannfærður um að
búnaðurinn stæðist lög og reglur
enda væri ekki hægt að afkóða
talnarunurnar sem samsvara
fingraförunum. „Ýmsir staðir nota
myndir af viðskiptavinum sínum til
þess að skrá þá inn og safna þar
með mun meiri persónuupplýsing-
um en við. Ég ætti kannski að koma
upp myndavélarauga í afgreiðslunni
líka?“ sagði Björn og bætti við að þá
fyrst yrði hægt að tala um per-
sónunjósnir.
MEÐ
blaðinu í
dag fylgir
fjögurra
síðna
auglýsinga-
blað frá
Nóatúni.
Bjarnólfur gerir tveggja ára
samning við Walsall / C1
Sebastian varði átta
vítaköst frá Haukum / C3
Fasanar í
Laugardal
í FJÖLSKYLDU- og húsdýra-
garðinum í Laugardal er að finna
íjölmargar dýrategundir sem
ýmist teljast til hús- eða villtra
dýra. Alls eru þetta 22 tegundir
sem eru allan ársins hring í
garðinum en svo eru líka ýmsar
fuglategundir sem eiga þar við-
dvöl.
Nýjustu meðlimir þessarar fjöl-
breyttu fánu eru 3 ungir fasana-
hanar sem komu í garðinn á
föstudaginn. Hanarnir komu frá
bænum Hafrafelli, sem er austur
á Héraði, en þar er verið að gera
tilraunir með ræktun fasana.
Fasanarnir eru litskrúðugir með
afbrigðum og mjög glæsilegir á
að h'ta.
j o mmm
MEÐ blaðinu
í dag fylgir
átta síðna
auglýsinga-
blað í stóru
broti frá Ný-
kaup.
Blaðinu er
eingöngu
dreift á
höfuðborg-
arsvæðinu.
HUGBÚNAÐUR
UMBÚÐIR
Memphis í
landvinníngum
Þrengingar
fyrirtækja
Tugmilljóna
samingar í
burðarliðnum/D 1
Harðnandi
samkeppni á
markaði/D8
Forsætisráðherra í Þýzkalandsheimsókn
Viðræður við
Kohl og Schröder
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
hélt að afloknu þingi Norðurlanda-
ráðs í Osló til Bonn, þar sem hann
mun í dag eiga fund með Helmut
Kohl, fyiTverandi kanzlai-a Þýzka-
lands.
Á morgun hittir Davíð Gerhard
Schröder, arftaka Kohls, en hann
mun einnig ræða við Joschka
Fischer utanríkisráðherra og Wolf-
gang Seháuble, sem tekið hefur við
af Kohl sem flokksformaður Kristi-
legra demókrata og leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar eftir að jafnaðai’-
menn og Græningjar mynduðu
nýja stjórn eftir 16 ára valdatíð
Kohls.
í gær hélt Davíð erindi um „Is-
land í alþjóðlegu samhengi" hjá
Konrad-Adenauer-stofnuninni í
Sankt Augustin hjá Bonn, að
viðstöddum mörgum áhrifamönn-
um úr þýzku stjórnmálalífi. Kon-
rad-Adenauer-stofnunin er pólitísk
rannsóknastofnun, sem tengist
flokki kristilegra demókrata.
Gistir í opinberu gestahúsi
ríkisstjórnarinnar
Þótt ferð forsætisráðherra til
Bonn hefði að þessu sinni verið
skipulögð sem óopinber heimsókn
buðu þýzk stjórnvöld honum að
dvelja í opinberu gestahúsi ríkis-
stjórnarinnar á Petersberg-
hæðinni íyrir ofan Bonn. Meðal ný-
legra gesta í húsinu eru Bill Clinton
Bandaríkjaforseti, Borís Jeltsín
Rússlandsforseti og Elísabet II
Englandsdrottning. í lok
heimsóknarinnar mun Davíð skoða
aðstæður í Berlín, þar sem verið er
að reisa nýtt sendiráð Islands á
sömu lóð og sendiráð hinna Norð-
urlandanna.
Erlendir sendierindrekar í Þýzka-
landi flytja frá Bonn til Berlínar
þegar stjórnarstofnanirnar flytja
þangað, en stefnt er að því að af því
verði næsta sumar.
Karlmaður
tekinn með
fíkniefni á
Akureyri
KARLMAÐUR var handtekinn
á Akureyri fyrr í vikunni en
hann reyndist hafa í fórum sín-
um 5 grömm af hassi og 10
grömm af amfetamíni.
Var maðurinn færður í
fangahús vegna rannsóknar
málsins. Við yfirheyrslu viður-
kenndi hann að eiga fíkniefnin.
í tengslum við rannsókn
málsins var annar maður hand-
tekinn og viðurkenndi sá að
eiga um helming efnanna. Báð-
um mönnunum var sleppt að
lokinni yfirheyrslu hjá
rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri.
í dag
www.mbl.is