Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt þjóð- minja- ráð skipað Menntamálaráðherra skipaði hinn 3. nóvember sl. þjóðminjaráð til næstu fjög- urra ára. Ráðið er þannig skipað: Gunnar Jóhann Birgisson, hrl., formaður, skipaður án til- nefningar, varaformaður Hjördís Asberg, löggiltur end- urskoðandi, Olafur Ragnars- son, sveitarstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, varamaður Jónína A. Sanders, bæjarfulltrái, Sign'ð- ur Sigurðardóttir, safnstjóri, tilnefnd af Félagi íslenskra safnamanna, varamaður Hanna Rósa Sveinsdóttir, safnvörður, dr. Guðrán Nor- dal, tilnefnd af Háskóla ís- lands, varamaður Gunnar Karlsson, prófessor, og Guð- mundur Jón Guðmundsson, kennari, tilnefndur af Kenn- arasambandi Islands og Hinu íslenska kennarafélagi, vara- maður Ragnar Sigurðsson, kennari. íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti unglinga í skák komnir heim „Okkur finnst gam- an að tefla og tefla“ UNGMENNIN átta sem kepptu fyrir íslands hönd á heimsmeist- aramóti barna og unglinga í skák í Oropesa Del Mar á Spáni eru reynslunni ríkari eftir skemmti- lega keppni. íslensku keppend- urnir eru á aldrinum 10 til 18 ára og af þeim hlaut Stefán Krist- jánsson flesta vinninga eða sex af ellefu mögulegum. Keppti hann í flokki 16 ára og yngri. Yngsti keppandinn frá Islandi Guðmundur Kjartansson tíu ára fékk 5,5 vinninga og Ingibjörg Edda Birgisdóttir fjórtán ára fékk fjóra vinninga. Þau segja í stuttu spjalli við Morgunblaðið að keppnin, sem stóð yfír í ellefu daga, hafi verið mjög skemmti- leg enda fínnist þeim gaman að „tefla og tefla“, eins og þau orða það. Ingibjörg segir að þau hafí byijað hvern keppnisdag á Spáni með því að æfa sig í klukkutíma og fara yfír skákir annarra kepp- enda. Eftir hádegi hafi þau sfðan tekið þátt í sjálfri keppninni, en Morgunblaðið/Kristinn UNGIR skákmenn. Guðmundur Kjartansson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir. ein umferð ver tefld á hveijum degi og hver skák stóð ekki leng- ur yfír en í þijá tíma. „Á kvöldin fórum við svo yfir skákirnar okk- ar til þess að skoða það sem við gerðum," segir Ingibjörg og Guðmundur bætir því við til út- skýringar að þau skrifi yfirleitt leikina niður hjá sér þegar þau séu að keppa. Byijaði 5 ára að tefla Þegar þau eru spurð að því hvort þeim hafi ekki fundist spennandi að fá að fara utan til þess að keppa í skák segja þau hógvær: „Jú.“ Þegar nánar er spurt kemur hins vegar í ljós að þau eru orðin nokkuð veraldar- vön í þessum efnum þótt ung séu að árum. Guðmundur segist tvisvar áður hafa farið á skákmót sem haldin hafi verið á hinum Norðurlöndunum og Ingibjörg segist hafa farið fjórum sinnum áður á skákmót í útlöndum. Fyrir dyrum standa líka fleiri ferðir, því Ingibjörg tekur þátt í heimsmeistaramóti unglinga í at- skák í Frakklandi um næstu helgi og Guðmundur segir líklegt að hann fari utan á Norður- Iandamót barna og unglinga í byijun næsta árs. Innt eftir því hvenær þau hafi byijað að tefla kemur í ljós að þau voru ekki ýkja há í loftinu. Ingibjörg var fimm ára þegar hún lærði mannganginn og Guð- mundur sex ára. Síðan þá hefur skákin verið þeirra helsta áhugamál og hver veit nema hún verði þeirra aðalatvinna í framtíðinni. Guð- mundur viðurkennir alltjent að hann stefni að atvinnumennsku í skák en Ingibjörg segist ekki hafa eins háleita drauma í þess- um efnum. Hún muni bara tefla svo lengi sem hún hafi áhuga og vilja. Crena Electroscandia Verð áður kr. 52.900. Þéttiþurrkari Verð nú kr. 39.900.- Þuspararkr. A 13.000- Þéttiþurrkari (notar ekki barka) Tekur 6 kg. af þvotti, 2 hitastillingar, 120 mín. klukka, krumpuvörn, veltir í báöar áttir, stáltromla. Verð áður kr. 64.900. Þúspararkr. J 15.000- 1200 sn. þvottavél. Tekur 5 kg. og er búin öllu því besta sem prýöir góöa þvottavél. « M.a. innb.vigt sem styrir vatnsmagni eftir þvottamagni, ullarvöggu, flýtiþvottakerfi o.fl. o.fl. H R E I N L E G kaup Nú er tfmi til að spara! RflFTfEKMUERZLUN (SLÍIND5 tf - A N N O 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 i) jj á íslandi Stærsta h®imilis-og raftækjaverslunarkeöja I Evrópu trtái Creda Sensair purrkari m/rakaskynjara Verð áður kr. 39.900.- Verð nú kr. 34.900. Þú sparar kr. 5.000- Tekur 5 kg. Veltir í báöar áttir, 120 mín. klukka. Rakaskynjari (þurrkarinn stoppar þegar þvotturinn er oröinn þurr).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.