Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
UNGA fólkið, sem keniur til með að nota og njóta nýju byggingarinnar, Iá ekki á liði sínu þegar hafist var
handa við að grafa grunninn að nýja leikskólanum.
Nýr leikskóli rís í Garðinum
Fj öldi barna tók fy rstu
skóflustunguna
Garði. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Arnór
SIGURÐUR Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps, lýsti aðdragandanum
að byggingu nýs leikskóla í Garðinum. Gamli leikskólinn í baksýn.
MIKILL fjöldi leikskólabama tók
fyrstu skóflustunguna að nýjum 330
fermetra leikskóla sl. þriðjudag en
nýi skólinn verður byggður á næstu
10 mánuðum. Það var oddviti
Gerðahrepps, Sigurður Ingvarsson,
sem sagði nokkur orð í upphafi at-
hafnarinnar en síðan tóku börnin til
óspilltra málanna og ætluðu auðsjá-
anlega ekki að liggja á liði sínu við
byggingu hins nýja skóla.
Fyrirtækið Húsagerðin í Keflavík
byggir skólann en það átti lægsta
tilboðið í útboði, sem nýlega var
opnað. Það hljóðaði upp á 35 millj-
ónir og 956 þúsund kr. en heima-
maðurinn Bragi Guðmundsson átti
næstlægsta tilboðið sem var tæpum
98 þúsund kr. hærra, en kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á tæpar 42
milljónir. Lægsta tilþoðið er þvi um
85,8% af áætluninni.
Nýja byggingin á að rísa við hlið
gamla leikskólans, Gefnarborgar,
sem nokkuð er kominn til ára sinna
en hann var tekinn í notkun lO.júní
1971 og byggt við hann 1980 en sá
hluti var tekinn í notkun 14. sept-
ember það ár. Saga hans er nokkuð
sérstök en það voru konur í kvenfé-
laginu Gefn, sem byggðu hann og
ráku í ein 15 ár eða þar til að Gerða-
hreppur tók við rekstrinum. Um 60-
70 börn eru á skólanum í dag og
starfsstúlkur eru 5. Rekstraraðili
Gefnarborgar er Hafrún Víglunds-
dóttir, en hún hefir rekið leikskól-
ann undanfarin ár.
Formaður bygginganefndar hins
nýja skóla er Jón Hjálmarsson.
Eggerti feldskera boðið að sýna í Kanada
Sýnir kj óla úr
skinni af landsel
NÝ lína í samkvæmis-
kjólum úr selskinni,
sem Eggert Jóhanns-
son feldskeri hannaði
og framleiddi, verður
sýnd á nokkrum stöð-
um í Kanada í næstu
viku. Eggerti feld-
skera hefur verið boð-
ið að sýna framleiðsl-
una á tískusýningum
þar í landi og hugsan-
lega verða kjólarnir
einnig sýndir í Þýska-
landi og Frakklandi
næsta ár.
Kanadísk vöruþró-
unarstofnun sela-
stofna, The Canadian
Seal Industry
Development Council,
SIDC, stendur að sýn-
ingunum í Kanada en
stofnunin hefur með
aðstoð kanadisku rík-
isstjórnarinnar komið
af stað margs konar
vöruþróun undir for-
merkjum sem kalla
mætti skynsamlega
nýtingu selaafurða,
að sögn Eggerts.
Á síðasta ári sýndi
Eggert feldskeri ýms-
ar selskinnsfiikur á
Nýfundnalandi ásamt kanadísk-
um feldskerum í tengslum við
fund NAMMCO, Norður-Atlants-
hafsfiskveiðiráðsins. Tina Fagan,
framkvæmdastjóri SIDC, sá
framleiðslu Eggerts í fyrra og
telur hann hafa hleypt nýju lífi í
hönnun kanadískra feldskera.
Gekkst hún fyrir því að Eggerti
var boðið til sýningarinnar nú og
setti nýlega fram hugmyndir við
íslenska ráðamenn um samvinnu
við íslendinga um alþjóðlegt átak
á næsta ári.
TVEIR kjólar Eggerts feldskera sem hann
hefur hannað og framleitt úr skinni af
íslenskum landselum.
Býður upp á marga
möguleika
Eggert Jóhannsson segir skinn
íslenska landselsins skemmti-
legra til vinnslu en skinn útsels
sem aðrir nota, segir það mýkra
og bjóða upp á ineiri möguleika.
Segist hann hafa nýtt skinnið á
annan hátt en aðrir hafa treyst
sér til. Hann hannaði sjálfur kjól-
ana sem sýna á í Kanada og seg-
ist hafa verið rúma viku að fram-
leiða einn kjól. Tískusýningarnar
verða sem fyrr segir í næstu viku
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
EGGERTI Jóhannssyni feld-
skera hefur verið boðið að sýna
selskinnskjóla í Kanada.
í St. Jolins á Nýfundnalandi og í
Toronto og Montreal. Eggert
segist spenntur fyrir móttökun-
um í Kanada og koma verði í ljós
í framhaldi af sýningunum þar
hver verði næstu skref í hönnun
sinni.
É
Kynnirig
föstudag og laugardag
milli kl. 14- 18
Ingólfsapóteki Kringlunni
PAIN0GONE penninn er uppfinning sem hefur fengið fróbærar
viðtökur bæði hjó almenningi og innan heilbrigðisgeirans.
PAIN®G0NE penninn byggir ó TNS aðferðinni sem
hefur verið notuð af læknum og hjúkrunarfólki í 30 ór
til þess að draga úr krónískum verkjum. I flestum
tilfellum hverfur verkurinn að fullu t.d. gigt, migreni,
vöðvabólgu, íþróttaskaða, þursabit o.s.frv.
Kynningarverð
3.970,-
@Við það fara boð um hjólp
til heilans.
Heilinn sendir af stað
Endorfin og verkurinn
hverfur ó nokkrum mínútum.
Endorfin er verkjastillandi
boðefni líkamans.
Sendum í
Póstkröfu
'\MING0LFS
jP, APÓTEK
KfílNGLUNNI
Ceisus
Sími 551-5995 »10x551-5996
VI Beinið PAIN® GONE pennanum ó
auma svæðið og smellið. Smó
rafstingur myndast við hvern "smell".
íslending-ur í
Færeyjum
3 mánaða
fangelsisdóm-
ur fyrir fíkni-
efnasmygl
28 ÁRA gamall íslendingur var á
fimmtudag í síðustu viku dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi í Lands-
rétti Færeyja fyrir smygl á tals-
verðu magni fíkniefna, sem hann
keypti í Danmörku og Amsterdam.
Maðurinn varð uppvís að smygl-
inu þegar hann hugðist halda brott
með íslensku skipi, sem hann vann á
og var í slipp í Áusturey. Tollverðir
fundu rúmlega 3 grömm af kókaíni,
0,7 grömm af heróíni, 12,3 grömm
af hassi og 14 grömm af grasi í fór-
um mannsins. Hann sagðist ein-
göngu hafa keypt efnin til eigin
nota.
Maðurinn var látinn laus og fór til
íslands, en yfirvöld hérlendis fá
dóminn sendan og sjá um að fram-
fylgja honum.