Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ UNGA fólkið, sem keniur til með að nota og njóta nýju byggingarinnar, Iá ekki á liði sínu þegar hafist var handa við að grafa grunninn að nýja leikskólanum. Nýr leikskóli rís í Garðinum Fj öldi barna tók fy rstu skóflustunguna Garði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Arnór SIGURÐUR Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps, lýsti aðdragandanum að byggingu nýs leikskóla í Garðinum. Gamli leikskólinn í baksýn. MIKILL fjöldi leikskólabama tók fyrstu skóflustunguna að nýjum 330 fermetra leikskóla sl. þriðjudag en nýi skólinn verður byggður á næstu 10 mánuðum. Það var oddviti Gerðahrepps, Sigurður Ingvarsson, sem sagði nokkur orð í upphafi at- hafnarinnar en síðan tóku börnin til óspilltra málanna og ætluðu auðsjá- anlega ekki að liggja á liði sínu við byggingu hins nýja skóla. Fyrirtækið Húsagerðin í Keflavík byggir skólann en það átti lægsta tilboðið í útboði, sem nýlega var opnað. Það hljóðaði upp á 35 millj- ónir og 956 þúsund kr. en heima- maðurinn Bragi Guðmundsson átti næstlægsta tilboðið sem var tæpum 98 þúsund kr. hærra, en kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á tæpar 42 milljónir. Lægsta tilþoðið er þvi um 85,8% af áætluninni. Nýja byggingin á að rísa við hlið gamla leikskólans, Gefnarborgar, sem nokkuð er kominn til ára sinna en hann var tekinn í notkun lO.júní 1971 og byggt við hann 1980 en sá hluti var tekinn í notkun 14. sept- ember það ár. Saga hans er nokkuð sérstök en það voru konur í kvenfé- laginu Gefn, sem byggðu hann og ráku í ein 15 ár eða þar til að Gerða- hreppur tók við rekstrinum. Um 60- 70 börn eru á skólanum í dag og starfsstúlkur eru 5. Rekstraraðili Gefnarborgar er Hafrún Víglunds- dóttir, en hún hefir rekið leikskól- ann undanfarin ár. Formaður bygginganefndar hins nýja skóla er Jón Hjálmarsson. Eggerti feldskera boðið að sýna í Kanada Sýnir kj óla úr skinni af landsel NÝ lína í samkvæmis- kjólum úr selskinni, sem Eggert Jóhanns- son feldskeri hannaði og framleiddi, verður sýnd á nokkrum stöð- um í Kanada í næstu viku. Eggerti feld- skera hefur verið boð- ið að sýna framleiðsl- una á tískusýningum þar í landi og hugsan- lega verða kjólarnir einnig sýndir í Þýska- landi og Frakklandi næsta ár. Kanadísk vöruþró- unarstofnun sela- stofna, The Canadian Seal Industry Development Council, SIDC, stendur að sýn- ingunum í Kanada en stofnunin hefur með aðstoð kanadisku rík- isstjórnarinnar komið af stað margs konar vöruþróun undir for- merkjum sem kalla mætti skynsamlega nýtingu selaafurða, að sögn Eggerts. Á síðasta ári sýndi Eggert feldskeri ýms- ar selskinnsfiikur á Nýfundnalandi ásamt kanadísk- um feldskerum í tengslum við fund NAMMCO, Norður-Atlants- hafsfiskveiðiráðsins. Tina Fagan, framkvæmdastjóri SIDC, sá framleiðslu Eggerts í fyrra og telur hann hafa hleypt nýju lífi í hönnun kanadískra feldskera. Gekkst hún fyrir því að Eggerti var boðið til sýningarinnar nú og setti nýlega fram hugmyndir við íslenska ráðamenn um samvinnu við íslendinga um alþjóðlegt átak á næsta ári. TVEIR kjólar Eggerts feldskera sem hann hefur hannað og framleitt úr skinni af íslenskum landselum. Býður upp á marga möguleika Eggert Jóhannsson segir skinn íslenska landselsins skemmti- legra til vinnslu en skinn útsels sem aðrir nota, segir það mýkra og bjóða upp á ineiri möguleika. Segist hann hafa nýtt skinnið á annan hátt en aðrir hafa treyst sér til. Hann hannaði sjálfur kjól- ana sem sýna á í Kanada og seg- ist hafa verið rúma viku að fram- leiða einn kjól. Tískusýningarnar verða sem fyrr segir í næstu viku Morgunblaðið/Jón Svavarsson EGGERTI Jóhannssyni feld- skera hefur verið boðið að sýna selskinnskjóla í Kanada. í St. Jolins á Nýfundnalandi og í Toronto og Montreal. Eggert segist spenntur fyrir móttökun- um í Kanada og koma verði í ljós í framhaldi af sýningunum þar hver verði næstu skref í hönnun sinni. É Kynnirig föstudag og laugardag milli kl. 14- 18 Ingólfsapóteki Kringlunni PAIN0GONE penninn er uppfinning sem hefur fengið fróbærar viðtökur bæði hjó almenningi og innan heilbrigðisgeirans. PAIN®G0NE penninn byggir ó TNS aðferðinni sem hefur verið notuð af læknum og hjúkrunarfólki í 30 ór til þess að draga úr krónískum verkjum. I flestum tilfellum hverfur verkurinn að fullu t.d. gigt, migreni, vöðvabólgu, íþróttaskaða, þursabit o.s.frv. Kynningarverð 3.970,- @Við það fara boð um hjólp til heilans. Heilinn sendir af stað Endorfin og verkurinn hverfur ó nokkrum mínútum. Endorfin er verkjastillandi boðefni líkamans. Sendum í Póstkröfu '\MING0LFS jP, APÓTEK KfílNGLUNNI Ceisus Sími 551-5995 »10x551-5996 VI Beinið PAIN® GONE pennanum ó auma svæðið og smellið. Smó rafstingur myndast við hvern "smell". íslending-ur í Færeyjum 3 mánaða fangelsisdóm- ur fyrir fíkni- efnasmygl 28 ÁRA gamall íslendingur var á fimmtudag í síðustu viku dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Lands- rétti Færeyja fyrir smygl á tals- verðu magni fíkniefna, sem hann keypti í Danmörku og Amsterdam. Maðurinn varð uppvís að smygl- inu þegar hann hugðist halda brott með íslensku skipi, sem hann vann á og var í slipp í Áusturey. Tollverðir fundu rúmlega 3 grömm af kókaíni, 0,7 grömm af heróíni, 12,3 grömm af hassi og 14 grömm af grasi í fór- um mannsins. Hann sagðist ein- göngu hafa keypt efnin til eigin nota. Maðurinn var látinn laus og fór til íslands, en yfirvöld hérlendis fá dóminn sendan og sjá um að fram- fylgja honum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.