Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 22

Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir ÞAÐ voru bæði konur og karlar sem mættu í saumaskapinn í versluninni Dalakjör. Saumuðu barnaföt Búðardal - Verslunin Dalakjör og Husqvarna umboðið buðu 1. nóvem- ber sl. fólki í Dalasýslu að sauma bamahúfur og bangsa íyrir börn í Bosníu. Efni og tilsögn var ókeypis en til- gangurinn er að framleiða jólagjafír sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Eimskip munu síðan sjá um að koma til þakklátra barna í Bosníu. Því miður voru frekar fáir sem komu í saumaskapinn en þama vom fjórir karlmenn sem saumuðu og var þessi dagstund mjög skemmti- leg. Verslunareigendur, Gunnar og Elsa, buðu upp á veitingar. Afmælishá- tíð Litlu- laugaskóla Laxamýri - Mikið var um dýrðir hjá Litlulaugaskóla í Reykjadal fyrir helgina þegar haldið var upp á 40 ára afmæli skólans. Boðað var til afmælisfagnað- ar í skólanum og þangað var boðið öllum íbúum sveitarinnar sem og burtfluttum gömlum nemendum. Efnt var til sýning- ar á verkum nemenda sem og á eldri skólagögnum og höfðu margir gaman af að rifja upp minningar frá skóla- árunum. Þá var gamla skólaaðstaðan í Litlulaugabænum til sýnis en þar eru margir munir varð- veittir er tilheyra sögu barnauppfræðsl- unnar f dalnum. Nemendur buðu upp á söng og hljóð- færaleik, leikrit og upplestur við góðar undirtektir gesta. Þá var boðið upp á veit- ingar og sunginn var fjöldasöngur við gamla orgelið. Skól- anum bárust margar góðar gjafir m.a. tölv- ur frá Reykdæla- hreppi og peningagjöf frá kvenfélaginu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon GRÉTA Ásgeirsdóttir afhendir Angantý Einarssyni, skólastjóra, pen- ingagjöf frá Kvenfélagi Reykdælahrepps. NEMENDUR léku og sungu Lata Gvend. Mótmæla tillögum kjördæma- nefndar STJÓRNARFUNDUR í Samtök- um sveitarfélaga í Norðurlands- kjördæmi vestra, haldinn á Blönduósi 9. nóvember, samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: „Stjórn SSNV mótmælir fram- komnum tillögum kosninga- og kjördæmanefndar að nýjum kjör- dæmum. Stjórnin álítur að lands- byggðarkjördæmin verði of stórar einingar landfræðilega. Undrast ofuráherslu á jöfnun atkvæðisréttar Stjórnin undrast þá ofuráherslu sem lögð er á jöfnun atkvæðaréttar um leið og horft er framhjá öðrum aðstöðumun sem landsmenn búa við. Stjómin metur það svo í ljósi framkominna tillagna að vilji stjómvalda sé tO jöfunaraðgerða. Stjómin skorar því á stjómvöld að jafna aðra þætti samhliða jöfnun atkvæðaréttar, s.s. aðgengi til náms, kostnað við framhaldsskóla- og háskólanám, samgöngur, hús- hitunarkostnað, aðgengi að opin- berri og almennri þjónustu, flutn- ingakostnað og fleira. Stjóm SSNV telur að mannrétt- indi felist í fleiri þáttum en jöfnun atkvæðaréttar.“ Við styðjum ÁRNA RAGNAR ÁRNASON til áframhaldandi þingsetu tryggjiim honum góða og örugga kosningu! Falur J. Harðarson • tölvunarfræðingur • Keflavík Einar Pálmason • skipstjóri • Keflavík Þorgeir P. Runólfsson • bankamaður • Kópavogi Gústaf A. Jónsson • forstöðumaöur • Garðabæ Jóna Rut Jónsdóttir • leikskólakennari • Grindavík Guðjón Þorláksson • skipstjóri • Grindavík Ingvar Jóhannsson • framkvstj. • Reykjavík Albert B. Hjálmarsson • pípul-meistari • Keflavík Jóhann R. Benediktsson • framkvstj. • Keflavík Róbert B. Agnarsson • aðst-forstj. • Reykjavík Leifur Ásgeirsson • verkfræðinemi • Hafnarfirði Gunnsteinn Sigurðsson • skólastjóri • Kópavogi Bjöm Antonson • flugvirki • Garðabæ Særún Jónsdóttir • fiskverkandi • Vogum Jóhann Jóhannsson • skrifstofustj. • Bessastaðahreppi Grímur Sæmundsen • framkvstj. • Reykjavík Guðni Sigurðsson • hugbúnaöarsmiöur • Seltjarnarnesi Ragnhildur Árnadóttir • bókavörður • Keflavík Sverrir Gunnarsson • lögrm. • Keflavík Helga Gunnlaugsdóttir • húsmóðir • Keflavík Magni Sigurhansson • framkvstj. • Garðabæ Einar Kristinsson • fiskútflytjandi • Kópavogi Sesselja Jónsdóttir • hdl., sveitarstj. • Þorlákshöfn Hildur Jónsdóttir • landfræðingur • Seltjarnarnesi Friðrik Jónsson • skipstj. • Kópavogi Tryggvi Árnason • framkvstj. • Kópavogi Jóna Björg Antonsdóttir • þjónustufulltrúi • Keflavík Árni Björgvinsson • forstöðum. • Keflavík Bragi Mikaeisson • umsjónarm., bæjarftr. • Kópavogi Magnús Guðmundsson • öryggismálastj. • Keflavík Jón Björnsson • framkvstj. • Kópavogi Valgerður Sigurðardóttir • bæjarftr. • Hafnarfirði Rakel Olsen • stjórnarform. • Stykkishólmi Andrés Andrésson • stjórnmálafr-nemi • Reykjavík Sigrún Ósk Ingadóttir • iðnrekandi • Vogum Helga Ragnarsdóttir • flugfreyja • Vogum Björk Guðjónsdóttir • bæjarftr. Reykjanesbæ • Keflavík Jón A. Jóhannsson • heilsugæslulæknir • Kópavogi Einar H. Guðmundsson • skipstjóri • Njarðvík Birna Óladóttir • húsmóðir • Grindavík Þorsteinn Fr. Sigurðsson • framkvstj. Garöabæ Jóhanna M. Guðnadóttir • bókari • Kópavogi Eiríkur Tómasson • framkvstj. • Grindavík Ólafur Guðbjartsson • skrifstofustj., bæjarftr. • Grindavík Halldór Þorláksson • útgerðarm. • Grindavík Jón H. Jónsson • framkvstj. • Keflavík Ragnar J. Gunnarsson • verkstjóri • Njarðvík Garðar Sigurðsson • verkstjóri • Reykjavík Helga Ólafsdóttir • meinatæknir • Hafnafirði Ylfa Sigríður Ágeirsdóttir • nemi • Hafnarfirði Tryggvi Eyvindsson • kerfisfræðingur • Garðabæ Ólafur Egilsson • rafvirki • Kópavogi Þorsteinn Sæberg • skólastjóri • Kópavogi Soffía H. Magnúsdóttir • skrifstofum. • Hafnarfirði Ingimar Sigurðsson • deildarstj. • Seltjarnarnesi Jens P. Hjaitested • viðskiptafr. • Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir DAÐI Hrafn Sveinbjarnarson, Selfossi, Erlingur Bjarni Hinriksson, Vík, Ragnar Heiðar Karlsson, Flúðum, Númi Snær Gunnarsson, Stokkseyri, Guðjón Þ. Guðmundsson, Vík, Gunnar Helgason, Selfossi, og Arnar Ingi Ingólfsson, Hveragerði, keppa um titiiinn Herra Suðurland. Herra Suðurland valinn á föstudagskvöld Hveragerði - Herra Suðurland 1998 verður valinn úr hópi sjö þátttakenda á Hótel Örk næst- komandi föstudagskvöld. Undirbúningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst en að vanda verður kvöldið allt hið glæsileg- asta. Boðið verður uppá þrírétt- aðan hátíðarkvöldverð. Þema kvöldsins er í anda myndarinnar Men in Black. Þátttakendur munu koma fram þrisvar sinnum, í hversdagsfötum, í nærfótum og í spariklæðnaði. Stúlkur sem tek- ið hafa þátt í keppninni um ung- frú Suðurland verða strákunum til aðstoðar en þeir munu meðal annars spreyta sig í dansatriði. Það er Júh'ana Jónsdóttir sem er framkvæmdastjóri keppninnar. Unnur Berglind Guðmundsdóttir sér um að æfa og undirbúa strák- ana en Unnur Arngrímsdóttir sér um æfingar fyrir tískusýningu. Þetta er í þriðja sinn sem keppt er um titilinn Herra Suð- urland en sigurvegari kvöldsins mun taka þátt í keppninni um Herra Island sem fram fer á Broadway 26. nóvember. Yígsla og 5 ára afmæli Höfn - Ný og glæsileg sjúkraþjálf- unaraðstaða var tekin formlega í notkun á Homafirði á dögunum. Sjúkraþjálfunin, sem áður var til húsa í heilsugæslustöðinni, fær nú allt aðra og betri aðstöðu. Nú er aðstaða fyrir 2 sjúkraþjálfara og er öll hin fullkomnasta og að auki að- staða fyrir starf með fötluðu börn- um sem var ekki fyrir hendi á gamla staðnum vegna plássleysis. Öryggisvarslan á Höfn, sem vinnur meðal annars í nánu sam- starfi við Skjólgarð við flutning á FEÐGARNIR Valgeir Iljartar- son, Gunnar Ingi og Júlfus Freyr við nýjan bíl fyrirtækisins. sjúklingum og öðru, sýndi við opn- unina nýjan bíl sem fjárfest hefúr verið í og buðu Homfirðingum og öðram upp á veglega tertu í tilefni dagsins en þennan dag héldu þeir upp á 5 ára afmæli sitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.