Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 28

Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á ferð um Island á Lapplander , Góðir Islendingar eílir Huldar Breiðfjörð Ungur Reykvíkingur sem sjaldan hefur komíó úi fyrir borgarmðrkin ákveður urn hávetur að beína lííi sínu á nýjar braulír; kveója Kaffibarínn, kaupa Lapplander- jejipa og halda í tveggja mánaóa hríngferð um Island þar sem jeþpinn er bústaður hans. ÚR VERINU „RF á nýrri öld“ RANN SÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins kynnir stefnumótun sína í Listasafni íslands kl. 17:15 í dag. Þar munu Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðheira, Hjörleifur Einarsson, forstjóri RF, og Páll Kr. Pálsson, framk\'æmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, ávarpa gesti og boðið verður upp á veitingar. í fi-éttatilkynningu frá RF segir að ljóst sé að þær breytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár í ís- lenskum sjávarútvegi muni halda áfram og af enn meiri þunga en áð- ur. Nauðsynlegt sé að auka verð- mætasköpun í íslenskum sjávarút- vegi og það verði best gert með því að leggja enn frekari áherslu á úr- vinnsluþáttinn. Veruleg hugarfars- breyting verði að eiga sér stað hjá þjóðinni allri til að þessi mikilvæga grein haldi áfram að vaxa og dafna, öllum til hagsbóta. „Sú áhersla sem hefur verið á viðhaldi og uppbygg- ingu fiskistofna er að skila árangri. Nú verður að beina sjónum í hina áttina, þangað sem krónumar koma í þjóðarbúið, þ.e.a.s. í átt að vinnslunni, markaðnum og að neyt- andanum. Þá verður að afla mark- vissra upplýsinga um umhverfið og rannsaka hvemig lágmarka megi þær breytingar sem vinnslan hefur á umhverfið. Með virkri þátttöku í þeirri uppbyggingu sem í vændum er ætlar RF að leggja sitt af mörk- um til að bæta samkeppnishæfni viðskiptavina sinna. Með starfsemi sinni vill RF leggja sitt af mörkum til að auka hagsæld Islendinga. Til að geta tekist á við væntanlegar breytingar þurfa fyrirtæki sem og opinberir aðilar að hafa aðgang að nýjustu þekkingu, tækni, upplýs- ingum, þjónustu og ráðgjöf," segir ennfremur í fréttatilkynningunni. I forystu rannsókna og þjónustu í nýrri stefnumótun RF kemur fram hvemig stofnunin ætlar að Stefnumótun Rannsóknastofn- unar fískiðnaðar- ins kynnt í dag koma til móts við þessar þarfír. Stefnumótunarvinna RF hefur staðið í rúmt ár og árangur starfs- ins nú litið dagsins ljós í stefnu- mótunarskjali RF 1998. Helstu nýjungar og áherslur sem fram koma í stefnumótunarskjali stofn- unarinnar eru m.a.: Forystuhlutverk RF sem rann- sókna- og þjónustustofnun fyrir sjávarútveginn, annan matvælaiðn- að og tengdar greinar, áhersla á metnaðarfulla rannsóknarstarf- semi sem skili þjóðinni aukinni samkeppnishæfni og arðsemi. Lögð er áhersla á hlutverk RF sem öflugrar miðstöðvar hagnýtrar þekkingar fyrir sjávarútveginn og annan matvælaiðnað, aukna þjón- ustu og ráðgjöf til breiðs hóps við- skiptavina, samninga við skóla og samtök um kennslu og fræðsluá- hersla á þátttöku RF í umhverfis- verkefnum og sýna gott fordæmi með skilvirkri umhverfisstjórnun og rannsóknum á sviði umhverfis- mála. Þá verður markviss söfnun, varsla, úmnnsla og dreifing á efni og upplýsingum sem snúa að starf- semi stofnunarinnar, notkun á nýj- ustu upplýsingatækni hverju sinni. Rík áhersla verður einnig lögð á samstarf við fyrirtæki, stofnanir, skóla og vísindamenn og aðra ein- staklinga innanlands sem utan. Stefnt að aukinni kynningu Stefnt verður að þvi að kynna RF meira og gera stofnunina þekktari út á við. Það er talið mik- ilvægt fyrir alla aðila að nafn RF komi upp í huga þeirra sem eru að kljást við hin ýmsu vandamál, hug- myndir og tækifæri úti í iðnaðin- um. Stofnunin hefur verið starf- rækt allt frá árinu 1934 og því er ógrynni upplýsinga til innan veggja RF og sérfræðingai-nir sem þar starfa hafa öðlast geysimikla reynslu og þekkingu á sviði mat- væla. Kynnt verður fyrir fyrirtækj- um og almenningi hvaða vörur, þjónustu og þekkingu hægt er að sækja til RF. í framtíðarsýn RF er því lagður aukinn þungi á mark- aðssetningu og almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Þáttur ríkis- framlags minnkað Þáttur ríkisframlags í rekstri RF hefur farið minnkandi á síðustu árum sem hlutfall af heildartekjum og nú koma um 40% af heildartekj- um RF með beinum fjárfi’amlögum á fjárlögum. Anægjuleg er aukin þátttaka í samstarfsverkefnum með evrópskum fyrirtækjum og vísindamönnum. Þannig jukust tekjur vegna erlendra verkefna um 47% milli áranna 1996 og 1997 og búast má við að sú þróun haldi áfram en ljóst er að ekki er hægt né æskilegt að hafa þennan þátt of stóran. Góður árangur hefur því náðst við sókn inn á þennan mark- að og verkefnin tekist vel. Þess má geta að eitt verkefnanna, sem stýrt var frá RF, hlaut sérstaka viður- kenningu sem vel heppnað verk- efni frá ESB. Verkefni þetta var hluti af þriðju rammaáætlun ESB. Það er því nauðsynlegt fyrir stofn- un sem þessa að stuðla að mark- vissu markaðsstarfi til að hún vaxi og dafni á komandi árum. Stefnumótun RF er hægt að skoða í heild sinni á heimasíðu stofnunarinnar: (http://www.rfisk.is/stefnumot- un98.pdf). Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir FRÁ fundi Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Smábátaeigendur á Austurlandi Ln bnssí feró í vetrarmyrkri um víösjárveröar heíóur í leil að Islandi veröur jafnframt loii Islenrlin^s að sjálfum súr. I bókinní er liru^ðió upp óvaflHu Ijósí .1 hína niuigbrolnu íslensku |)joð. I lógvaer og ísmuygileg ganiarisemi gera þessa Intö.r (;'>u um Isl.mrl og íslenskan hug inyndahí im aö hruínum skemmtílestrí. ItJAK'l 'UK Vilja sóknareiningar í klukkutímum í stað daga Reyðarfjörður. MorgTinblaðið. FELÁG smábátaeigenda á Austur- landi hélt aðalfund sinn í Félags- lundi, Reyðarfirði, fyrir skömmu. í ályktun fundarins er skorað á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða þannig að veiðum sóknardagabáta verði stjórnað með því að úthluta þeim sóknareining- um í klukkustundum í stað sóknar- daga. Lagt er til að fjöldi klukku- stunda taki mið af 40 sóknardög- um, eða 960 klukkustundir. Þá mótmælti fundurinn harðlega þeirri ákvörðun Alþingis að lög um Kvótaþing íslands, sem komið var á vegna deilu Sjómannasambands íslands og LÍÚ, gildi um báta sem tilheyra Landssambandi smábáta- eigenda. Fundurinn skoraði á Al- þingi að breyta lögunum þannig að bátar innan LS falli ekki undir lög um Kvótaþing. Lögin séu sett í óþökk félagsmanna sem furði sig á að þeir séu á þennan hátt dregnir inn í kjaradeilu sem þeir eiga eng- an þátt í. Mótmæla auðlindaskatti Fundurinn mótmælti einnig harð- lega öllum hugmyndum sem fram hafa komið um auðlindaskatt. Þá er þess einnig krafist að stjómvöld veiti það fjármagn sem þarf til veið- arfærarannsókna og því treyst að þær verði hafnar eins fljótt og verða má. Þá skoraði fundurinn á stjórn SSA og sveitarstjórnir á Austur- landi að taka til umræðu og sam- þykkja áskorun til stjórnvalda um að fiskveiðistjórnunarlögum verði breytt svo framtíð smábátaútgerðar í landinu verði tryggð. Bent var á mikilvægi smábátaútgerðar með til- liti til atvinnu og búsetuþróunar á landsbyggðinni. Ennfremur skoraði fundurinn á Siglingastofnun og Veðurstofu ís- lands að koma upp veðurstöðvum á Glettingi og Ingólfshöfða. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.