Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Neifo/^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð Nettok^- fyrsta flokks frá iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 VÓRURMEÐ ÞESSUMERKI MENGA MINNA Norræna umhvertismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaöa síður umhverfiö. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóöa. UMHVERFISMERKISRÁÐ HOLLUSTUVERND RÍKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is m W/ ERLENT Togstreita vestnorræna svæðisins og Eystrasaltsins „ÞYNGDARPUNKTURINN í norrænni samvinnu færðist til þegar farið var að leggja ofurá- herslu á samstarfið við Eystra- saltslöndin," segir Valgerður Sverrisdóttir þingmaður. Hún seg- ist hafa fundið fyrir að ýmsum þingmönnum í Norðurlandaráði þyki nóg komið og rétt að beina at- hyglinni í ríkara mæli að sjálfum kjarna samstarfsins, sem séu Norðurlöndin fimm og norrænu sjálfstjómarsvæðin. Páll Brynjars- son, framkvæmdastjóri Vestnor- ræna ráðsins, sem hefur aðsetur í Reykjavík, segir of sterkt til orða tekið að tala um afbrýðisemi í garð Eystrasaltslandanna. „En við vilj- um gjarnan minna á tilvist okkar,“ segir hann og fagnar því að ís- lenska stjórnin hyggst leggja áherslu á vestnorræna samstarfið á komandi ári, þegar Islendingar fara með formennskuna í Norður- landasamstarfinu. Megum ekki lokast inni á vestnorræna svæðinu „Það eru fleiri en bara Islend- ingar, sem taka eftir þeirri miklu áherslu, sem lögð hefur verið á Eystrasaltssamstarfið," segir Val- gerður Sverrisdóttir. „Nú þegar Islendingar taka upp vestnorræn- ar áherslur er jarðvegurinn frjór.“ Með fullri virðingu fyrir Eystra- saltslöndunum segist hún til dæm- is hafa lagt mikla áherslu á vest- norræna svæðið í starfi sínu í Nor- ræna menningarmálasjóðnum. „Ég hef fullan skilning á aðstæð- Ýmsir norrænir þingmenn telja að beina þurfí sjónum að kjarna norræns samstarfs í stað Eystrasaltsríkjanna og grannsvæð- anna, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Osló. Valgerður Páll Sverrisdóttir Brynjarsson um í Eystrasaltslönd- unum, en við verðum að hafa í huga að nor- rænt samstarf snýst um samvinnu Norð- urlandanna fimm og sjálfstjórnarsvæð- anna.“ Um það hvers vegna svo mikil áhersla hafi verið lögð á Eystrasalts- löndin og samstarfið við þau og grann- svæðin segir Valgerð- ur að kannski sé það vegna ákveðins tóma- rúms, sem komið hafí upp í norrænu sam- starfi, meðal annars af því að tekið hafi langan tíma að endurskipu- leggja samstarfið. „Þarna opnuð- ust flóðgáttir og gífurleg verkefni blöstu við. Auðvitað eru þetta vinaþjóðir og við höfum samúð með sögu þeirra.“ Valgerður fagnar vestnorrænu áherslunni í forgangsatriðum ís- lensku stjórnarinnar á komandi ári. „Við þurfum að styrkja sam- starfið við Grænland, sem hefur verið mun veikara en samstarfið við Færeyjar. A hinn bóginn verð- um við líka að gæta þess að láta ekki loka okkur af á vestnorræna svæðinu.“ Afbrýðisemi og athygli Vestnorræna ráðið hefur aðsetur í Reykjavík og deilir húsnæði með Alþjóðaskrifstofu Alþingis. Ráðið er ramminn um samstarf islenskra, færeyskra og grænlenskra þing- manna og hefur starfað í tvö ár í núverandi mynd. Ráðið heldur fund einu sinni á ári, þar sem sam- þykktar eru tillögur, sem ráðið vinnur síðan að í einstökum löndum í samvinnu við þingmenn og ráð- heiTa. Ráðið hefur undanfarið beitt sér mjög að málefnum barna og ung- linga, meðal annars að skólasam- skiptum um alnetið og íþróttasam- starfi. Ráðið er ennfremur að láta gera lífsgildakönnun meðal ís- lenskra ungmenna, sem Páll segir að foi’vitnilegt verði að bera saman við sambærilegar kannanir annars staðar í Evrópu. Sagan er einnig í brennidepli eins og verkefnið um uppbyggingu í Brattahlíð er dæmi um. Það verkefni er undir stjórn Ái-na Johnsens þingmanns. Stefnt er að því að húsin verði tilbúin árið 2000. Sama ár verður einnig haldin mikil kvennaráðstefna í Færeyjum á vegum ráðsins. Páll segist fagna vestnorrænum áherslum íslensku stjórnarinnar í Norðurlandasamstarfinu. „Það má ekki gleyma vestnorræna svæðinu þó Eystrasaltið sé mikilvægt," seg- ir Páll. „Það er of mikið sagt að af- brýðisemi gæti í garð Eystrasalts- ríkjanna, en við viljum minna á okkur hér á vestnorræna svæð- inu.“ Ekki vill Páll heldur taka undir að vestnorræna svæðið sé afskipt hvað fjái’veitingar varðar, „en við þurfum eðlilega að minna á okkur. Æ stæm hluti fjárveitinga hefur farið til Eystrasaltslandanna, svo við höfum óttast að það minnkaði hjá okkur, en það virðist ekki stefna í það. Áhersla Islendinga dregur enn úr þeim áhyggjum." Eru peningarnir að skila sér? Samstarfsnefnd um gíróþjönustu 0 00 © . GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ GÍRÓ Kynntu þér nýjan bækling um notkun gíróseðla í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.