Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rússnesk andrómantík og bandarískur andsöngleikur Platonov í Málmey í íslenskri uppsetningu og „Black Rider“ í Kaupmannahöfn eru tvær stórvel heppnaðar leiksýningar, sem Sigrún Davíðsdóttir hefur séð nýlega. LEIKÁRIÐ er komið á fulla ferð beggja vegna sundsins. I borg- arleikhúsinu í Málmey var leikrit Antons Tjekovs, Platonov, frumsýnt nýlega, undir leikstjórn Kjartans Ragnarssonar og þar koma íslendingar mjög við sögu. Á Betty Nan- sen-leikhúsinu á Frið- riksbergi gengur söng- leikurinn „Black Rider“, byggður á sögu Williams Burroughs með tónlist Toms Waits. Báðar sýning- arnar bjóða upp á allt, sem gott leikhús getur boðið upp á: góðan leik og hugvitsamleg leik- húsbrögð. Platonov með íslensku ívafi Kjartan Ragnarsson leikstjóra þarf ekki að kynna fyrir íslenskum leikhúsunnendum. I Málmey þarf hann held- ur ekki kynningar við eftir að hafa sett upp sýningar með leiklistar- skóla borgarinnar og nú síðast í borgarleikhús- inu þar. Sænsku verk- efnin halda áfram, því á þessu leikári mun hann setja upp Þrjár systur í Örebro, á næsta leikári kemur röðin að Grandavegi 7 Vigdísar Grímsdótt- ur í Jönköping, auk þess sem hann er með í athugun tilboð frá fjórum öðrum sænskum leikhúsum. í Platonov hefur Kjartan tekið með sér fleiri íslenska krafta. Text- inn er útgáfa þeirra Kjartans og Pét> urs Einarssonar, sem einnig var not- uð í uppsetningu þeiira í Borgarieik- húsinu. I Málmey eru hún í þýðingu Maríu Árnadóttur. Leikmynd og búningar eru eftir Axel Hallkel Jó- hannesson og tónlistin eftir Egil Ólafsson. Kjartan hefur haft hóp af góðum leikurum að vinna með og útkoman er líka eftir þvi. Sýningin líður yfir sviðið, ýmist með hægfara samræð- um, sem undirstrika tómleikann í lífi persónanna eða með galsafengnum, leikrænum uppákomum sem sýna hið sama. Sýningin fer fram á af- löngu sviði, sem áhorfendur sitja beggja vegna við og sem leikeridur ýmis dóla sér um á eða æða yfir, koma inn í annan endann og þjóta út hinum megin. Áhrifin eru sérlega skemmti- leg. Á fyrsta heita degi sumarsins í sveitinni hittir ekkjan Anna Petrovna, nýkomin frá borginni, granna sína í sveitinni. Leikur daðurs og leiða frá fyrri sumr- um upphefst og allt virðist ætla að verða sem áður. Anna daðrar við kennarann Platonov, sem ýmist niðurlægir eða lætur vel að Söshu, eiginkonu sinni og hæðir og stríðir Marju Grekovu efna- fræðing, sem að eigin . sögn er nútímakona, en þó ekki nútímalegri en svo að hún fellur flöt fyrir Platonov. Auk daðursins heldur Platonov öllum uppi með uppbyggiiegum siðferðishvatningum. Nikolaj Ivanovitsj læknir, bróðir Söshu, tilheyrir hirðinni í kringum Önnu, en bein- ir viljalausri athygli að Mörju. Og þarna snar- snýst einnig Porfiríj Semjonovtsíj, auðugur sveitalúði, lánardrott- inn og aðdáandi Önnu. Hún reynir bæði að halda honum frá og laða hann að sér, án þess að gefa honum tækifæri á að bera upp bónorðið, sem brennur á vörum hans. En í hópinn er kominn nýr leik- andi, Sofja, nýbökuð eiginkona Sergejs, stjúpsonar hinnar skuldum- vöfðu Önnu. Sergej getur ekki ákveðið hvað hann ætlar sér og Platonov lætur hann njóta góðs af siðferðisræðum sínum. Sofja þekkir Platonov frá því forðum og þessi æskuást hennar hefur öldungis ekki orðið jafn merkilegur og hugur hans stóð tíl. Fyrsta spurning hennar til hans í allra viðurvist er af hverju svo hafi ekki orðið. Um leið hefst upp- hafið að endalokunum. Til hliðar við fína fólkið fylgist Osip með, sveita- durgurinn og hestaþjófurinn, sem vinnur fyrir Ónnu sökum aðdáunar hans á henni og sem síðan dregst inn í uppgjör hinna. Pað er vísast hæpið að ætla sér að bera saman hinn sænska Platonov Kjartans við uppsetningu hans á sama verki 1992 í Borgarleikhúsinu. En í minningunni náði íslenska sýn- Kjartan Ragnarsson Egill Ólafsson FREDRIK Gunnarson og Pár Ericson í hlutverkum sínum í Platonov í Málmey. ingin enn betur hinu seiga og þunga andrúmslofti, tómleikanum, sumar- hitanum og krampakenndum tilþrif- um til að skemmta sér. I samanburði við þessar minningai' ristir sænska sýningin ekki alveg eins djúpt. Á hinn bóginn er áferð sænsku sýning- arinnar leikandi lipur og tökin eru sterk þegar samkvæmisleikir per- sónanna víkja fyi'ir alvöru og átök- um, því leikendurnir eru margir hverjir frábærir. Að öðrum ólöstuðum er Clas Gör- an Söllgárd í hlutverki Osips einn sá áhrifamesti. Hann segir ekki mikið framanaf, en hver þögul hreyfing hans og augnaráð er þrungið merk- ingu. Búningar Axels Hallkels Jóhann- essonar falla vel að tilefninu og sama er með sviðsmyndina. Sviðið er hjúpað blúnduefni, sem bæði mynd- ar skemmtilega áferð á sviðinu og dregur hugann að tímabilinu á heill- andi hátt. Miðað við framlag Egils Ólafssonar þá er ekki hægt að óska leikhúsgestum betra en að hann fái sem oftast að gera leikhústónlist og vísast væri kvikmyndatónlist frá hans hendi ekki síðri. í augum út- lendinga einkennir það oft Islend- inga að þeim sé margt til lista lagt og bæði Egill og Kjartan eru sannai'- lega gott dæmi um íslenska þúsund- þjalasmiði. Platonov gengur á Hippodromen, borgarleikhúsinu í Málmey, fram til 19. desember. Sími leikhússins er +46 40 208600. Burroughs og Waits Að kvöldi 6. september 1951 fékk drukkinn og dópaður William S. Burroughs þá óheillahugmynd að leika Vilhjálm Tell og skjóta ginglas af höfði Joan, konu sinnar. Skotið geigaði og fór í gegnum enni Joan, sem lést innan stundar. Upp úr þessu fór Burroughs að skrifa þó drykkja og dóp fylgdi honum áfram. Saga Burroughs í „Black Rider“ er byggð á þýsku þjóðsögunni um frí- skyttuna, sem einnig var Weber yrk- isefni í óperunni „Der Freischútz“. Það hljómar óneitanlega kaldhæðn- islega að sagan segir frá hinum ást- sjúka Wilhelm sem selur djöflinum sál sína til að geta orðið góð skytta og gengið í augu fóður Kátchen og unnið stúlkuna. En djöfullinn áskilur sér eina kúlu, sem hittir stúlkuna. Þríeykið Burroughs, söngvarinn og trúbabúrinn Tom Waits og stór- leikstjórinn Robert Wilson sköpuðu síðan and-söngleikinn „Black Rider", sem frumsýndur vai' í Hamborg, en hefur síðan farið víða. Einnig er til samnefndur geisladiskur þar sem Waits syngur lög úr söngleiknum. Hinn bandaríski Wilson hefur sett upp hverja merkissýninguna á fætur annarri og rækilega skrifað nafn sitt á blöð leikhússögunnar. „Black Rider“ vai- ein af sýningunum, sem borið hafa hróður hans víða. Um þessar mundir er hann að hefja æf- ingar í Stokkhólmi á Draumleik Strindbergs og vart þarf að taka fram að sænskir leikhúsunnendur mega vart vatni halda af spenningi yfir hvernig honum muni takast til við þessar leikbókmenntir þeirra. Rammi söngleiksins vísar til þýskrar revíu- og kabaretthefðar á fyrri hluta aldarinnar, þai’ sem kjólklæddur kynnir dregur áhorf- endur með sér inn í söguna, líkt og í Kabarett og tónlist Waits vekur upp sömu hugrenningar. Það er ekki auðvelt verk að setja upp söngleik- inn án þess að vísa til sýningar Wil- sons, en leikstjórinn Katrine Wiedemann sá ekki sýningu Wilsons og einbeitti sér aðeins að textanum og tónlistinni. Michael Kvium, einn athyglisverðasti danski málarinn, gerir sviðsmynd og búninga og á drjúgan hlut í áhugaverðu og leik- rænu yfirbragði sýningarinnar. Sýningin spilar á heim þjóðsagna og ævintýra í ýktri og stílfærðri túlk- un og útliti leikenda. Nútíminn er nálægur í textanum, þar sem djöfull- inn er dópið, sem aldrei sleppir tök- unum á þeim ístöðulausu sálum, sem ánetjast hafa það líkt og persónurn- ar ánetjast djöflinum og eiga sér ekki undankomu auðið. I sýningunni morar allt af alls konar sniðugum leikbrögðum, sem koma stöðugt á óvart. Eftirminnileg sena er þegar elskendurnir ná saman og svífa um í rómantískri alsælu og þegar her- bergi birtist á endavegg þar sem ein persónan spi'angar um á veggnum. Bókabéusinn Wilhelm á ekki minnstu möguleika á að vinna stúlk- una, en gott tilboð frá Peg Leg, rauðklæddum og ísmeygilegum ná- unga með klumbufót, breytir öllu. Hinn rauðklæddi skratti er yfir og allt um kring í öldungis stórfengleg- um leik Jimmy Jorgensens. Hér er skrattinn ekki með neinar fettur og brettur, heldur alltaf með ögn ein- feldningslegan, næstum vinalegan en um leið hrollkaldan svip. Undir- tök hans verða aldrei dregin í efa. Hér er á ferðinni sýning, sem er ein af þeim eftirminnilegu. Jafnvel þeir sem ekki eru sleipir í dönsku njóta hennar. Textinn er ekki fyrir- ferðarmikill og söngtextarnir eru á ensku, því höfundarnir hafa lagt bann við að þeir séu þýddir. Sjálft verkið verður vonandi íslensku leik- húsfólki efniviður, sem gera má sér mat úr. Sýningar standa fram eftir hausti í Betty Nansen Teatret, Frederiksberg Allé 57, sími +45 3121 1490. Nýjar bækur Norræna húsið Málmblásar- ar leika sænsk sam- tímaverk KVINTETT Corretto heldur tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni er nær eingöngu sænsk samtímatónlist eftir Torbjöm Iwan Lundquist, Folke Rabe, Bo Nilson, Sven-David Sand- ström og Witold Lutoslawsky. Kvintett Corretto er málmblásara- kvintett, stofnaður árið 1994. Kvin- tettinn hefur haldið sjálfstæða tón- leika og komið fram við ýmis tæki- færi, m.a. fyrir STEF og norræna tónskáldaráðið. Meðlimir kvintettsins, Einar Jóns- son, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Emil Friðfinnson, horn, Sig- urður Þorbergsson, básúna, og Þór- hallur Ingi Halldórsson, túba, eru flestir hljóðfæraleikarar í Sinfóníu- hljómsveit íslands og hafa um árabil starfað með helstu kammerhópum á Reykjavíkursvæðinu. Corretto fór sl. sumar í tónleika- ferð til Þýskalands og hélt þrenna tónleika og fengu góða umsögn gagn- rýnenda. Kvintett Coretto fékk styrk frá FONK (Fonden for Nordiska Konserter) tii að flytja þessi verk á árinu. • BOX er eftir Bubba Morthens og Sverri Agnarsson. í bókinni er fjall- að um allar helstu hnefaleikastjörn- ur fyrr og nú, t.d. Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammad Ali, George Foreman, Mike Tyson, Evander Holyfield, Roy Jones, Oscar de ia Hoya og Prinsinn - Naseem Hamed. I kynningu segir að höfundar bók- arinnar hafi fylgst með hnefaleikum frá blautu barnsbeini. Hér draga þeir upp meitlaða mynd af helstu meisturum boxins og baráttunnar utan hrings og innan. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar. Bókin er 168 bls. Prentun og bók- band: Prentsmiðjan Oddi hf. Verð: 3.280 kr. 0 SKAGFIRSK skemmtiljóð II er seinna bindi í samantekt Bjarna Stefáns Konráðssonar, fyrra bindið kom út á sl. ári. Á meðal þeirra sem eiga ljóð í bókinni eru Sigurður Hansen, Andrés H. Valberg, Jóhann Guð- mundsson, systurnar María og Guð- ríður Helgadætur, Birgir Hart- mannsson, Kristján Runólfsson, Ólafur B. Guðmundsson, Hilmir Jó- hannesson, Ólína Jónasdóttir og Þorleifur Konráðsson. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar. Bókin er 112 bls., prentuð í As- prenti/POB ehf. Forsíðumynd er af Mælifellshnjúki eftir Stefán Peder- sen. Verð: 1.980 kr. 0 BESTU barnabrandararnir - brjálað fjör er þriðja bókin í þessum bókaflokki. Áður hafa komið út bæk- urnar Bestu barnabrandararnir og Bestu barnabrandararnir - meira til. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar. Bókin er 88 bls. Prentvinnsla: Ás- prent/POB ehf. Káputeikning er eft- ir Höllu Kristínu Einarsdóttur. Verð 990 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.