Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 39

Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 39 _________LISTIR_____ HUGLJÚFIR TÓNAR TÓJVLIST Hljónidiskar ÍSLANDSTÓNAR 3 „Romantic melodies from Iceland - in the beautiful sound of the Pan- pipes,“ Guitar, flute and strings. Martial Nardeau (flauta), Tryggvi Hiibner (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassi), Þórir Ulfarsson (píanó) og annar hljóðfæraleikur. Utgefandi Lag og ljóð (L&L), Torfi Ólafsson, Þórir Ulfarsson. Hljóðritað í Stúdíó Stöðinni, sept. 1998. Upptaka og hljóðblöndun: Þórir Ulfarsson. Dreifing: Skífan ehf. ENSKI textinn, sem menn geta lesið hér að ofan, ásamt fallegri mynd af Reynisdröngum á umslagi, segir nokkurn veginn það sem segja þarf um hljómdiskinn og hans höf- uðtilgang: að höfða þægilega til sem flestra en einkum og ekki síst til út- lendra ferðamenn. Diskurinn er sá 3. í röðinni með titlinum „íslands- tónar“. Einnig mætti vafalaust not- ast við umsagnir um fyrri diskana tvo, vegna þess að þetta er allt eins: falleg lög í þægilegu - sumir myndu segja hugljúfu - „sándi“. Og hér er Martial Nardeau aftur mættur með flautuna sína, Tryggvi Hiibner með gítarinn sinn, Jóhann Ásmundsson með bassann sinn og Þórir Úlfars- son á píanóið o.fl. Og eins og hinir diskarnir er þessi upplagður sem „dinnermúsik" eða baksviðstónlist. Einnig til að róa lítil börn og gera þau þæg, jafnvel að svæfa þau. Við hjónin reyndum þetta á einum eins árs, sem við vorum að passa, með ágætum árangri. Fyrir það er ég þakklátur og get alls ekki talað illa um hljómdiskinn, sem - fyrir utan það eða öllu heldur ásamt því sem ég hef þegar greint frá - nær örugg- lega sínum tilgangi. Ég vil hvetja öll veitingahús landsins til að verða sér úti um diskinn, svo ég tali nú ekki um útlendingana, en þá verð ég víst að fara að skrifa á ensku eða frönsku eða jafnvel á þýsku eða ítölsku og það gengur augljóslega ekki upp. Oddur Björnsson Tónlistin gengur laus NEMENDUR og kennarar Tón- skóla Sigursveins fóru í ýmsar stofnanir og fyrirtæki og héldu stutta tónleika með yfirskriftinni „Tónlistin gengur laus“, á dögun- um. Hólabrekkuskóli var ein þeirra stofnana sem heimsóttar voru. Þangað fóru þrettán hljóðfæra- nemendur ásamt kennurum sín- um og léku á gítar, þverflautu, fiðlu, píanó, selló og steinaspil. Haldnir voru tvennir tónleikar fyrir nemendur og kennara skól- ans og ekki verður annað séð en að tekist hafi að halda athygli þeirra yngstu fanginni um stund. Morgunblaðið/Kristinn Af hverju ó fjörið bara að Enfyrster oð undirbúa VerO Ú VÖrUHUm? LUNiýut i0% ilmefnalaust verkið vel með nýja All About Eyes áður en fjörið byrjar. Þetta létta kremgel styrkir húðina og dregur úr dökkum baugum og linum. Það mildar skugga kringum augun svo það verður rakavernd húðarinnar og byggir upp fyrir fromtiðina. 15 ml 2.810 kr. Hjá Clinique finnst okkur kominn tími til að augun fái líka að komast í fjörið. Sjáið bara nýju augnskuggastiftin, Smudgesides. Þau eru eins og „varalitur" fyrir augun, líta eins út og renna mjúklega á - og tolla á við bestu varaliti. Þessir „varalitir" eru í fallegum, augnvænum litum, allt frá himinbláu yfir í Ijósbleikt. Til að blanda og setja saman. Ttl að leika sér með. Smudgesides, 2,2 g 1.560 kr. Ráðgjafi frá Clinique verður í dag og á morgun í Snyrtivöruversluninni Hygeu, Austurstræti. I dag, morgun og laugardag í Hygeu, Laugavegi. H Y G E A 4nyrtivBru»tr«lun Austurstræti 16, sími 511 4511 H Y G E A .'nyrtivöruvmlun Laugavegi 23, sími 511 4533 Nýjar bækur Dularfullur fylg“darmaður • NÆTURSONGV- AR er sjöunda skáld- saga Vigdísar Gríms- dóttur. Auk skáld- sagna hefur Vigdís sent frá sér bæði ljóðabækur og smá- sagnasöfn og hafa verk hennar verið þýdd á ýmis tungumál og komið út víða er- lendis. Einnig hafa tvö verka hennar verið sviðsett. Vigdís hefur hlotið ýmsar viður- kenningar fyrir verk sín, m.a. Islensku bók- menntaverðlaunin. I kynningu segir: „Þegar maður með hrafnshöfuð birtist konu í draumi á hún óvænt ferðalög fyrir höndum. Hinn dularfulli fylgd- armaður leiðir hana á vit hins óþekkta þar sem hvert fótmál er stigið á framandi jörð og ekkert er sjálfgefið eða sjálfsagt. Nætur- söngvarnir óma, vekja spumingar, leita svara og gefa hvarvetna ný fyrirheit. Hæfni Vig- dísar Grímsdóttur til að skapa framandi en þó kunnuglega veröld nýtur sín vel í þessu Vigdís nýja skáldverki.“ Grímsdóttir Útgefandi er Iðunn. Bókin er 136 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 3.680 kr. MIÐVIKUDAG TIL 10, 1 5a 20 og 25% < LAUGARDAGS AFSLÁTTU R / OLTAMAÐURNN LAUGAVEGI 23 SÍMI 551 5599 Loðskinnsbönd Loðsk i n nsh úfu r J EGGERT feldskeri efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.