Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 45
MORGUNB L AÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 45
;nska hagsmuni
Áhrif evrunnar á rfki utan Evrópusambandsins
rfa að setja
id innan þess
Margvísleg tækifæri
fyrir Islendinga
Morgunblaðið/Ásdís
„EVRAN hefur alla burði til að verða útbreiddur gjaldmiðili í heimsvið-
skiptum með tímanum," segir Hervé Carré, yfirmaður peningamála
framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Morgunblaðið/Ásdís
ursson og Sigurður B. Stefánsson.
Hann sagði að einu gilti hver af-
staða manna væri, enginn, sem stund-
aði viðskipti hefði efni á að hunsa evr-
una. Fyrirtæki yrðu að skipuleggja
næstu skref og tímasetja þau.
Tomlinson sagði að 1. janúar yrði
hin nýja mynt sett í umferð. Vænta
mætti 80 mismunandi mynta og það
yrði slíkt fyrirtæki að flytja þær að
leitað hefði verið til herja aðildarríkj-
anna til að sjá um það.
Hann lagði áherslu á að evi-an
myndi leiða til verðlagsjöfnunar, enda
yrði verðlag gagnsærra en nú væri.
Nú þegar væri tilhneiging í þessa átt.
Svíar keyptu sér bjór á Netinu frá
Þýskalandi og Toyota hefði tekið
Frakkland fram yfir Bretland vegna
EMU. Þá yrði að taka tillit til þess að
stækkun Evrópusambandsins væri
framundan og aðildaiTÍkin gætu verið
orðin milii 20 og 30 árið 2010.
Tomlinson benti á að íslendingar
ættu það mikil viðskipti við ríkin 11,
sem væru aðilar að EMU, að ekki yrði
horft fram hjá því. Að auki mætti
vænta þess að þau ríki, sem búist væri
við að gengju brátt í sambandið, þótt
þau myndu standa utan þess í upphafi,
vildu einnig gera viðskipti að ein-
hverju leyti með nýju myntinni. Til
dæmis myndu bresk fyrirtæki, sem
skiptu við EMU-ríki, sennilega vilja
nota evruna í viðskiptum við Islend-
inga.
Að sögn Tomlinsons verður sérstak-
lega að taka með í reikninginn tímabil-
ið þegar tveir gjaldmiðlar gilda í lönd-
unum 11. Samræmi þarf að vera í
verði á vöru milli gjaldmiðlanna í
hverju landi og einnig milli landa. Ef
varan er misdýr milli landa er hætt við
að sérstök eftirlitsstofnun muni
hnippa í viðkomandi fyrirtæki og
spyrja hvort íbúar eins ríkis séu látnh'
niðurgreiða vöruna fyrir íbúa annars.
Hjörtur Þorgilsson, forstöðumaður
upplýsingaþróunar-
deildar Flugleiða, er
verkefnisstjóri um
evrumálefni hjá fyrir-
tækinu. Hann sagði að
þar á bæ hefði verið
hafist handa við að undirbúa innreið
evrunnar í vor. Að mörgu þyrfti að
huga og hefði fyrirtækið mótað stefnu
sína í þessum efnum. Hún væri að
vera viðbúin evrunni frá fyrsta degi.
Viðbúnaður frá fyrsta
degi hjá Flugleiðum
Evran myndi hafa þau áhrif að birta
yrði verðlista í myntinni. Það væru
keppinautar farnir að gera og upp-
hæðir væru lægri í evrum.
Viðskipti og rafrænar greiðslur
yrðu í evrum og sömuleiðis flugskjöl.
Fara þyrfti að huga að því hvenær við-
skiptasamningar yrðu gerðir í evrum.
Verðlistar yrðu gefnir út í tveimur
gjaldmiðlum frá næsta vori á EMU-
svæðinu.
Þá væri hægt að hagræða sjóð-
streymi. Þegar hefði verið komið upp
tvímyntakerfi hjá viðskiptabanka
Flugleiða, Bank of America, fyrir
svæðið. Reikningar yrðu stemmdir af
einu sinni á sólarhring og allt fjármagn
lægi í London í stað þess að liggja á
bankareikningum í öðmm löndum.
Þetta myndi tryggja skilvirkara fjái'-
streymi og spara heilmikið.
Að sögn Hjartar verður uppgjör
Flugleiða áfram í íslenskum ki-ónum.
Evran myndi því hafa hverfandi áhrif
á uppgjörið og yrði einfaldlega viðbót-
armynt. Hins vegar þyrti að laga bók-
haldið að þeim tíma, sem aðlögun að
nýrri mynt stæði yfir innan EMU.
Hann sagði að áhrif á rekstraraf-
komu Flugleiða myndu ráðast af því
hversu sterk hún yrði.
„Allar spár segja að evran verði
sterk mynt,“ sagði Hjörtur. „Ef við
gerum ráð fyrir því sjáum við fram á
að hún hafi jákvæð áhrif. Því veldur
fyrst og fremst eðli fjárstreymisins.
Við verðum með meira af tekjum í
þessum myntum en gjöldum og það
mun virka jákvætt á tekjuhlið fyrir-
tækisins. Þá má gera ráð fyrir því að
sterkt efnahagsástand á svæðinu muni
leiða til aukins ferðamannastraums
frá EMU-svæðinu. Síðast en ekki síst
er söguleg neikvæð fylgni milli evru-
mynta og dollara, sem myndi hafa já-
kvæð áhrif á gjaldahlið fyrirtækisins.“
Samræming í sköttum og
reikningsskilum
Sæmundur Valdimarsson, löggiltur
endurskoðandi KMPG á íslandi, fjall-
aði um evruna og ársreikninginn.
Hann sagði að evran myndi hafa ýmis
áhrif, en á sínu sviði ætti hann von á
þvl að hún myndi leiða til samræming-
ar í skattlagningu og reikningsskilum
í Evrópusambandinu og víðar. Hún
myndi hins vegar ekki hafa í för með
sér breytingar á reikningsskilareglum
eða skattalögum hér á landi. Evran
komi til með að eyða því, sem kallað
hefði verið skattaparadísir í Evrópu-
löndum, vegna þess að samanburðui'-
inn milli landa yi'ði það augljós að
erfitt yrði að halda uppi í einu landi,
kerfi, sem væri verulega frábrugðið
kerfinu í öðrum löndum.
Hann benti á að í aðildarríkjum
EMU væri virðisaukaskattur til dæm-
is mishár. Með evrunni yrði samræm-
ing meiri en annars hefði orðið. Verð-
lag myndi einnig breytast þegar verð í
hinum ýmsu löndum yrði alls staðar
umreiknað í sömu mynt. Reyndar
hefðu kannanh' sýnt að búist væri við
því að verðmunur héldist áfram, en
verðbilið myndi minnka og þá fremur í
áttina að lægsta en hæsta verði.
Jorg Birger Christiansen, aðstoðar-
varaframkvæmdastjóri og yfirhag-
fræðingur Danske Bank, fjallaði um
áhrif evrunnar á fjármagnsmarkað í
smáu Evrópuríki utan EMU. Danir
höfnuðu EMU og fengu undanþágu og
sagði Christiansen að ekki yrði tekin
sú áhætta að ganga til þjóðaratkvæðis
um myntbandalagið fyrr en í fyrsta
lagi eftir þrjú til fjögur ár. Hins vegar
væru Danir efnahagslega til-
búnir til inngöngu í mynt-
bandalagið.
Hann kvaðst eiga von á því
að Dönum yrði brátt ljós sá
kostnaður, sem hlytist af því
að standa utan myntbandalagsins og
þá myndi almenningsálitið fara að
snúast og hallast að inngöngu í EMU.
Christiansen vildi ekki gera of mik-
ið úr áhrifum evrunnar og sagði að
Netið væri meiri hvati til breytinga en
nýi gjaldmiðillinn. Án hinnai' nýju
tækni hefði evran sennilega ekki orðið
svo mikill breytingavaldur.
Að ráðstefnunni stóðu Fjárfesting-
ai'banki atvinnulífsins, Vinnuveitenda-
samband Islands, Samband íslenski'a
viðskiptabanka og Samband íslenski'a
sparisjóða. Stoðaðilar voru fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins,
Viðskiptablaðið og Félag löggiltra
endurskoðenda. Fundarstjóri var dr.
Guðfinna Bjarnádóttir, rektor Við-
skiptaháskólans í Reykjavík.
Evran leysir ellefu evr-
ópska gjaldmiðla af
hólmi um áramótin. Is-
lendingar eiga ekki að
hræðast breytinguna
heldur líta á hana sem
tækifæri til að gera bet-
ur og sækja inn á nýja
markaði, segir Hervé
Carré, yfirmaður pen-
ingamála framkvæmda-
stjórnar Evrópusam-
bandsins í samtali við
Kjartan Magnússon.
CARRÉ flutti erindi á ráð-
stefnu um áhrif evrunnar á
íslenska hagsmuni, sem
haldin var í gær. Hann
fæddist árið 1944 í Saint-Brieuc í
Frakklandi og lagði stund á hag-
fræði með sérstaka áherslu á hag-
mælingar við háskólann í París.
Hann réðst til starfa í efnahags- og
fjármálaráðuneyti Evrópusam-
bandsins í Brussel árið 1973 þar sem
hann annaðist aðallega peningamál.
Ái'ið 1998 varð hann yfírmaður
þeirrar deildar sem sér um peninga-
mál ríkja og sveitarstjórna. Þá tók
hann við deild sem annast málefni
EMS, ECU og gjaldeyrismarkaða
og loks stýrði hann deild ráðuneytis-
ins sem fer með alþjóðleg fjármál og
peningamál. ESB sendi Carré tíma-
bundið til starfa hjá bandaríska
seðlabankanum í Washington árið
1991 en á áranum 1992-93 var hann
sérlegur ráðgjafi fjármálaráðuneyt-
isins í Portúgal. I maí 1994 var
Carré skipaður yfirmaður peninga-
mála framkvæmdastjórnar ESB í
Brassel.
Mikil breyting
Carré segir að evran muni hafa
margvísleg áhrif á ríki utan Evrópu-
sambandsins, ekki síst Islendinga
þar sem þeir eigi mikil viðskipti við
önnur Evrópuríki. „Upptaka evr-
unnar er einhver mesta breyting á
tjármálakerfi Evrópu og heimsins
og að minnsta kosti merkilegasti við-
burðurinn síðan grannur var lagður
að núverandi efnahagskerfi heimsins
á Bretton Woods ráðstefnunni í lok
Seinni heimsstyrjaldarinnar. Mynt-
bandalag Evrópu er nú þegar farið
að hafa mikil áhrif til hins betra og
ég á von á því að sú þróun sé rétt að
byrja. Sameiginlegt myntkerfi í álf-
unni mun greiða fyrir enn meiri hag-
vexti í framtíðinni, samlegðaráhrif
verða gífurleg, og á því munu allir
hagnast."
Carré telur jafnframt að vaxandi
gengi evrannar muni tengja fjár-
málakeifi heimsins betur saman en
áður og að það muni einnig hafa
ýmsar jákvæðar afleiðingar í för
með sér. „Auk margvíslegrar hag-
ræðingar mun hinn sameiginlegi
gjaldmiðill sennilega stuðla að aukn-
um stöðugleika á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum og því draga úr
áhrifum uppistands á borð við það
sem við höfum fylgst með í Asíu að
undanförnu. Þetta era að minnsta
kosti þau áhrif sem við vonum að
EMU hafi í för með sér og það hefur
verið haft að leiðarljósi við stefnu-
mótun þess. Evran mun vafalaust
stuðla að lækkun viðskiptakostnaðar
og að vextir haldist lágir í ESB og
helstu viðskiptalöndum þess. Með
þeim hætti vinnur ESB að því að
örva fjárfestingu fyrirtækja, draga
úr atvinnuleysi, auka hagvöxt og
skapa þannig kröftugri Evrópu."
Miklir viðskiptahagsmunir
íslendinga í Evrópu
Evi’ópusambandið hefur lagt
mikla áherslu á að kynna gjaldmið-
ilsþróunina í álfunni fyrir öðram
þjóðum að sögn Carrés. Hann fagn-
ar því tækifæri að fá að ræða málin
við íslenska stjórnendur og ítrekar
mikilvægi þess að þeir verði viðbúnir
því þegar evran leysir ellefu aðra
gjaldmiðla af hólmi. „íslendingar
eiga mikilla viðskiptahagsmuna að
gæta í Evrópu og því er eðlilegt að
þeir fylgist vel með þessari þróun og
reyni að færa sér hana í nyt eins og
aðrar þjóðir. Þið Islendingar ráðið
því að sjálfsögðu hver hlutur ykkar
verður í Evrópusamstarfinu. Þið
gætuð ekki orðið fullgildir aðilar að
EMU nema að ganga fyrst í ESB og
ég er viss um að það yrði tekið vel á
móti ykkur. Mikill stöðugleiki ríkir
nú í íslensku efnahagslífi og skiljan-
lega vilja menn viðhalda honum ef
kostur er. Nánara myntsamstarf
Evrópuríkja mun væntanlega verða
efnahag landsins til góðs, jafnvel
þótt þið kjósið að standa áfram utan
ESB. Island er nú ekki svo langt frá
ESB hvort eð er en þetta er auðvitað
pólitiskt álitamál."
Breytingar skapa
tækifæri
-Hvernig myndir þú ráðleggja ís-
lenskum fyrirtækjum að búa sig
undir aukið vægi evrunnar?
„Mig langar fyrst og fremst til að
vara menn við að falla í þá gryfju að
líta á evruna sem vandamál. Menn
eiga frekar að líta á þessa breytingu
sem tækifæri til að gera betur og
sækja inn á nýja markaði. Fyrirtæki
eiga ekki einungis að breyta gjald-
miðilsstýringu sinni. Þau þurfa
einnig að endurskipuleggja mark-
aðsaðferðir sínar og gera heilsteypta
áætlun um hvemig þau ætla að
spjara sig á sameinuðum markaði
Evrópu í stað þess að gera séráætl-
un fyrir hvert land. Auðvitað þarf að
leysa einhver tæknileg vandamál en
ég á ekki von á því að það reynist
fyrirtækjum erfitt. Hótel og önnur
fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa tví-
mælalaust að gera einhverjar ráð-
stafanir til að veita upplýsingar um
verðlagningu sína í evram.“
Mikil útbreiðsla á fyrsta ári
Gjaldmiðlar einstakra Evrópu-
þjóða verða notaðir að einhverju
leyti við hlið evrannar fyrstu þrjú
árin eftir upptöku hennai' en þá er
stefnt að því að þeir hverfi af sjónar-
sviðinu. Carré spáir því þó að þessi
þróun gangi örar fyrir sig og evr-
ópsk fyrirtæki og neytendur verði
fljót að tileinka sér evrana. Mörg
stórfyrirtæki ætla eingöngu að miða
við evrana í verðlagningu á næsta
ári og má þar nefna Siemens,
Alcatel, Nokia og Philips. Sömu
sögu er að segja um flesta banka og
fjármálamarkaði. Notkun evrannar
verður því afar útbreidd strax á ár-
inu 1999 og hinn evrópski neytandi
þarf að venja sig á að hugsa í henni.
Kemur ekki í stað dollarans
-Mun evran keppa við dollarann
ogjafnvel koma í hans stað á alþjóð-
legum mörkuðum?
„Nei, hún mun ekki koma í stað
dollarans í alþjóðlegum viðskiptum.
Evran hefur alla burði til að verða
útbreiddur gjaldmiðill í heimsvið-
skiptum en það mun taka tíma.
Efnahagsstefna Evrópuríkjanna og
markaðurinn mun fyrst og fremst
ákvarða stöðu evrunnar og skipa
henni viðeigandi sess á hverjum
tíma,“ segir CaiTé.
Hverjir fá sæti
í úrvalsdeild
efnahagsmála?