Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 55 SUMARLINA MARGRET KRISTJÁNSDÓTTIR + Sumarlína Mar- grét Kristjáns- déttir fæddist í Bol- ungarvík 27. mars 1915. Hún lést í Landspítalanum 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvalsnes- kirkju 31. október. Elsku mamma mín er horfin á braut úr þessu lífi og skilur eftir svo margar og ljúfar minningar. Mig langar að minnast hennar í stuttu máli. Hún sagði mér svo margt úr bernsku sinni, bæði það sem Rósa amma hennar sagði henni, og sína reynslu. Hún var ekki nema 7 vikna þegar mamma hennar dó úr garnaflækju, og þær tvær einar heima. Er pabbi hennar kom af sjónum, mætti honum döpur sjón, kona hans dáin og barnið kalt og svangt. Hann brá á það ráð að fá Rósu mömmu sína til að annast litla barnið sitt því hann þurfti á sjó með föður sínum. Það var að morgni 27. nóvember sama ár að þeir fóru, á bát frá Bolungarvík sem fórst undir Stigahlíðinni á leið til lands. Þeir fundust aldrei, það fannst mömmu sárast af öllu. Mamma hélt mikið uppá nöfnin Kristján og Una, það voru nöfn for- eldra hennar. Oft sagðist hún hafa horft út á hafið og hugsað um föður sinn. Þá var ofarlega í huga hennar sálmurinn: Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin strjála og auða er stari ég héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. (V. Briem) Rósa amma hennar sá um uppeld- ið að mestu leyti ásamt skyldmenn- um. Rósa dó þegar mamma var 12 ára gömul. Pabbi og mamma hófu búskap mjög ung, þau voru samhent með alla fjármuni og stóðu alltaf í skilum, aldrei mátti skulda neinum neitt. Þau hjónin voru mjög ólík í skapi, hann skapstór, fastur fyrir, húsbóndi á sínu heimili sem bar sín- ar tilfinningar í hljóði. Hún með sitt fasta vel tamda skap. Eg spurði hana eitt sinn, hvort þau hefðu aldrei íif- ist? Þá svaraði hún „nei, til hvers væri það“. En ef hún var ekki á sama máli og pabbi, þá sagði hún bara „þú ræður því góði minn“ þá leit hann á hana og skipti oft um skoðun, þannig fékk hún sitt fram með sinni æðru- leysi. Svona var mamma, alltaf róleg, staðföst og hlý, hún mátti ekkert aumt sjá, enda sagði hún oft að mað- ur ætti að vera hlýlegur við málleys- ingja, börn, gamalmenni og aðra sem eiga bágt. Oft hef ég hugsað til þeirra hjóna með allan þennan barna skara og miklu vinnu, þau hljóta að hafa verið afskaplega þreytt, en aldrei féll verk úr hendi. Aðeins einu sinni sá ég mömmu reiða og þá var sökin mín. Hún benti mér einfaldlega á það að ég ætti að koma fram við aðra eins og ég vildi að aðrir kæmu fram við mig. Þessi orð höfðu þau áhrif, að ég hefði ekki getað skammast mín meira en ég gerði. Ekki gerði hún upp á milli barna sinna allir voru jafnir. Til dæmis þegar hún var að lesa eða segja sög- ur voru margir í herberginu og yfir- leitt fullt nimmið þeirra hjóna. A meðan hún las sögur prjónaði hún sokka og vettlinga, í tuga tali sem hún er búin að gefa öllum afkomend- um sínum og mökum þeirra ásamt mörgum öðrum. Hún las hátt og skýi-t; hef ég bara heyrt eina konu lesa sögur eins vel. Einu sinni minntist ég á það að ég vildi geta lesið svona vel en minn sjóngalli leyfir það bara ekki; þá sagði hún „Guð gefur sumum þetta en öði'um eitthvað annað.“ Svona gæti ég lengi haldið áfram. Það var alveg yndis- legt að sitja hjá henni síðustu augnablikin og við stelpurnar hennar munum seint gleyma því. Kærleikurinn og friðurinn sem fyllti her- bergið var stórkostleg- ui', hún fékk draum sinn uppfylltan af því leyti að sofna útaf og líða þannig á braut. Eg efa ekki að margir hafi tekið á móti henni, og munu vísa veginn áfram í ljós almættsins. Það var skrítið að koma heim á Suðurgötuna og setjast hér og punkta smá minnis- brot um hana. Þótt hún sé farin á braut þá er hún samt svo nálægt okkur og er það vafalaust enn. Eg þakka þér mamma mín fyrir alla þá umhyggju sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni, oft óskaði ég þess að styttra væri á milli okkai-. Eg bið góðan Guð að geyma þig og vernda. Hvíl í friði. Þín dóttir, Kristín. Elsku amma. Mig langaði að skrifa þér nokkrar línur. Nú sit ég hér við eldhúsborðið heima í Suðurgötu 6, og skrifa til þín. Það er örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert hér við þetta borð, því alltaf hefur maður bara setið hér og borðað, og borðað mikið, því aldrei mátti neinn vera svangur, Vegna þess að þú hefur sjálf þui-ft að þola að ekki væri til nógur matur íyrir alla áður fyrr. Gestum þínum var alltaf boðið upp á kaffi, kökur, kleinur og ekki síst flatbrauðið þitt sem mér finnst svo gott. Alltaf var nýbúið að baka hjá þér eða þá að þú bakaðir nýtt brauð íyrir okkur. Þeg- ar afi var á lífi þá sátum við svo oft öll upp í rúminu ykkar og horfðum á sjónvarpið og þú last alltaf textann fyrir afa, ég man að mér þótti það svo skrítið þar sem ég var að læra að lesa og gat lesið hann sjálf. Alltaf varst þú tilbúin að lesa fyrir hann heilu bíómyndimar og úr fréttunum, vegna þess að sjón hans var farið að hraka. Aldrei stoppuðu prjónamir nema undir það síðasta þegar aldux-- inn var farinn að segja til sín en áður voru prjónamir á fingrum þér all- staðai', nema hvað ég man ekki eftir þér með þá í eldhúsinu og úti í gai'ð- inum þínum hjá öllum blómunum sem þér þótti svo vænt um. í garðinum áttum við margar góð- ar stundir saman, við að reyta ill- gresi, taka upp í-abbabara. Ég og afi vökvuðum oft blómin fyi'ir þig í garðinum með langri slöngu eða í blómahúsinu með stórri garðkönnu. Þegar við Amar komum í heim- sókn til þín í september, þá sýndir þú okkur myndh' og sagðir okkm- fi'á fólkinu þínu eins og svo oft áður. Það sem mér finnst sárast núna er að við stoppuðum svo stutt hjá þér. En ástæðan fyrir því var sú að það var svo mikill gestagangur hjá þér þenn- an dag eins og svo oft áður, okkur fannst þú þurfa að hvíla þig og það gerðir þú ekki ef einhver var í heim- sókn. Það var svo margt sem þú vild- ir sýna og segja frá að það var eng- inn tími til að leggja sig, sem var ekki skrítið þar sem þú átt svo stóra fjölskyldu. Eins og aðrar ömmur fannst þér alltaf gaman að sjá böx-nin þín eins og þú kallaðir okkur öll. Þér fannst alveg í'osalega leiðinlegt þeg- ar þú varst spurð eða varst að segja frá einhvei'ju ömmubai'ni þínu eða einhverjum sem þú þekkth' og mundir ekki hvað viðkomandi hét. Aldrei man ég hinsvegar eftir því að nafnið hafi ekki komið fi'am eftir smá umhugsun, en alltaf sagðh' þú „Ég er orðin svo gleymin og rugluð" og svo kom mikill og innilegur hlátur hjá þér, en þú varst alltaf svo minnug þó að þér hafi nú ekki fund- ist það. Ég veit að mai'gir yngri en þú eru miklu gleymnai'i. Það er til dæmis langt síðan þú fórst að tala um það hvað þú vildir gefa hverjum og einum, það er að segja þegar þú færir fi'á okkui', helst áttum við að taka það fyrir löngu en við sam- þykktum það ekki þar sem þetta var dót sem þú áttir og átti heima hjá þér, en fyrst við tókum það ekki þá merktir þú það með naftii okkar til öryggis svo það gleymdist ekki. Þegar ég frétti að þú hefðir veikst í sumar hugsaði ég ekki mikið um það því að ég var fullviss um að þú myndir ná þér upp úr því. Alltaf hef- ur þú verið svo heilbrigð að ekki var von á að þú værir að fai'a að kveðja okkur, þú náðir þér nokkurn veginn þó að það hafi farið mikil oi'ka í veik- indin. Þegar Fanney hringdi núna 19. október sagði hún mér að þú hefðir veikst mjög mikið og væiúr á spítalanum. Vai'ð ég svolítið hrædd um að tími þinn hér með okkur gæti verið á enda. Við fórum suður sama dag, ég, mamma og pabbi. Við kom- um beint til þín og heilsuðum upp á þig, en þú hafðir fengið mai'ga gesti og við sáum hversu afskaplega þreytt þú varst, þú þurftir hvfld svo við stoppuðum stutt. Við Inga Sóley komum daginn eftir í heimsókn til þín en þá sagðir þú okkur að þig langaði til að komast heim fyrir helg- ina og við værum velkomnar þangað í heimsókn, en takmarka þyrfti heimsóknir á spítalann. Þú sagðh' okkur líka að þér þyrfti að vísu að batna meii-a til að komast heim fyrir helgi. Kannski vissir þú alveg að þú værir að fara heim, en að heimilið væi'i nýtt vissir þú kannski ekki. Afi og allir hinir taka á móti þér opnum örrnum eins og þú tókst alltaf á móti okkur öllum. En elsku amma þó að samverustundum okkar sé lokið hér þá trúi ég því að við hittumst aftur seinna. Nú ertu komin til alh-a hinna sem hafa saknað þín svo sárt eins og við munum sakna þín. Það sem við höfum enx allar hlýju og ástríku minningamar um þig, þær verða ekki teknai' frá okkur, þær höfum við og getum alltaf minnst þeirra, því þær eru svo góðar. Ég þakka þér fyrir allt elsku amma, megi þér líða vel, þú mátt senda kveðju til afa frá mér, þó að þið lesið þetta örugglega saman. Blessuð sé minning þín, elsku besta amma. Þín Elín Margrét. Elsku amma mín, það er erfitt að setjast niður og sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Osjálfrátt byrja fallegu minningarnar um þig að sti'eyma um hugann, þú varst alltaf svo góð við alla, og hafðir svo mikla ást að gefa okkur. Oft sastu hjá okk- ur og sagðh' sögur frá því þegar þú varst ung, þá fórstu að hlæja og tár- in runnu niður kinnarnar þínar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar þú kenndir mér vísuna sem þú ortir um móður þína aðeins 12 ái-a gömul, það er fallegasta vísa sem ég hef heyrt og mér þykir mjög vænt um hana. I vísunrú líktir þú ykkur systkinunum við blóm, en þau voi'u alltaf svo mik- ið ati-iði í lífi þínu. Þú vai'st svo stolt af garðinum þínum og hafðir líka ástæðu til. Við gengum hringinn í ki-ing um hann og þú sagðir okkur hvað blómin hétu, þá jókst vonin alltaf hjá mér um að eignast ein- hvei'n tímann svona fallegan garð. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, þú ljómaðir öll og lífsgleðin skein fi-á þér. Þannig var það líka þegar við Ella Magga kom- um til þín á sjúkrahúsið, þá hélstu í hendurnar á okkur og vermdir þær á meðan þú sagðir okkur sögur frá því þegar þú vai-st lítil, þá var þér alltaf svo heitt á höndunum og aði'ir fengu þig til að hlýja sér. Þér fannst alltaf svo gaman að bjóða gestunum þínum uppá kökur og kaffi, og hafði maður oft gaman af því hvað þú bauðst manni oft. Kleinurnar þínar voru sérstaklega góðar, svo það hefur öragglega ekki verið að ástæðulausu sem ég bauð öllum leikskólanum mínum á Dalvík að koma með til Sandgerðis til að fá bestu kleinur í heimi og það voru kleinurnar þínar. Elsku amma mín, ég gæti talið upp margt fleira, þú verður alltaf fyrii'myndin sem ég geymi í hjai'ta rnínu. Ég veit að afi og allir hinir taka vel á móti þér og bjóða þig vel- komna á nýja staðinn þinn. Þín Inga Sóley. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR SVEINSSONAR frá Fáskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mosfellsbæ. Guðrún Þorvaldsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Hreinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurborg Jónasdóttir, Ragnar Þorvaldsson, Þóra Gunnarsdóttir, Jóna Þorvaldsdóttir, Eiríkur Grétar Sigurjónsson, Magnús Þorvaldsson, Katrin Hjartardóttir, Sveinn Rafn Ingason, Halldóra Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar og systur, SIGURBJARGAR AÐALHEIÐAR WELBES. Sérstakar þakkir til starfsfólks á barnadeild 12 EA á Barnaspítala Hringsins svo og til allra, er færðu gjafir og blóm. Arnbjörg Sigríður Ingólfsdóttir, Wilhelm Welbes, Melissa Welbes, Kristján Björn Welbes, Bjarni Stefán Welbes, Berglind Sigríður Welbes. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegs bróður, mágs, frænda og vingr, SIGFÚSAR HILMARS ÁRNASONAR, Klapparstíg 2, Hauganesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórðungssjúkarhúss Akureyrar fyrir frábæra hjúkrun og hlýlegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Jakobsdóttir, Valdimar Kjartansson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓHANNS KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, Bólstaðarhlíð 45. Unnur Hjartardóttir, Guðmundína Jóhannsdóttir, Davíð Árnason, Ólöf Jóhannsdóttir, Hjörtur Jóhannsson, Matthildur Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur og systur, ÁSTU BRYNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR alþingismanns, Hofgörðum 26, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspltala, Sjúkrahúss Reykjavfkur og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega hjálþ í veik- indum hennar. Ástráður B. Hreiðarsson, Arnar Ástráðsson, Steinunn J. Kristjánsdóttir, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Heimir H. Karlsson, Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson, Björg Sæmundsdóttir, Ásdís Eyjólfsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Hafdís Björg Þorsteinsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.