Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 58
FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
A-B 75-85
tai38-44
stcing 38-42
Kynbundið mis-
rétti í tómstunda-
og íþróttastarfí
VERULEGRAR mismununar
gætir milli kynja í tómstunda- og
íþróttastarfsemi hér á landi. Þarf
ekki annað en að líta til umfjöllun-
ar fjölmiðla í þeim efnum. Sú skýr-
ing er oftast nefnd að karlar séu
virkari en konur og
áhugi almennings sé
meiri á íþróttum karla
en kvenna. Slík skýr-
ing tekur engan veginn
til róta vandans sem
margir telja að mótist
af gamalgrónum við-
horfum. Þau viðhorf
koma fram í minni
hvatningu og stuðningi
við kvenkyns iðkendur
íþrótta. Hér er þörf á
skilningi á aðstæðum
og vilja til breytinga í
átt til jafnræðis.
Aðstöðumunur kynja
Á liðnu sumri urðu
töluverðar umræður
um aðstöðumun kynja til þátttöku í
knattspyrnu og öðrum íþrótta-
greinum. Landsliðsþjálfari kvenna
í knattspyrnu tjáði sig skýi-t og
greinilega um þessi mál í fjölmiðl-
um og lagði áherslu á að minna fé
væri varið til íþrótta kvenna en
karla. Til þess mætti meðal annars
rekja minni þátttöku kvenna í
íþróttum og lakari árangur. Nú ný-
lega varð uppi fótur og fit þegar
það fréttist að Skáksamband ís-
lands hefði ákveðið að greiða fyrir
þátttöku drengja í skákmóti er-
lendis en ekki íýrir þátttöku
stúlkna í sama móti. Sú umræða
leiðir hugann að því hvort ekki sé
nauðsynlegt að setja í lög eða regl-
ur ákvæði þess efnis að fjárfram-
lögum opinberra aðila til æsku
lýðs-, tómstunda- og íþróttamála
skuli skipt þannig að fyllsta jafn-
ræðis sé gætt milli kynja.
Víða erlendis hefur verið unnið
markvisst að breyttri stefnu með
auknum stuðningi við konur í
íþróttum og hafa slíkar aðgerðir
tvímælalaust skilað árangri. Dæmi
um slíkt er átak Norðmanna í
kvennaíþróttum á árunum
1984-1986 er þeir vörðu jafnmikl-
um fjármunum til uppbyggingar
landsliða karla og kvenna í hand-
knattleik. Það skilaði sér í stór-
bættum árangri kvennalandsliðs-
ins á alþjóðlegum mótum næstu ár
á eftir.
Reglur um fjárframlög
Undirrituð hefur ásamt Guðnýju
Guðbjörnsdóttur lagt fram tillögu
til þingsályktunar um að settar
verði reglur er kveði á um að við
veitingu fjármuna opinberra aðila
til æskulýðs-, tómstunda- og
íþróttastarfs skuli gætt jafnræðis
milli kynja.
Konur á Alþingi hafa margsinnis
Bryndís
Guðmundsdóttir
A-B-C 75-90
tai38-44
string 38-42
553 3600
áður sýnt vilja sinn til að stuðla að
breytingum í þessum efnum með
flutningi þingsályktunartillagna og
fjölda fyrirspurna. Má þar nefna
tillögur um eflingu íþróttaiðkunar
kvenna og um stefnumótun í
íþróttum stúlkna og
kvenna. Á síðasta
þingi lagði Kristín
Halldórsdóttir fram
íýrirspurn um fjár-
framlög til íþrótta-
starfsemi, m.a. um
hvort sett hefði verið
skilyrði af hálfu ríkis-
ins um jafnræði milli
kynja við nýtingu fjár-
framlaga til íþrótta-
mála. I svarí mennta-
málaráðherra kom
fram að á íjárlögum
hefðu ekki verið sund-
urgreind framlög til
karla annars vegar og
kvenna hins vegar og
segir það sína sögu. I
skýrslu nefndar sem fjallaði um
stefnumótun um íþróttir stúlkna og
kvenna er að finna margar góðar
tillögur sem vænlegar eru til að
Kvenkynsiðkendur
íþrótta, segir Bryndís
Guðmundsddttir, eiga
á brattann að sækja í
flestu tilliti.
rétta hlut kvenna á þessu sviði.
Meðal tillagna nefndarinnar var
eftirfarandi:
a) Allur stuðningur, fjármagn og
aðstaða, sem ríki og sveitarfélög
veita til íþrótta, skiptist hlut-
fallslega jafnt á milli karla og
kvenna.
b) Þeir sem fá slíkan stuðning,
fjármagn og aðstöðu sýni fram á
að skiptingin sé sem jöfnust.
c) Eftirlit verði með skiptingu
fjármagnsins, t.d. mætti festa
ákvæði þess efnis í íþróttalögum
eða í lögum ISI.
Því miður náði efni þessarar til-
lögu ekki inn í endurskoðun
íþróttalaga á síðasta þingi.
Sjálfsagður réttur
stúlkna og kvenna
Með tilliti til umræðu í samfélag-
inu mætti ætla að fyrir hendi væri
skilningur og vilji til jafnræðis en
staðreyndir tala sínu máli. Kven-
kyns iðkendur íþrótta eiga á bratt-
ann að sækja í flestu tilliti. Þeirra
ástundun nýtur ekki sömu virðing-
ar og strákanna. Fjölmiðlar sýna
afrekum þeirra lítinn áhuga, jafn-
vel þó að þau séu meiri og eftir-
tektarverðari. Þeim gengur erfið-
lega að fá styrktaraðOa á meðan
strákarnir njóta stuðnings fjár-
sterkra aðila. Þær njóta engan
veginn sambærilegs skilnings,
stuðnings eða hvatningar. Rann-
sóknir hafa staðfest jákvæð áhrif
íþróttaiðkunar og æskulýðsstarfs á
andlegan, líkamlegan og félagsleg-
an þroska einstaklingsins. Sjálfs-
myndin eflist, félagsþroskinn eykst
auk þess sem heilbrigð íþrótta- og
tómstundaiðkun reynist hafa ótví-
rætt forvarnargildi. Kynbundið
misrétti á hvergi rétt á sér og
stríðir gegn tilgangi og markmið-
um jafnréttislaga.
Stuðningi opinberra aðila til
íþrótta- og tómstundastarfs ber að
sjálfsögðu að skipta jafnt á milli
kynja. Þvi hafa þingkonur Kvenna-
listans nú lagt fram áðurgreinda
þingsályktunartillögu.
Höfundur er námsráð/rjafi og
situr á þingi fyrir Kristínu
Hnlldórsdóttur.