Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 60
,i 60 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR Tyrfinp- son, áfengisráðgjafi SÁA, ritar grein í sunnudagsblað Mbl. hinn 8. nóv. sl. undir heitinu „Ungt fólk og meðferð SÁA“. Af lestri greinai-innar mætti ætla að maðurinn væri haldinn stjórnlausri reiði og að tilgangur greinarinnar sé sá einn að koma höggi á undir- ~> ritaðan og þá stofnun sem ég veiti forstöðu. í því skyni er snúið út úr ýmsum ummælum mín- um í opinberri umræðu um vímuefnavanda unglinga og lagt út af þeim með ótrúlegum hætti. Ég mun láta niðr- andi orð Péturs um mig sem vind um eyru þjóta, enda eru þau ekki mitt vandamál heldur hans. Mér þykir hins vegar leitt þegar menn gera mér upp skoðanir sem ég ekki hef. Óhjákvæmilegt er því að gera athugasemdir við þá tvo efnisþætti sem eru Pétri tiiefni skrifanna. Er Þórarinn óskeikull? *** Pétur Tyrfíngsson gerir að um- talsefni sjónvarpsþáttinn Deiglu hinn 20. október sl. þar sem fjallað var um vímuefnaneyslu barna og unglinga og ég tók þátt í. í þættin- um var skotið inn myndskeiði þar sém Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir SÁA, fór m.a. með ýmsar tölulegar upplýsingar um ungt fólk í meðferð hjá SÁA. Á meðal þess sem fram kom var sú staðhæfing að „áriega kæmu 120 einstaklingar úr hverjum árgangi undir tvítugu til ♦ meðferðar hjá SÁÁ“. Þeirri spurn- ingu var til mín beint hvort þessar upplýs- ingar, og sérstaklega að 120 einstaklingar úr hverjum árgangi leit- uðu sér meðferðar fyr- ir tvítugt, samræmdust þeim veruleika sem Barnavemdarstofa þekkti úr sínum skjól- stæðingahópi. Ég svar- aði því til, að svo væri ekki, sem betur fer. Við svar mitt stend ég. Fyrstu níu mánuði þessa árs hafa borist samtals 45 umsóknir um meðferð barna og unglinga til Barna- verndarstofu úr fjórum árgöngum, 13 til 17 ára, þar sem neysla áfengis og annarra vímuefna er tilgreind ástæða, en allt árið í fyrra vom þær 38. Samkvæmt opinberum tölum SÁA fyrir árið 1997 kemur fram, að samtals voru innlagðir það ár 6 ein- staklingai- yngri en 15 ára og 18 einstakiingar 15 ára, eða samtals 24 ósjálfráða unglingar. Þá vora 27 einstaklingar 16 ára og 36 einstak- lingar 17 ára innlagðir þetta ár. Mér er enn óskiljanlegt hvernig Þórarinn Tyi'fingsson fær þá út- komu úr þessu, að 120 úr hverjum árgangi innan tvítugs komi til með- ferðar á ári hverju. Og hvaða ár- ganga er hann að tala um? Frá þrettán ára aldri, eða hvað? Ég tók hins vegar skýrt fram í svari mínu, að Barnaverndarstofa hefði engar upplýsingar um eldri aldurshópa en þá sem ekki hafa enn náð sjálfræð- isaldri. Dylgjur Péturs Tyrfings- sonar þess efnis að ég hafi með svari mínu verið að gefa í skyn, að Mér þykir hins vegar leitt, segir Bragi Guð- brandsson, þegar menn gera mér upp skoðanir sem ég ekki hef. yfirlæknirinn væri að ljúga eða kynni ekki að telja, eru eftir öðra í greininni og ekki svaraverðar. Að níða skóinn Hitt atriðið í málflutningi Péturs Tyrfingssonar er sú staðhæfing, að ég virðist ekki geta tjáð mig um málefni unglinga í vímuvanda „án þess að níða skóinn af SÁÁ“. Hver skyldu nú vera rök ráðgjafans fyrir þessum stóryrðum. Jú, að í óbeinni ræðu sé eftir mér haft í dagblaði eftii'farandi: „Hann segist ekki leggja dóm á meðferð SÁÁ, en ljóst sé að yngsti aldurshópurinn hafi lít- ið gagn af meðferðinni þar.“ Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi! Pétur gerir það ekki endasleppt og nú verður fjöðrin að fímm hænum. Hann staðhæfir að í þessum um- mælum felist að „Vogur sé vondur staður fyrir ungt fólk“ og jafnframt að í þessu felist skilaboð til allra foreldra sem eigi ungmenni undir tvítugu um að meðferðin þar sé gagnslaus! I framhaldi ákallar Pét- ur heilbrigðisráðherra, landlækni og umboðsmann barna að snupra nú þennan „kontórista á snærum félagsmálaráðherra" fyi-ir „stór- kallalegar yfirlýsingar um þai-fir sjúkra í landinu". Við þennan lestur bjóst ég satt best að segja við því að næst legði Pétur til að ég yrði hýddur opinberlega, hægri höndin höggvin af eða tungan skorin burt! Alltént átti ég frekar á dauða mín- um von en því að hann legðist svo lágt í framhaldinu að fara niðrandi orðum um starfsemi Stuðla og vanda þeirra unglinga sem þangað leita; „loka hann inni á Stuðlum innan um hóp unglinga sem era með alls konar vandamál og engin bönd halda“, og er það ósmekk- legra en allt annað í greininni og er þó af mörgu að taka. Nú skal fullyrt að hvorki fyrr né síðar hefur nokkuð verið haft eftir mér opinberlega um meðferð á veg- um SÁA fyrir unglinga utan þessai'- ar einu setningar, sem ekki er einu sinni rétt eftii' höfð. Ég upplýsti blaðamann um þá skoðun mína, að opin stofnun eins og Vogur, þar sem unglingurinn gengur út þegar hann kýs, dygði ekki til þegar um stjóm- lausa neyslu væri að ræða og ung- lingurinn vildi ekki þiggja hjálpina. Ég tók fram að það væri ekki dóm- ur um gæði meðferðar SÁÁ heldur snerist málið um að taka ábyrð á þeim börnum sem réðu ekki við að axla hana sjálf. Margir aðrir en ég hafa oftsinnis lýst svipuðum sjónar- miðum, t.d. foreldrahópur Vímu- lausrar æsku og ýmsir sérfræðing- ar í unglingameðferð, bæði innlend- ir og erlendii'. Ekki hentar öllum það sama Nú skal ég taka af Pétri Tyrf- ingssyni ómakið og lýsa nákvæm- lega hvaða skoðun ég hef á meðferð SÁA. Ég ber mikla virðingu fyrir því meðferðarstarfi og tel að sam- tökin hafi unnið brautryðjandastarf með árangursríkum hætti. Ég tel hins vegar að reynslan hafi sýnt að það henti ekki öllum það sama. Þess vegna leita margir til annarra meðferðarstofnana á Islandi. Ég er þeirrar skoðunar að meðferð SÁÁ henti síður unglingum en fullorðn- um. Sérstaklega á þetta við um yngstu neytendurna, einkum 14 til 16 ára, sem almennt eru of ungir til þess að með góðu móti sé unnt að greina þá sem alkóhólista. Vandi þeirra er yfirleitt talsvert marg- brotnari en neyslan ein. Reynslu- heimur þeirra er allur annar en fullorðins fólks og þau eiga oft erfitt með að sjá sig sem sjúklinga, enda ólgandi af lífskrafti æskunnar. Þá þekki ég dæmi þess, að nýfermd börn hafi kynnst sér eldri mönnum á Vogi, langt gengnum neytendum harðra vímuefna, hlaupið úr með- ferðinni og lagst í vergang með þeim. Staða þeirra hefur því orðið enn verri en áður. Raunar verður ákvörðun SÁÁ um að byggja sérstaka unglinga- deild við Vog ekki skilin öðravísi en sem viðurkenning á því, að þarfir unglinga séu talsvert aðrar en full- orðinna. Þannig hefur SÁÁ nú boð- að stefnubreytingu í meðferðarmál- um unglinga með áformaðri ung- lingadeild og varla er það að ástæðulausu. Mannræktarstarf SÁÁ Ég vona að nú sé hverjum manni ljóst, að ég hef aldrei gert lítið úr því manm'æktarstarfi sem unnið er á Vogi og fráleitt er að túlka sjón- armið mín svo að ég leggist gegn því að ungmenni undir tvítugu, sem klúðrað hafa einum vetri í fram- haldsskóla, svo notað sé dæmi Pét- urs Tyrfingssonai', leiti sér með- ferðar á Vogi. Þvert á móti er ég þess fullviss, að meðferð SÁÁ henti mörgum ungmennum yngri en 20 ára miklu betur en t.d. dvöl á með- ferðarheimili á vegum Barnavernd- arstofu, sem raunar sinna engum eldri en 18 ára. Að lokum óska ég Pétri og öðra starfsfólki SÁÁ velfarnaðar í störf- um sínum, sem gefið hafa ófáum Is- lendingum nýtt og betra líf. Höfundur er forstjóri Hunui venuhirstofu. Hver níðir skóinn? Bragi Guðbrandsson Nkw'etUFmnwgplyf Pegar tíkmninn mknar nikátím og hmdurnar sakna vanans. NICXMEF TE Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til aö auövelda fólki að hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyt getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviði, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöðrur í munni geta einnig komið fram. Við samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlaö börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaöar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki aö nota lyfiö nema í samráði viö lækni. Lesiö vandlega leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Markaðsleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær. www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.