Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 61

Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 61 ^ AÐSENDAR GREINAR Allt að 43% hækk- un leikskolagjalda Á FUNDI Skóla- nefndar Kópavogs 9. nóv. sl. var samþykkt tillaga meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknarflokks um hækk- un á leikskólagjöldum í Kópavogi. Almenn hækkun er um 14,5% sem þýðir hækkun upp á 3.150 krónur fyrir heilsdagsvistun. Þetta þýðir að launafólk þarf um 5.000 króna laun- hækkun aðeins til þess að mæta hækkunum bæjaryfirvalda á leik- skólagjöldum. Þessar hækkanir sýna hvaða hug núverandi meirihluti hefur til barnafjölskyldna í bænum - hvaða forgangsröðun er viðhöfð hjá stjórnarherrum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Kópavogi. Til samanburðar má benda á að leik- skólagjöld verða eftir þessar breyt- ingar allt að 4.475 krónum hærri í Kópavogi en í Reykjavík á mánuði. Það þýðir hærri skatt á foreldra í Kópavogi en Reykjavík sem nemur 53.700 krónum á mán- uði og til þess að standa undir slíku þarf um 90.000 krónum hærri tekjur á ári. Alvarlegast er þó að fulltrúar meirihluta bæjarins ætla að taka hækkun leikskóla- gjalda sérstaklega út á forgangshópum - ein- stæðum foreldrum. Á meðan meðaltals- hækkun er um 14,5% á almennri verðskrá er hækkunin allt upp í tæplega 43% á for- gangshópum eða 4.714 krónur fyrir heils- dagsvistun sem þýðir að einstætt foreldri þarf að bæta við sig í tekj- um um 8.000 krónum á mánuði að- eins til þess að eiga fyrir hæm leik- skólagjöldum. Meirihluti í bæjar- stjórn Kópavogs ætlar þannig að reyna bæta erfiða fjárhagsstöðu bæjarins með því að hækka sér- staklega gjöld hjá þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Til þess að fullkomna verkið er hækkun á Garðar Vilhjálmsson þriðja systkini á leikskóla allt upp í 32%. Hér ræðst meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknai-flokks á þá sem erfíðast eiga í lífsbarátt- unni og þeim ei*u færðar auknar byrðar umfram aðra. Fulltrúar Kópavogslistans bentu á það íyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar að leikskólann ætti að þróa áfram sem fyrsta skólastigið Fulltrúar meirihlutans, segir Garðar Vilhjálmsson, ætla að taka hækkun leikskóla- gjalda sérstaklega út á forgangshópum. og liður í því væri að draga úr út- gjöldum barnafjölskyldna vegna leikskólagjalda. Leikskólinn er nauðsynlegur hverju barni, bæði sem hluti af leik barnsins en ekki síður sem hluti af félagslegum þroska og þannig undirbúningur undir nám á grunnskólastigi. Leik- skólinn á því að vera eðlilegur hluti af samfélagslegri þjónustu bæjar- ins en ekki sérstök byrði á barna- fjölskyldum. Höfundur er fuUtrúi Kópavogslist- ans ískólanefnd Kópavogs. Ný sending frá gardeur dömubuxur peysur jakkar dragtir Nýtt kortatímabil v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. 4 J* voinum IKsorfíuna Prologic KHamens og auhtu PROLOGIC gefur þér ____ aukinn lífskraft. Fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Framleiðandi: DCV BioNutritions a DuPont Company. Innflytjandi: Pharmaco hf. Ný og háþróuð aðferð við vinnslu eggja gerir PROLOGIC að einstöku fæðubótarefni. PROLOGIC er hlaðið vítamínum og næringarefnum sem líkaminn þarfnast til að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Ef þú þjáist af þreytu og sleni, finnst þig vanta orku þá erPROLOGIC fyrir þig! *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.