Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ _> 62 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 f( i I II II I Bl II )l INNIJR I N l’U MÁTT KAI I A Ml(. BÓBÓ er s>is4<i um æsilegu li'il Blfðíinns að besla vini sínum um dimma skóga og há fjöll |i<n sem mörg hælluleg verketni liíða hans. bessi nýj.i bók horvaldar l’orsU'inssonar er f senn viðburðarík, fyndin, snjöll og sorgleg. borvaldur er meðal annars að góðu kunnur fyrir Skilaboðaskjóðuna, eina vinsælustu barnasögu seinni ára. BJAKTU.K NÝ BÓK EFTIR HÖFUND SKILABOÐASKJÓÐUNNAR AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Heilbrigðismál - sátt eða stöðugar deilur FLEST okkar vilja eflaust yera stödd heima á íslandi ef við þurfum á heilbrigðis- þjónustu að halda. Al- mennt er það viður- kennt að við búum við góða heilbrigðisþjón- ustu, við höfum vel menntað hæfileikaríkt starfsfólk sem fylgist vel með í sínum grein- um. En það er eitthvað að þegar þetta ágæta kerfi er reglulega í upplausn, jafnvel oft á ári, vegna verkfalla eða uppsagna starfsfólks. í dag, þegar þetta er skrifað, er starf- semi margra deilda á Landspítalan- um lömuð vegna uppsagna meina- tækna. Þetta ástand er óþolandi fyrir starfsfólk þessara stofnana, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Við þessu verður að bregðast. Starfandi eru sjálfstæðir aðilar á heilbrigðissviði sem reka sína þjónustu samkvæmt samningi við hið opinbera. Þessi rekstur gengur vel, verkgæði og þjónustustig hjá þessum aðilum þykir mjög gott, jafnvel með því besta sem gerist hjá okkur. Á þessum vinnustöðum vofa ekki yfír uppsagnir og verk- föll sem draga allan mátt úr starf- seminni með tilheyrandi afleiðing- um. Til að stöðva þessa þróun upp- sagna og verkfalla í heilbrigðiskerfinu er nauðsynlegt að auka þátttöku starfsfólks stofnananna í rekstri þeirra. Daglegur rekst- ur ákveðinna deilda og jafnvel stofnana þarf að vera í höndum þess fólks sem þar starfar. Ég er sannfærður um að þetta mun stuðla að hagræðingu í rekstri, auknum afköstum og jákvæðari starfsanda. Er eitthvert vit í því að á háls-, nef- og eyma- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur skuli ekki vera sérfræðingur starfandi eftir hádegi vegna þess að þeir eru farnir til starfa á eigin stofum úti um bæ? Væri ekki nær að þessir aðilar nýttu aðstöðu og tækjakost deildar- innar fyrir þessa starfsemi? Það sparaði í það minnsta húsnæðis- kostnað, kostnað vegna vinnutaps og ferða. Einnig væru þá sérfræð- ingar til staðar á deildinni ef á þyrfti að halda. Með því að auka þátttöku starfs- fólks í daglegum rekstri eykst ábyrgð þess í starfi og reikna má með auknum afköstum í kerfinu. Það leiðir af sér hagkvæmari rekst- ur og betri afkomu deilda. Við þær aðstæður eiga þessir sömu starfs- menn að njóta þess í rýmri launa- kjörum að reksturinn gengur betur. Með því að auka þátt- töku starfsfólks í dag- legum rekstri telur Jón Gunnarsson að ábyrgð þess í starfi aukist og reikna mætti með auknum afköstum í kerfinu. Það er í raun forsendan fyrir sátt um þessa leið. Það sama gildir í raun um heilsu- gæslu. Sú breyting sem varð á heilsugæsluþjónustu við síðustu kjarasamninga við lækna er óþolandi gagnvart þeim sem á þeirri þjónustu þurfa að halda. Ég tek sem dæmi ástandið í Hafnarfirði. Það tekur 7-10 daga að fá tíma hjá lækni. Þetta er ekki með þeim hætti sem fólk sættir sig við. Með því að færa stjórn heilsugæslu til sveitarfélaga og gera rekstrarsamning við heimilislækna þar sem rekstur stöðvanna er færð- ur meira í þeiira hendur má bæta þetta ástand. Afkastageta ykist, já- kvæð áhrif á þjónustustig, rekstm’- inn yrði hagkvæmari og starfsfólk á að geta borið meira úr býtum. Höfundur er fomiaður Sjávarnytja og frambjóðandi í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Jón Gunnarsson Samhjálp til sjálfsbjargar ÉG sinni, en ekki af því að ég trúi á markaðinn eins og skurðgoð, held- ur vegna þess að ég hef lært og reynt að frjáls markaður og sann- gjörn löggjöf eru ótrú- lega öflug tæki til að bæta hag fólks. En þótt frjáls markaður geti flutt fjöll, þá leysir hann ekki allan vanda. Hann dugar til dæmis ekki til að tryggja við- unandi kjör fyrir þá sem hafa skerta starfs- orku. Þess vegna er ég eindreginn fylgismaður almannatrygginga. Ég vil að við tryggjum þeim sem minnst mega sín kjör og aðbúnað sem við værum reiðubúin að þola á sjálfum okkur ef á reyndi. Ég vil búa í landi þar sem ég get verið sæmilega öruggur um að krakkarn- ir mínir verði ekki reknir út á gadd- inn ef ég verð ekki fær um að styðja við bakið á þeim. Samhjálp með hvatningu Það er hins vegar vitað og þekkt frá nágrannalöndunum, að ef menn kunna sér ekki hóf í samfélagstryggingum, þá er auðvelt að eyði- leggja þá hvatningu sem öllu fólki er nauð- synleg ef það á að ná fram öllu því besta sem í því býr. Ég vil ekki að Islendinga dreymi eins og skólabörnin í ná- grannalöndunum sem ætla að verða atvinnu- laus þegar þau verða stór. Ég vil velferðar- kerfi sem hlúir að þeim sem minnst mega sín, en ég vil velferð sem drífur þá á fætur sem færir eru um. Vandinn í heil- brigðiskei’finu Talsverð átök hafa verið um heil- brigðiskerfið á síðustu árum, og þau hafa spillt starfsanda á ýmsum af mikilvægustu stofnunum þess. Vandinn felst ekki síst í því að fjár- veitingar til heilbrigðismála og sjúkratrygginganna sem á bak við liggja hafa ekki verið ákveðnai- eftii’ skýi-um grundvallarreglum, heldur hefur iðulega verið bætt við og skor- ið af með skyndiaðgerðum. Þessar Eg vil að við tryggjum þeim sem minnst mega sín, segir Markús Möller, kjör og aðbún- að sem við værum reiðubúin að þola á sjálfum okkur. meginreglur þarf að móta, því það þarf starfsfrið á sjúkrahúsum jafnt sem útgerð og álvinnslu. Til verka Ég vil að íslendingar kalli til sitt besta fólk að gera endurbætur á al- mannatryggingum og heilbrigðis- kerfi til að bæta afköst, auka skil- virkni og hvetja starfsfólk og skjól- stæðinga til dáða. Hluti af slíkri at- hugun er alveg örugglega að skoða einkavæðingu og einfóldun stjórn- kerfa. Ég vil fá að taka þátt í þessu starfi, til að bæta upplýsingar og yf- irsýn og tii að stuðla að því að al- menningur í landinu fái sem besta þjónustu fyrir féð sem hann leggur til heilbrigðismála og sjúkratrygg- inga. Slík verk eru ekki einfóld, en ég veit að ég hef þekkingu og hug- kvæmni til að koma að gagni við slík verk og ég skal hafa víðsýni til að kalla til aðra þar sem þarf. Höfundur er hagfræðingvr og sæk- isí eftir 2. sætinu íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjancsi. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 UMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5644433
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.