Morgunblaðið - 12.11.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.11.1998, Qupperneq 64
% 64 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? í TVEIMUR fyrri greinum mín- um um stöðu byggðamála á Islandi hef ég lýst búsetuþróuninni og rak- ið helstu orsakir þeirrar hnignunar sem nú blasir við á landsbyggðinni. ~s Komið er að því að draga ályktanir um vænlegar aðgerðir til að breyta þróuninni. Vill fólk búa úti á landi? Fyrst er þó að spyrja, hvort nokkur ástæða sé til að láta sig málið varða? Byggðastefna hefur verið í mikilli ónáð í þjóðmálaum- ræðunni í nærri 20 ár og oft notuð sem eins konar samheiti yfir óskynsamlega stjómarhætti og bruðl. Eg hef að auki heyrt ein- staka þingmenn höfuðborgarsvæð- isins segja í fjölmiðlum að svo virð- ist sem allir vilji flytja til Reykja- víkur, og við því sé ekkert að gera. Þetta sjónarmið kann að vera út- breitt og því er ástæða til að hafa nokkur orð um það. Rannsókn mín á búsetuskilyrð- um svarar þessum efasemdum með óyggjandi hætti. Meirihluti íbúa landsbyggðarkjördæma (frá 52% til 64% íbúa) segist helst vilja búa áfram á svipuðu svæði. Frá 11% til 28% þeirra segjast helst vilja búa á fjölmennara svæði, en aðeins frá 15% til 21% þeirra segjast helst vilja búa á höfuðborgarsvæðinu. Þá er einnig athyglisvert að um * 13% íbúa höfuðborgarsvæðisins segjast helst vilja búa á fámennara svæði en höfuðborgarsvæðið er. Þessi 13% íbúa höfuðborgarsvæð- isins samsvara um 23.000 manns. Meðalhlutfall landsbyggðarmanna sem segjast helst vilja búa á höfuð- borgarsvæðinu er 17%, en það eru nálægt 16.000 manns. Þeir einstak- lingar á höfuðborgarsvæði sem vilja búa á fámennara svæði eru því fleiri en þeir landsbyggðarbúar sem helst vilja búa á höfuðborgar- svæðinu. Svo notað sé nútímalegt orðalag, þá þýðir þetta að meira en nægur markaður er fyrir búsetu á landsbyggðinni, ef búsetuskilyrðin mg þar væru ásættanlegri en nú virð- ist vera. Það er því fráleitt að allir landsbyggðarmenn vilji umfram allt flytja til höfuðborgarsvæðisins. Hnignun landsbyggðar á síðustu árum er úr takt við búsetuóskir landsmanna. Almenn stefnumótun Á grundvelli niðurstaðna um helstu orsakir brottflutnings frá landsbyggðinni má móta almenna stefnu um aðgerðir sem líklegar eru til að hafa áhrif á þróunina. Slíkar aðgerðir þurfa einkum að felast í þrennu: • Aukinni nýsköpun atvinnulífs á lands- byggðinni • Auknum þekking- arbúskap á lands- byggðinni • Jöfnun efnalegra lífskjara milli lands- hluta Þingsályktun um nýja stefnu í byggða- málum 1998-2001, sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi í vor, leggur einmitt megináherslu á þessa þætti byggðaþróunaraðgerða, enda til- lagan byggð á framangreindum rannsóknum á orsökum bú- seturöskunar sem Byggðastofnun, undir forystu Egils Jónssonar, lét gera. Eg tel að ástand og horfur í bú- setuþróuninni séu nú svo háskaleg- ar að ástæða sé til að skerpa enn frekar á stefnumótuninni en gert hefur verið, einkum hvað snertir jöfnun búsetuskilyrða. Því vil ég hér fara frekari orðum um áhersl- ur í stefnumótun. Nýsköpun í atvinnulífi þyrfti að fela í sér aukna fjölbreytni atvinnu- lífsins, með auknum atvinnutæki- færum fyrir ungt fólk sem lokið hefur framhalds- eða háskólanámi. Þetta þarf að vinnast í samvinnu við heimamenn og atvinnuþróunar- félög svæðanna. Nýsköpun at- vinnulífs er hins vegar erfið í fram- kvæmd og tekur að öðru jöfnu langan tíma. Að henni ber samt að stefna. Aukinn þekkingarbúskapur á landsbyggðinni getur í senn falist í eflingu framhaldsskólakerfisins á landsbyggðinni, eða nýsköpun at- vinnulífsins sem skilar sérstaklega störfum fyrir menntað fólk, svo sem í hugbúnaðariðnaði, ferðaþjón- ustu eða almennum iðnaði. Fram- haldsskólar og háskólar verða hins vegar einkum byggðir á stæni þéttbýlisstöðum, ef vel á að vera. Þótt rétt sé að stuðla að eflingu menntakerfisins á landsbyggðinni eru þeirri viðleitni takmörk sett, og áhrifanna af slíkum aðgerðum gæt- ir ekki í bráð. Þar er oftar um lang- tímaáhrif að ræða. Hins vegar er hægt að ná fram jöfnun lífskjara og bú- setuskilyrða með mun skjótari hætti, með af- gerandi aðgerðum stjórnvalda er beinast að íbúum jaðarsvæð- anna. Oánægja með núverandi lífskjör er einmitt ríkur þáttur í hnignun búsetunnar á jaðarsvæðunum. Framfærslukostn- aður er hærri á sum- um svæðum lands- byggðarinnar og tvö- falt fleiri eru þar með Stefán tekjur undir fátæktar- Ólafsson mörkum en er á höfuð- borgarsvæðinu. Tilefni til lífskjarajöfnunar milli lands- hluta eru því fyrir hendi. Slíkum aðgerðum hefur í umtalsverðum mæli verið beitt bæði á Norður- löndum og í Evrópusambandinu. En hvernig kemur þetta heim og saman við það sem oft er nefnt í þessu sambandi, að meðaltekjur séu háar á Vestfjörðum og atvinnu- leysi lítið þar? Samt sé mikill brott- flutningur þaðan. Nýsköpun í atvinnulífi, -------------------■»--------- segir Stefán Olafsson, þyrfti að fela í sér aukna fjölbreytni. Svarið við þessari þversögn er það, að meðaltekjur eru háar á Vestfjörðum vegna þess að sjó- menn eru stór hluti íbúa þar, og meðaltekjur sjómanna eru almennt háar. Fiskvinnslufólk og bændur eru hins vegar með lágar tekjur og það er einkum fiskvinnslufólk og fólk úr öðrum greinum sem flytur brott. Atvinnuleysi er lítið á Vest- fjörðum meðal annars vegna hins óvenjumikla brottflutnings þaðan. Þróunin í sjávarútvegi á síðustu árum kallar að mínu viti einnig á aðgerðir til jöfnunar búsetuskil- yi-ða strax. Um þetta vil ég fjalla nánar. Markaðsvæðing sjávarútvegsins Það sem gerst hefur í sjávarút- vegi með tilkomu kvótakerfisins og heimildum til frjáls framsals veiði- heimilda er gífurleg skipulags- breyting, sem fært hefur greinina Öllum nýjum úlpum fylgir par af ________ ® PHOENIX ^MQgo 4ZB33> götuskóm 30 ÍEQlFi afsláttur á eldri gcrbum af.\cillgO úlpum. SEGLAGERÐIN Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200 frá beinu ríkisforræði til markaðs- búskapar. Búinn hefur verið til einkaeignarréttur á fiskimiðunum, sem gengur kaupum og sölum, líkt og hver annar vamingur á mark- aði. Akvæði laga um sameign þjóð- arinnar á fiskimiðunum eru orðin marklaus. Miðin sem áður voru al- menningur, til frjálsra afnota fyrir alla þegna landsins, eru það ekki lengur. Breytingin gæti þó verið skynsamleg, þrátt fyrir að henni fylgi erfið þjóðfélagsleg aðlögun. Gamla skipanin var í öllu falli af- leit. Markaðsvæðing í sjávarútvegi ætti að geta aukið hagræðingu í greininni og leitt til skynsamlegri nýtingar fiskistofna, þegar til lengri tíma er litið og þegar alvar- legustu gallarnir hafa verið sniðnir af skipulaginu. Hagræðingin mun meðal annars felast í því að útgerð- araðilum mun fækka, enda hafa þeir verið of margir og sóknargeta þein-a of mikil. Veiðiflotinn ætti þannig að geta orðið í betra sam- ræmi við afkastagetu fiskistofna og útgerðaraðilum ættu að gefast fleiri kostir til að haga veiðum á hagkvæman hátt. Eftir að frjálst framsal veiði- heimilda var heimilað hefur sam- þjöppun á eignarhaldi þeirra auk- ist, útgerðaraðilum hefur fækkað og þeir stækkað, eins og við var að búast. Þessi þróun hefur orðið í góðærinu, og að öllum líkindum mun hún verða meira afgerandi í næsta samdráttarskeiði sem verð- ur í sjávarútvegi. Þá munu fallvalt- ari útgerðimar í ríkari mæli leggja upp laupana og selja frá sér kvót- ann. Sjómönnum gæti fækkað og verst settu byggðarlögin komist á vonarvöl, ef kreppan yrði slæm. Eigendur kvótans hafa við nú- verandi skipan fengið vænlega út- gönguleið úr greininni með þvi að selja frá sér kvótann, en með því er lífsbjörgin hins vegar seld frá land- vinnslufólkinu, þ.e. fiskvinnslufólk- inu og öðrum íbúum minni sjávar- byggðanna. Það fólk á um fátt ann- að að velja en að flytja brott þegar svo er komið, og jafnvel skilja eftir afrakstur ævistarfsins í verðlausu húsnæði, ef fólkið þarf þá ekki að taka með sér skuldir af því að auki. Ibúar sjávarbyggðanna skynja þegar þetta aukna óöryggi um lífs- björg í framtíðinni og eru farnir að bregðast við því með brottflutn- ingi, eins og sýnt var í síðustu grein minni. Markaðsvæðingin í sjávarútveg- inum ætti samt að geta verið skyn- samleg og aukið hagkvæmni, ef hún er farsællega útfærð. Þjóðfé- lagslegur kostnaður hennar er hins vegar orðinn mikill, og á að öllum líkindum eftir að aukast á næstu ámm, að öllu óbreyttu. Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við þær þjóðfélagslegu afleiðingar sem gætu orðið af þeirri þróun sem þegar er hafin og bregðast við með markvissum hætti. Lokun almenninga Til fróðleiks er athyglisvert að líta til sögunnar og skoða lítillega sambærilega þróun í Englandi og víðar í Evrópu, við upphaf nútíma- þjóðfélagsins. Markaðsvæðingin í sjávarútveginum, með tilheyi-andi lokun almenninganna á fiskimiðun- um, á sér samsvömn í því sem gerðist við upphaf iðnvæðingar og útbreiðslu mai’kaðsbúskapar í Englandi. Eftirfarandi ívitnun í sagnfræðilega heimild sýnir sam- svörunina: ,Á Englandi komst aðallinn yfir nýjan auð fyrir tilstilli lokunar al- menninganna (the enclosure movements), sem náði hámarki á tímabilinu frá 1760 til 1820. Lokun almenninga fól í sér það að íbúum sveitaþorpa var ekki lengur heimilt að nýta sér víðfeðm landsvæði til framfærslu [með sjálfþurftai-bú- skap], eins og áður hafði tíðkast. Landeigendur, einkum aðalsmenn, bönnuðu smábændum ekki aðeins not af landi sínu, heldur keyptu þeir einnig upp mikið af landi fá- tækra smábænda. Kröfur ríkis- stjórnarinnar um að bændur girtu til fulls land sitt neyddu að auki marga smábændur til að selja frá sér landið, því þeir höfðu ekki efni á að girða sitt land. Um miðja 19. öldina var svo komið að um 67% af bresku ræktarlandi tilheyrðu stór- um óðalssetnim (large estates)... Þeir sem ekkert eða lítið land áttu lifðu við mjög kröpp kjör, og næringarástand versnaði í sumum tilvikum... Ofaglært verkafólk streymdi í sívaxandi mæli til stór- borganna."1 Svipuð mynd blasir við á Islandi nú. Sterku aðilarnir í sjávarútvegi geta lagt undir sig smærri og veik- ari aðilana og sölsað þannig undir sig stærstan hluta auðlindarinnar. Ef þeim tekst að auka framleiðni geta þeir fækkað sjómönnum. Landvinnslufólk mun hins vegar þurfa að flýja til borganna, þar sem þetta fer á versta veg. Markaðsvæðing landbúnaðarins, vöxtur iðnaðar og þéttbýlismyndun reyndust mikil framfaraspor í sögu Evrópu eftir að mesta umrótið var að baki. Mannlegur fórnarkostnað- ur breytinganna varð hins vegar mikill um áratuga skeið. Stjórnvöld í mörgum Evrópulöndum lærðu af þessu þá lexíu að óheftum mark- aðsbúskap fylgir of mikið óöryggi um lífsbjörg og einnig of mikil þjóðfélagsátök. Af þeirri lexíu eru sprottin velferðarríki nútímans. Þar er víðtækum kerfum almanna- trygginga og félagslegrar þjónustu ætlað að berja í brestina sem fylgja markaðsbúskap, með afkomuör- yggi og lífskjarajöfnun. Velferðar- ríkið gerir lífið bærilegra fyrir þorra almennings í markaðsþjóðfé- lögum og tryggir stöðugleika. í þessu samhengi ber að skoða byggðaþróunaraðgerðir hins opin- bera, þ.e. sem hluta af velferðar- ríkinu. Á hinum Norðurlöndunum hafa stjómvöld haft í hávegum það markmið að viðhalda byggð á jað- arsvæðum, ásamt því markmiði að jafna lífskjör þegnanna í ólíkum landshlutum. Þetta eru hin félags- legu markmið byggðastefnunnar. En byggðastefna hefur einnig efnahagsleg markmið og getur ver- ið hagkvæm fyrir þjóðfélagið. Þar er til dæmis um að ræða að nýta fjárfestingu sem fyrir er á jaðar- svæðum, í samgöngumannvirkjum, atvinnutækjum, íbúðarhúsnæði, þjónustustofnunum o.fl. Einnig hefur það efnahagslegt gildi að stuðla að nýtingu náttúruauðlinda sem víðast í landinu og rækta fjöl- breyttara atvinnulíf og fjölbreytt- ari menningu. Eg tel að styrkja þurfi þjóðfé- lagslegar stoðir markaðsbúskapar- ins í sjávarútvegi á íslandi í anda velferðarríkisins, með beinum að- gerðum til jöfnunar lífskjara milli landshluta, svo aftra megi því að fórnarkostnaður íbúa landsbyggð- arinnar verði alltof mikill. Þá er einnig ástæða til að sníða helstu gallana af kvótakerfinu, til dæmis hvað snertir stöðu smábátaútgerða og einyrkjaútgerða, eins og Jón Sigurðsson, fv. forstjóri, hefur bent á hér í Morgunblaðinu að undan- fömu. Aðgerðir til skemmri tíma I framkominni þingsályktun for- sætisráðherra um nýja byggða- stefnu eru ágætlega rakin áherslu- atriði sem tengjast markmiðum um aukna nýsköpun í atvinnulífinu og aukinn þekkingarbúskap á lands- byggðinni. Þær áherslur eru afar mikilvægar. Aðgerðirnar sem næi'- tækastar eru á þeim sviðum eru hins vegar ekki líklegar til að skila nægum árangri í bráð, en þær treysta grundvöll búsetunnar til lengri tíma. Til að bregðast kröftuglega við því ástandi sem nú ríkir á lands- byggðinni þurfa stjórnvöld að giípa til beinnar lífskjarajöfnunar milli landshluta strax. Ríkið styrkir nú fólk sem kaupir hlutabréf með skattafslætti. Ríkið styður barna- fjölskyldur með greiðslu barna- bóta. Ríkið styður fólk sem fjár- festir í íbúðarhúsnæði með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.