Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 70

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 : Leikur a mbUs Taktu þátt í skemmtilegum netleik á mbl.is og þú getur unniö bíómiöa á The Avengers, geisladisk meö tónlistinni frá Spori, Músík og myndum eöa glæsilegan herra- eöa dömufatnaö aö verömæti 35.000 krónur frá tískuversluninni Centrum. llm þossar mundir or njosnamyndin Tho Avongors frumsynd on hun or gorð i anda samnofndra sjónvarps- þatta som nutu vinsælda a sjöunda aratugnum. Myndin shartar goðum lcihurum s.s. Uma Thurman, Soan Connory og Ralph Fionnos otf or talin likjast að nokhru Mission Impossiblo og Jamos Bond myndunum. FRÉTTIR Rætt um rafmagn, vetni og gas í samgöngum RAFMAGN, vetni og gas - nýir valkostir í ílutningum og samgöng- um, er heiti á ráðstefnu og sýningu um umhverfisvænni farkosti en nú gefast sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur fóstudaginn 20. nóv- ember næstkomandi. Þar munu ís- lenskir og erlendir sérfræðingar fjalla um tækniútfærslur á um- hverfisvænni farartækjum, um að- gerðir á næsta ári og stefnumótun. Að ráðstefnunni standa Iðn- tæknistofnun Islands, Landsvirkj- un og Rafmagnsveita Reykjavíkur í samstarfi við Samorku, Sorpu og ráðuneyti umhverfismála, sam- gangna og iðnaðar. Þá verða sýnd- ar vistvænar vélar og farartæki, m.a. frá þremur bílaumboðum, Toyota, Jöfri og ístraktor, og kynnt verður ýmislegt efni sem tengist umfjöllunarefni ráðstefn- unnar. Verður sýningin opin áfram alla þá helgi. Markmiðið með ráðstefnuhaldinu er að vekja áhuga á nýjum orku- gjöfum og möguleika þess að velja vistvænni orku, meta áhrif nýrra orkugjafa í samgöngum og flutn- ingum og draga fram líklega þróun. I dagskrárhefti ráðstefnunnar kemur fram að á Islandi séu nú um 125 þúsund fólksbílar í umferð og staðhæft er að í Reykjavík sé út- blástur frá bílum einn stærsti mengunarþátturinn. Gera megi ráð fyrir að hver bensínbíll sleppi frá sér fjórum tonnum af koltvísýringi árlega og þannig gætu 50 þúsund rafbílar sem kæmu í stað jafn- margra bensínbíla minnkað heild- arútstreymi um 200 þúsund tonn. Er það um 10% af heildarlosun ís- lendinga á koltvísýringi. Námstefna Félags eldri borgara Betri heilsa og meiri hamingja á efri árum FÉLAG eldri borgara mun næstu tvær helgar gangast fyrir náms- stefnu þar sem fremstu menn halda erindi um ýmislegt, sem hefur áhrif á heilsufar fólks á efri árum. Bent er á mörg atriði, sem geta skapað fólki betri heilsu. Erindi flytja: Laugardag 14. nóv- ember kl. 13-17: Sögusagnir um ellina, Pálmi Jónsson, yfirlæknir, Forðist sjúk- dóma og fötlun, Pálmi -Jónsson, yfir- læknir, Slitgigt og liðskipti, Ríkarð- ur Sigfússon, læknir, Kynlíf aldr- aðra, Guðm. Vikar Einarsson, lækn- ir og Benedikt Sveinsson, læknir. Laugardag 21. nóvember kl. 13-17: Hreyfing og hreysti, Guðrún Ni- elsen íþróttakennari og Bergþóra Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, Bein- þynning, Gunnar Sigurðsson, pró- fessor, Augnsjúkdómar aldraðra, Einar Stefánsson, prófessor, Þvag- leki, Þór Halldórsson, yfirlæknir, Fjármál aldraðra, Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri og Gunnar Baldursson, forstöðumaður. Ennþá er hægt að komast að en væntanlegir þátttakendur eru beðn- ir að hringja í skrifstofu FEB. Háskólafyrir- lestur um friðargæslu SÞ DR. THANT Myint-U, fræðimaður við Trinity College í Cambridge-há- skóla, flytur opinberan íyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands og Alþjóðamálastofnunar Há- skóla fslands föstudaginn 13. nóv- ember kl. 16.15. I íýrirlestrinum mun Thant My- int-U fjalla um friðargæslu Samein- uðu þjóðanna og þá sérstaklega út frá reynslu sinni í Bosníu og öðrum hlutum fyrrverandi Júgóslavíu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Thant Myint-U lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Cambridge-háskóla árið 1996 með ritgerð um nýlendu- stjórn Breta í Burma á síðari hluta 19. aldar. Thant Myint-U hefur víð- tæka reynslu af starfi fyrir Samein- uðu þjóðirnar, en á árunum 1987-1993 vann hann á vegum sam- takanna að ýmsum verkefnum í As- íu, m.a. sem aðstoðarmaður for- stjóra eftirlitsskrifstofu mannrétt- indamála í Kambódíu. Arin 1994-1995 var hann talsmaður frið- argæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Sarajevó og 1996 var hann sér- stakur sendimaður aðalritara SÞ í Bosníu-Herzegóvínu. Fyrirlesturinn er öilum opinn og verður haldinn í stofu 101 í Lög- bergi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson DANSPÖRIN Halldóra Ósk Reynisdóttir og Isak Nguyen Halldórsson og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. Tvö íslensk danspör keppa í Hollandi ÍSLANDSMEISTARARNIR í 10 dönsum, Isak Nguyen Halldórs- son og Halldóra Ósk Reynis- dóttir og Gunnar Hrafn Gunn- arsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir, sem lentu í 2. sæti á ís- landsmeistaramótinu um helg- ina eru á leið til Hollands til þátttöku í stórri alþjóðlegri danskeppni „Open Dutch Championships 1998“ sem hald- in er í Slageren í Hollandi dag- ana 13., 14. og 15. nóvember. Þetta er ein af stærri opnu danskeppnum heims. Skemmst er að minnast árangurs Isaks og Halldóru á German Open í ágúst þar sem þau lentu í 5. sæti í latin-dönsum og árangurs Gunnars Hrafns og Sigrúnar Ýr frá því í London í haust þar sein þau lentu í 3. og 4. sæti einnig í latin-dönsum. Hver hefur rétt til að dæma Pinochet? MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna heldur málfund um efnið: Heims- valdasinnar hafa ekki rétt til að dæma Pinoceht; hverjir eru lær- dómar af ríkisstjórn Allende í Chile 1970-73, föstudaginn 13. nóvember kl. 17.30 á Klapparstíg 26, 2. hæð. Frummælendur eru Sigurður J. Haraldsson, félagi í Ungum sósí- alistum og Gylfi Páll Hersir, félagi í Dagsbrún-Framsókn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.