Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 74

Morgunblaðið - 12.11.1998, Síða 74
74 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 1 fíDLKV/UL j QULL_ / J Feetfiz vera I £NrtFH/EKn BNEW-e J | GAlPRflA/0|\W / i P&NSl l' FROSK'? \ 1 /}F Þl/} HEMN! 1 'lKAE VEL „ //£> HAmN, HA r í |^®gÆS».* J7 4 \ WFY ‘ / i. ■' i} o 'Y /| Grettir Hundalíf ( Tft/oib erþetta, ? 4 V SKeifa, ? V (Eiga þxrejjeioþ \ \ -foera manrvL / CKASh V .-..-I 111 1M m ’ ^ ^ ■ CAssociated Newspapers, Ltd, 1990 .. DisL by Tribuna Meaia Services, Inc. All riohts reserved. 1 ^ " 4^ XI AÍift»HA^Í.T27. Ljóska Ferdinand Smáfólk ‘í£' /é. Ég heyrði sléttuúlfana góla aft- Það eru engir Ég veit bara að það Gólaðir þú í gær- ur í gærkvöldi.. .hljóðin í þeim sléttuúlfar hér um fyllti mig einmana- kvöldi? eru alltaf svo átakanleg... slóðir... Leikatilfinngu... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Evró - evra Frá Arngrími Sigurðssyni: UM NÆSTU áramót byrja aðildar- ríki myntbandalags Evrópu að reikna upphæðir eigin gjaldmiðils í nýjum sameiginlegum gjaldmiðli. Nafn hins nýja gjaldmiðils er „Euro“. Orðið er fengið úr orðinu Europa. Margir eru þeirrar skoð- unar að hentugast hefði verið að fara eins að hér á landi og kalla hinn nýja gjaldmiðil evró sem aug- ljóslega er fengið frá íslenska orð- inu Evrópa. í þess stað hafa einhverjir fundið hvöt hjá sér til að búa til nýtt orð, nýyrðið evra, sem þeir telja ís- lenskulegra en evró. Ekki verður dreginn í efa góður vilji í anda mál- verndunar. En er evra endilega betra orð en evró? Með því að velja evró, sem hefur svo augljós tengsl við orðið Evrópa, var einstakt tæki- færi til að vinna gegn erlendum framburði þessa orðhluta í samsett- um orðum. Og hvernig verður framhaldið? Árið 2002 verður hinn nýi gjaldmið- ill Evrópu settur í umferð, bæði seðlar og mynt. Hvað verður þá upp á teningnum? Tökum dæmi af 100 Euro-seðli. Ætli íslendingar hugsi sér að þeir haldi á 100 evr- um? Eða 2 Euro-mynt? Hugsa menn: Þetta eru 2 evrur. Það er ákaflega vafasamt. Ef við samein- uðumst um orðið evró væri líklegra að fólk hugsaði: Já, þetta eru 100 evró eða 2 evró. Evróin eru svo miklu nær okkur en evrumar. Mörgum sýnist því, að verði evró ekki tekið í notkun um næstu ára- mót, verði evra bara bókmál, ef þá það, en fólk fari að tala um nýja gjaldmiðilinn með erlendum fram- burði sem ekki verður sýndur hér. Það er enn tækifæri til að festa evr- óið í sessi. ARNGRÍMUR SIGURÐSSON, Keilufelli 2, Reykjavík. Að skjóta fyrst og spyrja svo Frá Þóri S. Gröndal: EFTIRFARANDI frétt hefði get- að birst í hundruð kanadískra og bandarískra blaða og einnig náð að komast í útvarp og sjónvarp: „Kanadískur þvottabjörn fannst í fyrri viku í gámi, sem hlaðinn var nuddpottum frá Toronto, eftir skipsferð frá Halifax til Reykjavík- ur. Var þá liðinn um mánuður frá því að gáminum hafði verið lokað og hafði dýrið kúrt þarna í myrkri og kulda og án þess að fá vott eða þurrt. Vakti fundur bjarnarins mikla at- hygli og var dýraverndunarfélagið fljótt að sjá um að dýrið fengi að- hlynningu og fæðu án tafar. Þegar koma bangsa spurðist urðu börn borgarinnar sérstaklega hrifin og samþykkti 10 ára bekkur Mela- skóla að gera hann að heiðursdýri skólans. Skömmu seinna gengust ferðamálayfirvöld fyrir því að fá Flugleiðir til þess að flytja björninn heim til sín til Kanada. Þegar Flugleiðaþotan lenti í Halifax tóku á móti bangsanum hópur barna úr nærliggjandi skól- um og var dýrinu svo sleppt í skóg- lendi þar rétt hjá. Fulltrúar borg- arstjóra Halifax, Flugleiða og Ferðamálaráðs Islands ásamt fjölda fjölmiðlafólks voru einnig til staðar. Ræður voru meira að segja fluttar og sagði fulltrúi borgarstjór- ans, að þessi atburður sýndi, að ís- lenskt fólk væri sér meðvitandi um að við yrðum að búa í sátt og sam- lyndi við dýr náttúrunnar og koma í veg fyrir að þau væru áreitt eða meidd að óþörfu. Þakkaði hann öll- um sem hjálpað hefðu bangsa til að komast heim til sín.“ ' Því miður varð ekki svona góður endir á þessari óvæntu sjóferð þvottabjarnarins, eins og ég las í Mogganum frá 29. ok.tóber. Það er leitt til þess að vita að hér er ekki um einsdæmi að ræða. Það virðist vera að það sé stefnan hjá yfirvöld- um landsins að grípa strax til byssunnar __ þegar „útlensk" dýr slysast til íslands. Fyrir nokkrum árum fannst bleikur flamingói sem þvælst hafði frá Evrópu með veðri og vindum. Var hann fyrirvaralaust tekinn af lífi. Svo var það hvíta- bjarnarkópurinn, sem skotinn var á fundi, en þar voru víst áhugamenn að verki. Ekki er þetta nú neitt stórmál, en afskaplega leiðinlegt og dapur- legt. Gott fólk ætti að beita sér fyr- ir því að slíkt endurtaki sig ekki. Það hljóta að vera mörg börn á Is- landi sem myndina sáu af þvotta- biminum í blaðinu, sem spurt hafa mömmu eða pabba af hverju þetta hafi verið gert. ÞÓRIR S. GRÖNDAL, Flórída. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. té/zxWL- Gæðavara Gjafavara - matar og kaffislcll. Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.fl. Gianni Versace. 3 VERSLUNIN Lniigavegi 52, s. 562 4244.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.