Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 75

Morgunblaðið - 12.11.1998, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 75 R-listinn - Dagvistun Frá Guðjóni Sigurðssyni: STEFNA R-listans í dagvistun er að mörgu leyti mjög einkennileg. R-listinn ætlar að taka í notkun tvo nýja leiksóla. Um það er í sjálfu sér allt gott um það að segja. Eg var að ræða þessi mál við vin minn sem á barn á leikskóla og eft- ir að hafa rætt við hann spyr ég sjálfan mig; hvað er R-listinn að gera í leikskólamálum? Það er aug- ljóst að starfsfólk á leikskólum er alltof fátt. Dæmi eru um að starfs- maður sé með allt að 10 börn í 3-4 tíma í einu. Er þetta forsvaran- legt? R-listinn lofaði fyrir síðustu kosningar og líka fyrir kosningar 1994 að öll þörn 1 árs og eldri fái þau pláss á leikskóla sem foreldrar fari fram á. Nú nýlega boðaði R-listinn hækkun á dagvistunargjöldum. Hvað á að gera við þessa hækkun? Opna tvo nýja leikskóla til að sýna borgarbúum að R-listinn sé nú að efna loforð sín? En hvar ætlar R- listinn að fá starfsfólk til að vinna við þessa nýju leikskóla þegar ekki er hægt að manna við þá leikskóla sem eru nú starfandi? Er það rétt að starfsfólk sé frá vinnu vegna veikinda sem má rekja til álags starfsfólksins í vinnu? R-listinn á ekki að reyna að blekkja fólk með að reyna að sýna tölur um að biðlistar fækki, þegar starfsfólki liður ekki vel í vinnu og þar af leið- ir bitnar það á börnum okkar ómeðvitað. Ef R-listafólk í borgar- stjórn veit það ekki, þá eru fyrstu ár barna okkar mikilvæg. Þau hafa eðli málsins vegna misjafnar þarfir og það væri leitt og til skammar ef það góða starfsfólk sem enn er starfandi á leikskólum hætti. Ég legg til að hækkun sú sem R-list- inn setti á foreldra barna á leik- skólum fari til að hækka laun starfsfólks og laða til starfa fleira starfsfólk þannig að starfsfólki líði vel í vinnu sinni og þar af leiðandi börnum okkar. Þegar börnin fara á leikskóla eru þau að far í sína vinnu. Að lokum þetta, er það eðlilegt að barn sem kemur heim af leik- skóla segi: Pabbi, ég var ekkert bitinn eða sparkað í mig í dag. R- listafólk, hlúum að börnum okkar, í leikskóla byi’jar barnið að finna og sjá lífið, sýnum því ekki að lífið sé erfitt. Það getið þið með því að hætta að lofa og lofa plássum þannig að alltof mörg börn séu á hvern starfsmann. Borgið starfs- fólki mannsæmandi laun því það á það svo sannarlega skilið. GUÐJÓN SIGURÐSSON, Hátúni lOa, Reykjavík. Barnaskór í mörgum gerðum St. 20-33 V. 2.990 SMASKOR sérverslun með barnaskó, í bláu húsi v/Fákafen, s. 568 3919 (ÉVA-THiOÍ KUNIGUND SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 S 55! 3469 Úlpur, fleecefatnaður...fyrir útivistarfólkið! Coiiyeriilile-'rit Ballistic úlpa m/tleeceiakka West Rldse m/fleece iakka Boaz Mountain m/fleece-fóðri > Boulder Ridge m/fleece jakka Breeze Point m/fleece-fóðri Fleece jakki Vandaðurfleeœjakki sem haæt er að snúa við og úr verðurvindjakki með fleecefóðri Sportswear Company* Shaiienge II Heili anorakur Boulder Ridge m/fleece iakka Siberrak Kuldaskór Útivistarskór sportvömfiús Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Hjá okkur færðu alit í jólapakkana á góðu verðí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.