Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 88

Morgunblaðið - 12.11.1998, Page 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 Það besta úr báðum heimum! [ unix og NT = hp OPINKERFIHF f/ffl| hewlett mL tíÆ PACKAPD FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skortur á dag- mæðrum MIKILL skortur er á vist fyrir börn hjá dagmæðrum í vesturbæ Reykjavíkur og miðbænum. Dag- mæður þurfa starfsleyfi hjá Dagvist barna og er þeim heimilt að hafa að hámarki fimm börn í vist. Astandið er betra í úthverfum borgarinnar. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, segh- að þensla á vinnumarkaði hafi áhrif á framboð á vistun hjá dagmæðrum. „Það bjóðast færri dagmæður til starfa núna,“ sagði Bergur. Hann sagði að vandræðaástand væri hjá sumum foreldrum en Dag- vist bai'na hefði engin úrræði fyrir þá. Biðlisti væri hjá dagmæðrum í vesturbænum og í miðbænum. Hann sagði að starfandi dagmæðr- um hefði fækkað að undanfórnu og einnig hefði leikskólapláss aukist í borginni. „En þenslan á vinnumark- aðnum veldur því að fólk sækir síð- ur í störf af þessu tagi,“ sagði Berg- ur. Stórmeistar- ar í „Fiske- afmæli“ í Grímsey SANNKÖLLUÐ hátíðarstemmn- ing ríkti í Grímsey í gær, er eyjar- skeggjar og góðir gestir af fasta- landinu minntust fæðingardags Willards Fiske. Afhjúpaður var minnisvarði um Fiske, sem gefinn var af Kiwanisklúbbnum Grími. Willard Fiske var Bandaríkja- maður sem var uppi 1831-1904. Þótt iiann hafi aldrei komið til Grímseyjar, heillaðist hann mjög af Grímsey og eyjarskeggjum og studdi þá af mikium myndarskap. Fiske var mikill skákáhugamaður og gaf tafl á hvert heimili í eynni. Stórineistararnir Jóhann Hjart- arson og Friðrik Ólafsson voru á meðal gesta af fastalandiuu í „Fiske-afmælinu“ og settust þeir að tafli. Hér fylgjast yngstu Grímseyingarnir með þeim félög- um etja kappi á taflborði sem Fiske gaf á sínum tíma. ■ Minnisvarði/20 Deila meinatækna og Ríkisspítala er komin í hnút á nýjan leik Morgunblaðið/Kristján Meinatæknar hafa engan áliug a á en du rráð niiigu 111 DEILA meinatækna og viðsemj- enda þeirra fór í hnút á nýjan leik í gær og enginn þeirra réð sig til starfa á Landspítalanum eins og út- lit var fyrir eftir samningalotu í fyrrakvöld. Nokkrir meinatæknanna hugðust hefja störf í gær og aðrir næstu daga, en þeir hættu við þegar í ljós kom að einum meinatæknanna var gert að sækja skriflega um stöðu sína. Um er að ræða yfirmanns- stöðu og rennur umsóknarfrestur um hana út 15. nóvember. Verulegur vilji var fyrir hendi Meinatæknarnir komu saman til fundar í gærkvöld og að honum loknum sagði Anna Svanhildur Sig- urðardóttir, talsmaður meinatækn- anna, að þeir væru sárir út í Ríkis- Morgunblaðið/Kristinn MEINATÆKNAR komu saman í gærkvöld til þess að ræða stöðuna. spítaia og engan langaði til að end- urráða sig þai'. „Eg held að fólk sé bara að sleikja sárin. Ég veit ekki hver framvindan verður og það er eins og það megni bara enginn að gera neitt í þessari stöðu. Við höfum ekki einu sinni athugað hver fyrir sig hver persónuleg staða verður þegar komið er til baka og fólk hefur hreinlega ekki haft orku í að skoða það hvort fleiri þurfi að sækja um stöður sínar,“ sagði Anna Svanhild- ur. Hún sagði meinatæknana hafa undrast hve mikil pressa væri lögð á þá af hálfu viðsemjendanna og til- gangurinn væri greinilega sá að koma þeim úr jafnvægi en það virk- aði einfaldlega ekki lengur. „Það var verulegur vilji hjá fólki að koma inn aftur og ljúka þessu ástandi en sá vilji er ekki lengur fyrir hendi og framhaldið er óráðið. Við reiknum svo sem ekki með neinu en okkur liggur ekkert á núna,“ sagði Anna Svanhildur. Kaupir allan hlut ÍS í Vinnslustöð- inni og Ishafí EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Ker ehf., dótturfélag Olíufélagsins hf., gekk í gær frá kaupum á öllum hlutabréfum Islenski'a sjávarafurða hf. í Hlutabréfasjóðnum Ishafi hf. og Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um. Kaupverð er 650 milljónir króna. Nafnverð keyptra hluta í Hluta- bréfasjóðnum Ishafi er tæpar 322 milljónir króna sem er um 56% af heildarhlutafé félagsins. Nafnverð keyptra hluta í Vinnslustöðinni er rúmar 118 milljónh' króna sem er tæplega 9% af heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar. Olíufélagið hf. og Ker ehf. eiga fyrir eignarhluti í Vinnslustöðinni og helstu félögum sem Hlutabréfasjóð- urinn Ishaf er eignaraðili að. Mark- mið með kaupunum er að stuðla að endurskipulagningu félaganna og aukinni arðsemi þeirra í framtíðinni, að því er segir í fréttatilkynningu, sem undirrituð er af Geir Magnús- syni, forstjóra Olíufélagsins, og Her- manni Hanssyni, stjórnarformanni ÍS. Af hálfu Islenskra sjávarafurða er sala hlutabréfanna liður í fjárhags- legri endurskipulagningu félagsins og í samræmi við þá stefnumörkun þess að fjárfesta öðru fremur í markaðsstarfi en ekki í framleiðslu- fyi'irtækjum sjávarafurða. Fjármálaráðherra fjallar um Efnahags- og myntbandalagið Inntökuskilyrði orðin al- þjóðleg’ lágmarkseinkunn INNTÖKUSKILYRÐIN fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) gera ekki aðeins kröfur til aðildarríkjanna, heldur eru orðnar að „eins konar lág- markseinkunn í efnahagslegu tilliti á alþjóðlegum vettvangi“, að því er kom fram í ræðu, sem Magnús Pét- urssori, ráðuneytisstjóri í fjái-mála- ráðuneytinu, flutti fyrir hönd Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á ráð- stefnu um áhrif evrunnar á íslenska hagsmuni í gær. „Þau ríki, sem ekki uppfylla skil- yrðin, fá einfaldlega ekki sæti í úr- valsdeild alþjóðaefnahagsmála,“ sagði í ræðunni. „Það þýðir að þessi ríki njóta lakari lánskjara og eru á annan hátt talin ótryggari en ríki, sem uppfylla aðildarskilyrðin." Þriggja ára aðlögunartími Evran verður tekin í notkun í 11 ríkjum Evrópusambandsins um áramót. Gert er ráð fyrir þriggja ára aðlögunartíma í aðildarlöndun- um, en eftir 1. janúar árið 2002 verði evran eini gjaldmiðill svæðis- ins; I ræðu fjármálaráðherra kom fram að búast mætti við því að um leið og alþjóðamarkaðurinn mæti stöðuna þannig að hagstjórn væri að fara úr böndum kæmi refsingin í formi kröfu um hærri vexti eða þrýstings á gengi. Vegna evrunnar og aukinnar al- þjóðavæðingar væru nú gerðar miklar kröfur um ábyrga hagstjórn í löndum, sem vildu láta taka sig al- varlega á alþjóðlegum vettvangi: „Þetta þýðir einkanlega, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að þau lönd, sem standa utan bandalagsins, þurfa að setja markið hærra en gert er innan þess.“ ■ Lönd utan EMU/44

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.