Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 4

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór UNDIRRITAÐUR hefur verið loftferðasamningur milli íslands og Rússlands. Hér eru flugmálastjórar landanna, Gennady N. Zaytsev (t.v.) og Þorgeir Pálsson. Loftferðasamningur Rússlands og íslands undirritaður í gær Mögulegt að undirbúa flug til Moskvu FYRSTI loftferðasamningur Rússlands og íslands var undirritaður í Reykja- vík í gær. Gerir hann ráð fyrir að flugfélög í löndunum geti hafíð flug milli Reykjavíkur og Moskvu. Þá heimilar samningurinn millilendingar og yfirflug. Þrír óku út af í hálku LÖGREGLAN í Borgamesi sinnti þremur óhöppum í gær vegna ísingar á þjóðvegi 1 í lögsagnarumdæmi sínu. Engin slys urðu á fólki, en óhöppin vildu öll til með sama hætti, þeim að andvaraleysi ökumanna í hálkunni orsakaði útafakstur við Laxá í Leir- ársveit, við Baulu og við Borgarfjarð- arbrúna. Lögreglan sagði að hálkunnar á veginum gætti aðeins á köflum og því vöruðu ökumenn sig ekki nægilega á hættunni. ------------- Langur afgreiðslutími um helgina VERSLANIR á höfuðborgarsvæð- inu verða opnar lengi um helg- ina. Þannig munu flestar verslanir í miðbæ Reykjavíkur verða opnar til 22 í dag en frá 13-18 á sunnudaginn. I Kringlunni verða allar verslanir opnar frá 10-22 á laugardag en 13-17 á sunnudag. Verslun IKEA er opin frá 10-22 alla daga fram að jólum, en klukkutíma lengur á Þorláksmessu. Afgreiðslutími verslana við Smára- torg er sá sami og hjá IKEA. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Gennady Nikolaivich Zayt- sev, flugmálastjóri Rússlands, undir- rituðu samninginn. „Héma er um rammasamning að ræða, grundvöll fyrir samskiptum landanna á sviði flugmála," sagði Gennady N. Zayt- sev í samtali við Morgunblaðið í gær. „Nú geta flugfélög í löndunum hafið undirbúning að áætlunarflugi milli þessara borga ef þeim sýnist svo en hér er líka gert ráð fyrir að aðrir að- ilar í ferðaþjónustu geti komið við sögu,“ sagði flugmálastjórinn einnig. Hann kvaðst ekki geta sagt um hvort eða hvaða flugfélög í Rússlandi væru tilbúin að kanna flug til Islands en það myndi koma í ijós næstu mánuði. Flugleiðir kanna möguleika Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði að með samningnum hefðu skapast forsendur til að fyrir- tækið gæti kannað flug milli land- anna. Einnig væri verðmætt að samningurinn heimilaði yfirflug og lendingar af tæknilegum ástæðum. Hann sagði markaðskannanir og undirbúning hugsanlegs áætlunar- flugs milli Reykjavíkur og Moskvu geta tekið tvö til þrjú ár. Nýr áfanga- staður í austri gæti gefið Flugleiðum ákveðna möguleika á flutningum milli Rússlands og Bandaríkjanna um ísland enda væri Keflavík nánast mitt á milli landanna. Verðstríð á kalkúnamarkaði VERÐSTRÍÐ er skollið á í sölu á kalkúnum. Nóatúnsverslanirnar hófu að bjóða sænska kalkúna á 495 kr. hvert kg og svöruðu Bón- usverslanimar því með því að bjóða hvert kg af íslenskum kalkúnum á 458 kr. Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, segir að Bónus sé að tapa mörg hundruð þúsund kr. á þessu framtaki sínu. Reykjabúið í Mosfellsbæ er eini framleiðandi kalkúna á landinu og framleiðir upp undir 100 tonn á þessu ári sem er mikil aukning frá síðasta ári. Guðmundur Jónsson hjá Reykjabúinu segii' að útsölu- verð hjá Bónusverslununum end- urspegli ekki heildsöluverðið. Hann sagði að 450 kr. á hvert kg væri ekki raunhæft verð til lengri tíma litið. Þarna væri um tilboðs- verð að ræða og líklegt að seljend- ur gi-eiddu vöruna niður. Guð- mundur sagði að rétt væri að fram- leiðslukostnaður hefði þó farið lækkandi í kalkúnarækt. Verðhsta- verð frá Reykjabúinu er 690 kr. hvert kg en síðan eru veittir af- slættir til stærri viðskiptavina. Nóatún segir Bónus stórtapa á hverjum fugli Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, sagði að viðbrögðin við sænsku kalkúnunum hefðu verið afar góð og útlit fyrir að birgðirnar væru á þrotum. „Það var viðbúið að það yrði verðstríð. Við fáum ekki meira af kalkúnum, því miður, því það ríkir algjör stöðnun á kalkúna- markaðnum. Hér er aðeins einn framleiðandi. Verðið í heildsölu er 600 kr. og nú selur Bónus hvert kg á 450 kr. og er virðisaukaskattur- inn innifalinn í verðinu. Menn eru að tapa 700-1.000 kr. á hverjum fugli eftir stærð,“ segir Júlíus. Ekki undir framleiðsluverði, segir Bónus Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, segir að mikil sala sé í kalkúnum í verslunum Bónus enda sé verið að bjóða vöiuna á lægsta verði nokkru sinni. Utlit sé fyrir að nægilegt framboð verði af kalkún- um. Hann segir að varan sé ekki seld undir framleiðsluverði hjá Bónus. Hann bendir á að þótt verð- ið sé lágt núna sé hvert kg af kalkún selt á um 100 kr. í Banda- ríkjunum og um 300 kr. í Dan- mörku. HIN nýja flugvél íslandsflugs í lágflugi yfir Reykjavík í gær. Morgunblaðið/RAX 500 milljóna Islandsflug í Karíbahafí BOEING 737-200 flugvél íslands- flugs flaug í gær yfír Reykjavík á leið sinni vestur í Karíbahaf þar sem hún mun sinna áætlunarflugi á vegum flugfélaganna Air Gu- adeloupe og Air Martinique næstu 14 mánuði. Verkefnið mun færa ís- landsflugi um 500 milljóna króna tekjur. Um 30 manns vinna á veg- um félagsins við verkefnið, að sögn Ómars Benediktssonar fram- kvæmdastjóra, bæði Islendingar og erlendir starfsmenn. Byrjaði í þoturekstri í fyrra Vélin er merkt litum erlendu fé- laganna tveggja en hún er rekin á flugrekstrarleyfi Islandsflugs, sem annast rekstur, mönnun og viðhald. Ómar segir að félögin tvö, sem kennd eru við Guadeloupe og Mart- inique, séu að sameinast en þau hafi fyrst og fremst sinnt innanlands- flugi og skemmri flugleiðum milli eyja í Karíbahafi. íslandsflug hefur verið í svipuð- um rekstri og félögin tvö en byrjaði í þoturekstri í fyrra og Ómar segir að þau hafi talið Islandsflug heppi- legt fyrirtæki til að leiða sig fyrstu skrefín í þoturekstri. Starfsemi erlendis vaxtarbroddur íslandsflugs í hluta íslendinga hefur ímynd íslandsflugs tengst innanlandsflugi en fyrirtækið hefur skotið fleiri stoðum undir reksturinn. Þessi nýjung er síðasta viðbótin. Auk innanlandsflugsins er daglega á vegum félagsins fragtflug milli ís- lands og Evrópu á Boeing 737-200 vél, sem getur bæði flutt fragt og farþega. ðmar segir að sú erlenda starfsemi, sem stóreykst með verk- efninu í Karíbahafí, sé vaxtar- broddur fyrirtækisins. Framtíðar- áform geri ráð fyrir að þau skili um 40% af veltu félagsins, fragtflugið um 30% og innanlandsflug um 30%. Fjórir Is- lendingar til Kosovo MEIRIHLUTI fjárlaganefnd- ar vill að 37,7 milljónum króna verði varið til að senda fjóra liðsmenn frá íslandi til þátt- töku í eftirlitssveit ÖSE í Kosovo. Liðsmenn um 2.000 talsins Fastaráð ÖSE tók ákvörðun um að stofna eftirlitssveit til að sjá um eftirlit með fram- kvæmd á samþykktum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna í Kosovo 25. október sl. Áætlað hefur verið að liðsmenn verði um 2.000 talsins. Aðrar Norð- urlandaþjóðir ætla að senda 50 til 60 manns hver. í öðru lagi er lagt til að framlag til Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar lækki um 1,3 m.kr. í ljós hafi komið að áætlað framlag til stofnunar- innar geti lækkað frá því sem áður var talið. Loks er lagt tii að 20 m.kr. verði veittar til fastanefndar ÖSE í Kosovo.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.