Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör framsóknar f Reykjavík í janúar Finnur ^ styður Ólaf Örn í 2. sætið FULLTRÚARÁÐ framsóknarfé- laganna í Reykjavík hefar sam- þykkt að efna til prófkjörs um fjög- ur efstu sæti framboðslista flokks- ins í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11.-15. janúar og er þátttaka bund- in við félagsmenn í framsóknarfé- lögunum í borginni. A annað þúsund manns félagsmenn Að sögn Jóns Inga Einarssonar, formanns fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Reykjavík, rennur frestur til að skila inn framboðum út kl. 17 miðvikudaginn 30. desem- ber. Þá rennur einnig út frestur framsóknarmanna tU að skrá sig í félögin og öðlast þannig rétt til að taka þátt í prófkjörinu. Hann sagði að í dag væru á annað þúsund manns félagsmenn í framsóknarfé- lögunum í Reykjavík. Jón Ingi sagði að báðir þing- menn flokksins í Reykjavík, Finn- ur Ingólfsson og Olafur Örn Har- aldsson, hefðu tilkynnt þátttöku í prófkjörinu. Það hefði einnig Vig- dís Hauksdóttir gert, en hún var í fjórða sæti framboðslista flokksins í síðustu kosningum. Fleiri ættu vafalaust eftir að bætast við á næstu dögum. Fyrir síðustu kosningar viðhafði Framsóknai'flokkurinn í Reykjavík atkvæðagi-eiðslu meðal aðal- og varamanna í fulltrúaráði flokksins. „Samstarf okkar til mikillar fyrirmyndar" _ Á fundi fulltrúaráðsins lýsti Ólafur Örn yfir eindregnum stuðn- ingi við Finn í fyrsta sæti listans. Finnur var spurður hvort hann styddi Ólaf Örn í annað sæti list- ans. „Milli okkar Ólafs hefur verið mjög gott samstarf á þessu kjör- tímabili. Við stöndum fyrir mis- munandi sjónannið, en þrátt fyrir það hefur okkur gengið afskaplega vel að vinna sáman. Hann hefur stutt mig í mörgum erfiðum mál, þannig að samstarf okkar er til mikillar fyrirmyndar. Við náðum líka mjög góðum árangri í síðustu kosningum. Þá náði Framsóknarflokkurinn næst- besta árangri sem hann hefur náð í alþingiskosningum í Reykjavík. Ég er því eindreginn stuðningsmaður Ólafs Arnar í annað sæti listans," sagði Finnur. Nýja Boeing 757-300-þotan í prófun á nokkrum flugleiðum Condor Flugleiðir fá sínar þot- ur árin 2001 og 2002 Morgunblaðið/Halldór ALLMARGIR starfsmenn Flugleiða og Boeing voru samankomnir í viðhaldsstöð Flugleiða í gær þegar nýja 757-300-þotan frá Condor hafði viðkomu á Islandi. FORSTJÓRI Flugleiða, Sigurður Helgason (t.h.), og Jack F. Gucker, yfirmaður hjá Boeing, fluttu ávörp í gær. FYRSTU 757-300-þotumar frá Boeing-verksmiðjunum verða afhent- ar þýska leiguflugfélaginu Condor seint í mai's á næsta ári en 300-gerð- in er ný og stækkuð útgáfa af 200- gerðinni. Ein þotan, sem þegar hefur verið máluð í litum félagsins og inn- réttuð, hafði viðkomu í Keflavík í gær eftir að hún hafði verið prófuð á helstu flugleiðum félagsins. Flugleið- ir hafa pantað tvær slíkar þotur sem verða afhentar í mai-s árin 2001 og 2002. Alls hefur félagið nú í pöntun fimm 757-þotur af báðum gerðum og kauprétt á tveimur til viðbótar. Condor var fyrst flugfélaga til að panta 757-300-þotur og hefur pantað 13 og kauprétt á 12 til viðbótar. Flugleiðir sigldu í kjölfarið með pöntun á tveimur þotum og ísraelska flugfélagið Arkia hefur einnig pantað tvær. Jack F. Gucker, yfirmaður smíði lengdu 737- og 757-gerðanna hjá Boeing, tjáði Morgunblaðinu í gær að eftir sýningu á 757-300-þot- unni hjá Condor nú í vikunni hefðu 12 evrópsk flugfélög lýst áhuga sín- um á kaupum og í Bandaríkjunum hefðu þrjú til fjögur stóru félaganna einnig lýst áhuga. „Við nýttum tækifærið í Frankfurt og buðum fulltrúum flugfélaga að skoða þotuna eins og hún er nú full- búin. Jafnframt fengu þeir upplýs- ingar hjá fulltrúum Condor, sem höfðu prófað vélina á flugleiðum sín- um, um þessa fyrstu reynslu en mörg flugfélaganna hafa þegar 757- 200-vélar í notkun,“ sagði Jack F. Gueker. Elur hann þá von í brjósti að eitthvert þessara félaga muni panta á næsta ári. Hann segir Cond- or fá sjö fyrstu vélamar afhentar á fyrri hluta næsta árs. Þegar Boeing sendir nýja flug- vélagerð á markað fer einn af lokaá- fongum prófana fram hjá því flugfé- lagi sem fyrst fær slíka vél afhenta, í þessu tilviki Condor. Sagði fulltrúi Boeing að flogið hefði verið á fjórum dögum milli Frankfurt og 11 áfanga- staða Condor í sunnanverðri Evrópu og Vestur-Afríku. Flugmenn voru bæði frá Boeing og Condor og jafn- framt prófuðu flugfreyjur allan bún- að vegna þjónustu um borð. Einnig var æfð hleðsla og afhleðsla vegna farangurs og fraktar og raunar hvaðeina er snertir alla meðhöndlun vélarinnar. Þessi þáttur prófunarinnar gekk mjög vel, að sögn Jack F. Gucker og Cheryl Addams, yfirmanns almanna- tengsla, en í Þýskalandi reyndi ekki síst á tæknifólk og aðra sem annast afgreiðslu og umsjón flugvéla þar sem frost og erfið veðurskilyrði hafa verið síðustu daga. Nálega 50 starfs- menn Boeing og álíka margir frá Condor önnuðust prófanh'nar. Um 3,8% aukning sætaframboðs á ári Þjár fyrstu 757-300-þotumar hafa frá fyi'sta fluginu 2. ágúst verið í víð- tækum flugprófunum, m.a. í Kefla- vík. Prófunum lýkur næstu daga og er gert ráð íyrir að vélin fái lofthæf- isskírteini í janúar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í ávarpi sínu við at- höfn í viðhaldsstöðinni í Keflavík í gær að þessi gerð hentaði sérlega vel bæði á Ameríku- og Evrópuleið- um félagsins. Rifjaði hann upp þá ákvörðun Flugleiða að fækka 737- 400-þotum félagsins en stækka flot- ann með kaupum á 757-vélum og verða næstu árin keyptar bæði 200- og 300-gerðir. Flugleiðir fá fimm 757-þotur afhentar á jafnmörgum árum. Fyrstu tvær þoturnar eru af 200-gerðinni og verða afhentar í apríl 1999 og mars 2000, næstu tvær eru af hinni nýju 300-gerð og til af- hendingar í mars árin 2001 og 2002 og sú fimmta, verður afhent 2003 og verður síðar ákveðið hvort tekin verður 200- eða 300-gerð. Þá hefur félagið kauprétt á tveimur 757-þot- um til viðbótar. Við hverja 757-þotu sem kemur í stað 737-þotu mun sætaframboðið aukast um 3,8% að meðaltali á ári þar sem um stærri vélar er að ræða. Sigurður benti fulltrúum Boeing að miða við höfðatölu þegar borin væru saman kaup Flugleiða og er- lendra flugfélaga á þotum frá verk- smiðjunum. Væri svo yrðu bandarísk félög að kaupa 980 þotur á móti hverri einni sem Flugleiðir keyptu og evrópsk félög 310 þotur. Forráðamenn Flugleiða segja um- talsverðan sparnað nást með því að hafa sem fæstar flugvélagerðir í notkun, m.a. með lægri þjálfunai'- kostnaði flugmanna og tækniliðs og umfangi varahlutabirgða. Boeing 757-300-þotan er rúmlega 7 metrum lengri en 200-gerðin og mun með innréttingu Flugleiða taka á bilinu 214 til 227 farþega en 200-gerðin tekur 176 til 189 farþega. Félagsmálaráðherra segir útgáfu atvinnuleyfa hafa stóraukist Vantar fólk til að halda þjóðfélaginu gangandi „ÞAÐ hefur orðið stórfjölgun á út- gáfu atvinnuleyfa og er það vegna þess að okkur vantar starfsfólk til þess að halda þjóðfélaginu gang- andi,“ segir Páll Pétursson félags- málaráðherra. Fyrir nokkrum vik- um hafði Vinnumálastofnun félags- málaráðuneytisins gefið út um 1.500 atvinnuleyfi frá áramótum, skv. upplýsingum Páls. I Morgunblaðinu í gær kom fram að útlendingum, sem veitt hefur ver- ið dvalai'leyfi hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu misserum. Fram kom í máli Jóhanns Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra Útlend- ingaeftirlitsins, að íslendingar væru í dag í sömu stöðu og þjóðir Norður- Evrópu voru í þegar þær fluttu inn íjölda fai'andverkafólks um 1970. Páll sagði að sér hefði ekki unnist tími til að lesa ummæli Jóhanns þegar þau voru borin undir hann. Erfitt að fá fólk til starfa „Það er hvergi fólk að fá til ým- issa starfa. Það er til dæmis verið að leggja hér fram svar á þinginu við fyrirspurn frá Þórunni Svein- björnsdóttur. Þar kemur í ljós að núna vantar 42 ófaglærðar starfs- stúlkur á Ríkisspítalana. Við getum auðvitað ekkert annað en heimilað útgáfu atvinnuleyfa. Það er bundið því skilyrði að Út- lendingaeftirlitið hafi heimilað per- sónuna, atvinnurekandi sæki um leyfi fyrir viðkomandi starfsmann, á nafni hans, áður en hann kemur til landsins og samþykki að greiða honum samkvæmt íslenskum kjara- samningum. Auk þess sem atvinnu- rekandinn tekur að sér að kosta viðkomandi starfsmann til landsins og aftur heim að ráðningartíma loknum. í fjórða lagi þarf viðkom- andi verkalýðsfélag að samþykkja ráðninguna," sagði Páll.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.