Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Regína Thorarensen býr við góðan kost á Hulduhlíð á Eskifirði: ER yður eitthvað illa við almættið göfuga frú? Ákvörðun borgarráðs felld úr gildi ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun borgarráðs um að fresta af- greiðslu á erindi frá Háspennu ehf., þar sem hún sé í and- stöðu við reglur laga um með- ferð umsókna um byggingar- leyfí, svo og almennar reglur stjómsýslu um valdmörk. Jafnframt er lagt fyrir bygg- ingamefnd Reykjavíkurborg- ar að ljúka, án ástæðulauss dráttar, afgreiðslu umsóknar Háspennulínu ehf. um leyfi til breytinga á húsinu við Skóla- vörðustíg 6. Umsókn verði tekin til efnislegrar meðferðar í úrskurðarorðum er felld úr gildi ákvörðun borgarráðs um að fresta afgreiðslu á er- indi Háspennu ehf. um að borgarráð hlutist til um að veitt yrði leyfí til fram- kvæmda við breytingar á Skólavörðustíg 6 og að teikn- ingar yrðu samþykktar á næsta fundi byggingarnefnd- ar. Jafnframt að byggingar- nefnd taki til efnislegrar meðferðar umsókn eiganda Skólavörðustígs 6 um breyt- ingar á eigninni, sem frestað var á afgreiðslufundi bygg- ingarfulltrúa og vísað var til umsagnar skipulags- og um- ferðarnefndar. Vig’dís Finnboga- dóttir í sérblaði Time TÍMARITIÐ Time hefur gefið út sérblað um Evrópu undir yfír- skriftinni „Visions of Europe“. I blaðinu er fjallað um stjórnmál, menningu og lífshætti Evrópuþjóða og rætt um átök og horfur í álf- unni við aldamót. í um- fjöllun um evrópska hugsjónamenn er sagt frá störfum Vigdísar Finnbogadóttur fyrr- verandi forseta ís- lands, viðhorfum henn- ar og áhugasviðum. Blaðið segir að Vig- dís sé frumherji á ýmsum sviðum og til þess tekið að hún hafi verið með fyrstu einstæðu konunum á Islandi sem ættleiddu barn. Varðveitir andleg gildi Hún varð síðar fyrst kvenna í heiminum kjörin þjóðarleiðtogi í lýðræðislegri kosningu og segir Time farsæld Vigdísar í embætti staðfesta orð hennar sjálfrar: „Peg- ar land er lítið eins og Island er það röddin sem gildir, ekki fjöldi landsmanna.“ Greint er frá for- mennsku Vigdísar í Ráði kvenleiðtoga og sömu- leiðis í nefnd UNESCO um siðferðþ í tækni og vísindum. „Ég vil að sem flestar konur sjái hvað ég er að gera og hugsi: „Ef hún getur þetta, því þá ekki ég?“„ er haft eft- ir Vigdísi. Tímaritið hrósar henni íyrir að varðveita andleg gildi og tekur undir eftirfarandi orð hennar: ,AUt snýst um efhahag um þessar mundir, en við getum ekld haldið þannig áfram. Við verðum að taka fleira með í reikninginn; gildi hugans og gildi hjartans." Meðal annarra hugsjónamanna sem fjallað er um í Evrópuhefti Time eru Mona Sahlin íyrrum aðstoðarforsæt- isráðherra Svíþjóðar, Eva Klotz leið- togi sameiningarflokks Suður-Týról, Valdas Adamkus forseti Litháen og gríski kvenréttindafrömuðurinn Margaref Papandreou. Vigdís Finnbogadóttir Gjaldtaka Landmæl- inga tekin til skoðunar GUÐMUNDUR Bjamason umhverf- isráðherra segir að gagnrýni Máls og menningar á gjaldtöku Landmælinga vegna útgáfu korta, þar sem að ein- hverju leyti sé stuðst við gögn frá stofnuninni, verði tekin til skoðunar samfara heildarendurskoðun á gjald- skrá Landmælinga sem nú fer fram. Dragist hún lengur en fram að ára- mótum verði þó að skoða kvartanir Máls og menningar sérstaklega. Mál og menning telur að gjaldtaka Landmælinga eigi sér ekki stoð í lög- um um stofnunina og að hún eigi ekki höfundarrétt að gögnunum þar sem þau séu bandarísk að uppruna. Jób Balittiu HMBibalsm, stBdJiím Ævisaga þorsksins FISKURINN SEM BREVTTI HEIMINUM mark kurlansky „Örlagafiskur. ísland kemur mikiö viö sögu í bókinni, sem er blanda af sagnfræði, uppskriftum, blaðamennsku og skáldskap. Mikilvægi framlags Islands í ÆVISÖGU ÞORSKSINS er ekki lítið, því þorskastríð íslendinga gjörbreyttu t.d. alþjóöalögum og voru ... mikilvægari en Vletnam stríðið." - Stöð 2 „Um leið og ég leit þessa bók Kurlanskys augum, opnuðust fyrir mér nýjar víddir í skilningi á gangi sögunnar, og þá ekki sfður íslandssögunnar. Ég var strax sannfærður um að þessa bók þyrftu helst allir íslendingar að lesa sér til skilningsauka á stöðu sinni I heiminum I nútíð og fortíð.“ - Ólafur Hannibalsson .Ein af 25 bestu bókum ársins." - The New York Public Library Evrópski kvikmyndasjóðurinn Sextíu milljónir til íslenskra mynda í ár Markús Örn Antonsson Tíu ár eru liðin síðan Evrópski kvik- myndasjóðurinn tók til starfa. Hann starfar inn- an vébanda Evrópuráðsins í Strassburg og er tilgangur- inn með honum að styrkja og efla samstarfsverkefni milli kvikmyndaframleið- enda í Evrópulöndum. „Þetta er gert í því almenna augnamiði að gera evr- ópska kvikmyndagerð sam- keppnishæfari og vinna að útbreiðslu evrópskra kvik- mynda til sýninga sem víð- ast í kvikmyndahúsum og sjónvarpi,“ sagði Markús Om Antonsson sem sæti á í stjóm sjóðsins fyrir íslands hönd. -Hvað hefar sjóðurinn styrkt margar kvikmyndir? „Frá stofnun hefur sjóð- urinn styrkt 666 leiknar kvikmynd- ir og heimildarmyndir og veitt samtals sem nemur 14 milijörðum íslenskra króna í styrki.“ -Hvemig eru reglurnar sem sjóðurinn starfar eftir? „Lögð er mjög rík áhersla á að um samstarfsverkefni sé að ræða, milli kvikmyndaframleiðenda í að minnsta kosti þremur aðildarlönd- um sjóðsins. Þau em nú 25 talsins. Þá er átt við að listræn og tæknileg samvinna sé fyrir hendi og einnig fjármögnun. Sjóðsstjómin fer yfir allar umsóknir sem berast, þær em fjölmargar á ári hveiju. Fyrir hvem úthlutunarfund er fjallað um 30 til 50 umsóknir og þurfa stjóm- armenn að hafa kynnt sér greinar- gerðir um efni myndanna og fjár- mögnun. Auk þess hvaða listamenn koma við sögu, leikstjórar og fram- leiðendur. A úthlutunarfundunum er það síðan hlutverk fulltrúa þess lands sem hefur forystuhlutverkið í hveiju samstarfsverkefni að mæla fyrir því og taka síðan þátt í um- ræðum um verðleika verksins. Fulltrúar hinna landanna tveggja sem eiga aðild að hinu tiltekna verki sem meðframleiðendur gera einnig grein fyrir þátttöku sinni og síðan em greidd atkvæði um hvert og eitt verk.“ -Hver er hlutur íslands í þessu starfí? „íslensk kvikmyndagerð hefur tvímælalaust haft mikinn styrk af Eurimages-sjóðnum og notið þar velvildar. Það er greinilegt að stjómarmenn meta mikils hæfi- leika íslenskra kvikmyndagerðar- manna, metnað þeirra og getu til að skapa áhugaverð verk á þessu sviði. Það er líka Ijóst að þeim finnst ánægjulegt að hafa getað stuðlað að framþróun kvikmynda- gerðar í þessu fámenna landi. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra bauð til stjómarfundar Eurimages hér á landi sumarið 1996. Sá fundur varð til þess að auka skilning stjómarmannanna á aðstöðu íslensks kvikmyndagerðar- fólks og þeir höfðu tækifæri til að hitta marga úr þess hópi. Slík inn- sýn í íslenskar aðstæður hefur tví- mælalaust haft mildð gildi fyrir okkur síðan á þessum vettvangi. Til marks um það má nefna að á þessu ári hefur Eurimages veitt 60 milljónir króna í styrki til íslenskra mynda. Framlag okkar á árinu til sjóðsins er sex milij- ónir. Þessar 60 milljónir króna vom styrkur til Myrkrahöfðingja Hrafhs Gunnlaugssonar, Engla al- heimsins sem Friðrik Þór Friðriks- son gerir og til myndar Guðnýjar ► Markús Örn Antonsson fædd- ist í Reykjavík 25. maí 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965 en hafði starfað sem blaða- maður og ljósmyndari á Morgun- blaðinu og fengist við gerð út- varpsþátta meðfram námi. Hóf störf 1965 í frétta- og fræðslu- deild hins nýstofnaða sjónvarps Ríkisútvarpsins, var við nám í dagskrárgerð og sjónvarpsfrétta- mennsku og vann undirbúnings- starf fyrir fréttadeildina áður en sjónvarpið hóf útsendingar árið 1966. Markús var borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1970 í 14 ár, sat í ýmsum nefndum borgarinnar og var forseti borgarsfjómar 1983 til ‘85. Hann var í útvarpsráði frá 1979 og formaður þess 1983 til ‘84. Útvarpssfjóri RÚV 1985 til 1991, borgarstjóri í Reykjavík 1991 til 1994. Framkvæmdastjóri Útvarpsins 1995 til ‘98 og skipað- ur útvarpsstjóri 1998. Hann hef- ur fyrir Islands hönd setið í stjóm kvikmyndasjóðs Evrópu- ráðsins Eurimages siðan 1994. _ Markús er kvæntur Steinunni Ár- mannsdóttur, skólasfjóra Álfta- mýrarskóla, og eiga þau tvö upp- komin börn. Halldórsdóttur Ungfrúin góða og húsið. - Hvað margar íslenskar myndir hafa fengið styrk frá sjóðnum frá upphafí? ,AUs hafa 15 íslenskar bíómynd- ir fengið styrki úr Eurimages-kvik- myndasjóðnum, samanlagt að upp- hæð 224 milljónir króna á sama tíma og framlag íslands til sjóðsins hefur alls verið 30 milljónir króna. Aðildarlönd Evrópuráðsins eru nú 40 talsins og hefur þeim fjölgað á undanfómum árum með þátttöku landanna í austanverðri Evrópu. Því má gera ráð fyrir að aðildar- löndum kvikmyndasjóðs Eurima- ges eigi eftir að fjölga á næstu ár- um, en þau eru 25 talsins nú um stundir. Þetta mun auðvitað leiða til þess að fiárþörfin verður meiri hjá sjóðnum og samkeppnin um styrki harðari. Ég hef lagt ríka áherslu á að sjóðsstjómin taki tillit til sérstöðu hinna fámennari þjóða eins og íslands og styðji við bakið á kvik- myndagerðarmönnum sem ekki hafa beinan aðgang að hinum stærri mörkuðum. Það sjónarmið hefur notið skilnings og ég vona að svo verði áfram og að íslenskir kvikmyndagerðarmenn geti áfram þróað samstarf við starfsbræður sína í öðrum löndum um verkefni sem uppfylli skilyrði sjóðsins. „Alls hafa 15 íslenskar bíó- myndir fengið styrki úr Eurimages.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.