Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 15

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 15 FRÉTTIR Rauði krossinn styrkir sjúkraflutningamenn til náms Morgunblaðið/Júlíus ÓLAFUR R. Magnússon og Stefnir Snorrason hlutu styrk vegna grunnnámskeiðs fyrir sjúkraflutninga og Þórður Ágústsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ólafur Sigurþórsson, Jón Trausti Gylfason, Guðmundur Guðjóns- son og Guðlaugur Magni Davíðsson, hlutu styrk vegna framhaldsnámskeiðs í sjúkraflutningum auk þeirra Sveins Loga Björnssonar og Friðjóns Daníelssonar, sem voru í útkalli. Með þeim á myndinni er Þór Hall- dórsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands. REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands hefur veitt átta starfsmönnum Slökkviliðs Reykjavíkur styrk úr Menntunar- sjóði sjúkraflutningamanna til að sækja neyðarbifreiðarmenntun sem Sjúkraflutningaskóli Rauða kross Isiands veitir og tekur sex vikur. Tveir starfsmenn að auki fengu styrk vegna grunnnám- skeiðs fyrir sjúkraflutninga. Jafnframt hefur Rauði kross Is- lands afhent Reykjavíkurdeild Rauða krossins, nýjan sjúkrabfl með breyttu útliti og afhenti Reykjavíkurdeildin Slökkviliðinu bifreiðina til afnota. f máli Hrólfs Jónssonar slökkviliðsstjóra kom fram að árangur af neyðarflutn- ingum á svæði Slökkviliðsins væri sá íjórði besti í Evrópu. Jón Viðar Matthiasson vara- slökkviliðsstjóri sagði í þakkar- Fjórði besti árangur í Evrópu ávarpi að menntun sjúkraflutn- ingamanna væri nauðsynleg. „Við erum með búnað á heims- mælikvarða og við stefnum þang- að líka,“ sagði hann. Þáttur SHR mikilvægur Hrólfúr Jónsson slökkviliðs- stjóri, sagði að árangur björgun- araðgerða réðist af þrennu, þ.e. að markmið og hlutverk þeirra sem taka þátt í þeim væru skýr, að aðgangur að tækjum og mann- afla væri nægur og þekking, þjálfun og reynsla væri fyrir hendi. „Ég held að rekstur neyð- arþjónustunnar í borginni sé til marks um það að þegar þetta þrennt er fyrir hendi þá er árang- urinn með þeim hætti sem við höf- um í dag,“ sagði hann. Sagði hann að árangur af neyðarflutningum á svæði Slökkviliðsins væri eins og meðal fjögurra bestu slökkviliða í Evrópu. I því ætti Sjúkrahús Reykjavíkur stóran þátt og þeir læknar sem þar starfa. Jafnframt hefur Reykjavíkur- deild Rauða krossins afhent Slökkviliðinu bangsa fyrir börn sem slasast og flutt eru í neyðar- bflunum en í Ijós hefur komið að bangsar gera börnunum oft lífið bærilegra á erfiðum stundum. Bangsarnir eru frá Reykjavíkur- deildinni og fyrirtækinu MAX og eru þeir klæddir í búning sjúkra- flutningamanna. Opið alla daaa til ióla VERÐSPRENGJA 60 cm a hœð JOLATRE 1.5, 1.85 og 2.10 metra meðan byrgðir endast Kr. 3900,< Samg verð á öllum staerðunT JOLAKERTI JOLASKRAUT SKREYTIEFNI JÓLADISKAPLÖST GRENILENGJUR BASTKÖRFUR JÓLATRÉSFÆTUR og margt fleira Vandaður skúffuskápur og jólatrésfótur fylgir með hverju seldu jólatré meðan byrgðir endast. á Sprengiverði Brauðristar Kaffivélar Riksugur Samlokugrill Vöfflujárn Suðukönnur Hitateppi Útvarpstæki Vasadiskó Klukkur Fjöldi annarra tækja á verði sem ekki hefur sést hér á landi - Sjón er sögu ríkari. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opió um helgar kl. 11 -17 og virka daga kl. 12-18 Veður og færð á Netinu mbl.is ALLTXKf= GiTTHVV\£> A/ÝT7 Andlát KJARTAN TÓMAS GUÐJÓNSSON KJARTAN Tómas Guðjónsson, fyrrver- andi sjómaður, lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfírði hinn 7. desember sl. 91 árs að aldri. Hann varð þekktur á sinni tíð sem einn af 5 manna áhöfn á mb. Kristjáni er báturinn var týndur í hafi í 12 daga í febrúarmánuði 1940. Kristján var vél- stjóri bátsins. Honum tókst að eima vatn úr sjó og varð það til þess öðru fremur að halda lífi í áhöfn- inni. Mb. Kristján varð vélarvana og hraktist undan veðri og vindum. Lengst rak hann 120 sjómílur á haf út. Var búið að telja bát og áhöfn af þegar bátinn rak á land við Hafnir á Reykjanesi á 12. degi. Var þar haugabrim en allir skipverjar björguðust heilir á húfi. Eru hrakningar þessar ein- hverjir hinir mestu og langvinnustu sem sög- ur fara af hér á landi og voru skráðir í ann- ála. Kjartan stundaði sjómennsku í 53 ár á fjölda báta. Eftir að hann hætti sjó- mennsku árið 1972 starfaði hann í frysti- húsi Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík og hætti þar störfum daginn fyrir átt- ræðisafmælisdaginn sinn. Arið 1988 fluttist hann á DAS í Hafnar- firði. Kjartan verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugar- daginn 12. desember nk. kl. 11. /OLATRE TIIB ORI(ÍINAL/USA 4. . ★ TIU ARA ABYRGÐ, ÆVIEIGN ★ VERD AÐEINS ERÁ 2900,- ★ MARGAR STÆRDIR ★ /ÓLASERIA & FÓTUR FYLGIR 3 ÚTSÖLUSTAÐIR ALASKA Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 a Ármúla 34 s: 562 2040 CjjajaL l óonnum ort með .J jolc aan da Hretffmg Cjieymíð jér íimuatninuy u iUJá ieðurLönzhunum ocj ndttLjóinum í ar! ínum. Sýnið sanna umhyggju með gjöf sem styrkir líkama og sál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.