Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Maður dæmdur til bótagreiðslu í Héraðsdómi Norðurlands eystra Felldi tré ná- granna síns Morgunblaðið/Kristján SAGA Skautafélags Akureyrar 1937-1997 er komin út og fékk Krist- ján Þór Júlíusson bæjarsljóri fyrsta eintakið afhent í gær. Með hon- um á myndinni eru ritnefndarmenn, Jón Hjaltason, lengst til vinstri, Guðmundur Pétursson og Ásgrímur Ágústsson. Saga Skautafélags Akureyrar í 60 ár HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt mann til greiðslu bóta að upphæð rúmar 65.000 krónur auk dráttarváxta, fyrir að fella nokkur stór tré á lóð nágranna síns í raðhúsi á Akureyri. Einnig var manninum gert að greiða 50.000 krónur í málskostn- að. Eigandi trjánna stefndi mannin- um fyrir að hafa valdið sér fjár- hagslegu tjóni með skemmdar- verkum á eignum sínum. Þessi at- laga stefnda að eignari’étti stefn- anda hafi um leið verið atlaga að persónu hans. Taldi stefnandi sig einnig eiga rétt til miskabóta. Stefndi taldi að ekki hafi verið um skemmdarverk að ræða, heldur nausynlegan óbeðinn erindisrekst- ur unninn af illri nauðsyn og í góðri trú. Lóð stefnanda hafi verið í stór- kostlegu hirðuleysi enda hafi henni Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Opið hús sunnudagaskólans í Safnaðarheimili frá kl. 10.30 til 12 á morgun, sunnu- dag. Jólaföndur íyrir bömin og heitt á könnunni fyrir foreldra. Danssýning kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun, sopi og spjall í Safnaðarheimili á eftir, en þar gefst kirkjugestum kostur á að ræða predikun dagsins. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju í kirkjunni kl. 20.30 annaðkvöld. Einsöngvari Ósk- ar Pétursson. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kapellu kirkjunnar kl. 12 næsta fimmtudag, 17. desember. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskól- inn kl. 11 á morgun, sunnudag. For- eldrar hvattir til að.mæta með börn- unum. Aðventukvöld kl. 20.30. á sunnudagskvöld, Kristinn G. Jó- hannsson flytur hugleiðingu, kór Glerárkirkju og barnakór kirkjunn- unnar syngja, ljósaathöfn í lokin. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 á miðvikudag, 16. desember, orgel- leikur, altarissakramenti og fyrir- bæn, léttur hádegisverður á eftir. Síðasta samvera fyrir jól. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Helgistund í kirkjugarði Hríseyjar í dag, laugardag, 12. desember kl. 18 og kveikt verður á leiðalýsingunni. Sunnudagaskóii í kirkjunni í Hrísey kl. 11 á morgun. Sunnudagaskóli verður í Stærri-Árskógskirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæn og lofgjörð kl. 10 til 12 í dag, laugar- dag, bæn kl. 20 til 21 í kvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa kl. 11.30 á morgun, sunnudag, léttur hádegisverður á vægu verði á eftir. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30, fjölbreyttur söngur, bamapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvun- arorðum úr ritningunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. -------------- Aglowfundur OPINN Aglowfundur verður hald- inn í félagsmiðstöð aldraðra í Víði- lundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 14. desember og hefst hann kl. 20. Katrín Þorsteins- dóttir verður með hugvekju, Anna Júlíana Þórólfdóttir syngur ein- söng. Söngur, lofgjörð, fyrirbæna- þjónusta og kaffihlaðborð. Þátt- tökugjald er 350 krónur. ekki verið sinnt né um hana hirt í 10 ár vegna þess að stefnandi bjó í öðrum landshluta og bannaði leigj- endum sínum að hirða um gróður- inn. Hafi trén verið allt of þétt og þegar þau uxu þá skyggðu þau á sólarljós, ekki aðeins í íbúð stefnda heldur í næstu íbúðum. Stefndi taldi jafnframt að grenndarréttur hafi verið brotinn svo freklega á sér að honum hafi verið nauðugur einn kostur að bregðast við. f óþökk allra nágranna I dómskjali kemur fram að 13 íbúar raðhússins og 4 brottfluttir, staðfesta að aldrei hafi verið sam- þykkt á húsfundi sú trjárækt sem átti sér stað á lóð stefnanda. Stærð og fjöldi trjáa á lóðinni hafi verið til verulegra óþæginda fyrir aðra íbúa raðhússins og í fullkominni óþökk allra nágranna. I dómnum kemur fram að óum- deilt sé að stefndi felldi tré á lóð stefnanda þó nokkuð sé á reiki um fjöldann. Stefndi var dæmdur til að greiða bætur vegna kostnaðar við að fjarlægja rótarhnyðjur og vegna gróðursetningar og frágangs á lóð. Stefndi var hins vegar sýknaður af kröfu um miskabætur en dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. LANDSSÍMI íslands opnaði nýja þjónustumiðstöð í Hafnarstræti 102 á Akureyri í gær að viðstöddum stjórnendum Landssimans, m.a. Guðmundi Bjömssyni forstjóra og Þórarni V. Þórarinssyni stjórnar- formanni og þá var samgönguráð- herra Halldór Blöndal við opnunina. Með opnun nýju þjónustumið- stöðvarinnar sameinast starfsemi sölusviðs Landssímans undir einu þaki. Annars vegar er verslun Sím- ans sem nú nýverið tók við af- geiðslu fjarskiptaþjónustu og sölu notendabúnaðar frá Islandspósti sem fram til þess hafði verið með SAGA Skautafélags Akureyrar 1937-1997 er komin út og afhentu ritnefndarmenn Kristjáni Þór Júlí- ussyni, bæjarstjóra ú Akureyri, fyrsta eintakið í gær. I ritnefnd voru Guðmundur Pét- ursson formaður, Ásgrímur Ágústsson og Jón Hjaltason, en sú síðastnefndi skrifaði bókina og Ás- grímur tók að sér öflun Ijósmynda. Hann hefur um langt árabil verið eins konar hirðljósmyndari Skautafélags Akureyrar og er í safni hans að finna hundruð ef ekki þúsundir skautamynda. Mikið kapp hefur verið lagt á að hafa Ijósmyndir sem flestar og fjöl- breytilegastar. umboð fyrir Landssímann. Verslun Símans á Akureyri þjónar öllu Norðurlandi eystra. Þar starfa nú átta manns og er verslunarstjóri Andrea Þorvaldsdóttir. Hins vegar er tækniþjónustudeild, sem hefur með höndum lagna- og uppsetning- armál viðskiptavina sem og sölu og þjónustu vegna einkasímstöðva og lagnaefnis. Fjórir starfsmenn eru á tækniþjónustudeild. Verkstjóri er Anna K. Arnardóttir. Yfirmaður Landssímans á Akureyri og jafn- framt þjónustustjóri fyrir Norður- land eystra er Guðmundur Jó- hannsson. Ákvörðun um ritun sögu félags- ins var tekin í upphafi árs 1996 en þá var 60 ára afmæli félagsins framundan. Texti bókarinnar var að sögn Jóns að mestu tilbúinn á seinasta ári en undanfarna mánuði hafa verið tekin viðtöl sem í bók- inni eru og unnið við að safna sam- an og velja myndir. Vænta ritnefndarmenn þess að bókin megi verða skautaáhuga- mönnum til ánægju og gleði um leið og hún varpar fróðlegu ljósi á sérstakan kafla í sögu Akureyr- ar. En ekki megi gleyma því að saga skautaíþróttarinnar hefur í áratugi verið samofin sögu Akur- eyrar. Búmenn kynna áform um bygging- ar á Eyrar- landsholti HÚSNÆÐISFÉLAGIÐ Búmenn heldur fund í félagsmiðstöðinni í Víðilundi kl. 15 á morgun, sunnudag- inn 13. desember. Á fundinum verður stofnuð deild Búmanna í Eyjafirði, en það verður fyrsta deildin sem stofnuð verður innan þessa húsnæðisfélags. Áform- að er að stofna fleiri deildir víða um land síðar. Auk þess sem deildin verður stofnuð verður á fundinum greint frá áformum Búmanna um byggingu allt að 40 íbúða á nýju byggingarsvæði við Eyi-arlandsholt á Akureyri, en félagið hefur ásamt Búseta sótt um lóðir á svæðinu. Áhersla er lögð á lágar byggingar og er gert ráð fyrir að byggð verði nokkur raðhús á einni til tveimur hæðum. Aldursmark við kaup á íbúðum er 55 ár, en félagið hefur hvatt fólk til að fara að huga að breytingum á húsnæðismálum sínum eitthvað fyn-. Varðandi fjármögnum og rekstur munu félagsmenn nýta sér svonefnt búseturéttarfoi-m, þannig að fólk kaupir sér ákveðinn eignarhluta, bú- seturétt en greiðir svo allan kostnað við húsnæðið, búsetugjald og er inni- falið í því allur kostnaður við rekstur húsnæðisins, s.s. fasteignagjöld, tiyggingar, viðhald og fleira. ------------- Aðventukvöld í Grundarkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Grund- arkirkju sunnudagskvöldið 13. des- ember og hefst það kl. 21. Ræðu flyt- ur frú Ingibjörg Bjarnadóttfr frá Gnúpufelli. Nemendur úr Tónlistar- skóla Eyjafjarðar flytja tónlist og Kai’lakór Eyjafjarðar syngur. Garún sýnir á Kardlínu TRÚAR-AF-LAUSN er heiti á sýningu Garúnar, Guðrúnar Þórisdóttur, sem nú stendur yf- ir á Café Karólínu í Grófargili. Öll verkin eru unnin með ol- íulitum á gamla kirkjuglugga og hurð. Gluggarnir eru úr Ólafsfjarðarkirkju, frá árinu 1915 um það bil. Garún út- skrifaðist úr málunardeild Myndlistarskóla Akureyi’ar 1994 og hefur hún tekið þátt í samsýningum innanlands og utan, auk þess sem þetta er áttunda einkasýning hennar. Jólatáknið 1998 FASTUR liður í jólaundirbún- ingi í Jólagarðinum í Eyja- fjarðarsveit er að leita til lista- og hagleiksfólks um gerð hlut- ar, sem verður tákn viðkom- andi jóla. Að þessu sinni legg- ur glerlistakonan Katrín Páls- dóttir til táknið sem er kerta- skál. Skálin er merkt ártali auk þess að vera svo sem venja er með jólatáknin í 110 tölu- settum eintökum. Katrín hefur numið mynd- list bæði hér heima og í Nor- egi. Hún vinnur að glerlist í Gallerí Kletti í Hafnarfirði og starfar auk þess við myndlist- arkennslu í Lækjarskóla í Hafnarffrði. Leikmynda- og ljós- hönnuður hjá LA Tilnefndur til norsku leikhúsverð- launanna KRISTIN Bredal leikmynda- og ljósahönnuður í jólasýningu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen hefur verið tilnefnd til norsku leik- húsverðlaunanna, „Hedda pri- sen“, sem kennd eru við Heddu Gabler. Verðlaunin verða afhent á morgun, sunnu- dag í Osló. Verðlaun þessi eru nú veitt í fyrsta sinn og eru þrír til- nefndir í hverjum flokki, en þeir eru alls fimm. Kristin hlaut tilnefningu í opnum flokki fyrir Ijósahönnun sína í ballettinum Sex augu sem frumsýndur var fyrr á þessu ári en það var Norski þjóðar- ballettinn sem sýndi verkið í Osló. Hátíð á FSA STJÓRN Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri minnist þess með hátíðardagskrá að á þessu ári eru liðin 125 ár frá því rekstur sjúki’ahúss hófst á Akureyri. Jafnframt eru liðin 45 ár frá því starfsemin fluttist í fyrsta hluta Fjórðungs- sjúkrahússins. Tímamótanna verður minnst með hátíðar- dagskrá á sjúkrahúsinu þriðju- daginn 15. desember frá kl. 14 til 16 og eru allir hollvinir sjúkrahússins velkomnir. Kertagerð GESTUM Samlagsins í Grófargili gefst kostur á að út- búa sitt eigið jólakerti á morg- un, laugardaginn 12. desem- ber, frá kl. 14 til 18. Guðrún Hadda verður á staðnum og leiðbeinir áhugasömu kerta- gerðarfólki. Morgunblaðið/Kristján LANDSSIMI Islands opnaði nýja þjónustumiðstöð Símans á Akureyri í gær, á myndinni eru þeir Guðmundur Jóhannsson þjónustusljóri á Norðurlandi eystra og Guðmundur Björnsson forstjóri. Ný þjónustumið- stöð Landssíma Is- lands á Akureyri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.