Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Olafshtís veitinga- staður í hjarta Sauðárkrtíks Sauðárkróki - Fyrstu helgi í að- ventu opnaði Olafur Jónsson, veit- ingamaður á Sauðárkróki, nýja viðbyggingu við veitingahúsið Pollann sem hann á og rekur við aðalgötuna á Sauðárkróki. Pollann, sem var pítsuveitinga- hús, keypti Olafur í september 1997 og hóf þar veitingarekstur en hefur nú bætt við tæplega 100 fm viðbyggingu þar sem aðstaða er fyrir um 90 manns í sal. Olafur sagði að allt frá opnun- arkvöldinu hefði verið mjög mikið að gera en hann opnaði með veg- legu jólahlaðborði sem aðeins átti að vera um helgar til jóla en nú væri svo komið, sagði Olafur, að hlaðborðið væri öll kvöld og liti út fyrir að þannig myndi verða fram til hátíða. Félaga- og vinnuhópar væru mjög margir og kæmu gest- ir, auk bæjarbúa, og nærsveita- manna bæði vestan úr Húna- vatnssýslum og frá Siglufirði. Olafur sagðist reka veitinga- og matsölustað þar sem menn gætu fengið góðan mat og góðar veit- ingar í notalegu umhverfi og um helgar lékju tónlistarmenn fyrir matargesti en hann hefði ekki hug á því að í Olafshúsi yrði um dans- stað að ræða, markmiðið væri að hver og einn fengi notið hins besta í veitingum og notalegheit- um. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, á miðri mynd, hefur tekið við bifreiðunum af David Architzel flotafor- ingja, til hægri, og er að afhenda Inga Þór Þorgrímssyni, fulltrúa Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, þær. Morgunblaðið/Bjöm Björnsson ÓLAFUR Jónsson við barinn í Pollanum. Flugbjörgunarsveitin fær sex bifreiðar að gjöf Keflavík - „Þetta er höfðingleg gjöf og afar þýðingamikil fyrir starfsemi okkar. Hún gerir okkur kleift að gera hluti sem við vorum áður allsendis ófærir um vegna fjárskorts," sagði Ingi Þór Þor- grímsson, fulltrúi Flugbjörgunar- sveitarinnar, eftir að hann hafði tekið við sex íjórlijóladrifnum „pick-up“ bifreiðum, sem eru gjöf frá Bandaríkjaher. Það voru David Architzel flota- foringi og yfirmaður varnarliðsins og Robert E. Sorenson aðstoðar- sendiherra sem fyrir hönd banda- rískra stjórnvalda afhentu Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra bifreiðamar og hann af- henti þær síðan Flugbjörgunar- sveitinni. Ingi Þór sagði að árið 1996 hefðu fulltrúar stjórnar Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík gengið á fund utanríkisráðuneyt- isins með ósk um aðstoð þess við að fá búnað til mannúðarverkefna í gegnum birgðakerfi heija Atl- antshafsbandalagsríkjanna. Fyrir milligöngu ráðuneytisins óskaði flugbjörgunarsveitin eftir sex bif- reiðum fyrir björgunartæki og annan búnað. Undanfarið ár hefur verið unnið að því í ráðuneytinu og fyrir milligöngu varnarliðsins og bandaríska sendiráðsins að ná þessu marki. Verða notaðar til flutninga Ingi Þór sagði ennfremur að bif- reiðamar yrðu aðallega notaðar til flutninga, svo sem á tækjabúnaði, vélsleðum, olíu og þá í tengslum við lendingaraðstöðu fyrir þyrlur Gæslunnar. Hann sagði að eitthvað þyrfti að dytta að bílunum áður en þeir yrðu teknir í gagnið, þó mis- mikið og einhverjir yrðu brúkiegir fljótlega. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FRÁ sýningu helgileiksins á aðventuhátíðinni á Flúðum. Meiriháttar pelsálpur með hettu handa henni í jólapakkann mjf i Mörg snið Ai ffWr ' Stuttar og síðar M t v F' pelskápur Verð frá kr. 9.900 & Opið laugard. 10-18. i m \o^HW5IÐ h Vendiulpur kr. 25.900 Mörkinni 6, sími 588 5518. i ’ 130 Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= £ITTH\SA£> AÍÝT7 Aðventu- hátíðir í uppsveitum Hmnamannahreppi - Að venju var haldin aðventuhátíð í Félagsheimil- inu á Flúðum að kvöldi annars sunnudags í aðventu. Að þessu sinni var hún fjölbreyttari og dagskráin lengri en jafnan áður. Börn úr yngri kór Flúðaskóla sungu í upphafí tvö jólalög. Krist- inn Kristmundsson frá Kaldbak, skólameistari á Laugarvatni flutti hugvekju. Barnakór Flúðaskóla flutti helgileikinn Fæðing frelsar- ans eftir Hauk Ágústsson og söng einnig ungversk jólalög við texta eftir sr. Eirík Jóhannsson, stjórn- andi og undirleikari var Edit Mol- nár. Leikarar úr leikdeild ung- mennafélagsins aðstoðuðu við upp- setningu verksins sem þótti takast mjög vel. Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar, sem er nú orð- inn einn kór, söng nokkur jólalög undir stjórn Edit Molnár en undir- leikari var eiginmaður hennar, Miklós Dalmay. Einsöng með kórnum sungu þeir Hjálmur Hjálmsson og Kjartan Sigurðsson, þeir eru 10 ára gamlir. Séra Eirík- ur Jóhannsson, sóknarprestur í Hruna, leiddi sameiginlega bæn allra viðstaddra sem sungu einnig þrjá sálma saman. Fyrr um daginn flutti barnakór- inn jólahelgileikinn við guðsþjón- ustu hjá séra Agli Halgrímssyni í Skálholtsdómkirkju og þai’ sungu einnig börn úr bamastarfi Skál- holtsprestakalls undir stjóm Hilmars Agnarssonar. Þá var jóla- helgileikurinn einnig sýndur í fé- lagsheimilinu Árnesi í Gnúpverja- hreppi miðvikudaginn 9. desember. Þar sungu barnakórar úr Gnúp- verja-, Skeiða- og Hrunamanna- hreppi, hver kór fyrir sig og einnig allir saman. Mikill fjöldi fólks sótti þessar há- tíðarsamkomur. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson EFTIRLAUNAÞEGAR á Skagaströnd bjuggu sig uppá eitt kvöldið og skelltu sér á jólahlaðborð í Kántrýbæ. Þar var glatt á hjalla enda margur spaugarinn í hópnum. Aldraðir á Skaga- strönd skemmta sér Skagaströnd - Eftirlaunaþegar á Skagaströnd lifa sannarlega eftir orðatiltækinu „enginn er eldri en honum finnst hann vera“. Þannig skelltu um tuttugu þeirra sér saman á jólahlaðborð í Kántrýbæ nú á dögunum og skemmtu sér vel fram eftir kvöldi með öðru fólki sem þar var. Ellilífeyrisþegar á Skaga- strönd koma saman tvisvar í viku allan veturinn og spila, spjalla, föndra og drekka saman kaffi. Ekki er heldur laust við að þar fljúgi stökur yfir salinn þegar sá gállinn er á fólkinu. Allt er það þó í góðu og gert til gamans. Á vorin hættir þessi starfsemi enda er fólkið sammála um að á vorin og sumrin sé svo mikið að gera hjá þeim að þau megi ekki vera að því að mæta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.