Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 22

Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 22
22 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ VIÐSKIPTI íslenskum knattspyrnufélögum á hlutabréfamarkaði að fjölga Stofnun hluta- félags til skoð- unar hjá IBV JÓHANNES Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar IBV, segir að Eyjamenn velti alvarlega fyrir sér að stofna hlutafélag um rekstur knattspyrnudeiklar. Stefnt er að breyttu rekstrarformi knatt- spyrnudeildar Breiðabliks á næsta ári en nokkur önnur félög vilja bíða og sjá hver þróunin verður af hlutafjárútboði í Fram - Fótbolta- félagi Reykjavíkur og KR-Sport. „Ætlunin er að setja saman nefnd á næstunni til þess að skoða kosti og galla við breytt rekstarform deildarinnar. Það sem stendur í vegi fyrir slíku er að fyrir tveimur árum stofnuðu knattspymudeild og handknattleiksdeild nýtt félag, IBV-íþróttafélag. Eg geri ekki ráð fyrir að fjárfestum þætti hand- knattleikur fýsilegur fjárfestingar- kostur,“ sagði Jóhannes. „Þar af leiðandi þyrfti að aðskilja deildirn- ar tvær ef knattspyrnudeild yrði gerð að hlutafélagi." Jóhannes segir að einnig komi til greina að búa til hlutafélag ut- an um leikmenn deildarinnar. „Ekki líður á löngu áður en ís- lensku félagi tekst að selja leik- Nýr forstjóri Fjármálaeftir- litsins GUNNAR Páll Gunnarsson, lögfræðingur og fyrrum deild- arstjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í gær. Að sögn Gunnars mun hann þegar hefjast handa við að undirbúa starfsemi Fjármála- eftirlitsins sem hefst um næstu áramót. Stofnunin mun taka að sér þá starfsemi sem Banka- og Vátryggingaeftirlitið hafa nú með höndum. mann fyrir í það minnsta 100 milljónir króna. Slík fjárhæð gæti gjörbreytt rekstri knattspyrnu- deilda og því nauðsynlegt að gera samninga við leikmenn sem trygg- ir að félögin fái eitthvað í sinn hlut.“ Keflvíkingar bíða átekta Kjartan Másson, hjá knatt- spymudeild ÍBK, segir að Keflvík- ingar muni fylgjast grannt með hvernig tekst til við hlutafjánítboð í Fram - Fótboltafélagi Reykjavík- ur og KR-Sport í næstu viku. „Við viljum sjá hver framvindan verður og ætlum okkur að vera tilbúnir að taka þátt í þess konar rekstri ef vel tekst til hjá Reykjavíkurfélögunum tveimur." Knattspymudeild Breiðabliks hyggst breyta rekstrarformi deild- arinnar á næsta ári. „Ekki liggur fyiir nein dagsetning um hvenær hlutafélag um rekstur deildarinnar verðui' stofnað. Deildin ætlar að fá fagfjárfesta og almenning til þess að kaupa hlut í félaginu og er markmið tilvonandi hlutafélags að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum,“ segir Valgeir Ólafsson, fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar Breiðabliks. f Hlutafélag um leikmenn Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspymudeildar KA, sagði í samtali við Morgunblaðið að rætt hefði verið um að stofna hlutafélag um einstaka leikmenn deildarinnar í stað þess að breyta rekstri þess. „Engu að síður munum við fylgjast vel með hvemig til tekst í hluta- fjárútboði Fram og KR.“ Engar viðræður hafa átt sér stað um stofnun hlutafélags á Akranesi að sögn Sæmundar Víglundssonar, framkvæmdastjóra knattspymu- deildar ÍA. „Núverandi stjórn deildarinnar hefur ekki léð máls á breyttu rekstarformi. Aðalfundur knattspymudeildar verður haldinn í janúar og á honum verður kosin ný stjórn." S Hátt lánshæfísmat Islands hjá matsfyrirtækinu Moody’s Betri kjör á erlend- um lánamörkuðum BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s gefur Islandi háa lánshæf- iseinkunn samkvæmt frétt frá fé- laginu sem gefin var út í New York í gær. Moody’s gefur íslandi láns- hæfiseinkunnina Aa3/Aaa, sem er sú sama og við síðustu úttekt sem gerð var á síðasta ári og skipar landinu áfram á bekk með traust- ustu lántakendum í heimi. Einkun- in er fyrst og fremst talin endur- spegla bætt jafnvægi og aukna breidd i þjóðarbúskapnum undan- farin ár. Þættir sem stuðla að hárri ein- kunn að dómi fyrirtækisins eru meðal annars góð og jöfn lífskjör, stöðugleiki í stjórnmálum, styrkir innviðir og gjöfular náttúruauð- lindir. Víðtækar umbætur hafi bor- ið ávöxt í öflugum hagvexti, hækk- andi tekjum, hraðri fjölgun nýrra starfa, bættri samkeppnisstöðu við útlönd og miklum erlendum fjár- festingum. Bent er á að atvinnu- leysi sé orðið óverulegt en samt hafi verðbólga haldist lág. Fjár- hagur hins opinbera batni jafnt og þétt. Búast megi við enn frekari lækkun á skuldum hins opinbera, sem teljist vera hóflegar nú þegar. Horfur séu á stöðugu lánshæfí rík- isins en einkunnir þess eru Aa3 fyrir skuldbindingar í erlendri mynt og Aaa fyrir skuldbindingar í krónum. Vægi sjávarútvegs að minnka Moody’s tekur jafnframt fram að sífellt skilvirkari fiskveiðistjórnun sé afar mikilvæg fyrir lánshæfi landsins í ljósi þýðingar atvinnu- greinarinnar fyrir þjóðarbúskapinn og hlut hennar í gjaldeyrisöflun. Þá sé líka traustvekjandi að hlutur sjávarútvegs í efnahagslífinu minnki stöðugt, einkum vegna um- fangsmikilla erlendra fjárfesting- arverkefna. Enda þótt þessar framkvæmdir hafi tímabundið leitt til mikils halla á vöruskiptum og viðskiptum við útlönd og hækkunar á erlendum skuldahlutföllum sé bú- ist við að þessi staða batni jafnt og þétt. Þegar nýjar verksmiðjur hafi náð fullri útflutningsgetu dragi úr þörf á innflutningi vegna þessara verkefna og útflutningur vaxi. Moody’s varar við því að um- fangsmiklar stóriðjuframkvæmdir samfara miklum launahækkunum geti leitt til aukinnar eftirspurnar á komandi árum. Moody’s bendir á að vönduð hagstjórn sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir ofþenslu í þjóð- arbúskapnum, of mikið innstreymi fjármagns og söfnun erlendra skulda af hálfu einkaaðila. Þetta eigi sérstaklega við í Ijósi þess hvað umfang þjóðarbúskaparins er lítið og hann opinn út á við. Skilar sér í hagstæðari kjörum Ólafur ísleifsson, framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Is- lands, segir lánshæfismat Moody’s fyrst og fremst staðfesta þann ár- angur sem náðist við síðustu úttekt sem fram fór í júlí á síðasta ári þar sem Island hækkaði um einn flokk með tilliti til skuldbindinga í er- lendri mynt. „Þar erum við nú í Aa- flokki ásamt mörgum ríkjum Vest- ur-Evrópu. Hins vegar fáum við bestu hugsanlegu útkomu fyrir skuldbindingar í krónum, eða Aaa. Ennfremur hefur ísland hæstu ein- kunn fyrir skammtímalán“. Ólafur telur einkunnir Islands vera mjög vel viðunandi og skipa okkur á bekk með traustustu lán- takendum. „Það sem upp úr stend- ur er að við höfum náð þeim árangri að vera í hópi þeirra aðila sem mest traust er borið til á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði enda eigum við greiðan aðgang að erlendum lána- mörkuðum í krafti þessara ein- ÆFINGATÆKI FRABÆRT VERÐ PULSMÆLIR. Hámarks- og lágmarks- púls, meðalpúls, saman- burður á meðal- og nú- verandi púls, klukka, skeiðklukka. Verð aðeins kr. 7.600, stgr. kr.7.220. 5°/« staðgreiðslu O afsláttur GEL-hnakkhlífar Hjólabuxur með púða 1. LÆRABANI. Margvíslegar æf- ingar fyrir laeri, brjóst, handleggi, bak og maga. Leiðbeiningar fylgja. Einfalt og áhrifaríkt æfingataeki. Verð aðeins krv890. 2. MAGAÞJÁLFI. Ódýrt en gagnlegt tæki til að styrkja maga- vöðvana. Verð aðeins kr. 1.690. 3. ÞREKPALLAR (AER0BIC). Frábært æfingatæki, þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Þrekpallur með myndbands spólu með æfingum kr. 3.900. Pallur á mynd kr. 5.900. 4. TRAMPÓLÍN. Hentugt fyrir bæði leiki og æfingar, svo sem skokk og hopp. Hagstætt verð, 96 cm kr. 4.500, 120 cm kr. 5.900. ÆFINGABEKKIR 0G L0Ð. Bekkur með fótaæfingum og lóða- sett 50 kg, tilboð kr. 16.800, stgr. 15.960. Lóðasett 50 kg. kr. 6.900, stgr. 5.850. HANDLÓD mikiö úrval, verö frá kr. 690 parið, stgr. kr. 621. SPINNING-HJOL. Vandað bjól, 19 kg kasthjól, stiglaus þynging, neyðarbremsa, tölvumælir og lokaður keðjukassi. Verð frá kr. 29.900, stgr. kr.28.405. ÞREKHJÓL. Besta tækið til að byggja upp þrek og styrkja fætur. Mikið úrval af vönduð- um hjólum með fjölvirk- um tölvumælum, Verð frá kr. 14.900, stgr. kr. 14.155. ÞREKHJ0L GSE-421. Mjög vandað þrekhjól á frábæru verði. 13 kg kasthjól, sterkbyggt og hljóðlátt með fjölvirkum tölvumæli með púls. Verð aðeins kr. 19.900, stgr. kr.18.905. Símar: 553 5320 og 568 8860 Ármúla 40 ALVORU SPORTVÖRUVERSLUN - ÓTRULEGT VÖRUÚRVAL |Ferslunin| yiMRKlÐ kunna og njótum þar hagstæðari kjara í samræmi við það“. Aðspurður um athugasemdir Moody’s varðandi hugsanlega of- þenslu í kjölfar launahækkana sam- fara vaxandi stóriðju hér á landi, bendir Ólafur á að Moody’s geri ráð fyrir að skuldasöfnunin og við- skiptahallinn sem stóriðjan hefur leitt af sér, lækki aftur þegar fram- kvæmdirnar fara að skila hér aukn- um útflutningi og meiri gjaldeyris- tekjum inn í landið. ------ ♦♦♦-------- Cadbury selur Coke Schweppes og Canada Dry London. Reuters. BREZKI drykkjarvöru- og sæt- indarisinn Cadbury Schweppes Plc. hefur samþykkt að selja Coca-Cola Co.-gosdrykkjavörumerki sín utan Bandaríkjanna fyrir 1,85 milljarða dollara. Meðal þessara vörumerkja eru Schweppes, Dr. Pepper, Canada Dry og Crush. í fyrra skiluðu þessi fyrirtæki 56 milljóna punda hagn- aði, 9% af heildarhagnaði fyrir- tækjasamsteypunnar. Skattur og annar kostnaður vegna sölunnar - sem nær ekki til Suður-Afríku og Frakklands - mun nema um 350 milljónum dollara. Forstjóri Cadbury, John Sunder- land, sagði að salan gerði fyrirtæk- inu kleift að efla umsvif sín á sviði sætinda í heiminum og drykkjar- vöru í Bandaríkjunum. Forstjóri Coca-Cola, Doug Ivest- er, sagði að með kaupunum fengi Coca-Cola aðgang að mörkuðum þar sem Coke hefði ekki látið mikið að sér kveða til þessa. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um 6 pens í 990 pens. Jólatilboð Skrifborðsstólar Teg. Duca 2.950 Teg. Soft 6.950 ún armo □□□□□□ HUSGAGNAVEHÖLUIN Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.