Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 31 ERLENT • • Ocalan boðar afsögn KÚRDÍSKI skæruliðaforing- inn Abdullah Öcalan sagði í viðtali sem birt var á Italíu í gær að hann myndi segja af sér sem leiðtogi Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK) í sjónvarpsávarpi. Öcalan tjáði kommúnistablaðinu II Mani- festo að ákvörðun sín um að víkja úr leiðtogasætinu tengd- ist endurskipulagningu hreyf- ingarinnar sem hann stofnaði í því skyni að berjast fyrir sjálf- stæðu Kúrdistan. Max Streibl látinn MAX Streibl, sem var forsæt- isráðherra Bæjaralands á ár- unum 1988-1993, lézt úr hjartaslagi í Munchen í gær. Streibl tók við af Franz-Josef Strauss sem leiðtogi CSU, flokksins sem stjórnað hef- ur Bæjara- landi með hreinum meirihluta í áratugi, en hann sagði af sér forsætisráðherraembættinu 1993 í kjölfar svokallaðs Amigo-hneykslis, sem snerist m.a. um boðsskemmtiferðir sem hann og fleiri stjórnmála- menn hefðu þegið af viðskipta- jöfrum. Streibl var 66 ára. Jiang ber lof á Murdoch ÁSTRALSKI fjölmiðlakóng- urinn Rupert Murdoch, sem berst fyrir því að fá kínversk stjórnvöld til að opna kín- verska fjölmiðlamarkaðinn, átti í gær fund með Jiang Zemin, forseta Kína, sem bar lof á fréttaflutning fjölmiðla Murdochs frá Kína. Úmmæli sem Murdoch lét falla 1993 þess efnis, að gervihnattasjón- varp og nútímafjarskipta- tækni skapaði „ótvíræða hættu fyiár alræðisstjórnir hvar sem er,“ féllu ekki í kramið hjá ráðamönnum í Peking. Síðan þá hefur Mur- doch lagt sig í líma við að koma samskiptunum við Kína- stjórn í lag. Akvörðun hans um að úthýsa fréttum BBC úr gervihnattasendingum sínum í Asíu er álitin í beinum tengsl- um við viðleitni hans til að friðmælast við kínverska ráða- menn. Hirschfeld handtekinn ABE Hirschfeld, fasteignajöf- ur í New York og margmillj- ónamæringur, sem vakti at- hygli í októ- ber sl. er hann bauð Paulu Jones eina milijón dollara fyrir að hætta málarekstri gegn Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn, ásakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða viðskiptafélaga sinn, Stanley Stahl, fyrir tveimur árum. Hirschfeld Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti ræðir við Nikolaj Bordjuzha, nýskipað- an starfsmannasljóra sinn. Jeltsín til vinnu eftir sjúkraleyfi BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti mætti til vinnu í Kreml í gær í ann- að skipti í vikunni en hann hefur legið á sjúkrahúsi með lungna- bólgu í á þriðju viku. Jeltsín fund- aði með Nikolaj Bordjuzha, starfs- mannastjóranum sem hann skipaði sl. mánudag öllum að óvörum. Öleg Sysujev, aðstoðarmaður Jeltsíns, sagði í gær að Jeltsín hefði með breytingunum viljað styrkja sig í sessi og gera Rússum ljóst að hann hygðist sitja í embætti út kjörtíma- bilið. Þá gat forsetinn hrósað sigri í gær þegar stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði að honum væri heimilt að tilnefna sama forsætis- ráðherrann í þrígang eins og hann gerði í sumar er hann hugðist þvinga dúmuna, neðri deild þings- ins, til að samþykkja skipan Vikt- ors Tsjernómyrdíns í stól forsætis- ráðherra. Jeltsín lét undan andstöðu dúmunnar og í kjölfarið kærði hún tilnefndingarnar til stjórnlagadóm- stólsins. Grenilengjur 2,7 M. Kr. 499, JOLASYPRIS Kr. 199,- JÓLASNJÓR Kr. 99,- Servíettu- HRINGIR 6 í PAKKA Kr. 499,- Fjöltengi Kr. 199,- ERLULENGJUR BJÖLLUM Kr. 219,- JÓLAENGILL Kr. 49,- JÓLA- KERTAHRINGUR Kr. 129,- Jólatrés- TOPPUR Kr. 299,- Englavakt KERTA SLÖKKVARI 3 í PK. JÓLASVEINN Á VEGG Kr. 98,- Kr. 99,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.