Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 37

Morgunblaðið - 12.12.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 37 Frumraun Höllu Margrétar á ítölsku óperusviði „Fannst ég eiga heiminnu HALLA Margrét Árnadóttir sópransöngkona þreytti frumraun sína á óperusviðinu í Teatro Regio í Parma á Ítalíu 11. október sl. Þar var hún í aðai- hlutverkinu í óperettunni Sar- dasfurstynjunni eftir Emmerich Kálmán og hlaut jákvæða dóma ítalskra gagnrýnenda. Hún syng- ur einnig annað aðalhlutverkið í óperettunni La Scugnizza eftir Cario Lombardo sem var frum- sýnd 7. nóvember. Halla Margrét skrifaði á liðnu hausti undir samning við óperettuhóp leik- stjórans Corrados Abbadi, sem er sá stærsti sinnar tegundar á Ital- íu, og næsta hálfa árið mun hóp- urinn sýna 130 sýningar í óperu- húsum um alla Ítalíu. Fyrir frumsýningar var sagt frá því í dagblaðinu Gazzetta di Parma að frumraunar Höllu Margrétar væri beðið með eftir- væntingu. Fram kom að margir sjónvarpsáhorfendur þekktu hana, þar sem hún hefði oft verið gestur í þættinum Quelli del calcio. Að frumsýningu afstað- inni var síðan gagnrýni um Sar- dasfurstynjuna, þar sem fram kom að óperettunni hefði verið mjög vel tekið og áhorfendur hefðu klappað í meira en stund- arfjórðung að henni lokinni. Um Höllu Margréti var sagt að frum- sýningarskjálfta hefði orðið vart í upphafi, en síðan hefði hún ver- ið afar sannfærandi í titilhlut- verkinu. Hún fékk einnig já- kvæða umsögn á menningarsíðu blaðsins La Nuova Ferrara fyrir hlutverk sitt í La Scugnizza, þar sem henni er lýst sem heillandi söngkonu. Sú sýning fékk einnig lofsamlega heildardóma í sama blaði og þótti leikkonan í hópn- um, Angela Baviera, standa sig sérlega vel í hlutverki Graziu frænku. í tímaritinu L’opera fær sýningin jafnframt góða dóma. Þess er getið að Halla Margrét sé ný hjá Corrado Abbadi, hún sé afar falleg stúlka með rödd sem skipti máli, voce importante. Hugsaði um allar stórstjörnurnar Halla Margrét er himinlifandi með frumraunina. „Að debútera í einu af frægustu óperuhúsum heims, Teatro Regio, var stór- kostleg reynsla. Ég var með öran hjartslátt meðan ég beið eftir að tjöldin yrðu dregin frá og hugs- aði um allar stórsljörnurnar sem hafa staðið á þessu sama sviði og ég nú átti eftir að hljóta mína eldskírn á. Svo bað ég til Guðs og hugsaði heim til Islands og fyllt- ist ótrúlegum eldmóði og þegar tjöldin voru dregin frá fann ég ekki til neinnar hræðslu, gleymdi mér gjörsamlega og fannst ég eiga heiminn. Þetta var frábær upplifun - núna veit ég hvers vegna ég er í þessu,“ segir söng- konan. HALLA Margrét Árnadóttir sópransöngkona í hlutverki söngkon- unnar Silvu og tenórinn Domingo Stasi í hlutverki furstasonarins Edvino á frumsýningarkvöldinu 11. okt. sl. í Teatro Regio í Parma. Lesið í Eden STEINGRMUR St.Th. Sigurðs- son les úr ný út- kominni bók sinni Lausnar- steinn - lífsbók mín á morgun, sunnudag, kl. 16 í Eden í Hvera- gerði. Þetta er í eina skipti á að- ventunni sem Steingrímur kynnir þetta verk sitt, segir í fréttatilkynningu. Kristjana Stef- áns og tríó AOP í Múlanum KRISTJANA Stefáns og Tríó ÁÓP leika á Múlanum, Sóloni Islandusi, annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Þetta er síðasta kvöldið í tón- leikaröð Múlans. Kvartettinn skipa, auk Kristjönu sem sér um sönginn, þeir Pétur Grétarsson, trommur, Arni Heiðar Karlsson, píanó, og Ólafur Stolzenwald, kontrabassa. Leikin verða m.a. lög eftir C. Porter, B. Evans, 0. Nelson, G. Gershwin o.fl. Gígja sýnir í Kaffí Mílano NU stendur yfir sýning á olíumál- verkum eftir Gígju (Guðrúnu H. Jónsdóttur) á Kaffi Mflanó, Faxafeni 11. Allar myndimar era til sölu og sýnis á afgreiðslutíma kaffihússins. Jólatónleikar Tónlistarskóla ísafjarðar í SAL Grannskólans á Isafirði verða femir tónleikar á vegum Tónlistar- skóla ísafjarðar um helgina. I dag, laugardag og sunnudag, verða tvennir tónleikar báða dagana, kl. 15 og kl. 17. Á efnisskrá verða um 160 mismunandi tónlistaratriði, einleik- ur, samleikur og kórsöngur. JÓN Reykdal á vinnustofu sinni, íkJRS 1®J I 1 Vinnustofu- sýning Jóns Reykdals NU stendur yfir vinnustofusýn- ing Jóns Reykdals, í tilefni af ný- uppgerðri vinnustofu listamanns- ins á Bergþórugötu 55. Jón sýnir málverk og módel- teikningar frá síðustu fjórum ár- um. Hann hefur haldið fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis. Sýningin er opin allar helgar, til 20. desember, frá kl. 14-18, og aðra daga eftir samkomulagi. TÓJVLIST Geisladiskar SÓLRÚN BRAGADÓTTIR / SÓLA BRAGA Sólrún Bragadóttir, sópran. Margar- et Singer, pianó. Islensk sönglög. Franz Bumann, klarinetta. Jiirgen Normann, kontrabassi. Ladislaus Kosak, fiðla. Höfundar: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigvaldi S. Kalda- lóns, Þorkell Sigurbjörnsson (útl. á þjóðlögum), Karl Ó. Runólfsson, Jón Ásgeirsson, Tryggvi M. Baldvinsson, Atli Heimir Sveinsson. Upptaka: Hrólfur Vagnsson, Hannover. Studio Vagnsson. 1998 CORD ARIA. HÉR er á ferðinni mjög gott og fjölbreytt lagasafn, sumt búið að gleðja hjörtun síðan María Markan var og hét, svo sem lög Sigvalda Kaldalóns, en þau era fimm á þess- um diski, þ.ám. Svanasöngur á heiði, Betlikerlingin og Heimir. Sama má segja um lög Karls Ó. Runólfssonar, sem á hér fjögur lög, þ.á m. Enn syngur vomóttin og Japanskt ljóð. Tvö fyrstu lögin era öllu minna þekkt og eru eftir Sveinbjöm Sveinbjömsson, Amið- urinn og Huldumál. Þetta eru góð lög og falleg - og svolítið „skandin- avísk“. Hin tónskáldin era yngri, Jón Ásgeirsson trúlega aldursforset- inn. Hér era þrjú gullfalleg lög eft- ir hann við jafnfallega texta Hall- dórs Laxness (Hjá lygnri móðu, Þótt form þín hjúpi graflín og Vor hinsti dagur er hniginn) og Regn í SÓLA maí við texta Einars Braga. Þor- kell Sigurbjömsson er hér með ákaflega snjallar og skemmtilegar útsetningar á þekktum þjóðlögum (Ljósið kemur langt og mjótt, Það var barn í dalnum, Gimbillinn mælti og Krummi svaf í klettagjá). Tryggvi M. Baldvinsson er „ung- lingurinn" í þessum hópi. Eftir hann era tvö mjög falleg lög og vel gerð, Krammi við kvæði Davíðs Stefánssonar og Gömul Ijósmynd við ljóð Sveinbjöms I. Baldvins- sonar. Diskurinn endar á fimm lög- um Atla Heimis við kvæði Jónasar Hallgrímssonar (Heiðlóarkvæði, Óhræsið, Sáuð þið hana systur mína, Dalvísa og Söknuður). Ég hef áður skrifað um þessi indælu lög (þegar þau komu fyrst út á hljómdiski), sem hafa flesta þá kosti sem góð lög prýðir - að mað- ur tali nú ekki um kveðskap Jónas- ar. Yfirlætislaus þokki þeirra við einstaklega huggulegan undirleik píanós, klarinettu, kontrabassa og fiðlu gefur framsetningunni næst- um „laufskálalegt" yfirbragð, sem - merkilegt nokk - fer einkar vel við texta Jónasar. Sólrún Bragadóttir er sem kunn- ugt er ein af fremstu söngkonum okkar, en hún hefur starfað mest erlendis, aðallega við óperar í Þýskalandi, síðan hún lauk söng- námi í Bandaríkjunum. Hún hefur þó skroppið upp á „gamla skerið“ endram og eins til að gleðja okkur með söng sínum. Og nú er hann kominn þessi hljómdiskur hennar með íslenskum lögum. Söngurinn mjög góður einsog við er að búast. Tilfinningin fyrir laglínu ákaflega fín og músíkölsk. Þó er það einhver innri birta, eitthvað „spíritúelt“, sem gerir sönginn oft beinlínis hrífandi! Hljóðfæraleikarar allir mjög góðir, góð upptaka, fallegt útlit. Oddur Björnsson Útg*áfut()ii- leikar á Kjarvals- stöðum ÚT VAR að koma geislaplata með framsaminni tónlist Snoraa Sigfúsar Birgissonar, píanóleikara, og myndbók eft- ir Halldór Ásgeirsson. Af því tilefni verður verða útgáfutón- leikar á Kjarvalsstöðum á sunnudag kl. 16. Útgáfan er í tilefni sýningar sem nú stend- uryfir á Kjarvalsstöðum. I tilefni sýningarinnar hefur verið sérprentuð ljósmynd, hluti af verki Halldórs, og gef- in út í takmörkuðu upplagi í veggspjaldastærð, tölusett og árituð. I DeLonghi i PRIMA Lítil og létt, aöeins 4 kg. Kraftmikil, 1250W 4 þrepa síun Inndregin snúra Sogstykkjahólf Val um tvœr gerbir á abeins 7,900,- og 9,900, ___ FYRSTA ÁFLOKKS /FOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 ► muiboð fáaðWnhr^ Nýju örbylgjuofnarnir frá Dé Longhi heita PERFECTO og bera nafn sitt svo sannarlega meö rentu! 17 LITRA OFNAR: MW-311 m/tímarofa kr. 15.900,- MW-345 m/rafeindastýríngu kr. 19.390,- MW-401 m/grillelementi kr. 21.400,- 23 LITRA OFNAR: MW-530 m/tímarofa kr. 21.900,- MW-535 m/rafeindastýríngu kr. 27.900,- MW-600 m/grillelementi kr. 36.000,- MW-605 m/rafeindastýríngu og gríllelementi kr. 38.500,- MW-675 m/rafeindastýringu, grilli, blcestri o.fl. kr. 56.800,- Þú finnur örugglega rétta ofninn lijá okkur og nú á stórgóöu JÓLATILBOÐSVERÐI _ _ FYRSTA A FLOKKS /Forax HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Fréttir á Netinu v§> mbl.is __ALLTAf= GITTH\SA£> A/ÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.