Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 12.12.1998, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Frumsaminn íslenskur ævintýraleikur ÍSLENSKUM tölvuleikjum vex fískur um hrygg og fyrir þessi jól kemur út fyrsti eiginlegi æv- intýraleikurinn, Tímaflakkar- inn. Sá er reyndar mjög mark- aður af fræðslugildi hans, rekur ýmsa þætti úr Islandssögunni í bland við ævintýralega fram- vindu, og bráðvel heppnaður um margt. Tímaflakkarinn er ævintýra- leikur í ætt við til að mynda Monkey Island-leikina sem flestir leikjavinir þekkja. Sögu- þráðurinn er eitthvað á þá leið að ungur piltur sem heitir Denni finnur men sem leiðir hann í ýmsisleg ævintýri í Is- landssögunni. Denni breytist í þær persónur sem koma við sogu hverju sinni, er til að mynda Vífill þræll Ingólfs í fyrsta borði, þá Gissur biskup Ein- arsson, svo Sigrún, fórnarlamb Hund-Tyrkjans og svo má telja. Sú hugmynd að vera sífellt að skipta um ham er bráðvel til fundin og gefur leiknum bæði kímna framvindu og tengir annars ólíka atburði og ótengda. Þeir sem vanir eru ævintýraleikjum eru fljótir að komast af stað í leiknum, enda lýtm' hann sömu lögmálum; taka allt sem hægt er að taka, reyna að nota allt við allt og gæta að því að tala við alla sem hægt er að tala við til að fá vísbendingar. Fram- vindan er eðlilega fyrirfram ákveðin, en skiptir máli að gera hlutina í réttri röð. Ekki er leikurinn beinlínis spennandi, til þess er framvindan of hæg, en vekur þó víða spennu, til að mynda í atriðinu þar sem Sigrún er að reyna að komast undan alsírsku sjóræningjunum. Grafíkin í leiknum er ekki mjög íburðarmikil, en dugir vel til að koma sögunni til skila. Sviðsmyndin er reyndar víða afskaplega vel heppnuð; til að mynda er sldpsmyndin bráðvel teiknuð, en hreyfingar persónanna eru misgóðar. Samtöl í leiknum eru vel af handi leyst og sem betur fer stillt í hóf; hægt er að fara til- tölulega hratt í gegnum þau og velja bara lykilspurningar, eða spyrja allra spurninga og fá þannig stutt söguágrip í hverju borði. Það er reyndar til ama að vilji viðkom- andi eða þurfi að fara aftur í gegnum eitthvert borðið er engin leið að flýta samtal- inu, til að mynda með því að styðja á orðabil í upphafi setninga og ekki er hægt láta per- sónurnar ganga hraðar. Víða er kímilega komist að orði og sumstaðar koma fyrir nú- tímaleg orðatiltæki og tilsvör, sem hljóma óneitanlega spaugilega á níundu öld svo dæmi séu tek- in. Uppsetning á leiknum er seinleg, enda þarf að setja upp á tölvunni Java-umhverfi svo hægt sé að keyra leikinn. Sérkennileg er sú ráðstöfun að láta íylgja með honum DirectX 3, enda er það þeirrar náttúru að yfirskrifa þá gerð af DirectX sem er fyrir á tölvunni, og skipt- ir engu þótt um sé að ræða nýrri útgáfu og betri, til að mynda 5.0 eða 6.0. Víst er þetta ekki sök Tímaflakkaramanna, þetta var og er galli frá Microsoft, en leið- inlegt að þurfa að setja nýju út- gáfuna upp á nýtt eftir innsetn- ingu á leiknum. Eitthvað er af forritunargöll- um í leiknum og þannig á hann það til að ftjósa öðru hverju. Þá er eina ráðið að slökkva á tölvunni og endurræsa, en ekkert skipulag er á því hvenær hann frýs; stundum er hægt að spila klukkustundum saman, en stundum ekki nema nokkrar mínútur. Hægt er að sækja sér viðbót á heimasíðu leiksins, http://www.timaflakkarinn.is/, sem lagfærir flesta galla. Einnig er textafrágangi ábótavant og víða villur. Ein sem gengur í gegnum allan leikinn er til að mynda að persónurnar eru sífellt að „opna hurð“ í stað þess að opna dyr. Sumstaðar er stór upphafs- stafur þar sem á að vera lítill og svo má telja. Þrátt fyrir þetta er málfar almennt gott og dregur iðu- lega skemmtilega dám af því tímabili sem sagan gerist á. Þeir sem spila í gegnum leikinn, og vísast gera það allir sem á annað borð byrja á honum, verða og margs fróðari um Islandssöguna, sem gef- ur leiknum eðlilega aukið vægi. Tímaflakkarinn er bráðskemmtilegur og fróðleg- ur fyrir yngri kynslóðina og sagan lifnar við á skjánum. Ekki verður annað séð en fyrirtaks fram- haldsmöguleikar séu fyrir hendi og af nógu að taka í Islandssögunni sem miðla mætti á þennan hátt. Þeir Dímons-menn hafa tekist á við mikið verkefni af djörfung og hugmyndaauðgi og náð að gera leik sem stenst ágæt- lega samkeppni við tug- milljónaleiki að utan. Þó vissulega sé margt sem megi betur fara þá skiptir það ekki meginmáli í heildarmati á leiknum; hann er einfaldlega höf- undum sínum til sóma. Leikurinn var prófaður á 450 MHz Pentium II tölvu með Windows 98, 128 MB vinnsluminni, Riva TNT 16 MB skjákorti og SoundBlaster Live hljóðkorti. Samkvæmt um- búðum gerir hann kröfur til Pentium ör- gjörva, ekki er um tif- en lík- lega þarf um 200 MHz að minnsta kosti miðað við Java um- hverfið, Windows 95/98, skjákort sem styður DirectX og 16 MB vinnsluminni. Innsetning tók 29 MB á hörðum diski en leikurinn er mikið til keyrður af geisladiskinum og því borgar sig að hafa hraðvirkt geisladrif. LEIKIR * Islenskir tölvuleikja- framleiðendur sækja sífellt í sig veðrið og fyrir þessi jól kom út frumsaminn íslenskur ævintýraleikur. Árni Matthíasson kynnti sér íslenska tölvuleikinn Tímaflakkarann. Mulan á DISNEY-kvikmyndarisinn hefur gefið út tölvuleiki fyrir yngri kynslóðina með góðum árangri undanfarin misseri. Yfirleitt er þá byggt á teiknimynd, enda hægur leikur að verða sér úti um myndefni og söguþráð. Ymist eru leikirnir byggðir á sögunni meira og minna, og kallast þá Storybook, eða þeir eru ein- faldari þrauta- leikir, eins og til að mynda Mah-Jong-leik- ur sem byggir á nýjustu myndinni úr smiðju Disney- manna, Mulan. I vikunni kom út ís- lenskaður Mah-Jong-leik- ur tengdur Mulan-teikni- myndinni sem nú er sýnd í kvikmynda- húsum hér heima. Mah-Jong er þrautaleikur þar sem notandinn á að finna samsætur kubba sem hann getur þá fjarlægt. Flestir kannast væntanlega við Mah- Jong, enda eru leikir þeirrar gerðar legíó, til að mynda Shanghai. Disney-gerðin sem er á Mulan disknum er aftur á móti sérdeilis vel uppsett og leikur- inn að auki íjölbreyltari, því hægt er að spila einn eða við vin, en leikendur skiptast þá á að gera, og síðan er hægt að spila við einhverja af þremur persónum úr myndinni, Yao, Chien-Po eða Ling, sem er snjallastur þeirra. Drekinn Mus- hu kemur siðan við sögu, skýtur inn háðsglósum eða hrósi eftir því sem við á. I Mulan-pakkanum sem hér er gerður að umtalsefni er margt fleira að finna en Mah-Jong-leik því einnig fylgir skjásvæfa með myndum úr teiknimyndinni. Því íslensku til viðbótar er síðan myndasafn sem hægt er til að mynda að nota sem mynd á skjáborð, prenta út eða líma inn í skjal til að mynda. Hægt er að bæta eig- in myndum inn í safnið ef vill og þá setja á þær ramma sem fylgja með og prenta siðan út. Eins og getið er er leikurinn íslenskaður, þ.e. honum fylgir íslensk- ur bæklingur með öllum upplýsingum, aukinheldur sem allt lesmál í honum er ís- lenskað. Þýð- ingin var unn- in af Japis, umboðsaðila Disney-leikja á Islandi, sem hefur einnig þýtt leiðarvísa með nýlegum útgáfum frá Disney Inter- active. Að sögn Guðnýjar Danivalsdóttur hjá Japis var tekin ákvörðun um að þýða leikinn allan enda sé metnaður fyrirtækisins að ís- lenska leiki og annað efni frá Disney. „Við tökum eitt skref í einu, erum tekin að bjóða leik- ina með íslenskum leiðarvísum og það að þýða Mulan-leikinn allan er næsta skref í þá átt að hafa sem mest á íslensku.“ Guð- ný segir einnig að verði leiksins sé stillt í hóf, hann eigi ekki að kosta meira en meðal tónlistar- geisladiskur og víðast muni hann væntanlega kosta minna. Guðný segir að haldið verði áfram á þessari braut og á næsta ári komi að minnsta kosti einn leikur frá Disney á íslensku. „Eðli málsins samkvæmt er ís- lenskur markaður lítill og dýrt að þýða flókna leiki og stóra, en gott er að byrja á einfaldari leikjum eins og Mulan og taka stærri verkefni fyrir síðar.“ HTML/VB Script-veira EIN helsta iðja vefhönnuða er að fínna leiðir framhjá HTML síðu- lýsingarmálinu, enda er það tak- markað í meira lagi. Fyrir vikið geta illkvittnir lítið aðhafst sem spillt getur gögnum eða truflað keyrslu á tölvu þess sem les. í viðleitni fyrirtækja til að auka við HTML, meðal annars með allskyns netforritunarmálum og skriftum, kemur aftur á móti möguleikinn á tölvuvírusum. Fyrir stuttu birti tölvuveiru- varnahópur fyrstu HTML- veiruna, HTML.internal, sem er að sögn hópsins fyrsta HTML- veiran sem dreift getur sjálfri sér og smitað HTML-skjöI á tölvu viðkomandi. Vakti eðlilega mikla athygli, en margir urðu til að benda á að í raun væri þetta ekki HTML-veira heldur VBScript-veira, því smituð vef- síða keyrir VB-skriftu sem síðan smitar önnur HTML-skjöl á hörðum disk viðkomandi. Eins og svo oft áður bitnar veiran eingöngu á þeim sem eru með Internet Explorer 4.x og Windows, enda er VBScript, sem dregur nafn sitt af Windows forritunarmálinu VisualBasic, innbyggt í Windows stýrikerfið, þá sérstaklega Windows 98. Samkvæmt upplýsingum frá Microsoft er ekkert að óttast, enda varar Internet Explorer við ef vafrinn vill keyra slíka skriftu. Notandi verður þó að gæta að því að vafrinn sé þannig upp settur og borgar sig að kanna öryggisstillingar hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.