Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 12.12.1998, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ G2 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1998 Setjum upp Jólaljós á jólanótt i PossvogshirkjugarÓi RaflýsingfarJjjónusta Póla li/f Sími: 561 8401 Elliðaárdalur - Land og saga Loksins er komið út vandað yfirlitsrit um þessa náttúruperlu Reykjavíkur. Náttúru og sögu dalsins eru gerð ítarleg skil. Um 200 gamlar og nýjar Ijós- myndir, teikningar og kort. Omissandi fyrir alla náttúruunnendur Meö framtíðina að vopni - Hreyflng iönnema, nám og lífskjör í 100 ár eftir Helga Guðmundsson trésmið og rithöfund. Fjallað er um iðnað og iðnmenntun á fyrri tímum, fyrstu iðnnemafélögin og baráttu iðnnema fyrir réttindum sínum. Um 300 Ijósmyndir og teikningar bregða enn skýrara Ijósi á þennan mikilvæga þátt í menningarsögu þjóðarinnar. t man eftir jón R. Hjálmarsson fyrrum fræðslustjóra. Handhægt uppflettirit fyrir nemendur og aðra þá sem þurfa að nálgast sögulegar upplýsingar á skjótan og einfaldan hátt. Mál og mynd Úrvalsbækur um þjóðlíf og sögu Jólabók iðnaðarmannsins > Skagfirikur annáll 1847-1947 eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Fjallað er um það sem fréttnæmast þótti hverju sinni á þessu tímabili. Glæsilegt tveggja binda verk með yfir 400 myndum af einstaklingum, byggingum, framkvæmdum og mannamótum. Bók fyrir alla Skagfirðinga AÐSENDAR GREINAR Við boðum breytingar! Á ÍSLANDI þarf að vera almenn sátt um stefnu og þróun í byggða- málum. Hér er verið að tala um hina einu sönnu þjóðarsátt því án hennar mun enginn friður verða. En því miður er hvor- ugt til ennþá - stefnan eða sáttin. Á meðan blæðir byggðum lands- ins með tilheyrandi tjóni fyrir einstaklinga, fjölskyldur og þjóðina í heild. Og blóðtakan er stöðug og streymið er inná höfuðborgarsvæð- ið, eins og öllum er kunnugt. Ástæður þess ama eru margar og mismunandi og verða ekki raktar hér. Þetta stórvandamál verður meðal þess, sem lagt verður fyrir landsfund Fijálslynda flokksins í janúar næstkomandi. Þar munu fé- lagsmál verða í brennidepli og mun flokkurinn meðal annars afgreiða þar eftirfarandi drög að markmið- um: Um félagsmál • Stærri, öflugri og sjálfstæðari sveitarfélög. • Jafnréttisfræðsla verði skyldu- námsgrein í skólum. • Eitt húsnæðiskerfi á einu stjóm- sýslustigi. • Verkefnatryggingar í stað at- vinnuleysistrygginga. • Tekjutenging bamabóta afnum- in. • Þróunaraðstoð í samræmi við al- þjóðlegar skuldbindingar. Fyrir utan það, að koma í fram- kvæmd stefnu Frjáls- lynda flokksins í sjáv- arútvegsmálum er einna mikilvægast, að stækka og efla sveit- arfélögin til að sporna gegn óheppilegri byggðaröskun hér á landi. Mikilvægt er, að sveitarfélögin hafi til þess bolmagn, að veita sjálf sem mest af allri þeirri staðbundnu samfélagsþj ónustu, sem almannaheill kall- ar á í samfélagi nútím- ans. Sjálfsagt er, að jafnréttisfræðsla verði skyldunámsgrein í grunnskólum sem og framhaldsskólum. Jafnrétti kynjanna þarf að verða eðlilegur og sjálfsagður lífsstfll allra lands- manna, í stað þess að vera til fram- búðar einhvers konar varnarbar- átta viðvarandi minnihluta. Heildarskipulag og stjórn hús- næðismála þarf að endurskoða með það meðal annars að mark- miði að styrkja húsbréfakerfið. Stefna skal að því að gera eitt heildrænt húsnæðiskerfi úr þeim, sem fyrir eru, og skal kerfið vera á einu stjórnsýslustigi. Með því móti verður kerfið einfaldað, en það samanstendur nú af þremur þáttum á tveimur stjórnsýslustig- um, það er húsbréfakerfi ríkisins og félagslega- og húsaleigubóta- kerfinu á vegum sveitarfélaga. Þannig yi-ði til eitt kerfi á einu stjórnsýslustigi. Hverfa skal alfarið frá því letj- andi fyrirkomulagi, að greiða at- hafnalausu fólki bætur vegna skorts á atvinnu. Þess í stað skal greiða atvinnulausum lágmarks bætur vegna virkrar þátttöku í skólun eða endurskólun, hæfingu Sveitarfélögin hafi bolmagn til að veita staðbundna samfélags- þjónustu, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, í annarri grein sinni af fjórum. eða endurhæfingu eða öðrum þeim verkefnum, sem eru tímabundin, en gefandi og fyrirbyggjandi. Tekjutenging barnabóta þekkist ekki hjá viðmiðunarþjóðum. Engin haldbær rök mæla með slíkri tekjutengingu. Þessar bætur varða réttarstöðu íslenskra barna. Tekjutenginguna ber að afnema. Islendingar hafa skuldbundið sig til að verja 1% af þjóðarfram- leiðslunni til þróunaraðstoðar. Við þá skuldbindingu höfum við aldrei staðið og enn erum við eftirbátar allra annarra Norðurlanda í þess- um efnum. Þessa skammarlegu stöðu verða íslendingar að leið- rétta sem fyrst. Höfundur er læknir. Gunnar Ingi Gunnarsson Hvað á að koma í staðinn? HUGMYNDIN um allsherjarútboð veiði- réttar á leigu til eins árs í senn er afar rót- tæk. Hún felur í sér umsvifalausa niðurfell- ingu allrar þeirrar út- hlutunar kvóta, sem þróast hefur innan gildandi fyrirkomu- lags. Vegna þess hversu slík nýskipan er alger, þarf að gefa útgerðinni umþóttun- artíma, sem hún getur nýtt sér til að búa sig undir ráðgerða fram- tíðarskipan. Gerð verð- ur nánari grein fyrir ráðgerðum umþóttunaraðstæðum síðar í þessum skrifum, en í grund- vallaratriðum er hugsunin að skapa Jón Sigurðsson Vínlegnar enskar jólakökur og jólabúðíngar Bresk gæðavara lr PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614 útgerðinni, t.d. í tvö ár, kannski þrjú ár, sem líkastar aðstæður þeim, sem ríktu síð- ustu árin áður en fisk- veiðistjómin var inn- leidd. Það ættu að vera eins ákjósanlegar að- stæður og kostur er á í stöðunni. Nánar um það síðar. En breyting- in hlyti að koma við marga útgerðaraðila, væntanlega mest suma hinna stærri. Menn hafa í greininni að því er virðist gengið mjög mishart fram í kaupum á aflaheimildum. Allir hafa gert það vitandi um, að Al- þingi getur fellt þessar veiðiheim- ildir niður bótalaust með einfaldri löggjöf. Þeir sem keyptu tóku því áhættu, sem í grundvallaratriðum enginn á að bera ábyrgð á nema þeir sjálfir. „Verðmæti“, sem menn tóku við gefins, mundu einfaldlega gufa upp ásamt með sams konar „verðmætum", sem menn hafa keypt. Skrifari þessara orða hefur ekki þekkingu eða aðgang að upplýsing- um um heildarverð keypts kvóta, hversu mikið af því hefur verið af- skrifað eftir eldri reglum þar um o.s.frv. Þetta ber að sjálfsögðu að leggja mat á. Hitt er víst, að um- skiptum í fiskveiðistjórn fylgir fórnarkostnaður og vandséð er, að sá fórnarkostnaður eigi annars staðar betur heima en hjá þeim, sem harðast gengu fram í kvóta- spekúlasjóninni og í réttu hlutfalli við hana. Og umþóttunartíminn ætti að gagnast vel dugmiklum mönnum til að búa sig undir nýja og öðru vísi framtíð. Einhvers konar kaupþing veiði- heimilda yrði að vera miðstöð út- boðs á veiðirétti til leigu. Mörg rök má leiða að því, að sóknarmörk fyr- ir einstök skip væru boðin út frem- ur en aflakvóti. Höfundur þessara skrifa telur sig ekki hafa burði til Vegna þess hversu slík nýskipan er alger, segir Jdn Sigurðsson í annarri grein sinni af fimm, þarf að gefa út- gerðinni umþóttunar- tíma til að búa sig und- ir ráðgerða framtíðar- skipan. að bollaleggja neitt um svo flókið mál og mun því takmarka sig við útboð aflamagns. Útboð þyrfti að fara fram 6-8 mánuðum fyrir upphaf fiskveiðiárs og eðlilegt gæti verið að bjóða út þá strax 80% ráðgerðra aflaheimilda eða svo. Afganginn og það, sem síð- ar þætti við hæfi að bæta í leyfileg- an afla, hefði kaupþing veiðirétt- inda síðan til ráðstöfunar sem við- skiptavaki á opnu kaupþingi til við- skipta með veiðirétt á eftirmarkaði og sölu á rétti til ótilætlaðs meðafla. I næstu grein verður fjallað nán- ar um kaupþing veiðiheimilda og um ráðstafanir til að koma í veg fyrir brottkast afla. Tekið saman að beiðni Frjáls- lynda flokksins. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdasljóri. ^mb l.is ALLTAf= eiTTH\TA-0 NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.