Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formaður Starfsmannaráðs SHR um samning borgar og ríkis Starfsmenn ennþá í losti „SAMNINGUR Reykjavíkurborgar og ríkisins kom okkur á óvart nú og fólk er almennt séð enn- þá í losti,“ sagði Már Kristjánsson, læknir og for- maður starfsmannaráðs Sjúkrahúss Reykjavík- ur, er hann var spurður um afstöðu starfsmanna SHR til þess að ríkið tekur yfír rekstur sjúkra- hússins um næstu áramót. Um 100 starfsmenn spítalans sátu fund á veg- um starfsmannaráðs í gær og taldi Már að bæði ástandið á sjúkahúsinu og frí á þessum árstíma endurspegluðu að nokkru þessa dræmu fundar- sókn. „Mér fannst líka fremur dauft hljóð í fólki á fundinum og menn minntust þess að fyrir ellefu árum þegar svipaðar hugmyndir voni uppi á ten- ingnum var hasar í fólki á svipuðum fundi. Nú er þetta hins vegar búið og gert en fólk greinir að vísu nokkuð á um það hvert þessi samningur muni leiða okkur,“ sagði Már ennfremur. Hann sagði þá skoðun uppi bæði meðal lækna og annarra starfsmanna að þróunin gæti orðið svipuð og varð þegar Landakotsspítali og Borg- arspítali voru sameinaðir. „Þá rann smærri aðil- inn inn í þann stærri og þess vegna óttast menn að starfsmenn smærri spítalans verði undir og að öll starfsemin dragi dám af stærri aðilanum í þessum samningi." Mikilvægt að nýta vel mannafla og fé Már sagði einnig þá skoðun hafa verið uppi að starfsmenn SHR ættu að ganga kinnroðalaust til þessa samstarfs og vera keikir. „Við erum stolt af starfseminni hér, höfum ýmislegt til brunns að bera og þeir geta lært af okkur. Almennt séð held ég að fólk vilji hafa tvær stofnanir til að tryggja faglegt og rekstrarlegt andrúmsloft." Formaður starfsmannaráðsins minnti á álykt- anir Læknafélags Islands, læknaráða SHR og Landspítala frá fyrri árum þess efnis að vara við sameiningu stóru sjúkrahúsanna. „Menn vilja minna á mikilvægi hins faglega og rekstrarlega sem tvær stofnanir geta tryggt en hins vegar vilja menn líka stefna að hámarksnýtingu fjár- muna og mannafla því að á ýmsum sviðum er ekki hentugt að hafa nema eina deild. Ég minni á heila- og taugaskurðlækningar, augnlækningar og síðan háls-, nef- og eyrnalækningar þar sem er aðeins ein miðstöð. Minni aðgerðir á þessum sviðum fara fram á læknastofum úti í bæ en allt sem er flókið og krefst legu er gert á þessum sér- hæfðu deildum. Þessu skipulagi var hins vegar komið á án þess að til kæmi samningur um yfír- töku eins og nú er orðið,“ sagði Már Kristjánsson að lokum. Fundur starfsmanna SHR varar við samningi við Ríkisspítala Reksturinn ekki tryggari með flutningi til ríkisins FUNDUR starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur harmar að Reykjavík- urborg skuli hafa fallið frá rekstri sjúkrahúss eftir ríflega 30 ára far- sælt starf, segir meðal annai’s í ályktun fundarins, sem haldinn var í gær. Þar segir einnig að fundurinn skilji mikilvægi þess að Sjúkrahúsi Reykjavíkur séu sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði en fái ekki séð að með flutningi rekstursins til ríkisins sé hann með nokkru móti tryggari en áður. „Þvert á móti telur fundur- inn að aukin yfirbygging geti leitt til þunglamalegri stjómunarhátta sem til lengri tíma litið bjóði heim hættu á auknum kostnaði og minni afköstum. Fundurinn varar við hugmyndum um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík, enda stangast þær á við Fulltrúar læknaráða hittast í dag FULLTRÚAR læknaráða Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur munu í dag hittast á fundi og ræða samninginn um yfirtöku ríkisins á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Verður ákveðið eftir þann fund hvort og þá hvaða yfirlýs- ingar læknaráðin gefa í fram- haldi af samningnum. stefnu stjórnar Sjúkrahúss Reykja- víkur og ályktanir starfsmannaráða og læknaráða Sjúkrahúss Reykja- víkur og Ríkisspítala þar að lútandi. Fundurinn fagnar fregnum af því að auka eigi framlag til Sjúkrahúss Reykjavíkur og rétta reksturinn af fjárhagslega. Þá tekur fundurinn undir framkomin sjónarmið fjár- málaráðherra um að reka eigi áfram tvo spítala í umhverfí faglegrar og rekstrarlegrar samkeppni." 4 4 áii ■%r ÁTVR aug- lýsir Bleikt og blátt ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins er farin að selja við- skiptavinum sínum burðar- poka með auglýsingum fyrir tímaritið Bleikt og blátt. Tvær þeirra eru af ritstjóra tímaritsins, Davíð Þór Jóns- syni, sitjandi ofan í þvottabala og er nakinn að því er séð verður. Tvær myndanna eru af nakinni konu, sem hylur brjóst sín á annarri myndinni. Þór Oddgeirsson, aðstoðar- forstjóri ATVR, sagði að áfengisverslunin seldi þessar auglýsingar og færu tekjur af sölunni upp í framleiðslu- kostnað pokanna. Plastos, sem sér um að prenta pokana, leggi til auglýsingarnai', þar á meðal þessa og ekkert hefði verið talið athugavert við þær. Tveir brunar í íbúðarhúsum ELDUR kom upp í húsi við Spítalastíg um klukkan 3 að- faranótt mánudags. Ibúi í hús- inu varð eldsins var og gerði öðrum íbúum viðvart. Ibúarnir átta komust út af sjálfsdáðum. Eldurinn kom upp í rafmagns- töflu í húsinu, en breiddist lítið út enda var lítið um eldfím efni í kringum töfluna, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Slökkviliðið í Reykjavík slökkti með kolsýruslökkvi- tæki og reykræsti síðan húsið. Um klukkan eitt eftir mið- nætti á laugardagskvöld var slökkviliðinu í Reykjavík til- kynnt um eld í stigagangi íbúðarhúss við Skólavörðustíg. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang höfðu íbúar í húsinu brotist inn í eina íbúð hússins þaðan sem reykur barst. Þar inni var íbúi sofandi og var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Reykurinn hafði myndast frá pönnu sem skilin hafði verið eftir á heitri hellu. Græni herinn tekur til starfa við uppgræðslu landsins Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir afhentu Græna hernum eina milljón fræja í gær. HOLTAGARÐAR «m í BAC KL. 10-22 BÓNUS FRÁ 12-12 Ein milljón fræja afhent FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, aflientu Græna hern- um eina milljón birkifíræja, furu- fræja, melfræja og grasfræja við sérstaka athöfn í Höfða í gáer. Stuðmenn standa fyrir stofnun Græna hersins, en hann mun starfa að uppgræðslu og snyrt- ingu landsins næsta vor. í til- kynningu frá Græna hernum segir að starfsemin sé fjármögn- uð af nokkrum stórfyrirtækjum, auk þess sem yfirlýsingar um stuðning fleiri aðila liggja fyrir. I samráði við bæjar- og sveitarfé- lög verður ákveðið hvar helst ber að taka til hendi. Öllum samtökum og félögum sem láta sig umhverfismál varða er boðin aðild. Heimasíða hers- ins, græni.herinn.is verður opnuð 1. janúar nk. Utanríkisráðuneytið hafnar ósk Friðar 2000 Ekki grundvöllur til samstarfs UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur tjáð samtökunum Friður 2000 að vegna reynslu af skipulagi ferðar samtakanna til Bagdad fyrir jólin 1997 sé ekki grundvöllur til frekari samvinnu af þvi tagi. Það bendir Friði 2000 á að leita samstarfs við „ábyrg" samtök á borð við Rauða kross Islands og Hjálparstarf kirkj- unnar. Þetta kom fram í fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu eftir fund með fulltrúum Friðar 2000 í gær. Friður 2000 óskaði eftir því 13. desember sl. að ráðuneytið hefði milligöngu við Sameinuðu þjóðirnar vegna flutninga á vörum til íraks, en þeirri beiðni var hafnað. Ráðu- neytið bendir meðal annars á að RKÍ og samtök sem Hjálparstofnun kirkjunnar er aðili að standi nú þeg- ar að neyðaraðstoð með virkum hætti í Irak. Tveimur öðram beiðnum samtak- anna, um að ráðuneytið sækti fyrir þeirra hönd um leyfi til reglubund- inna flugferða til Bagdad og beiðni um fjárframlag vegna ferðar til Mið- Ameríku, var hafnað fyrr á árinu. Ástþór Magnússon sagði í gær að utanríkisráðuneytið gæfí tylliástæð- ur fyrir því að veita ekki leyfið og benti á að engar athugasemdir hefðu komið fyrr en nú fyrir utan ummæli fyrr á árinu um óánægju með ummæli um viðskiptabannið á írak. 1 I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.