Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.12.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 19 1% brezkra fyrirtækja er viðbúið evrunni London. Telegraph. INNAN við 1% lítilla og með- alstórra fyrirtækja í Bretlandi hafa gert nauðsynlegar ráð- stafanir til að mæta langtíma áhrifum evrunnar, hins sam- eiginlega evrópska gjaldmið- ils, samkvæmt úttekt brezka fjármálaráðuneytisins. Jafnvel fyrirtæki sem eiga viðskipti við Evrópu hafa ekki mótað verðlagningarstefnu gegn evrunni og fá hafa reynt að gera sér grein fyrir áhrifum sem evran getur haft á fyrir- tækin í samkeppnismálum. Ottazt er að brezk fyrirtæki neyðist til að lækka verð. Einnig er hætta á innflutn- ingsflóði og undirboðum. Lítið hefur verið gert til að búa starfsfólk undir að bregð- ast við áhrifum breytingarinn- ar. Aðeins nokkrar vikur eru síðan í Ijós kom að 6% lítilla og meðalstóra brezkra fyrirtækja vissu ekkert um sameiginleg- an evrópskan gjaldmiðil. 500 sagt upp hjá LA Times Los Angeles. Reuters. BANDARÍSKA stórblaðið Los Angeles Times ætlar að leggja niður 500 störf í öðrum áfanga niðurskurðaráætlunar, sem hófst í nóvember. Sagt verður upp um 8% starfsmanna, sem eru um 6.150, að sögn útgáfu blaðsins, Times Mirror Co. Um 380 þeirra sem hætta vinna að markaðsmálum, en aðrir fást við auglýsingar, fjármál, skrif- stofustörf og starfsmanna- hald. I fyrri áfanga áætlunar- innar var sagt upp 250 manns, þar af um 30 á ritstjórn. LA Times er eitt stærsta blað Bandaríkjanna og kemur út í rúmlega einni milljón ein- taka á dag. „Nauðsynlegt er að draga úr kostnaði til að bæta fjárhaginn og fjárfesta í fram- tíðinni,“ sagði Kathi'yn Down- ing aðalframkvæmdastjóri. Seagram og Allied slíta viðræðum London. Telegraph. KANADÍSKI drykkjar- vörurisinn Seagram og Allied Domeco hafa lokið viðræðum um samruna eða sameiningu áfengisdeilda fyrirtækjanna. Verð bréfa í Allied lækkaði um 21 pens í 540 við tíðindin. Seagram staðfesti að við- ræðum væri lokið og sagði að fyrirtækið væri ákveðið í að standa á eigin fótum. Talið er að viðræðurnar hafi strandað á því að Bronfman-fjölskyldan hafi ekki viljað rýra 30% hlut sinn í Seagram. Til greina kom að sameina áfengisdeildirnar án þess að til fulls samruna kæmi. Fræg- ustu merki Allied eru Beefeat- er gin og Ballantine viskí, en meðal þess sem Seagram hef- ur á boðstólum eru Martell koníak og Captain Morgan romm. Samvinna gæfi aukið svigi'úm til samkeppni við Di- ageo, umsvifamesta drykkjar- vörufyrirtæki heims. Allied hefur áhuga á við- ræðum við önnur öflug drykkjarvörufyrirtæki. Nokk- ur þeirra sem koma til greina eru í fjölskyldueign eins og Seagram - til dæmis Pernod Ricard. Landsbankinn tilkynnti Verðbréfaþingi ekki um utanþingsviðskipti Málið litið alvar- legum augum af stjórn þingsins SÍÐASTLIÐIÐ sumar var Lands- banka íslands hf. bent á það af hálfu Verðbréfaþings Islands að til- kynningar bankans um utanþings- viðskipti væra ekki í samræmi við stærð hans á markaði. Með utan- þingsviðskiptum er átt við viðskipti bankans með verðbréf _sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands án þess að hann noti til þeirra við- skiptakerfi þingsins. Við eftir- grennslan innan bankans kom í ljós að vegna tæknilegra atvika hafði bankinn ekki tilkynnt Verðbréfa- þinginu um þau utanþingsviðskipti sem hann hafði átt aðild að. I fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram að Verð- bréfaþing ítrekaði ábendingar sínar og með bréfi dags. 1. desember sl. var óskað skýringa bankans. í framhaldi af því áttu fulltrúar bankans fundi með starfsmönnum Verðbréfaþings þar sem farið var yfir málið og skýringar veittar. Ur- bætur á tölvukerfum bankans hafa verið gerðar þannig að öll utan- þingsviðskipti eru nú tilkynnt með sjálfvirkum hætti. I tilkynningu frá Verðbréfaþingi kemur fram að vanræksla tilkynn- inga brjóti gegn þeirri gagn- kvæmnishugsun að hver þingaðili fái upplýsingar um viðskipti allra hinna þingaðilanna gegn því að leggja fram allar upplýsingar um eigin viðskipti. Vanræksla tilkynn- inga veldur því að aðrir þingaðilar geta ekki gert sér eins glögga mynd af markaðnum og sá þingaðili sem ekki tilkynnir. Utanþingsviðskipti þingaðila mynda gjaldstofn til veltugjalda og eiga að stuðla að því að hver þing- aðili beri sinn hlut af rekstrar- kostnaði þingsins í samræmi við þau viðskipti sem hann á með skráð bréf, enda má ætla að í öllum slík- um viðskiptum njóti þingaðilinn ávinnings af verðmyndun og upp- lýsingagjöf þingsins. „Stjórn Verðbréfaþings Islands lítur þetta mál alvarlegum augum, svo og það hversu langan tíma það tók bankann að koma málinu í lag. En þar sem Landsbankinn hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið og gert nauðsynlegar úrbætur á tölvu- kerfum og vinnulagi við tilkynningu utanþingsviðskipta hyggst stjórnin ekki grípa til frekari viðurlaga,“ segir í tilkynningu frá VÞI. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru margvíslegar ástæður fyrir því að umrædd utan- þingsviðskipti bankans voru ekki tilkynnt en einkum má þar nefna flutninga og sameiningar sviða inn- an Landsbankasamstæðunnar. Við þá flutninga voru tekin upp ný kerfi sem ekki sáu sjálfkrafa um tilkynn- ingar til Verðbréfaþingins, líkt og áður hafði tíðkast," segir í frétt frá Landsbankanum. Dilbert á Netinu ^mbl.is /KLLTAf= £/TTH\Sf\£> NÝTl Skoda Felicia LXi kostar aðeins kr. 718.000 HEKLA síml 569 5500 www.hekla.is *Samkvæmt verðlistum bifreiðaumboðanna, útg. Samskiptí nóv. '98. NYTTUTLIT AFLSTYRI HREYFILTENGD ÞJOFNAÐARVÖRN SAMLÆSINGAR FORSTREKKJARAR A ÖRYGGISBELTUM RAFSTÝRÐIR UPPHITAÐIR SPEGLAR UTVARP OG SEGULBAND 6 ARA ABYRGÐ GAGNVART GEGNUMRYÐGUN SAMLITIR STUÐARAR KRAFTMEIRIVEL,68 hö jMWnBir! L — - • -igBW C m *;]
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.