Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 25

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 25
 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 25 Söguleg vika í bandarískum stjórnmálum Demókratar æfír en repúblikanar hálfgrátandi EKKI vai’ nema mánuður liðinn frá þvi að Bob Livingston var kjörinn eft- irmaður Newt Gingrich sem leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni og þar með forseti hennar þar til hann til- kjmnti, að hann ætlaði ekki að taka við embættinu. Astæðan er þær upp- lýsingar, sem birst hafa um kvenna- mál hans og fi-amhjáhald. Talið er víst, að í hans stað muni koma Dennis Hastert, þingmaður fyrir Illinois. Er hon- um lýst sem mikl- um verkmanni og mannasætti, sem Hklegur þykir til að draga nokkuð úr þeim djúp- stæða klofningi, sem kominn er upp milli flokkanna á Bandaríkjaþingi. Livingston þótti í flestu vel fallinn til forystu og hann bjó sig undir starf- ið með ýmsum hætti. Meðal annars kvaðst hann hafa lesið bók Tips O’Neills, fyrrverandi þingforseta, um reynslu hans af starfínu og hrósaði henni mjög. Bókin bjó hann samt ekki undir hvellinn, sem kvað við þeg- ar upplýst var, að hann hefði oftar enn einu sinni haldið framhjá konu sinni. Missti stuðning flokksbræðra sinna Repúblikanar brugðust í fyrstu við með því að lýsa yfir stuðningi við Li- vingston og sjálfur kvaðst hann ekki ætla að hætta við að taka við leiðtoga- embættinu. Hann viðurkenndi hins vegar um helgina, að fréttin um fram- hjáhald hans hefði valdið flokks- bræðrum sínum miklum áhyggjum og fljótlega hefði honum orðið ljóst, að hann hefði ekki þann stuðning, sem til þyrfti. Livingston tilkynnti um ákvörðun sína á laugardag, í umræðunum um málshöfðun gegn Bill Clinton forseta, en skömmu áður hafði Zaeh Wamp, þingmaður frá Tennessee, sagt hon- um, að 18 þingmenn repúblikana væru ekki ákveðnir í að styðja hann í embættið þegar nýtt þing kemur saman í næsta mánuði. Þá gekk Greg Ganske, þingmaður frá Iowa, á fund hans á fóstudag og bað hann að hætta við. Aður höfðu nokkrir aðrir þing- menn fundið að þvi, að hann skyldi ekki upplýsa allt um sín mál áður en hann sóttist eftir leiðtogaembættinu. Ekki bætti úr skák fyrir Livingston, að Hust/er-tímaritið, sem Lan-y Flynt gefur út, ætlar að bh’ta ná- kvæma lýsingu á „framhjáhaldi Li- vingstons og annarra þingmanna". Livingston gekk frá yfirlýsingunni um að hann ætlaði að di-aga sig í hlé á föstudaginn en honum fannst þó eitt- hvað á vanta. Þá datt honum í hug að klykkja út með því að skora á Clinton að fara eins að og segja af sér. ,Að því búnu fékk ég mér mjólkurglas og fór í rúmið,“ sagði hann. Sáttasemjari sem getur fært flokkinn inn á venjulegar brautir? Hastert, sem talið er víst, að komi í stað Livingstons, er enginn upp- hlaupsmaðui' eins Gingi'ich eða ástríðufullur íhaldsmaður eins og Tom Delay, þingreki repúblikana í fulltrúadeildinni. Hann er sagður manna líklegastur til að draga úr fjandskapnum, sem nú er með þing- mönnum flokkanna á Bandaríkja- þingi, en þá verður hann líka að full- vissa hófsama repúblikana og demókrata um, að hann sé ekki neinn útsendari Delays. Delay er almennt talinn arkitektinn á bak við málshöf- unina á hendur Clinton en það er líka Delay, sem leggur til, að Hastert verði næsti þingforseti. Hastert bíður erfítt starf. Meiri- hluti repúblikana í fulltrúadeildinni fer í sex sæti með nýju þingi í næsta mánuði og sumir demókratar segjast aðeins líta á hann sem strengbrúðu í höndum Delays. Ferill Hasterts bendir þó ekki til, að hann muni láta ráðskast með sig og sumir flokks- bræðra hans kváðust vona, að hann færði flokkinn aftur inn í stjómmálin, inn á brautir löggjafarstarfsins, í stað þeirra eyðileggjandi hamfara, sem einkennt hefðu forystutíma Gingrich. Grétu saman Síðasta vika var söguleg í banda- rískum stjórnmálum. Fulltrúadeildin ákvað að höfða mál á hendur Clinton; Bandaríkjaher hélt uppi loftárásum á Irak og Livingston, væntanlegur leið- togi repúblikana í deildinni, hætti við vegna framhjáhalds. Demókratar voru æfareiðir en repúblikanar grát- andi. Tillie Fowler, þingmaður frá Florida, sagði, að hún og Livingston hefðu grátið hvort upp við annars öxl eftir að hann hafði ákveðið að hætta við allt saman og James C. Greenwood frá Pennsylvaniu, sagði í viðtali, að dagurinn hefði verið ótrú- legur og klökknaði um leið. Sú stóra stund, umræðan um málshöfðun gegn Clinton, hefði kallað fram tár í augum repúblikana en síðan hefðu þeir feng- ið allt aðra ástæðu til að gráta yfir. Repúblikanar fengu því framgengt, að fulltrúadeildin samþykkti að höfða mál gegn Clinton en þegar til kom vakti það engan fögnuð í þeirra röð- um. Þeir hafa áhyggjur af næsta þingi og beinlínis áhyggjur af sinni pólitísku framtíð fyi-ir utan að vera orðnir úrvinda af þreytu. Kosningamálið árið 2000? Demókratar hafa þegar lýst yfir, að máishöfðunin gegn Clinton verði mál málanna í forsetakosningunum árið 2000. Styðjast þeir í því efni við skoðanakannanir, sem sýna jafnvel vaxandi stuðning við forsetann, og eru þegar famir að reka áróður gegn þingmönnum repúblikana í einstök- um ríkjum fyrir að hafa stutt máls- höfðunina. Rannsóknardeild þingsins hefur til að mynda kannað málið og komist að þeirri niðurstöðu að mál af þessu tagi geti færst á milli þinga. Þá hafi nokkrar dómarar verið ákærðir af fráfarandi þingi en dæmdir af ný- kjörnu þingi. Nokkrir öldungadeild- arþingmenn úr röðum jafnt repúblikana sem demókrata létu svipaðar skoðanir í ljós um helgina. Reynt að fínna málamiðlun Að mati flestra er því líklegra til árangurs fyrir forsetann að rejma að ná málamiðlun um vítur heldur en að knýja á um að málið verði tekið fyrir að nýju. 67 öldungadeildarþingmenn verða að samþykkja ákærurnar ef reka á Clinton úr embætti og því þyrftu tólf demókratar í það minnsta að greiða atkvæði með slíku að því gefnu að allir repúblikanar kæmust að þeirri niðurstöðu að forsetinn væri sekur. Þá hefur sú hugmynd komið upp að reynt verði að fá 34 öldungadeildarþingmenn til að und- irrita yfirlýsingu um að þeir muni ekki undir neinum kringumstæðum sakfella forsetann og því tilgangs- laust að halda réttarhöld í málinu. En það á eftir að koma í ljós hvort 34 öldungadeildarþingmenn séu reiðu- búnir að gefa upp afstöðu sína fyrir- fram. Hafa sumir talið það fráleitt þar sem ekki sé við hæfi að kviðdóm- endur taki afstöðu í máli áður en réttarhöld fara fram. Til þessa hafa flestir gengið út frá því sem vísu að aldrei muni nást 67 atkvæða meirihluti í öldungadeild- inni. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að til skamms tíma hafi verið talið útilokað að fulltrúadeildin myndi samþykkja málshöfðun á hendur forsetanum. Allt geti gerst í réttarhöldum. Það gæti torveldað tilraunir til að ná málamiðlun að forsetinn og lög- menn hans hafa lýst því yfir að hann sé ekki reiðubúinn að gangast við því að hafa sagt ósatt fyrir kviðdómi. Slík yfirlýsing er kjarni flestra hug- mynda er settar hafa verið fram um málamiðlun, m.a. í grein tveggja fyirverandi forseta, þeirra Jimmys Caiters og Geralds Fords, í New York Times í gær. „Hann mun ekki viðurkenna að hafa logið að kviðdómi vegna þess að hann gerði það,“ sagði Gregory B. Craig, sem ásamt Charles Ruff mun halda áfram að sjá um lagalega vörn forsetans. Heim- ildir herma að Hvíta húsið hafi at- hugað viðbrögð við þeirri hugmynd að forsetinn viðurkenni að hafa „af- vegaleitt" kviðdóm og að hann muni greiða 4,5 milljóna dollara sekt, sem samsvarar þeiiri upphæð er rann- sókn Kenneths Starrs á máli hans kostaði. A móti muni Starr ekki sækja forsetann til saka fyrir mein- særi eftir að hann lætur af embætti. Þeir Craig og Ruff hyggjast áfram styðjast við sömu lagalegu vöm og í fullti-úadeildinni og leggja áherslu á að þær ásakanir er bornar hafa verið á forsetann réttlæti ekki að honum verði vikið úr embætti. Einnig mun hafa verið rætt við George Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþing- mann, er miðlaði málum í Norður-Ir- landsmálinu, að hann aðstoði við vöm forsetans. Aðstoðarmenn forsetans vona að meðferð málsins fyrir öldungadeild- inni verði með öðrum hætti en í full- trúadeildinni. Öldungadeildarþing- menn taka hlutverk sitt sem efri deild þingsins mjög alvarlega og mun algengara er að þar séu gerðir samningar er ganga þvert á ilokkslínur en í fulltrúadeildinni. Rifjað hefur verið upp að George Washington útskýrði hlutverk öld- ungadeildai'innai' fyrir Thomas Jefferson á eftirfarandi hátt: „Öld- ungadeildin er skál sem við hellum löggjöfinni í til að kæla hana.“ Flestir virðast þó ganga út frá því sem vísu að ekki verði hægt að ná samkomulagi um vítur fyrr en eftir að formleg réttarhöld hefjast. Og einnig hefur verið minnt á að einmitt vegna þess hversu alvarlega öld- ungadeildarþingmenn taka hlutverk sitt sé líklegt að þeir muni vilja kalla fyrii' vitni og hlýða á báðar hliðar mála. Meðal hugsanlegra vitna, er nefnd hafa verið, eru Monica Lewin- sky, lögmaðui-inn Vemon Jordan og Betty Currie, ritari forsetans. Leiðtogar repúblikana í deildinni, m.a. Trent Lott, Mitch McConnell og Arlen Specter, hafa þegar gefið út yfirlýsingar um að ekki verði komist hjá réttarhöldum, en demókratar segja að margra mán- aða réttarhöld gætu lamað störf öld- ungadeildarinnar og valdið uppnámi á fjármálamörkuðum. Enginn veit í raun enn hvert form- legt fyrirkomulag réttarhalda yfir forsetanum er þar sem ekki er annað fordæmi en réttarhöldin yfii' Andrew Johnson árið 1868. Sú hug- mynd hefur til dæmis komið fram að öldungadeildin fjalli um mál Clintons á morgnana en taki fyrir önnur mál eftir hádegi. Þá er allt á huldu með það hversu langan tíma réttarhöldin tækju. Sumir segja nokkra mánuði, aðrir nokkra daga. Óformlegar samningaviðræður um framgang mála og hugsanlega málamiðlun eru þegar sagðar hafa átt sér stað á bak við tjöldin, m.a. á milli demókratans Josephs I. Liebermans og repúblikanans Orris G. Hatch, fonnanns dómsmálanefnd- ar öldungadeildarinnai'. Hatch hefur gefið í skyn að skynsamlegt sé að íhuga aðra kosti ef ljóst þykir að ekki sé líklegt að aukinn meirihluti deilflarinnar sakfelli forsetann. BILLIARDBORÐ Hentug heimilisborð, í stofuna, kjaiiarann eða bílskúrinn Vönduð ensk borð. Með borðunum fylgja tveir kjuðar, kúiur, skortafla og krít. 3.5 fet, 107 cm, verðkr. 11.900, stgr. 11.305 4.5 fet 138 cm, verð kr. 17.800, stgr. 16.910 6fet, 182 cm, verð frá kr. 24.900, stgr. 23.655 Ein stærsta sportvöruverslun landsins Armúla 40, sími 553 5320 og 5688860 U'erslunin 7M4L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.