Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 54

Morgunblaðið - 22.12.1998, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skemmdarverk og líkamsmeiðingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfnunarbaukur- inn þyngdur AGERÐIR lögreglu gegn ölvun- arakstri héldu áfram þessa helgi. Samkvæmt skráningum voru rúm- lega 600 ökumenn stöðvaðh’ og ástand þeirra kannað. Því miður eru það alltaf nokkrir ökumenn sem nauðsynlegt reynist að kæra vegna ölvunaraksturs. Um helgina voru 18 ökumenn kærðir. Umferðaróhöpp - umferðarslys Um helgina var tilkynnt um rúm- lega 60 umferðaróhöpp til lögreglu. I nokkrum þeirra urðu slys á fólki en ekki alvarleg. Síðdegis á sunnu- dag gerði talsverða hálku í höfuð- horginni og urðu þá allmargir árekstrar á skömmu tíma. Þá varð lögreglan að veita mörgum öku- mönnum aðstoð á Kringlumýrar- braut við Bústaðabrú síðdegis á sunnudag vegna hálkunnar. Greini- legt var að ekki höfðu allir öku- menn gert sér grein fyrir því að /ænta mátti vetrarfærðar. Ekið var á mann á reiðhjóli á Laugavegi að morgni fóstudags. Maðurinn var á ieið yfir götuna á gangbraut. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á höfði og handlegg. Síðdegis á fóstudag var einnig ekið á mann á reiðhjóli á Listabraut. Maðurinn /ar fluttur á slysadeild en hann kenndi til eymsla í öxl. Bifreið var ekið á ljósastaur á Stekkjarbakka um miðjan sunnudag. Ökumaðm' var fluttur á slysadeild. Þá var ekið á gangandi vegfai'anda í Lækjar- götu síðdegis á sunnudag. Hinn gangandi var fluttur á slysadeild en hann kenndi til í öxl. Ökumaður bif- reiðar sem ekið vai' á ljósastaur á 18. til 21. desember 1998 Kringlumýrarbraut á sunnudag var einnig fluttur á slysdeild. Hraðakstur og vítaverður akstur Ökumaður var stöðvaður í Hval- fjarðargöngum eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 107 km hraða. Klukkan rúmlega fjögur að morgni sunnudags óskuðu lögreglumenn í Kópavogi eftir aðstoð vegna bif- reiðar sem ekki sinnti stöðvunar- merkjum þeirra. Voru sex ökutæki frá lögreglu í efthförinni þegar mest var, þar af eitt frá Kópavogi. Eftirfórin var um Breiðholtshverfi og síðan Suðurlandsveg. Lögreglu- bifreiðar höfðu þá slökkt á for- gangsljósum en héldu í humátt á eftir bifreiðinni sem ekið var á vítaverðan hátt. Það náðist síðan að stöðva akstur bifreiðarinnar í Lögbergsbrekku er tveimur lög- reglubifreiðum var ekið á bifreið- ina. Áður hafði tekist að lækka ökuhraða hennar verulega en ljóst þótti að ekki myndi takast að stöðva aksturinn endanlega nema á þennan hátt. Enginn slasaðist við eftirförina en skemmdir urðu á tveimur ökutækjum lögreglu auk skemmda á bifreiðinni sem veitt var eftirför. Ökumaðurinn var handtekinn og hann fluttur á lög- reglustöð. Hann er 17 ára og hefur ekki ökuréttindi. Hann hafði tekið ökutæki fjölskyldunnar án heimild- ar. Ökumaðurinn var undir áhrif- um áfengis við aksturinn. Karlmaður vai- handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í veislusal að kvöldi laugadags. Karlmaður var handtekinn eftir átök á veitingastað í miðborginni að morgni sunnudags. Hann var fluttur í fangahús. Lögreglu var tilkynnt um átök í Austurstræti um klukkan 4:30 að morgni sunnudags. Þegar lögreglu- menn voru að vinna að lausn máls- ins veittust nokkrir vegfarendur að lögreglu svo kalla varð til fleiri lög- reglumenn til aðstoðar. Lögreglu- menn beittu varnarúða á tvo þeirra atkvæðamestu. Tveir voru fluttir í fangamóttöku vegna málsins. Innbrot Lögreglu var tilkynnt um 12 inn- brot um helgina. Rúða var brotin á hljóðfæraverslun í miðborginni að morgni sunnudags og þaðan stolið hljóðfærum. Ekki er vitað hverjir stóðu að þjófnaðinum. Brotist var inn í fjögur ökutæki í bílskýli í Breiðholtshverfi aðfaranótt sunnu- dags. Karlmaður var handtekinn þar sem hann var að brjótast inn i íbúð í miðborginni að morgni mánudags. Hann var fluttur í fangahúsið við Hverfisgötu. Annað Vinnuslys varð við byggingu við Egilsgötu síðdegis á fóstudag. Karlmaður fékk stálbita í höfuðið og vai' fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Meiðsli eru ekki talin alvarleg. MEIRA en hundrað kíló af er- lendri smámynt er nú komið í söfnunarbauk Umhyggju, Fé- lags til stuðnings langveikum börnum, í Múlaútibúi Lands- bankans. Sigurður Guðmunds- son landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, eiginkona hans, lögðu leið sína í bankann í gær og þyngdu baukinn enn. Sams konar söfnunarbaukar eru í öllum útibúum Lands- bankans og Hrafnhildur B. Sig- urðardóttir, útbússtjóri Múla- útibús, sem stendur fyrir aftan landlæknishjónin á myndinni, VAAÁÁÁ! Háfækni Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! hvetur alla til að taka til í skáp- um og skúffum heima hjá sér og styrkja gott málefni. ------------------ LEIÐRÉTT AHt í dollurum I frétt í laugardagsblaði um sölu birgða frystrar loðnu til Rússlands kom fram að loðnan væri seld í rúbl- um. Það er rangt hvað varðar Is- lenskar sjávarafurðir sem selja allt í dollurum og nánast allt gegn stað- greiðslu. I fréttinni misritaðist einnig fóðurnafn Bjarna Sölvasonar starfsmanns ÍS. Beðist er velvh'ðing- ar á mistökunum. Hlaut heiðursviðurkenningu í FRÉTT í laugardagsblaðinu um af- hendingu heiðursviðurkeningar úr Bókasafnssjóði láðist að geta eins höfundai' sem hlaut 250.000 kr. styrk, þ.e. Þórunnar Blöndal kennslubókahöfundar. Áfall fyrir Reykjavíkurlistann I tilvitnun í forystugrein Morgun- blaðsins með ofansrkáðri fyrirsögn (20. desember sl.) féll niður eitt orð. Velvirðingar er beðist á þeim mis- tökum. Ttilvitnunin í úrskurð félags- málaráðuneytisins fer hér á eftir: ,Af framsögðu er ljóst að R-listinn var í borgarstjórnarkosningunum, sem fram fóru í Reykjavík 23. mai sl. formlega borinn fram af Reykjavík- urlistanum einum, en ekki af öðrum stjórnmálaflokkum eða samtökum. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af því að kjósendur verða að geta treyst því að kjörseðill hafi að geyma tæmandi upplýsingar um hvaða stjórnmálasamtök bera fram fram- boðslista verður að telja að skilyrð- um 2. mgr. 35. gr. laga nr. 8/1986 hafi ekki verið fullnægt í því tilviki sem hér um ræðir. Varamaður átti því ekki að taka sæti Hrannars B. Arnarssonar í borgarstjórn sam- kvæmt ákvæði 2. mgr. 35. gr., heldur samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 8/1986, þ.e. í þeirri röð sem varamenn eru kosnir. - Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu samþykkt borgarstjómar Reykjavíkur úr gildi.“ Auglýsendur athugið! Fullunnum sérauglýsingum, sem eiga að birtast á aðfangadag, 24. desember, þarf að skila fyrir klukkan 16 þriðjudaginn 22. desember. Atvinnu-, rað- og smáauglýsingum, sem eiga að birtast á aðfangadag, fimmtudaginn 24. desember, þarf að skila fyrir klukkan 16 þriðjudaginn 22. desember. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Englakoddaver með barnabeen if ígxráZ&zBKi fást á eftirfarandi stöSum: Kirkjuhúsinu, Reykjavík, Bókab. Grimsbte Reykjavik, i jsCxI Bókaskemmunni, Akranesi, Ósbær ,Blönduósi, Legg og skel, fsafirði, Blóma- og gjafavversL, Sauðárkróki, Lipurtá, Akureyri, Blómasetrinu, Húsavík, KASKHöfii, Eyjablómi Vestmannaeyjum. Reynslan sýnir að börn læra bænina á koddanum sínum og leiðir það huga þeirra á bjartari braut fyrir svcfninn. Þrjár mism. bænir og tveir litir. Dreifing: Listfetigi ebf, s. 561 0865. www.centrum. isl^oktavia e-maih oktavia @cen trurn. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.