Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 22.01.1999, Síða 19
MORGUNB L AÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 19 Morgunblaðið/Jónas Baldursson FEÐGARNIR Sveinn og Bene- dikt við húsið sem þeir eru að smíða, en með þeim er Sigurbjörn. Fræðsla fyrir fatlaða Fræðslu- dagnr FRÆÐSLUDAGUR, sem Fræðsla fyrir fatlaða, FFA, efnir til verður haldinn í samvinnu við Félagsþjón- ustu Akureyrarbæjar, Sjálfsbjörgu á Akureyri og Proskahjálp á Akur- eyri næstkomandi laugardag, 23. janúar, frá kl. 10 til 15 á Fosshóteli KEA. Lilja Guðmundsdóttir, formaður Proskahjálpar á Norðurlandi eystra, kynnir hlutverk trúnaðar- manns fatlaðra, Þórgnýr Dýrfjörð, Kristín Sigursveinsdóttir og Helga Alfreðsdóttir, frá búsetudeild Akur- eyrarbæjar, fjalla um margbreyti- leika einstaklinga, félagslega og frekari liðveislu og Gunnhildur Bragadóttir, Hulda Magnúsdóttir og Aðalbjörg Baldursdóttir fjalla um liðveislu frá sjónarhóli notenda og Kolbrún Guðveigsdóttir frá sjón- arhóli liðveitenda. Þá verða fyrir- spurnir og umræður. Þátttökugjald er 1.000 krónur og er innifalið í því matur og kaffi. Þátttöku þarf að til- kynna fyi'ir kl. 12 næstkomandi föstudag, 22. janúar, á skrifstofu Þroskahjálpar á Akureyri eða í Reykjavík. ------------- Margar sýning- ar í Grófargili OPNUÐ verður sýning á færeyskri list í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag, en gestir í Grófargili geta valið um fjölda sýn- inga sem opnar eru um helgina. Vinabæjartónleikar verða í Deigl- unni kl. 17 á morgun, laugardag, en þar leikur Tríó Björns Thoroddsen. Páll Sólnes sýnir í Ketilhúsinu og ber sýning hans yfirskriftina Lýrískar abstraktsjónir en hún er opin frá kl. 14 til 18 um helgar og eftir samkomulagi aðra daga. Sýn- ing á verkutn eftir Erró er á Kar- ólínu, Björn Gíslason og Orri Gaut- ur Pálsson sýna þar einnig Jjós- myndir og verk eftir Amý eru til sýnis sem og eftir Frans Widerberg í tengslum við sýningu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut. í Ljós- myndakompunni sýnir Hlynur Hallsson misheppnaðar myndir. -----♦“♦-♦--- Bflasýning KRAFTBÍLAR við Draupnisgötu 6 á Akureyri efna til bílasýningar á laugardag, 23. janúar, frá kl. 11 tii 16. Sýndar verða ýmsar gerðir og stærðir af MAN-vörubílum, m.a. í fyrsta skipti á íslandi þriggja drifa vörubíll með loftfjöðrum. s Ibúðarhúsið verður flutt í Laufás Grýtubakkahreppi. Morgnnblaðið. ÞAÐ HEFUR færst í vöxt hin síð- ari ár að byggð eru á bújörðum í sveitum íbúðarhús, gjarnan þegar ábúenda- eða kynslóðaskipti verða. Byggð hafa verið hús sem ekki er hægt að hreyfa úr stað, en nú kann að verða breyting þar á því næsta sumar verða tvö hús sett niður á bújörðum í Grýtubakka- hreppi sem ekki eru byggð á staðnum. Annað húsið verður við Bárðartjörn en hitt við Laufás. Síðarnefnda húsið er í byggingu hjá þeim Artúnsfeðgum, Sveini Sigurbjörnssyni og Benedikti Sveinssyni. Það er á tveimur hæð- um, um 140 fermetrar að gi-unn- fleti, og stefnt er að því að það verði tilbúið til flutnings í Laufás í lok júní. Það eru þau Þórarinn Pétursson og Hólmfríður Björns- dóttir ásamt syninum Pétri sem eru eru að láta snu'ða þetta hús fyrir sig. Ætlunin er að það standi allnokkuð norðan við núverandi prestsetur í Laufási. Tóti og Hóbba, eins og þau eru gjarnan nefnd, hafa í auknum mæli tekið þátt í búskapnum í Laufási og var þessi ákörðun um að færa þangað íbúðarhús fyrir fjölskylduna tekin í framhaldi af því. FJÖLSKYLDAN í Laufási, Þórarinn, Hólmfríður og Pétur. ■■■ HAGKAUP Meira úrval - betri kaup ... . .......... ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.