Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 57
Músíktil-
raunir
Tónabæjar
að hefjast
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær
mun í mars nk. standa fyrir Mús-
íktilraunum 1999 en þetta er í 17.
skiptið sem þær eru haldnar. Þá
gefst ungum tónlistarmönnum
tækifæri til að koma á framfæri
frumsömdu efni og ef vel tekst til
að vinna með efni sitt í hljóðveri.
Músíktilraunir eru opnar öllum
upprennandi hljómsveitum alls
staðar af landinu.
Tilraunakvöldin verða fjögur
eins og undanfarin ár. Það fyrsta
verður 11. mars, annað tilrauna-
kvöldið verður 18. mars, þriðja 19.
mars, fjórða tilraunakvöldið verður
25. mars og úrslitakvöldið verður
svo föstudaginn 26. mars. Margvís-
leg verðlaun era í boði fyrir sigur-
sveitirnar, en þau veglegustu era
hljóðverstímar frá nokkram bestu
hljóðverum landsins.
Þær hljómsveitir sem hyggja á
þátttöku í Músíktilraunum 1999
geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni
Tónabæ.
Söngnámskeið
í Gerðubergi
INGVELDUR Ýr mezzósópran,
heldur söngnámskeið fyrir byrj-
endur í Gerðubergi í vetur og verð-
ur fyrsta námskeiðið dagana
23.-24. janúar.
Þátttakendur læra grannatriði i
söng og raddbeitingu og fá innsýn í
tónheyrn og tónfræði.
Lífeyrisdagurinn á
Hótel Loftleiðum
Framboð í Reykja-
vík og á Reykjanesi
KRISTILEGI lýðræðisflokkurinn
ætlai- að bjóða fram í Reykjavíkur- og
Reykjaneskjördæmum í kosningun-
um í vor. Flokkurinn mun fyrst og
fremst hafa fagnaðar- og kærleiks-
boðskap Jesú Krists sem undirstöðu í
öllum stefnumálum, segir í fréttatil-
kynningu.
Þar er getið um nokkur baráttumál
og markmið flokksins og segir meðal
annars að Kristilegi lýðræðisflokkui-
inn muni berjast fyrir hagsmunum
fjölskyldunnar í öllu tilliti;, atvinnu,
menntun, uppeldi bama og skilyrðum
til afkomu. Vakin er athygli á bágum
aðstæðum aldraðra og sjúkra á Is-
landi sem bæta þurfi úr. Mótun ffam-
tíðarsýnar fyrir þjóðina byggist á ör-
uggri velferð og réttlæti og flokkur-
inn mun verja lýðræðið, ein mestu
mannréttindi sem mannkyninu hefur
hlotnast, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu.
Flokkurinn vill stuðla að réttri nýt-
ingu náttúruauðlinda og álítur að sú
arfleifð sem þjóðinni hefur hlotnast,
þ.e. auðlindir til lands og sjávar, verði
um alla framtíð í hendi þjóðarheildar-
innar. Kristilegi lýðræðisflokkurinn
hefui- það verkefni að stuðla að því að
heimildir til veiða í íslenskin landhelgi
verði afhentar landsbyggðinni til um-
ráða eins fljótt og hægt er.
Kristilegi lýðræðisflokkurinn mun
berjast gegn ágimd og hroka í samfé-
laginu og kappkosta að kærleikur og
réttlæti Guðs nái fram að ganga í öll-
um málum. Kristilegt siðferði verði
haft að undirstöðu í lífi þjóðarinnar að
öllu leyti, jafnt í lífi fjölskyldunnar
sem og þeirra manna sem kosnir era
til valda.
SAMTÖK áhugafólks um lífeyris-
sparnað gangast fyrir kynningar-
degi um lífeyrismál á Hótel Loft-
leiðum, Þingsölum 3, 4 og 5, laugar-
daginn 23. janúar kl. 10.30-17.
Helstu lífeyrissjóðir, líftryggingafé-
lög, bankastofnanir og verðbréfa-
fyrirtæki verða með kynningu á
leiðum í lífeyrissparnaði. I Þingsal 5
(Bíósalnum) verður málþing þar
sem fimm sérfræðingar um lífeyris-
mál munu fiytja fyrirlestra um líf-
eyrissparnað og tengd málefni.
Alls verða 14 kynningrbásar í
Þingsölum 3 og 4. Fulltrúar þessara
aðila munu kappkosta að veita
áhugafólki um lífeyrismál upplýs-
ingar um þá valmöguleika sem þeir
bjóða upp á. Þátttakendur eru:
Kaupþing hf., Sparisjóðirnir, Al-
þjóða líftryggingarfélagið, Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyr-
issjóður starfsmanna sveitarfélaga,
Landsbanki íslands, Landsbréf,
Búnaðarbankinn, Búnaðarbankinn
verðbréf; íslandsbanki, Verðbréfa-
sjóður Islandsbanka, Fjárvangur,
Líftryggingafélagið, Sameinaða líf-
tryggingafélagið, Lífeyrissjóður
Verslunarmanna, Sameinaði lífeyr-
issjóðurinn, Lífeyrissjóðurinn
Framsýn, Söfnunarsjóður lífeyris-
réttinda og Fjárfesting og ráðgjöf.
Gönguhópur
hjartasjúklinga
stofnaður
FÉLAG hjartasjúklinga á Reykja-
víkursvæðinu hefur í hyggju að
koma á fót gönguhóp sem hittast
mun vikulega.
Hópurinn kemur saman í fyrsta
sinn á morgun, laugardaginn 23.
janúar, kl. 11 við Breiðholtslaug.
Handverks-
sýning í
Laugardals-
höll í vor
FERÐAÞJÓNUSTA Akureyrar
og Handverk & hönnun standa fyr-
ir sölusýningu á list- og gæðahand-
verki í Laugardalshöll í annað sinn
í vor.
I fyrra var aðsókn mjög mikil og
því hefur verið ákveðið að lengja
sýningartímabilið í fjóra daga, seg-
ir í fréttatilkynningu. Sýningin
hefst 22. apríl á sumardeginum
fyrsta og stendur til sunnudagsins
25. apríl.
Morgunblaðið/Golli
EINAR Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra hf. afhenti Herdísi L.
Storgaard heiðursskjöldinn.
Hlaut heiðursskjöld
Sj óvár- Almennra
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf.
héldu upp á tíu ára afmæli sitt í
vikunni. Af því tilefni var efnt til
síðdegishófs fyrir starfsmenn þar
sem afhentur var í fyrsta sinn
heiðursskjöldur félagsins en
hann er æðsta viðurkenning Sjó-
vár-Almennra.
Að þessu sinni hlaut Herdis L.
Storgaard skjöldinn en hún hef-
ur haft forystu um slysavarnir
barna og unglinga, segir í
fréttatilkynningu. Skildinum er
ætlað að verðlauna það sem vel
er gert og er litið til þeirra ein-
staklinga eða aðila sem sýnt
hafa þarft framtak í forvörnum,
komið í veg fyrir stórtjón eða
slys.
Herdís hefur starfað sem
slysavarnafulltrai barna hjá
Slysavarnafélagi íslands síðustu
8 ár. Þá hefur hún verið Qölmiðl-
um, faghópum og almenningi til
ráðleggingar svo eftir hefur ver-
ið tekið. Einnig hefur hún tekið
þátt í mörgum ráðstefnum og al-
þjóðasamstarfi sem tengjast ör-
yggi barna, verið formaður
nefndar um leikvallatækjastaðla,
verið í samstarfshópi um öryggi
barna í skólum sem og samstarfs-
verkefni með Umferðarráði um
öryggi barna í bflum svo fátt eitt
sé talið.
Herdx's L. Storgaard starfar nú
sem framkvæmdastjóri verkefn-
isstjórnar um slysavarnir barna
og unglinga.
Athöfnin fór fram í Kringlunni
7, þar sem útibú íslandsbanka
var áður, í Húsi verslunarinnar,
en félagið festi kaup á því hús-
næði um síðustu áramót.
I ár verður höfuðáhersla lögð á
að fá til þátttöku þá sem fást við
gæðahandverk, listhandverk og ís-
lenska hönnun. Einnig smáiðnað
og þjónustuaðila atvinnu- og
áhugafólks um handverk og handa-
vinnu.
Nokkrir erlendir gestir munu
taka þátt í sýningunni, m.a. frá
Danmörku og Finnlandi.
Umsóknarfrestur fyrir sýnendur
er til 15. febrúar nk.
Allar nánari upplýsingar fást hjá
Handverki & hönnun þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga kl.
13-15.
LEIÐRÉTT
Setning féll niður
í MORGUNBLAÐINU í gær birt-
ist frétt af nýju íþróttahúsi á Þórs-
höfn. Þar í niðurlagi fréttarinnar
féll niður hluti af setningu og kemur
hún rétt hér með: „Auðvelt verður
að skipuleggja í húsinu sýningar og
menningarviðburði og fleira mætti
nefna. íþróttahúsið er lyftistöng
fyrir byggðarlagið því þegar fólk
velur sér búsetu hugsar það ekki
síst um það hvernig búið er að
skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum
fyrir börnin."
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
FRÁ kynningarfundi Kristilega lýðræðisflokksins. Frá vinstri: Árni
Björn Guðjónsson, Guðlaugur Laufdal, sr. Guðmundur Orn Ragn-
arsson og Kolbrún Jónsdóttir.
Kristilegi lýðræðisflokkurinn
Jakob Frímann
Magnússon
opnar nýja kosningastöd
í fyrrum húsnœði ÍSFILM
og FULBRIGHT
gegnt Grettisgötu6 (Hœg bilastceai)
í kufildkl 21.00-24.00.
Fjölbreytt dagskrá og léttar veitingor
Plötusnúðurinn ALFRED MORE ásamt
völdum tónlistarmönnum kyndir
tundir réttri stemningu fram eftir kvöldi.
r Kynnumst nýrri hugsun
> ognýjuaflií
íslenskum stjórnmálum
UNGT STUÐNINGSFOLK