Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 22.01.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 57 Músíktil- raunir Tónabæjar að hefjast FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær mun í mars nk. standa fyrir Mús- íktilraunum 1999 en þetta er í 17. skiptið sem þær eru haldnar. Þá gefst ungum tónlistarmönnum tækifæri til að koma á framfæri frumsömdu efni og ef vel tekst til að vinna með efni sitt í hljóðveri. Músíktilraunir eru opnar öllum upprennandi hljómsveitum alls staðar af landinu. Tilraunakvöldin verða fjögur eins og undanfarin ár. Það fyrsta verður 11. mars, annað tilrauna- kvöldið verður 18. mars, þriðja 19. mars, fjórða tilraunakvöldið verður 25. mars og úrslitakvöldið verður svo föstudaginn 26. mars. Margvís- leg verðlaun era í boði fyrir sigur- sveitirnar, en þau veglegustu era hljóðverstímar frá nokkram bestu hljóðverum landsins. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músíktilraunum 1999 geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni Tónabæ. Söngnámskeið í Gerðubergi INGVELDUR Ýr mezzósópran, heldur söngnámskeið fyrir byrj- endur í Gerðubergi í vetur og verð- ur fyrsta námskeiðið dagana 23.-24. janúar. Þátttakendur læra grannatriði i söng og raddbeitingu og fá innsýn í tónheyrn og tónfræði. Lífeyrisdagurinn á Hótel Loftleiðum Framboð í Reykja- vík og á Reykjanesi KRISTILEGI lýðræðisflokkurinn ætlai- að bjóða fram í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum í kosningun- um í vor. Flokkurinn mun fyrst og fremst hafa fagnaðar- og kærleiks- boðskap Jesú Krists sem undirstöðu í öllum stefnumálum, segir í fréttatil- kynningu. Þar er getið um nokkur baráttumál og markmið flokksins og segir meðal annars að Kristilegi lýðræðisflokkui- inn muni berjast fyrir hagsmunum fjölskyldunnar í öllu tilliti;, atvinnu, menntun, uppeldi bama og skilyrðum til afkomu. Vakin er athygli á bágum aðstæðum aldraðra og sjúkra á Is- landi sem bæta þurfi úr. Mótun ffam- tíðarsýnar fyrir þjóðina byggist á ör- uggri velferð og réttlæti og flokkur- inn mun verja lýðræðið, ein mestu mannréttindi sem mannkyninu hefur hlotnast, eins og segir í fréttatilkynn- ingu. Flokkurinn vill stuðla að réttri nýt- ingu náttúruauðlinda og álítur að sú arfleifð sem þjóðinni hefur hlotnast, þ.e. auðlindir til lands og sjávar, verði um alla framtíð í hendi þjóðarheildar- innar. Kristilegi lýðræðisflokkurinn hefui- það verkefni að stuðla að því að heimildir til veiða í íslenskin landhelgi verði afhentar landsbyggðinni til um- ráða eins fljótt og hægt er. Kristilegi lýðræðisflokkurinn mun berjast gegn ágimd og hroka í samfé- laginu og kappkosta að kærleikur og réttlæti Guðs nái fram að ganga í öll- um málum. Kristilegt siðferði verði haft að undirstöðu í lífi þjóðarinnar að öllu leyti, jafnt í lífi fjölskyldunnar sem og þeirra manna sem kosnir era til valda. SAMTÖK áhugafólks um lífeyris- sparnað gangast fyrir kynningar- degi um lífeyrismál á Hótel Loft- leiðum, Þingsölum 3, 4 og 5, laugar- daginn 23. janúar kl. 10.30-17. Helstu lífeyrissjóðir, líftryggingafé- lög, bankastofnanir og verðbréfa- fyrirtæki verða með kynningu á leiðum í lífeyrissparnaði. I Þingsal 5 (Bíósalnum) verður málþing þar sem fimm sérfræðingar um lífeyris- mál munu fiytja fyrirlestra um líf- eyrissparnað og tengd málefni. Alls verða 14 kynningrbásar í Þingsölum 3 og 4. Fulltrúar þessara aðila munu kappkosta að veita áhugafólki um lífeyrismál upplýs- ingar um þá valmöguleika sem þeir bjóða upp á. Þátttakendur eru: Kaupþing hf., Sparisjóðirnir, Al- þjóða líftryggingarfélagið, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyr- issjóður starfsmanna sveitarfélaga, Landsbanki íslands, Landsbréf, Búnaðarbankinn, Búnaðarbankinn verðbréf; íslandsbanki, Verðbréfa- sjóður Islandsbanka, Fjárvangur, Líftryggingafélagið, Sameinaða líf- tryggingafélagið, Lífeyrissjóður Verslunarmanna, Sameinaði lífeyr- issjóðurinn, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda og Fjárfesting og ráðgjöf. Gönguhópur hjartasjúklinga stofnaður FÉLAG hjartasjúklinga á Reykja- víkursvæðinu hefur í hyggju að koma á fót gönguhóp sem hittast mun vikulega. Hópurinn kemur saman í fyrsta sinn á morgun, laugardaginn 23. janúar, kl. 11 við Breiðholtslaug. Handverks- sýning í Laugardals- höll í vor FERÐAÞJÓNUSTA Akureyrar og Handverk & hönnun standa fyr- ir sölusýningu á list- og gæðahand- verki í Laugardalshöll í annað sinn í vor. I fyrra var aðsókn mjög mikil og því hefur verið ákveðið að lengja sýningartímabilið í fjóra daga, seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningin hefst 22. apríl á sumardeginum fyrsta og stendur til sunnudagsins 25. apríl. Morgunblaðið/Golli EINAR Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra hf. afhenti Herdísi L. Storgaard heiðursskjöldinn. Hlaut heiðursskjöld Sj óvár- Almennra SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. héldu upp á tíu ára afmæli sitt í vikunni. Af því tilefni var efnt til síðdegishófs fyrir starfsmenn þar sem afhentur var í fyrsta sinn heiðursskjöldur félagsins en hann er æðsta viðurkenning Sjó- vár-Almennra. Að þessu sinni hlaut Herdis L. Storgaard skjöldinn en hún hef- ur haft forystu um slysavarnir barna og unglinga, segir í fréttatilkynningu. Skildinum er ætlað að verðlauna það sem vel er gert og er litið til þeirra ein- staklinga eða aðila sem sýnt hafa þarft framtak í forvörnum, komið í veg fyrir stórtjón eða slys. Herdís hefur starfað sem slysavarnafulltrai barna hjá Slysavarnafélagi íslands síðustu 8 ár. Þá hefur hún verið Qölmiðl- um, faghópum og almenningi til ráðleggingar svo eftir hefur ver- ið tekið. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum ráðstefnum og al- þjóðasamstarfi sem tengjast ör- yggi barna, verið formaður nefndar um leikvallatækjastaðla, verið í samstarfshópi um öryggi barna í skólum sem og samstarfs- verkefni með Umferðarráði um öryggi barna í bflum svo fátt eitt sé talið. Herdx's L. Storgaard starfar nú sem framkvæmdastjóri verkefn- isstjórnar um slysavarnir barna og unglinga. Athöfnin fór fram í Kringlunni 7, þar sem útibú íslandsbanka var áður, í Húsi verslunarinnar, en félagið festi kaup á því hús- næði um síðustu áramót. I ár verður höfuðáhersla lögð á að fá til þátttöku þá sem fást við gæðahandverk, listhandverk og ís- lenska hönnun. Einnig smáiðnað og þjónustuaðila atvinnu- og áhugafólks um handverk og handa- vinnu. Nokkrir erlendir gestir munu taka þátt í sýningunni, m.a. frá Danmörku og Finnlandi. Umsóknarfrestur fyrir sýnendur er til 15. febrúar nk. Allar nánari upplýsingar fást hjá Handverki & hönnun þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-15. LEIÐRÉTT Setning féll niður í MORGUNBLAÐINU í gær birt- ist frétt af nýju íþróttahúsi á Þórs- höfn. Þar í niðurlagi fréttarinnar féll niður hluti af setningu og kemur hún rétt hér með: „Auðvelt verður að skipuleggja í húsinu sýningar og menningarviðburði og fleira mætti nefna. íþróttahúsið er lyftistöng fyrir byggðarlagið því þegar fólk velur sér búsetu hugsar það ekki síst um það hvernig búið er að skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum fyrir börnin." Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Morgunblaðið/Arni Sæberg FRÁ kynningarfundi Kristilega lýðræðisflokksins. Frá vinstri: Árni Björn Guðjónsson, Guðlaugur Laufdal, sr. Guðmundur Orn Ragn- arsson og Kolbrún Jónsdóttir. Kristilegi lýðræðisflokkurinn Jakob Frímann Magnússon opnar nýja kosningastöd í fyrrum húsnœði ÍSFILM og FULBRIGHT gegnt Grettisgötu6 (Hœg bilastceai) í kufildkl 21.00-24.00. Fjölbreytt dagskrá og léttar veitingor Plötusnúðurinn ALFRED MORE ásamt völdum tónlistarmönnum kyndir tundir réttri stemningu fram eftir kvöldi. r Kynnumst nýrri hugsun > ognýjuaflií íslenskum stjórnmálum UNGT STUÐNINGSFOLK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.