Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Jt
FÓLK í FRÉTTUM
Fjölbreytni eftir jólin
Afram
veisla
AÐSÓKN á Kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefur verið mjög góð
framan af viku, samkvæmt upplýs-
ingum frá skrifstofu Kvikmyndahá-
tíðar. Uppselt hefur verið á fjölda
sýninga og margir þurft frá að
hverfa. Helst hefur þess gætt á
myndum sem sýndar eru sjaldnast,
svo sem írönsku myndinni Gabbeh,
Fávitum Lars von Triers, heimild-
armyndinni Sögu Brandon Teena,
Funny Games, Fjórum dögum í
september og Mönnum með byssur.
i Akveðið hefur verið að hafa auka-
sýningar næsta sunnudag, sem aug-
lýstar verða sérstaklega. ítalska
perlan Lífið er fallegt verður frum-
sýnd í Regnboganum á laugardag
og fer hún í almennar sýningar í
byrjun mars. Veislan, Welcome to
the Dollhouse og Spanish Prisoner
verða sýndar áfram í Háskólabíói.
Eve’s Bayou verður sýnd í Sambíó-
unum næstu daga en síðasta sýning
á Slátraradrengnum verður á
mánudag. The Ugly verður í
Stjörnubíói næstu daga og Velvet
Goldmine í Laugarásbíói.
TÓNLISTINN fyrstu tvær vikur
ársins ber þess merki að jólin
eru liðin að sögn Gunnar Guð-
niundssonar hjá Sambandi ís-
lenskra hljdmplötuútgefenda.
„Nú er fólk ekki lengur að
kaupa jólagjafirnar fyrir fólk á
öllum aldri og þá er minni
breidd í efninu heldur en var
fyrir jólin og efni fyrir yngra
fólk meira áberandi. Eigi að síð-
ur er breiddin töluverð og von-
andi að þessi breidd haldist eða
aukist eftir því sem á árið líður,“
segir Gunnar.
Gunnar bendir á að ánægju-
legt sé að sjá hversu margar ís-
lenskar plötur eru ofarlega á
listanum að þessu sinni, þótt
írska hljómsveitin U2 tróni í
efsta sætinu. Land og synir eru í
öðru sæti, Sálin hans Jóns míns í
því sjöunda og Sverrir Guðjóns-
son með plötu sína Epitaph í því
áttunda. Söknuður, minninga-
platan um Vilhjálm Vilhjálms-
son, hefur selst gífurlega vel, en
hún var ofarlega á listanum í
langan tíma fyrir jól.
Tónleikarnir hafa áhrif
Gunnar segir að tónlistinn yfir
gamalt og gott efni sýni að góð-
ar íslenskar plötur eigi sér langa
lífdaga og geti selst vel árum
saman. „Sjálfsagt hafa tónleik-
arnir sem Björk hélt hérlendis
eitthvað að segja um gott gengi
Gling Gló, sem er í efsta sæti list-
ans yfir gamalt og gott efni.“
Nr. var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi
1. 1 14 Gling gló Björk Smekkleysa
2. 4 11 Sings Bacharach & David Dionne Warwick MC
3. 2 6 Einu sinni var Ýmsir Skífon
4. 15 3 Sibeiius Sinfóníuhljómsveit íslands MVD
5. 5 6 Life is Peachy Korn Sony
6. 3 3 Ljúflingslög Sigrún og Selma Spor
7. 26 4 Very Best of C. Stevens Polygram
8. - 1 All By Myself Ýmsir Crimsorr
9. 6 3 Þó iíði ór og öld Björgvin Skífan
10. - 1 Love Power Ýmsir Crimson
Unnið nf PricewoterhouseCoopers í samstorfí við Somband hljómplötufromleiðendo og Morgunblaðið.
Nr. var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi
1. (1) 11 Best of 1980-1990 U2 Polygram
2. (2) 9 Alveg eins og þú Land og synir Spor
3. (5) 10 Söknuður: Minning um Vilhj. V. Ýmsir Skífan
4. (4) 10 Ladies And Gentlemen George Michael Sony
5. (8) 8 Pottþétt 14 Ýmsir Spor/Skífan
6. (7) 5 One's Moriah Carey Sony
7. (3) 10 Gullna hliðið Sólin hans Jóns míns Spor
8. (9) 3 Epitaph Sverrir Guðjónsson Opuslll
9. (22) 5 Five Five BMG
10. (34) 1 Ameno Era Polygram
11. (6) 6 You Bang Gang Sproti
12. (12) 6 Garage Inc. Metallica Polygram
13. (14) 4 Mutations Beck BMG
14. (15) 11 Miseducation Of Lauryn Hill Louryn Hill Sony
15. (18) 8 Fram í heiðanna ró Karlakórinnn Heimir KH
16. (33) 4 My Love Is your Love Whitney Houston BMG
17. (10) 6 Pottþéttt 98 Ýmsir Skífan
18. (11) 16 Never Say Never Brandy Warner
19. (21) 4 Berrössuð ó túnum Anna P. og Aðalst. Dim
20. (13) 9 You've Come A Long Way Buby Fatboy Slim Sony
21. (29) 3 Extinction Level Event Busta Rhymes Warner
22. (16) 17 Hello Nasty Beastie Boys EMI
23. (17) 8 Sehnsucht Rammstein Polygram
24. (28) 2 Y. Mera-Romance Y. Mera BIS
25. (30) 6 Flikk-flakk Sigríður Beinteins. Japís
26. (25) 8 Klassík Diddú Skífan
27. (38) 1 Monica: The Boy Is Mine Monica BMG
28. (26) 9 Tical 2000: Judgement Day Method Mon Polygram
29. (45) 1 5 Lenny Kravitz EMI
30. (19) 10 Heimurinn og ég Ýmsir Spor
Unnið of PricewaterhouseCoopers í somstarfi við Samband hfjómplötuframleíðenda og Morgunblaðið.
Kaffiieikhúsið á bóndadag
Morgunblaðið/Porkell
NOKKRIR aðstandenda kvöldsins: Markús Þór Andrésson, Auður
Ilaralds, Gunnar og Hafþór í Súkkat með dóttur Hafþórs á milli sín og
Þorlákur Einarsson.
I3IOMIEGA
Fólínsýra
FÓtJ'N
Takist fyrir þungun
og á meðgöngu.
Fæst í næsta apóteki.
Karlrembu-
kvöld
►i DAG er bóndadagurinn og af
því tilefni efnir Kaffileikhúsið til
Karlrembukvölds sem hefst kl.
20 með því að þorramatur er
fram borinn. A meðan karlremb-
ur stýfa sviðakjamma úr hnefa
leikur Karl Jónatansson á harm-
onikku og fylgir síðan hvert
skemmtiatriðið á fætur öðru.
Leynigestur mætir á svæðið
og heldur tölu um bóndadaginn
og nokkrir þjóðþekktir aðilar
segja karlrembusögur. Auður
Haralds flytur minni karla og
tískusýning að hætti Kormáks og
Skjaldar mun eflaust styrkja
sjálfsmynd margs karlsins. Á
milli atriða treður upp dúettinn
Súkkat sem í lok skemmtiatriða
verður síðan með tónleika þar
sem þeir flylja efni af nýjasta
geisladiski sveitarinnar, Ull.