Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
PróDyör SamfyIkiu garinnar 1 Reykjavlk;
Nýtt stjórn-
málaafl er fætt
TIL hamingju með krógann, elskurnar mínar.
Engin úttekt á kostnaði við girðingar við þjóðvegi
Kostnaður getur
numið tugum milljóna
ENGIN úttekt liggur fyrir um
kostnað við að girða meðfram þjóð-
vegum þar sem þess er þörf. Ólafur
Dýrmundsson, sem er formaður
nefndar sem landbúnaðarráðherra
skipaði til að fjalla um leiðir til að
halda búfé frá helstu þjóðvegum
landsins, telur að kostnaður geti
hlaupið á tugum milljóna króna.
Hver km kostar
150-300 þúsund
krónur
Hver kílómetri af girðingum er tal-
inn kosta á bilinu 150-300 þúsund
krónur og segir Ólafur ljóst að setja
þurfi upp nokkur hundruð kíló-
metra langar girðingar víða um
land.
Ólafur segir að nefndin hafí nú
skilað áfangaskýrslu og næsta skref
sé að Vegagerðin og sveitarfélög í
landinu geri úttekt á stöðu mála.
Fyrr verði ekki hægt að átta sig á
því hvar úrbóta er þörf. Reiknað er
með að yfirlit um þetta liggi fyrir 1.
júlí nk. og þá sé hugmyndin að
nefndin haldi áfram störfum og
áætli hverju þurfí að kosta til.
Ekki verður hægt að girða
með öllum vegum
„Menn eru ásáttir um að það
þurfi markvisst að friða vegina.
Fram að þessu hefur verið ákaflega
ómarkvisst staðið að þessum málum
og ástandið alls ekki verið viðun-
andi,“ segir Ólafur.
Hann segir ljóst að aldrei verði
hægt að girða með öllum vegum í
landinu. Nefndin leggi til að sums
staðar verði t.a.m. sett upp leiðbein-
andi vegaskilti. Það þurfí að beina
fjármagni til Vegagerðarinnar
þannig að girðingar með vegum
verði hluti af stofnkostnaði og við-
haldi vega. Sveitarstjórnir á við-
komandi stöðum þurfí síðan að ann-
ast eftirlit.
Rafgirðingar
ódýrari
Ólafur segir að ódýrari lausn sé
að setja upp rafgirðingar en ekki sé
víst að það fari saman við óheftari
aðgang almennings að landinu.
Kostnaður við hvern kílómetra sé á
bilinu 150-200 þúsund krónur en
allt að helmingi dýrara ef um hefð-
bundnar girðingar er að ræða. Þó
sé það breytilegt eftir því hvar girt
sé.
„Það er ekki vafí á því að það eru
nokkur hundruð kílómetrar sem
þarf að girða og einnig þarf að huga
að ristarhliðum á sumum stöðum.
Þótt sums staðar séu girðingar á
löngum köflum rofna þær víða og
það þarf að laga,“ segir Ólafur.
—
NicotineB'
Tvær leiðirtil a
hætta!
i
Nicotineli býður upp á tvær árangursríkar leiðir
til að losna við reykingarávanann.
Nicotinell nikótfnplásturinn. Einn plástur á dag
heldur nikótínþörfinni niðri allan sólarhringinn.
Nicotinell plásturinn fæst með þremur styrkleikum.
Nicotinell nikótíntyggjóið hefur sömu eiginleika
og venjulegt tyggjó og fæst bæði með piparmyntu-
og ávaxtabragði. Nícotinell tyggjóið
fæst með tveimur styrkleikum.
Komdu í næsta apótek og fáðu bæklinga
um það hvernig Nicotinell plásturinn
og Nicotinell tyggjóið hjálpa þér
í baráttunni við tóbakið.
Thorarensen Lyf
Valnagarðir 18 ■ 104 Rerkj««(k • Sdoi >68 6044
J
M tyggigúmmí or lyf som or notað som hjálparolnr til þess að hœtta reylongum Aðoins má nota lyfaö of roykíngum ©r luett.
Pað inniheWur nikótin som iosnar úr þvl þegar tuggið or. Irásogast f munmnum og drogur úr fráhvarfsetnkennum þcgar reykingum
er hætt. Tyggja skal eitt stykki f emu. hægt og róloga, til aö vinna gogn roykingaþört. Skammtur er omstakljngsbundinn en okki
má tyggja llem en 25 stk a dag. Ekki or ráðlagt aö nota lylið lengur en i 1 ár.
Nicotinell plástur mmholdur nikótín og or aotlaöur sem hjálparlyf til að hætta reykingum Notist oinungis af fi
skal líma á hártausa og horta húð. Skómmlun Fyrir þá som roykja 20 sigarottur á dag oða moira; 1 plástur með 21 mg á...............
daglega 13-4 wkur, því næ*t t plástur með 14 mg á sólartirmg. daglega I aðrar 3-4 vikur og að sfðustu plástur moð 7 mg á eólarhhng.
daglega i 3-4 vtkur Fynr þá som reykja minna cn 20 6lgarottur á dag; 1 plástur moð 14 mg á sótarhring, daglega I 3-4 vtkur og
moðforðin ondar með pfástrum sem mnihalda 7 mg á sólartmng, daglega 13-4 vikur. Meðferð skal ekki sfanda lengur on í 3 mánuði.
Ekki akal setja plásturinn é sarna 6tað dag eftir dag. hekJur finna onnan stað á líkamanum. Kynnið ykkur vol loiðbeiningar sem fylgja
ð - Qoyma skal lyfln þar sem börn ná ekki tU. Lesa skal vandlega loiðbeinlngar á fylglsoðlum som fylgja lyfjunum.
Fyrirlestraröð um Mexíkó
Fjallað um ýmsa
þætti þjóðlífsins
Dr. Ellen Gunnarsdóttir
FTIR helgi,
þriðjudagskvöld,
hefst fjögurra
kvölda fyrirlestraröð á
vegum Endurmerintun-
arstofnunar Háskóla Is-
lands. Þar verður fjallað
um Mexíkó á tuttugustu
öld; Leiðin frá byltingu
til óvissrar framtíðar.
Fyrirlestramir era
haldnir í samstarfi við
heimspekideild Háskóla
íslands. Það er dr. Ellen
Gunnarsdóttir sem flytur
fyrirlestrana ásamt með
Edward Farmer sagn-
fræðingi, sem flytur síð-
asta fyrirlesturinn. En
hvemig skyldi Mexíkó
vegna efnahagslega
núna?
- Það hefur verið mikil
kreppa í Mexíkó frá því að geng-
isfellingin mikla varð í janúar
1995. Síðan þá hafa kjör fólks af
öllum stéttum versnað til muna
og þjóðfélagsaðstæður verða æ
alvarlegri. Mikil glæpaalda
gengur nú yfir landið sem rekja
má beint til kreppu síðustu ára.
Eitthvað virðist vera að rofa til í
efnahagslífinu samkvæmt opin-
berum tölum en þær aðstæður
sem almenningur lifír við virðast
eigi að síður hafa lítið breyst
þrátt fyrir bjartsýni stjómvalda
í Mexíkó.
- Hefur stjórnmálaástandið þá
ekki verið ótryggt?
- Það virðist svo sem stjórnar-
flokkurinn PRI standi ennþá á
nokkuð traustum grandvelM en
stjórnarandstaðan nýtur nú vax-
andi fylgis. Margir telja að
Mexíkó sé nú raunverulega á
leið til lýðræðis eftir áratuga
taumhald stjómarflokksins á
valdakerfi landsins. Ymis
hneykslismál, svo sem morðið á
Ruiz Massieu, formanns PRI,
1994 og handtaka Raoul Selinas,
bróður Carlosar Selinas forseta,
sem sakfelldur hefur verið sem
skipuleggjandi glæpsins, hafa
skekið þann grundvöll sem
stjórnarflokkurinn stendur á.
Hið alvarlega ástand sem hefur
ríkt í Chiappas síðan í janúar
1995 er einnig stöðugur Þrándur
í Götu stjómvalda.
- Hvemig er fyrir útlendinga að
dvelja í Mexíkó við þessar að-
stæður?
- Það er allt í lagi, þetta er mjög
áhugavert þjóðfélag. Útlending-
ar búsettir í Mexíkóborg em að
vísu ekki eins ömggir þar og
þeir vom fyrir þremur árum.
Mikið er um vopnuð rán, svo og
mannrán, sérstaklega á erlend-
um viðskiptaforkólf-
um. Að öðm leyti er
Mexíkóborg staður
sem býður fólk vel-
komið og er hrífandi
fyrir þá sem vilja
fylgjast með þeim miklu breyt-
ingum sem em að eiga sér stað í
mexíkósku þjóðlífi.
- Hvað taiar þú mest um í fyrir-
lestrum þínum?
- Eg ætla að tala um tímabilið
frá mexíkósku byltingunni til nú-
tímans. Lögð verður áhersla á að
útskýra hið póUtíska valdakerfi
sem byltingin skapaði og sem
varir enn þann dag í dag, þróun
efnahagsmála, svo og bókmennt-
ir, þjóðMf og menningu. Ég reyni
að skírskota til áhugamála sem
flestra sem á annað borð hafa
áhuga á Mexíkó.
- Hvað ber hæst í menningarlífi
Mexíkó nútímans?
►Ellen Gunnarsdóttir er fædd
8. júní 1967 íReykjavík. Hún
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1987
og BA-prófi í sagnfræði frá
Smith College í Massachussett
1992. Hún tók M.phil. frá
Cambrigde-háskóla 1994 og
doktorspróf frá sama skóla
1997. Hún var í Mexíkó við
rannsóknarstörf fram á síðasta
haust en kenndi haustmisseri
við Háskóla íslands. Sambýlis-
maður Ellenar er Edward Far-
mer sagnfræðingur og frétta-
maður í Mexíkóborg.
- Það er óskaplega mikil gróska
hjá ungum fræðimönnum, verið
er að stofna ný tímarit um þjóð-
líf og menningu, sem em mjög
gagnrýnin á núverandi ástand. I
Mexíkóborg er greinilegt að al-
þjóðamenning er að ná miklum
tökum á ungu fólki. En það er
heilmikið gefið út af nýjum bók-
menntaverkum eftir unga rithöf-
unda og menningarlíf almennt í
Mexíkó er mjög gróskumikið
einmitt núna. Það stafar að tals-
verðu leyti af hinum miklu þjóð-
félagsbreytingum sem era að
eiga sér stað.
- Hvernig er staða kvenna í
Mexíkó?
- Það fer mikið eftir því hvaða
þjóðfélagshópa talað er um.
Miðstéttarkonur í borgum eru
sífellt að taka meiri og meiri
þátt í atvinnulífi og era mun
sýnilegri en áður, hins vegar
hefur líf indíánakvenna í sveit-
um lítið breyst á síðustu áratug-
um eða jafnvel á allri þessari
öld. Þær eiga yfirleitt mörg
böm, kaþólska kirkjan er mjög
sterk í landinu og er mjög
andsnúin getnaðarvömum. Ný-
lega kom páfi til
Mexíkó og í ræðu sem
hann hélt ítrekaði
hann andstöðu við
getnaðarvamir og ég
heyrði talað um að
fólk hefði tekið vel undir mál
hans, einkum í lægri stéttum.
Miðstéttin og yfirstéttin í borg-
um er upplýstari og meira í
tengslum við umheiminn.
- Hefur menntun hrakað í land-
inu við þessar ótryggu aðstæð-
ur?
- Það em að spretta upp einka-
skólar um allt landið sem gefur
þá vísbendingu að miðstéttir og
efri stéttir sæki skóla í vaxandi
mæli en ástandið í ríkisskólum
er hins vegar ekki gott, þeir fá
of litla fjárhagsaðstoð þannig að
mér sýnist að menntun sé
kannski að verða meiri forrétt-
indi en hún áður var.
Skírskota til
áhugamála
sem flestra
;