Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 49
UMRÆÐAN
Biblíudagurinn 1999 og
Hið íslenska biblíufélag
HINN árlegi Biblíu-
dagur er á morgun og er
þá í kirkjum landsins
minnst þess hlutverks
sem Hið íslenska biblíu-
félag gegnir fyi-ir hönd
íslenskrar kinstni sem er
útgáfa og dreifing heil-
agrar ritningar. Grund-
völlur kristinnar kh-kju
er Kristur og Biblían
geymir vitnisburðinn um
hann. Til hennar sækir
kristið fólk næringu trú-
ar sinnar.
Hið íslenska biblíufé-
lag er ekki áberandi fé-
lag í samfélaginu, þó hef-
ur það verið starfandi
frá árinu 1815. Markmið félagsins er
að vinna að útgáfu, útbreiðslu og
notkun Biblíunnar. Undanfarin tíu
ár hefur á vegum félagsins verið
unnið að endurskoðaðri þýðingu Bi-
blíunnar - Biblíu 21. aldarinnar. Sér-
hver ný kynslóð þarf að geta nálgast
Guðs orð og meðtekið það á því máli
sem hún skilur. Hlutverk Biblíunnar
í varðveislu íslenskrai- tungu er jafn-
framt mjög mikilvægt. En það er
skoðun félagsins að bæði þessi sjón-
armið fari saman og að vandað ís-
lenskt málfar skili boðskap Biblíunn-
ar best áfram til komandi kynslóða.
Um þessi markmið félagsins geta
allir kristnir menn á Islandi samein-
ast.
Hið íslenska biblíufélag er þátt-
takandi í Hinum sameinuðu biblíufé-
lögum sem eru samtök þein-a 137
biblíufélaga sem eru starfandi í
heiminum. Söfnunarstarf hefur alla
tíð verið mikilvægur og gefandi þátt-
ur í starfsemi biblíufélaganna. Alls
staðar þai- sem kristin trú er boðuð
er þörf fyrir Biblíuna.
Sameiginlegt markmið
þeirra er: Að gera
Guðs orð aðgengilegt
öllum, - á þehTa eigin
tungumáli - án kenn-
ingarlegra athuga-
semda eða skýringa;
og á viðráðanlegu
verði.
Kraft sinn sækja
biblíufélögin til orða
Jesú Krists: „Farið því
og gjörið allar þjóðir
að lærisveinum, skirið
þá í nafni föður, sonar
og heilags anda, og
kennið þeim að halda
allt það, sem ég hef
boðið yður.“ Starfið hefur því aldrei
einskorðast við eigið land heldm- alla
tíð verið alþjóðlegt. Ekki er svo ýkja
langt síðan við Islendingar nutum
aðstoðar Hins breska og erlenda
biblíufélags við útgáfu Biblíunnar á
íslensku. Núna er því komið að okk-
ur að endurgjalda þessa aðstoð með
því að styðja önnur biblíufélög sem
eru að vinna að þýðingu, útgáfu og
dreifingu Biblíunnar til síns fólks í
fyrsta skipti.
Hið íslenska biblíufélag hefur í
tengslum við Biblíudaginn ár hvert
efnt til söfnunar. Að þessu sinni er
safnað til kaupa á Nýja testamentum
fyrir Konsó. Konsómenn hafa lengi
beðið eftir að eignast Biblíu á eigin
tungumáli og nú sér loksins fyrir
endann á þeirri bið.
Hvergi í heiminum vex hin kristna
kirkja eins ört og í Afríku. Sú gleði-
lega staðreynd hefur aftur á móti
haft í för með sér að gríðarlegur
skortur er á Biblíum handa því fólki
sem snúist hefur til kristni. Að upp-
Biblíudagurinn
Það kostar okkur
Islendinga ekki nema
250 krónur, segir Jón
Pálsson, að koma einu
Nýja testamenti í
hendur kristins manns
eða konu í Konsó.
fræða alla þá sem nýir era í trúnni er
gríðarlegt verkefni, segja íslensku
kristniboðarnir í Konsó. A hverju ári
snúast um 220 þúsund manns til
kristinnar trúar í Eþíópíu. Margir
þeirra fyrir boðun íslensku kristni-
boðanna sem hafa starfað þar um
langt árabil. En það er ekki aðeins
nóg að útvega Biblíur, þær verða
einnig að vera á því verði sem fólk
getur greitt. Fólkið í Konsó er fá-
tækt og ekki nema lítill hluti þess
sem getur greitt fullt verð fyrir Nýja
testamentið, en þorstinn eftir Guðs
orði er mikill. Þeir fjármunir sem
safnast hér á Islandi verða notaðir til
kaupa á Nýja testamentum sem
dreift verður til kirknanna í Konsó
þeim að kostnaðarlausu. Þær munu
síðan sjá um að dreifa þeim til hinna
allra fátækustu.
Það kostar okkur Islendinga ekki
nema 250 kr. að koma einu Nýja
testamenti í hendur kristins manns
eða konu í Konsó sem svo lengi hafa
beðið eftir að fá að lesa Guðs orð á
eigin tungumáli.
I skýi-slu Sameinuðu biblíufélag-
Jón Pálsson
HERRA Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands,
heimsdtti bækistöðvar íslensku kristniboð-
anna í Konsd í ferð sinni til Afríku síðastliðið
vor og skírði þá þennan unga dreng.
anna kemur fram að Biblían eða
hlutar hennar hafa verið þýddh- á
2.197 tungumál. Tungumál í heimin-
um eru talin vera um 6 þúsund
þannig að enn er mikið verk fyrir
höndum svo að öllum verði gert
kleift að lesa Biblíuna á eigin tungu-
máli. Þau 2.197 tungumál sem Biblí-
an hefur verið þýdd á eru töluð af
um 95% jarðarbúa. Þau mál sem eft-
ir er að þýða á eru sum hver aðeins
töluð af litlum þjóðflokkum og mörg
eru við það að deyja út. Aftur á móti
hafa þau mál sem Biblían hefur verið
þýdd á fest sig í sessi. Reynslan hef-
ur sýnt að þýðing Biblíunnar hefur
orðið til að bjarga mörgum tungu-
málum frá því að deyja út og þar
með jafnframt viðhaldið þeim menn-
ingai’samfélögum sem í hlut áttu.
I skýrslunni kemur einnig fram að
biblíufélögin di’eifðu alls 561.633.376
Biblíum eða hlutum hennar, sem var
tæplega 6% aukning á
milli ára. „Við getum
ekki vegið árangur
starfs okkar af slíkum
tölum,“ segir Fergus
Maedonald, fram-
kvæmdastjóri Samein-
uðu Biblíufélaganna.
„Tölurnar hafa aðeins
takmarkað gildi and-
spænis því gríðarlega
verkefni sem við eigum
enn fyrir höndum. Þó má
segja að slíkar tölur
sendi ákveðin skilaboð til
samtímans sem álítur
trúna vera tímaskekkju;
meira en 560 milljónir
manna vora ekki á þeirri
skoðun á síðasta áiá og
era þá aðeins taldir þeir
sem biblíufélögin náðu
til.“
I bréfi sínu til presta
landsins vegna Biblíu-
dagsins segir biskup ís-
lands, herra Karl Sigur-
björnsson: „Trúfastur
hópur félaga hefur í ár-
anna rás haldið félaginu
gangandi með félagsgjöldum og fyi’-
irbænum sínum. Við þurfum nauð-
synlega að stækka þann hóp til að fé-
lagið geti með auknum styrk og efld-
um þrótti tekist á við þau mikilvægu
verkefni sem fyrir liggja, en það er
að koma út endurskoðaðri þýðingu
Biblíunnar - Biblíu 21. aldarinnar -
og stuðla að dreifingu hennar og
áhrifum með þjóðinni.“ Ég vil taka
undir þessi orð biskups og hvetja
alla landsmenn til að ganga í Hið ís-
lenska biblíufélag og styrkja þannig
starf þess í verki.
Aðsetur félagsins er í Hallgríms-
kii’kju, sími: 510 1040. Einnig er
hægt að skrá sig í félagið beint á
heimasíðu þess: www.biblian.is Söfn-
unarreikningur félagsins er nr. 0101-
26-45144.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hins íslenska biblíufélags.
Asíuundrið
KREPPA í fjármál-
um Asíulanda ógnaði
jafnvægi í heimsviðskip-
um á síðasta ári. Stór-
fellt gengisfall mynt-
anna í Taflandi,
Indónesíu og Malasíu
leiddi til verðlækkunar,
sem nálgaðist hrun.
Fyrir bragðið lækkaði
dvalarkostnaður er-
lendra gesta umtals-
vert, auk þess að flugfé-
lög lækkuðu verð til að
halda uppi nýtingu.
Ferðaheildsalar sáu sér
leik á borði að bjóða
ferðir til Austurlanda á
lægra verði en áður
þekktist.
Útflutningur Asean-landanna
stendur enn höllum fæti, en ferða-
mannastraumur hefur stóraukist,
og tekjur af ferðaþjónustu eru í
augum margra bjartasta vonin. Ser-
ee, formaður ferðamálaráðs Ta-
flands, er í fararbroddi að kynna
land sitt og fjölbreytt gæði þess og
menningararf undir kjörorðinu
„Undra-Taíland“ (Amazing Thai-
land) með þeim árangri að gestum
fjölgar um allt að milljón á árunum
1998-1999, eða um 8% milli ára.
Mest er aukningin frá Evrópu, eða
23% á síðasta ári.
Malasía og Singapúr koma næst á
eftir Taílandi hvað vinsældir snertir
og fjölda ferðamanna, þótt verðlag í
Singapúr sé nærri tvöfalt hærra. Ví-
etnam sækir á og er ein vinsælasta
nýjungin á ferðamarkaðinum. Sold-
ánsdæmið Brunei á Borneo, eitt auð-
ugasta smáríki heims, leggur mikinn
metnað í ferðamál sín og býr sig
undir stóraukningu. Lönd eins og
Myanmar (Burma) og Kambódía líða
enn fyrir stjórnmálaástandið, og
sama gildir að vissu marki um
Indónesíu vegna uppreisna í Jakarta
og víðar, en Balí er blessunarlega
undanskilin, enda annar menningar-
heimur, þar sem allt er með kyi-rum
kjörum.
Ferðalög á Filippseyjum hafa
jafnan verið talsvert
dýrari en í öðrum Ase-
an-löndum. Það stend-
ur til bóta, því að
helstu móttakendur
ferðamanna þar hafa
bundist samtökum um
lækkað verð á völdum
ferðapökkum með flugi
mflli staða, gistingu og
leiðsögn innifalinni.
Almennt má segja að
Asíu-ferðakaupstefnan
hafi að þessu sinni ein-
kennst af samvinnu-
anda undir kjörorðinu
„Samtök um framfarir"
(Partners in
progress). Niðurstaða
ráðstefnu, sem fram
fór á undan ferðakaupstefnunni, og
jafnframt almennt álit fagmanna í
ferðaþjónustu alls staðar að úr heim-
Suðaustur-Asía er helsti
vaxtarbroddur í ferða-
þjónustu í dag, segir
Ingólfur Guðbrands-
son, sem sat ferðakaup-
stefnu í Singapúr
fyrir skömmu.
inum var, að Suðaustur-Asía sé
helsti vaxtarbroddur í ferðamálum
heimsins í dag sökum fjölbreytninn-
ar, sem hún hefur að bjóða, ríku-
legi’a menningarhefða og hins hag-
stæða verðlags. Mikil áhersla er lögð
á undirbúning aldamótanna, árið
2000, sem fullvíst er talið að verði
mesta ferðaár í sögu mannkynsins til
þessa. En hvað helst lága verðið
lengi? Mörg teikn eru á lofti um
bættan efnahag og hækkandi gengi
Asean-landanna í náinni framtíð, og
þá hækkar allt á nýjan leik.
Höfundur er ferðamálafrömuður.
Ingólfur
Guðbrandsson
Vebarfatnaðir
Leíkfii t lifdtnaðir
Fleeœfaitnaður
Regnfatnaðu-
Hettupeysu-
Sturttfauxur
HlýraboUr
Golfvönjr
Veiöivesti
Poiofaolir
Sunctföt
Skyrtur
Buxur
Boiir
Skór
afsláttur
»RUSSELL
I. ATHLETIC
►Columbia
Sportswear Cotnpany *
OpÍðídag
T1-18
HREYSTI ,
—spmí vöru fms
Fosshálsi 1 - Sími 577-5858